Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014 Í klakaböndum Gangandi vegfarendur þurfa að fara varlega í Laugardalnum og víðar, því svellbunkarnir þekja óvíða göngustíga en mannbroddar auðvelda gönguna í góða veðrinu til muna. Kristinn Árið 1992 var ríkisstyrkjum til strandsiglinga við Ísland hætt og töldu margir að það myndi hafa í för með sér aukna samkeppni á milli stóru skipafélaganna, Sam- skipa og Eimskipafélagsins. Raunin varð önnur. Smám saman dró úr strandsiglingum og árið 2000 hættu Samskip strandsigl- ingum og í byrjun ágústmánaðar árið 2004 var skýrt frá því að Eimskipafélagið hygðist einnig hætta strandsiglingum við Ísland. Ríkisstuðningur tekur á sig margar myndir Á þessum tíma komu margir fram á ritvöll- inn og lýstu því yfir að stuðningur við til- teknar samgöngugreinar ætti að vera liðin tíð. Vildi þá gleymast að þótt innanlandsflutn- ingar á sjó væru úr sögunni lögðust flutningar ekki af, þeir fór nú upp í loftið og ofan á veg- ina. Landflutningafyrirtækin heimtuðu nú margbreiða og styrkta akvegi sem skattborg- arinn átti að kosta og fór þá stundum lítið fyr- ir því að spurt væri um þjóðarhag. Margir sáu þó þá mótsögn sem í því var fólgin að býsnast yfir ríkisafskiptum og niðurgreiðslum til sigl- inga hafna en sjá ekki að allir grunnþættir samgöngukerfisins, hvort sem það eru vegir, hafnir eða flugvellir, eru einmitt kostaðir af almannafé. Í eðli sínu væri ekki grundvall- armunur á mannvirkjagerðinni og sjálfum flutningunum. Þverpólitísk samstaða um strandsiglingar Á Alþingi myndaðist smám saman þver- pólitísk samstaða um að finna leiðir til að koma á strandsiglingum að nýju. Þegar samgönguáætlun fyrir árin 2003- 2006 kom til umræðu á þingi bárust umsagnir fjölmargra hagsmunaaðila, þar á meðal frá Félagi íslenskra skipstjórnarmanna. Í umsögn félagsins var mælt af miklum hyggindum auk þess sem mjög eftirtektarverður þjóðhags- legur samanburður var gerður af hálfu félags- ins á sjóflutningum annars vegar og land- og loftflutningum hins vegar. Almennt lýsti fé- lagið sig „fylgjandi þeirri stefnu að samgöngu- mál séu skipulögð sem samstæð heild í stað þeirrar tilhögunar sem áður var, að líta á hvern hinna þriggja þátta samgangna sem afmarkaðar stærðir, skipu- lagslega og hagrænt“. Horft til þjóðarhags Þetta hefur síðan orðið leið- arljós í skipulagi samgöngu- mála. Í auknum mæli tóku menn að beina sjónum að sam- félagslegum tilkostnaði við vöruflutninga á landi. Rann- sóknir þóttu leiða í ljós að ein ferð dráttarbíls með tengivagn og alls 30 til 40 tonna æki sliti vegi jafnmikið og þúsundir, jafnvel tugþúsundir, fólksbíla af meðalstærð. Niðurbrot á burðarlagi vega ræðst þó af fleiri þáttum svo sem burðarþoli vega, búnaði flutn- ingabíls, hjólbörðum og fjöðrunarkerfi. Reikn- að var út að vöruflutningar á vegum hefðu í för með sér kringum 300 til 500 milljóna króna árlegan kostnað í auknu viðhaldi vegakerf- isins. Hagsmunatengdar áherslur Jafnframt rannsóknum af þessu tagi létu samgönguyfirvöld kanna kosti þess að koma strandflutningum á að nýju. Svo hafði verið gert um alllangt skeið þegar ég kom sem ráð- herra í samgönguráðuneytið haustið 2010. Vinnuhópur sem forveri minn skipaði hafði komist að þeirri niðurstöðu að strandsiglingar gætu verið hagkvæmur kostur miðað við ákveðnar forsendur. Í skýrslu hópsins voru þó settir ákveðnir fyrirvarar og skal þá haft í huga að hagsmunaaðilar flutningageirans áttu gjarnan aðkomu að slíkum vinnuhópum með hagsmunatengdar áherslur sínar. Tekið af skarið Vorið 2011 skipaði ég starfshóp undir for- ystu Guðmundar M. Kristjánssonar, hafn- arstjóra á Ísafirði, sem falið var það hlutverk að leggja fram tillögur um hvernig koma mætti á strandsiglingum og undirbúa útboðs- lýsingu fyrir ríkisstyrktar strandsiglingar. Nú skyldi látið til skarar skríða. Hópurinn, sem auk Guðmundar samanstóð af Pétri Ólafssyni, skrifstofustjóra Akureyrarhafnar, Unnari Jónssyni, rekstrarfræðingi á