Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Við höfum miklar áhyggjuraf því að það komi til verk-falls. Það yrði stórtjónfyrir allt samfélagið ef það
brestur á,“ segir Ársæll Guðmunds-
son, formaður Skólameistarafélags
Íslands. Kennarar hefja í dag at-
kvæðagreiðslu um boðun verkfalls í
framhaldsskólum, sem stendur fram
á föstudag. Úrslitin verða ljós í
næstu viku. Verði verkfall samþykkt
og ef ekki nást samningar má búast
við að verkfallið skelli á um miðjan
mars með ómældum áhrifum á rúm-
lega 20 þúsund nemendur.
Áhyggjur og óvissa yfir mögu-
leikanum á að skólastarfið lamist
vegna verkfalls fara vaxandi og við-
búnaður er þegar hafinn. „Skóla-
stjórnendur hafa brýnt fyrir nem-
endum að það eina sem þeir geti
gert í þessari óvissu stöðu sé að
vinna sér í haginn með því að stunda
námið mjög vel,“ segir Ársæll.
„Við finnum nú þegar fyrir því
að það er titringur meðal nemenda,
Þeir eru farnir að leita sér að vinnu
og margir eru þegar farnir að vinna.
Kvíðinn og óvissan hefur aukist.
Þessi umræða er þegar farin að hafa
slæm áhrif,“ segir hann.
Kennt á laugardögum?
Sagan sýnir að hefjist verkfall
getur það dregist á langinn og því er
eðlilega óvissa um hvernig nem-
endur geta lokið sínum náms-
áföngum eða útskrifast á tilsettum
tíma en talið er að um sex þúsund
framhaldsskólanemendur stefni á
brautskráningu í vor. Fordæmi eru
fyrir því þegar kjarasamningar nást
eftir langvinnar kjaradeilur og verk-
föll í skólakerfinu, að samið hafi ver-
ið um hvernig ljúka eigi yfirstand-
andi námsönn í skólunum. Ársæll
segir að fari skólahald úr skorðum
vegna verkfalls megi telja víst að
þegar samningar náist verði samið
um tilhögun kennslunnar í vor til að
bæta nemendum upp námstafirnar.
Það gæti t.d. falið í sér að kennt yrði
á laugardögum, í páskaleyfinu eða
að bætt yrði við önnina fram á sum-
arið o.s.frv.
Afleiðingar verkfalls koma ekki
einasta niður á náminu. Margir
nemendur standa höllum fæti af
ýmsum ástæðum, sumir glíma við
persónulega erfiðleika eða eru með
sérþarfir. Ársæll bendir á að núna
fara um 98% af hverjum árgangi í
framhaldsskóla og eftir hrunið hafi
skólarnir að nokkru tekið að sér að
sinna í vaxandi mæli aðstoð og sál-
gæslu sem félagsþjónustan í landinu
hafi ekki haft undan að sinna. „Við
höfum áhyggjur af þessum hópi
nemenda,“ segir hann.
„Það er mjög mikilvægt að
samninganefndirnar bretti upp erm-
ar og að viðurkennt verði að kenn-
arar þurfa að fá mikla leiðréttingu á
sínum launum, sem hafa dregist
verulega aftur úr,“ segir Ársæll.
Hann segir skýrslur OECD um
fjárframlög til skóla eftir kreppuna
leiða í ljós að Íslendingar hafi dregið
úr framlögunum miðað við verga
þjóðarframleiðslu. Í samanburði 40
landa er Ísland meðal fjögurra
þjóða þar sem framlögin hafa
minnkað hlutfallslega miðað við
verga þjóðarframleiðslu á sama
tíma og aðrar þjóðir hafa aukið þau.
Auk þessa má áætla að teknir hafi
verið a.m.k. 12 milljarðar út úr ís-
lenska skólakerfinu miðað við það
sem eðlilegt má telja frá því að
kreppan hófst, skv. útreikningum
skólameistara, að sögn Ársæls. „Það
er kreppa í menntamálum. Þjóðin
verður að gefa þarna í. Við verðum
sem þjóð að taka okkur tak og við-
urkenna að þarna þarf að bæta
verulega í.“
„Það yrði stórtjón
fyrir allt samfélagið“
Morgunblaðið/Golli
Nám Skólarnir hafa brýnt fyrir nemendum í þeirri óvissu stöðu sem uppi er,
að eina ráðið sé að vinna sér í haginn með því að stunda námið mjög vel.
