Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014 Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra,leggur mikla rækt við líkamsræktina og var úti að ganga þegarMorgunblaðið náði í hana í gær. „Ég væri að hjóla með karlinum en fann ekki hjólið og trítla því á eftir honum,“ sagði hún um leið og hún dásamaði veðrið og útsýnið á Akranesi. Hjónin Ingibjörg og Haraldur Sturlaugsson eiga svo sem ekki langt að sækja í hreyfinguna. Hann var á fullu í fótboltanum á árum áður og hún hljóp á eftir kindum og sótti kýrnar í sveitinni fyrir austan. „Við erum nýbyrjuð hjá einkaþjálfara og höfum verið það stutt að ekki er farið að reyna á samkeppnina en það kemur að því,“ segir hún. Ingibjörg segist ekki vera fyrir eigið afmæli en kunni þeim mun betur við þau hjá öðrum. „Ég fæ gæsahúð þegar þessi dagur nálgast, en sem betur fer er hann ekki nema einu sinni á ári.“ Hún bætir við að því verði ekki brugðið út af vananum. „Ég fer með karlinum í einka- þjálfunina klukkan átta og ef við lifum hana af sjáum við til með fram- haldið. Reyndar er engin hætta á öðru því hún Rúna okkar fer varlega með gamalt fólk. En það verður ekkert partí.“ Íslandsdeild alþjóða samtakanna Go Red minnir árlega á að konur geta líka fengið hjartaáföll og næsti vakningarfundur verður í Kringl- unni næstkomandi laugardag kl. 14.00-15.15. „Þá fáum við um 15 al- þingismenn til að sýna tískuföt,“ segir Ingibjörg sem er verndari sam- takanna. „Við minnum á alvöru lífsins á léttu nótunum,“ heldur hún áfram og er þar með rokin. steinthor@mbl.is Ingibjörg Pálmadóttir 65 ára Morgunblaðið/Golli Á fullu Ingibjörg Pálmadóttir hefur nóg fyrir stafni. Minnir á alvöru lífs- ins á léttu nótunum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kópavogur Halldór Kristian fæddist 24. júní kl. 0.00. Hann vó 4134 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Halldórsdóttir og Rani Niel- sen. Nýir borgarar Reykjavík Alexander Þór fæddist 3. apríl kl. 17.45. Hann vó 4005 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Þórunn Anna Magnúsdóttir og Ármann Steinar Gunnarsson. S teinn Mar fæddist í Reykjavík 18.2. 1954, en flutti með fjölskyldu sinni upp á Akranes er hann var tveggja ára og hefur átt þar heima síðan. Hann var í Barnaskóla Akraness og Gagn- fræðaskóla Akraness. Að loknu gagnfræðaprófi hóf hann nám í tré- smíði hjá Trésmiðju Sigurjóns og Þorbergs, lauk sveinsprófi í þeirri grein og öðlaðist síðan meistararétt- indi. Að loknu námi vann Steinn á Akranesi að mestu næstu árin, að undanskildu árinu 1978 er hann var þjálfari Leifturs í Ólafsfirði. Eins og margir strákar á Akra- nesi lék Steinn knattspyrnu frá blautu barnsbeini með öllum yngri flokkum ÍA. Hann lék með meist- araflokki ÍA, varð m.a. Íslands- meistari með meistaraflokki tvisvar og einu sinni með 2. flokki. Þá þjálf- aði hann yngri flokka ÍA um árabil. Hann var auk þess aðstoðarþjálfari meistaraflokks hjá Herði Helgasyni með góðum árangri. Steinn var framkvæmdastjóri Knattspyrnu- félags ÍA um skeið, auk þess sem hann þjálfaði meistaraflokk ÍA í kvennaflokki í nokkur ár og undir hans stjórn unnust nokkrir Íslands- og bikarmeistaratitlar. Steinn þjálfaði einnig meist- araflokk kvenna hjá Breiðabliki í eitt ár og var landsliðsþjálfari kvenna ásamt Sigurði Hannessyni. Um aldamótin 2000 sagði Steinn Steinn Mar Helgason, framhaldsskólakennari á Akranesi – 60 ára Börn Steins og Ellu Talið frá vinstri: Marella, Helena Rut, Helgi Dan, Íris Dögg og Steindóra Sigríður. Knattspyrnumaður og kennari á Akranesi Í „Ellu-garði“ Steinn og Ella við Akratorg sl. gamlárdag - þar sem þau búa. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is ALLT á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Dekkjaverkstæði Varahlutir Bílaverkstæði Smurstöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.