Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014 Framrúðuviðgerðir Gerum við og skiptum um bílrúður fyrir öll tryggingafélög Skeifan 2 • Sími 530 5900 • www.poulsen.is Stöðugt er deilt um loftslagsbreyt- ingar og hvað valdi þeim, aðgerðir manna eða náttúrulegar sveiflur í veðurfari. Miklir þurrkar hafa herj- að í Kaliforníu og fyrir skömmu sagði Barack Obama forseti að þessar hamfarir væru dæmi um það sem aðrir hlutar landsins ættu í vændum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. En í grein í The New York Times á sunnudag er sagt að hann hafi fullyrt meira en vísindaleg þekking um tengsl loftslagsbreytinga og þurrka réttlæti. Þótt hugsanlegt sé að aukin tíðni þurrka á sumum svæðum heims geti tengst loftslags- breytingum sé alls ekki eining um það í röðum vísindamanna að um hnattræna þróun sé að ræða. „Ég er nokkuð viss um að það hve þurrkarnir eru miklir stafi af eðli- legum sveiflum í náttúrunni,“ segir Richard Seager, loftslagsfræðingur sem rannsakar vatnsbúskap og starfar við Columbia-háskóla. Blaðið segir að almennt virðist þróunin vera í átt til lægri tíðni þurrkaskeiða í landinu og einnig sumum öðrum heimshlutum. Því hafi reyndar verið lengi spáð að úrkomurík svæði í heiminum yrðu enn blautari með hlýnandi loftslagi en þurr svæði enn þurr- viðrasamari. En er auðvelt að útskýra öll fyr- irbæri í veðurfari? „Séð með augum vísindamanna er ekki hægt að segja um eitt einasta afmarkað dæmi um öfgar í veðri, storm, flóð eða þurrk, að það hafi stafað af hnattrænum loftslagsbreytingum,“ sagði vís- indaráðgjafi forsetaembættisins í Washington, John P. Holdren, ný- lega. En hann bætti við að loftslags- breytingar vegna aukinnar losunar koldíoxíðs af völdum manna hefðu nánast alls staðar haft áhrif á veð- urfar. kjon@mbl.is Miklir þurrkar í Kaliforníu Skrælnuð jörð.  Rangt að rekja einstaka storma, flóð eða þurrka beint til loftslagbreytinga Breskir vísinda- menn hafa beitt erfðatækni til að þróa kartöflu sem sýkist ekki af kartöflu- myglu, að sögn BBC. Frjóduftið dreifist ekki frá ökrunum vegna þess að plantan er ófrjó. Bandarískt fyrirtæki mun framleiða nýju jurtina. Mikil and- staða er við genabreytt matvæli í Evrópu, strangar reglur valda því að taka myndi 10 ár að fá leyfi til að nýta hana þar. kjon@mbl.is Genabreytt og því ónæm fyrir kartöflumyglunni Heilbrigðar kartöflur. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Draga á leiðtoga Norður-Kóreu og helstu embættismenn þeirra fyrir al- þjóðlegan dómstól vegna glæpa gegn mannkyninu, að mati hóps á vegum Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem rannsakað hefur þessi mál í tæpt ár. Í skýrslu hans, sem birt var í gær, segir að íbúar landsins hafi þurft að upplifa ótrúlegar og skelfi- legar hörmungar af hendi yfirvalda. Ólíklegt þykir að öryggisráð SÞ samþykki að fylgja skýrslunni eftir með raunverulegum aðgerðum; Kína hefur þar neitunarvald og hefur ávallt haldið verndarhendi yfir norð- urkóreskum valdamönnum. Stjórn- völd í Pjongjang höfnuðu allri sam- vinnu við skýrsluhöfunda en safnað var upplýsingum hjá flóttafólki og sérfræðingum um málefni landsins, einnig var notast við gervihnatta- myndir, m.a. til að staðsetja fanga- búðir. „Kerfisbundin, víðtæk og fjöl- mörg mannréttindabrot eru framin af hálfu Verkamannaflokksins [stjórnarflokks Kim Jong-uns, leið- toga landsins] og stofnana og emb- ættismanna hans,“ segir í skýrsl- unni. Talið er að 80-120 þúsund pólitísk- ir fangar séu nú í landinu. Nefnd eru dæmi um hrottalegar pyntingar og kynferðislegt ofbeldi norðurkór- eskra yfirvalda. Í frétt AFP er sagt frá konu sem var neydd til að drekkja barni sínu, tíu ára barn var sent í fangabúðir og var þar í 28 ár vegna þess að afi þess hafði flúið land. „Skelfilegar hörmungar“  Nefnd SÞ lýsir hrikalegum mannréttindabrotum ráðamanna í Norður-Kóreu  Ógnanir, nauðganir og pyntingar daglegt brauð í fangabúðum Kim Jong-uns Fylgst með öllum » Haft er stöðugt og kerfis- bundið eftirlit með öllum íbú- um, 24 milljónum, af hálfu yfir- valda. Allir eru líka eindregið hvattir til að skýra frá brotum samborgara sinna. » Þúsundum manna hefur verið rænt erlendis og þeir fluttir til N-Kóreu. Íranskar konur og stúlkur hylltu í gær voldugasta mann landsins, Ali Khamenei erkiklerk, á fundi í Te- heran, myndin var birt á vefsíðu leiðtogans. Khamenei, sem er í reynd mun áhrifameiri en forseti Írans, sagðist í gær ekki vera mótfallinn því að aftur yrðu hafnar við- ræður um kjarnorkutilraunir Írana við vesturveldin. En hann sagðist ekki vera bjartsýnn á árangur. „Þetta er gagnslaust og mun ekki bera neinn árangur.“ AFP „Gagnslausar“ kjarnorkuviðræður Aðgerðasinnar í Víetnam minntust þess í gær með fundahöldum að liðin voru 35 ár frá innrás Kínverja í norð- urhéruð landsins. Innrásin 1979 var gerð til að refsa Víetnömum fyrir að hafa hrakið frá völdum stjórn Rauðu kmeranna í grannlandinu Kambódíu sem naut stuðnings Kína. Aðgerðir Kínverja stóðu aðeins í nokkra daga en tugþúsundir manna féllu úr liði beggja, einnig er fullyrt að Kínverjar hafi rænt verulegu magni ýmiss búnaðar handan landa- mæranna. Báðir aðilar sögðust hafa sigrað en kínverska liðið hvarf á brott. Eins og fleiri þjóðir sem eiga land að Suður-Kínahafi deila þessar tvær þjóðir hart um yfirráð á eyja- klösum sem talið er að séu afar verð- mætir vegna olíu- og gaslinda. En Kína hefur um árabil verið eitt af helstu viðskiptalöndum Víetnama og námu viðskiptin yfir 40 milljörð- um dollara árið 2012. Ráðamenn í Hanoi, höfuðborg Víetnams, efndu því ekki til neinna opinberra athafna núna til að minnast átakanna 1979. kjon@mbl.is EPA Samkennd Hópur Filippseyinga tók í gær þátt í mótmælum Víetnama við kínverska ræðismannsskrifstofu nálægt Manila vegna atburðanna 1979. Minnast innrásar Kín- verja í Víetnam 1979

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.