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hinn 2. októ-ber 2012lögðu
borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokks-
ins fram tillögu í
borgarstjórn um
að „upplýsingar um allar
kostnaðargreiðslur borgar-
innar verði gerðar almenningi
tiltækar með rafrænum hætti
á netinu“ og var borgarráði
„falið að skipa starfshóp til að
vinna að málinu og skila til-
lögum um hvernig staðið verði
að slíku verkefni fyrir 15.
mars [2013].“
Þessi starfshópur hefur enn
ekki verið skipaður en í stað
hans skipaði borgarstjóri hóp
þriggja embættismanna til að
ræða svipuð mál nokkrum
dögum áður en frestur til að
skila tillögunum rann út. Sú
skipan fór ekki fram fyrr en
Kjartan Magnússon borgar-
fulltrúi hafði þrýst á um að
farið yrði að samþykkt
borgarstjórnar.
Vegna þessa seinagangs gat
sá hópur ekki skilað tillögum
áður en fresturinn rann út og
hefur ekki enn skilað tillögum
sem að gagni geta orðið til að
framkvæma hugmyndina um
rafræna gagnsæisgátt um
fjármál borgarinnar.
Jón Gnarr Kristinsson
borgarstjóri og Dagur B.
Eggertsson, formaður borg-
arráðs, bera sameiginlega
ábyrgð á að framkvæma ekki
samþykkt borgarstjórnar en
hafa ekki gefið neinar fram-
bærilegar skýringar á að þeir
skuli hunsa svo
einfaldar og skýr-
ar ákvarðanir.
Fyrir tveimur vik-
um kom málið til
umræðu í borgar-
stjórn og af svör-
um þessara forystumanna
meirihlutans var augljóst að
enginn vilji hefur verið eða er
til að málið nái fram að ganga.
Borgarstjóri flutti ræðu um
þetta sem var stórundarleg,
hvort sem litið er á framsetn-
ingu eða innihald. Hún var
ekkert annað en löng og illa
rökstudd tilraun til að út-
skýra að hann væri ekki vís-
vitandi að tefja málið. Skýr-
ingin á töfunum væri „engin
meðvituð tafataktík,“ eins og
hann orðaði það, þegar aug-
ljóst er að hið gagnstæða er
raunin.
Ræða formanns borgarráðs
var engu skárri. Hann ber enn
meiri ábyrgð en borgarstjóri
á að skipa ekki hópinn sem
samþykkt var að borgarráð
skyldi skipa og í stað þess að
viðurkenna að hann hefði
hunsað samþykkt borgar-
stjórnar fór hann út í fjar-
stæðukennt og ósvífið tal um
að afgreiðsla málsins sýndi að
ötullega væri unnið að fram-
kvæmd tillagna frá borgar-
fulltrúum minnihlutans.
Eftir þessa framgöngu
meirihlutans í borgarstjórn
stendur ein spurning: Hvað er
það sem borgarfulltrúar Sam-
fylkingar og Besta flokks ótt-
ast við að fjármál borgarinnar
verði opnuð fyrir kosningar?
Hvers vegna vilja
Dagur og Jón Gnarr
ekki sýna fjárreiður
borgarinnar?}
Ógagnsæi í Reykjavík
Stjórnarfarið íNorður-
Kóreu er án hlið-
stæðu. Kenjar
leiðtogans eru
iðulega hafðar í
flimtingum, en
grimmd stjórnvalda og kerf-
isbundnar ofsóknir á hendur
íbúum landsins gefa lítið til-
efni til gamansemi.
Glæpir norðurkóreskra
stjórnvalda eru raktir í nýrri
skýrslu, sem sérskipuð nefnd
á vegum mannréttindaráðs
Sameinuðu þjóðanna sendi
frá sér í gær. Í skýrslunni er
talað um gróf mannréttinda-
brot, sem séu ekki bara öfgar
ríkisins, heldur „grundvall-
arþættir pólitísks kerfis, sem
er komið langt frá þeim hug-
sjónum, sem sagðar eru for-
sendur þess,“ segir í skýrsl-
unni.
Michael Kirby, formaður
nefndarinnar, sem
vann skýrsluna,
telur að brot norð-
urkóreskra
stjórnvalda eigi að
fara fyrir Al-
þjóðaglæpadóm-
stólinn. Hann sagði að eftir
síðari heimsstyrjöld hefðu
margir sagt: Hefðum við bara
vitað: „Nú veit alþjóða-
samfélagið. Það verður ekki
hægt að afsaka aðgerðaleysi
með að við höfum ekki vitað.“
Viðbrögðin voru eftir bók-
inni. Bandaríkjamenn fögn-
uðu skýrslunni. Kínverjar
kváðust andvígir því að ör-
yggisráð SÞ vísaði málinu til
glæpadómstólsins. Kim Jong-
un og félagar skjálfa senni-
lega ekki á beinunum. Skýrsl-
an kemur ekki á óvart, en nú
liggur fyrir heildarmynd af
hryllingnum í Norður-Kóreu.
Hvað svo?
Nú liggur fyrir
heildarmynd af
hryllingnum í
Norður-Kóreu.}
Hvað svo?