Akureyri, og sér- fræðingum innanríkisráðuneytis, fjár- málaráðuneytis, Vegagerðarinnar og Sigl- ingastofnunar, lagði fram drög að rekstraráætlun. Hún miðaðist við vikulegar siglingar hringinn í kringum landið og að lík- legir flutningar gætu numið um 70 þúsund tonnum á ári. Bjóða ætti verkefnið út og miða við að nokkurra ára stigminnkandi styrkur myndi ýta undir frekari markaðssetningu fyr- irtækjanna og þróun þessa kerfis. Rík- isstjórnin veitti í kjölfarið samþykki við tillögu minni um að ráðast í útboð á þessum for- sendum. Annað hljóð í strokkinn Nú brá svo við að tvö helstu skipafélög landsmanna, Eimskipafélagið og Samskip, ákváðu að taka upp aukna þjónustu í sigl- ingum við landið á siglingaleiðum sínum til Evrópu. Létu þau nú þau boð út ganga að skip þeirra myndu koma við á fleiri höfnum en áð- ur og flytja vörur til útflutnings. Ljóst var að gengi þetta eftir þýddi þetta minnkandi landflutninga milli staða til að ná til útflutningshafnar. Þetta þéttara sigl- inganet skipafélaganna um landið gæti líka þýtt aukna flutningaþjónustu milli hafna inn- anlands sem dregið gæti úr þörf á landflutn- ingum. Fram kom hjá öðru skipafélaginu að þessi breyting þýddi að fækkað yrði ferðum flutningabíla en vel að merkja landflutning- arnir komust á hendi skipafélaganna þegar þau hættu strandsiglingum og eru enn á þeirra vegum. En nú kom líka fram af hálfu útflytjenda að þetta myndi að öllum líkindum hafa minnkandi flutningskostnað í för með sér. Breyttu um kúrs Skipafélögin sjálf tóku með öðrum orðum að sér verkefnið sem ríkið hafði ætlað að styrkja og kváðust nú sjá sér hag í því að auka þjónustu sína að þessu leyti. Menn geta getið sér til um hvort ákvörðun um væntanlegt útboð hafi átt þátt í þessari nýju þjónustu skipafélganna en með þessu eru þau í reynd að útfæra að miklu leyti þá hug- mynd sem útboð strandsiglinganna snerist um. Ég lýsti því strax yfir að yrði þetta fyr- irkomulag til framtíðar væri tilgangi með út- boði á strandsiglingum náð og því ákvað rík- isstjórnin að fresta fyrirhuguðu útboði. Ég sagði jafnframt að fylgst yrði náið með því hvernig þetta gengi eftir en kvað það jafn- framt vera ánægjulegt ef strandsiglingar væru þar með komnar á að nýju. Og hver er niðurstaðan? Athugun á stöðu mála nú leiðir í ljós mjög ánægjulega niðurstöðu hvað þetta varðar. Eft- ir tvo mánuði sigldu bæði skipafélögin annars vegar vikulega og hins vegar hálfsmánaðar- lega um ströndina með fleiri viðkomustöðum og tengdu netið við siglingar sínar til útlanda. Flutningur á strandsiglingarleiðum er eftir- farandi í tonnum talið frá því siglingarnar hóf- ust 20. mars 2013 og til áramóta: Tonn Ísafjörður 18.670 Sauðárkrókur 21.317 Akureyri 38.730 Reyðarfjörður 4.760 Samtals 83.477 Það er einungis Samskip sem eru með við- komu á Reyðarfirði í strandsiglingaráætlun og eru tölurnar þaðan bara vegna Samskipa en Eimskip er með á áætlun vikulega brottför frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Reyð- arfjarðar þess utan og er í þessum tölum ekki það magn sem Eimskip flytur frá Reyðarfirði en gera má ráð fyrir að það sé ekki undir 20.000 tonnum. Tekjur hafnanna vegna tilkomu strandsigl- inga að nýju hafa aukist um tugi milljóna. Ef við gerum ráð fyrir að í hverjum gámi séu 25 tonn þá gerðu þetta 3.339 ferðir með gámaflutningabílum á milli framangreindra staða og Reykjavíkur með farm og 3.339 ferð- ir frá Reykjavík með tóma gáma út á land. Í samræmi við þetta er fróðlegt að hafa í huga að samkvæmt umfjöllun í Morgunblaðinu 6. júní sl. hefðu flutningabílar Eimskips í þá tvo mánuði, sem þá voru liðnir frá breytingunni, ekið 150 þúsund km minna en áður en strand- siglingarnar hófust. Munar um minna! Eftir Ögmund Jónasson » Tekjur hafnanna vegna tilkomu strandsiglinga að nýju hafa aukist um tugi milljóna. Ögmundur Jónasson Strandsiglingar orðnar að veruleika á ný Höfundur er fyrrverandi innanríkisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.