E
inn af fylgifiskum þess að búa á
höfuðborgarhálendinu eru snatt
og snúningar. Hjá mér líður
tæplega sá dagur að ég ekki
þurfi einhverra erinda úr út-
hverfinu niður fyrir Elliðaár og oftast er þeim
ferðum afmörkuð stund, rétt eins og gerist í
annasömu nútímalífi. Og ég sýti þetta ekkert
sérstaklega; mér finnst gaman að vera á ferð-
inni, hitta fólk og fylgjast með því sem er ger-
ast og er í deiglunni hverju sinni. Og nú bar
svo við í síðustu viku að vinnunnar vegna
þurfti ég niður á Hlemm og suður í Kópavog
héðan úr Hádegismóum. Á báðum stöðum sat
ég góða stund hjá viðmælendum og afgreiddi
erindin á tveimur klukkustundum. Ef ég hefði
hins vegar tekið strætó eða farið á reiðhjóli
finnst mér mjög sennilegt að hálfur dagurinn – hið
minnsta – hefði farið í leiðangurinn.
Í Reykjavíkurborg er rekin sú stefna að efla almenn-
ingssamgöngur og hjólreiðar, svo sem kostur er. Birting-
armyndir þessara stefnu eru með ýmsu móti. Þannig
gerðu borgaryfirvöld þá samþykkt að næstu árin yrðu í
stað akbrauta fremur lagðir hjól- og göngustígar. Þá
ákvað borgarráð í sl. viku að leggja hjólastíga fyrir um
hálfan milljarð króna; svo sem í Öskjuhlíð, við Sæbraut,
við Kringlumýrarbraut og inn við Sævarhöfða. Elliðaár-
dalurinn og Borgartún eru einnig inni í þessari stefnu –
auk þess sem gulu limmósíunum sem oftast eru kallaðir
strætisvagnar hefur verið fengið æ veigameira hlutverki í
því að koma fólki frá A til B. Ofið hefur verið
þéttriðið net eða leiðakerfi fyrir strætisvagna
og vissulega greiðir það leiðina. En hversu
raunhæf er þessi stefna?
Rök sanngirni og skynsemi mæla sann-
arlega með þessu. Stofnbrautirnar eru pláss-
frekar og langar lestir bíla, þar sem ökumað-
urinn er einn á ferð, eru furðulegt fyrirbæri.
En nú er það bara einu sinni svo að í dreifðri
byggð á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk
þarf oft að sækja vinnu og þjónustu drjúgan
spöl er einkabíllinn fólki mjög þarfur þjónn.
Er þá ónefnd fyrirhöfn barnafjölskyldna þar
sem skutla þarf krökkunum á íþróttaæfingar,
í spilatíma og til vina og félaga. Blessunarlega
hefur nærþjónusta í hverfunum verið efld svo
íbúar þar eru að verulegu leyti sjálfbærir með
helstu þjónustu. Það breytir samt ekki meginatriði máls-
ins, að í víðfeðmri en til þess að gera fámennri borg í landi
þar sem veðráttan er svipul og vindurinn oft í fangið þá
og af mörgum fleiri ástæðum er einkabíllinn nauðsyn.
Um helgar finnst mér alveg prýðilegt að fara í góðan
göngutúr og það er sömuleiðis alveg skínandi fínt að
labba í vinnuna – enda ekki langt að fara. En þetta vil ég
gera á eigin forsendum. Það er út í hött að þau stjórn-
málaöfl sem nú ráða málum í borginni setji hjólreiða-
stefnuna í þann forgang sem nú er, þegar hún felur
óbeint í sér virðingarleysi við fólk sem hefur nóg annað
við tímann að gera en að hjóla, ganga eða rúnta með
strætó. sbs@mbl.is
Pistill
Virðingarleysi fyrir tíma annarra
Sigurður Bogi
Sævarsson
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Ekki hefur verið boðað til
formlegs sáttafundar í kjara-
deilu framhaldsskólakennara
og ríkisins á næstu dögum.
Deiluaðilar komu saman á
vinnufundi hjá sáttasemjara í
gær og hefur annar vinnu-
fundur verið boðaður en lítið
hefur þokast í samkomulagsátt
skv. upplýsingum blaðsins.
Stjórn Skólameistarafélags Ís-
lands fundaði í gær og lýsir
það þungum áhyggjum af
stöðu mála í ályktun. Brýnt sé
að skapa sátt um framhalds-
skólann í samfélaginu. „Nið-
urskurður síðustu ára hefur
verið skólunum þungbær og á
sama tíma hafa laun kennara
ekki hækkað til jafns við aðrar
stéttir. Stjórn Skólameist-
arafélags Íslands skorar á
samningsaðila að leita allra
leiða til að ná samkomulagi
svo ekki komi til verkfalls.
Skólastarf framhaldsskólans er
í hættu ef til verkfalls kemur
[...],“ segir þar.
Lítil hreyfing á
viðræðunum
HITTAST Á VINNUFUNDUM