Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014 Karl Steinar Valsson aðstoðaryf- irlögregluþjónn mun taka við starfi tengifulltrúa Íslands hjá Europol af Arnari Jenssyni aðstoðaryfirlög- regluþjóni, sem gegnt hefur starfinu und- anfarin ár. Hann lætur af þeim störfum 1. júlí næstkom- andi en þá mun Karl Steinar taka við starfinu. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. Ríkislögreglustjóri, tollstjóri, lögreglustjórinn á höfuðborg- arsvæðinu, lögreglustjórinn á Suðurnesjum og sérstakur sak- sóknari hafa gert með sér sam- starfssamning um starf tengifull- trúa Íslands hjá Europol. Samstarfssamningurinn byggir á samningi Íslands og Europol frá 2001 sem gerir ráð fyrir því að Ís- land geti tilnefnt tengifulltrúa hjá stofnuninni, sem er í Haag í Hol- landi. Í tilkynningu segir að samstarf Íslands og Europol á sviði lög- gæslu og öryggismála hafi verið á mörgum sviðum og hafi mikla þýðingu í tengslum við lögreglu- rannsóknir sem teygt hafa anga sína til annarra landa. Þá felur samstarfssamningurinn í sér að sérfræðingar á vegum Europol hafa komið hingað til lands og að- stoðað í tengslum við rannsóknir sakamála. vidar@mbl.is Karl Steinar í stað Arnars  Fer í starf tengiliðs hjá Europol Karl Steinar Valsson. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Íslenskir sjúklingar hafa þegið 97 líf- færi úr látnum gjöfum frá árinu 2004 til ársloka 2013. Um er að ræða 10 hjörtu, 41 nýra, 28 lifrar, 13 lungu og 5 bris. Yfir sama tímabil hafa líffæraígræðslur frá lifandi gjöfum í íslenska sjúk- linga verið 79; 70 nýru sem voru grædd í líffæra- þegana á Land- spítalanum, 6 nýru og 3 lifrar sem voru græddar í erlendis. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítalanum, tók saman fyrir Alþingi um líffæra- ígræðslur og líffæragjafir Íslend- inga. Alþingi fjallar nú um nýja til- skipun ESB um kröfur varðandi gæði og öryggi líffæra úr mönnum sem eru ætluð til ígræðslu. Runólfur telur að þessi nýja tilskipun breyti litlu hér á landi, enda snýr hún að auknu gegnsæi umsýslu í líffæra- flutningum og ígræðslu. Helst yrði þetta hvatning til að vera með mið- læga stjórnsýslu í þessum efnum en það sé m.a. tilgangurinn með ný- stofnuðum samráðshópi landlæknis um líffæragjafir. 345 líffæraígræðslur Líffæri hafa verið gefin úr 18 látn- um einstaklingum á Íslandi frá 2008 til ársloka 2013. Þeir gáfu tíu hjörtu, 36 nýru, 14 lifrar, 10 lungu og þrjú bris. Yfir sama tímabil hefur líffæra- gjöf verið synjað níu sinnum hjá mögulegum gjöfum. Frá 1970 til ársloka 2013 hafa 307 íslenskir sjúklingar gengið undir líf- færaígræðslu, sumir oftar en einu sinni en ígræðslurnar telja 345. Árangurinn af líffæraígræðslunum virðist vera góður eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. „Margar af þessum ígræðslum áttu sér stað fyrir allmörgum árum síðan. Fyrsti Ís- lendingurinn gekkst undir hjarta- og lungnaígræðslu árið 1988 og hann er ennþá í fullu fjöri. Árið 1970 fékk fyrsti Íslendingurinn ígrætt nýra, en það er jafnframt fyrsta líffæra- ígræðsla í Íslending, og það nýra starfar ágætlega enn þann dag í dag,“ segir Runólfur. Líffæri sem eru gefin hér fara til Gautaborgar og þá fá Íslendingar líffæri gefins það- an. „Síðustu ár höfum við ekki verið að gefa eins mikið og við höfum feng- ið, t.d. af nýrum, frá Gautaborg. Tíðni líffæraígræðslna er að aukast, ekki síst nýrna en það er m.a vegna aukn- ingar á sjúkdómum eins og sykursýki og svo endist ígræðslulíffæri ekki nema í ákveðinn tíma,“ segir Runólf- ur. Ísland er með langhæsta hlutfall af nýrnaígræðslum frá lifandi gjöfum en með fá líffæri frá látnum gjöfum. Noregur er með hæsta hlutfall lát- inna gjafa, eða um 24 af hverri millj- ón íbúa, í Svíþjóð er tíðnin 16 af millj- ón og hér á landi rétt um 10 af milljón sem gefa líffæri sín eftir andlátið. Góður árangur af líffæraígræðslum  Líffæri gefin úr 18 látnum einstaklingum á síðustu sex árum Líffæraígræðslur í íslenska sjúklinga 1970 -2013 Heimild: Landspítali háskólasjúkrahús Hjarta 15 ígræðslur í 14 sjúklinga 12 á lífi í árslok 2013 Hjarta og lungu 4 ígræðslur í 4 sjúklinga 2 á lífi í árslok 2013 Lungu 17 ígræðslur í 16 sjúklinga 2 á lífi í árslok 2013 Lifur 50 ígræðslur í 45 sjúklinga (4 börn fengu lifur frá lifandi gjafa) 32 á lífi í árslok 2013 Nýra 254 ígræðslur í 223 sjúklinga (152 frá lifandi gjöfumog 102 frá látnumgjöfum) 153 með starfandi nýra í ársl. 2013 Bris 5 ígræðslur í 5 sjúklinga 4 voru með starfandi bris í árslok 2013 Líffæraígræðslur í íslenska sjúklinga 2004-2013 Hjarta (alls 10) Nýra (117) Lifur (31) Lunga (13) Bris (5) 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 25 20 15 10 5 0 Heimild: Landspítali háskólasjúkrahús 2 2 3 1 2 5 14 15 10 8 10 11 17 13 141 3 3 2 3 5 4 2 3 5 1 25 21 3 2 1 1 Líffæragjafir frá látnum gjöfum á Íslandi 2008-2013 2008 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 2013 Heimild: Landspítali háskólasjúkrahús 6 5 4 3 2 1 0 2 6 2 3 3 2 Runólfur Pálsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ísfélag Vestmannaeyja hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á fjölveiðiskipinu Þor- steini ÞH og uppsjávarfrystiskipinu Guðmundi VE úr landi. Fyrirhugað er að félag í eigu Royal Seafood á Grænlandi, Ísfélagsins og annarra aðila eignist og geri skipin út á Græn- landsmið. Áhöfnum skipanna hefur verið sagt upp, alls á sjötta tug starfsmanna, og er reikn- að með að skipin verði afhent nýjum eigendum í vor. Fyrir síldar- og makrílvertíð sumarsins er reiknað með að nýtt skip verði komið í flota Ísfélagsins. Hefur legið fyrir í talsverðan tíma Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ís- félagsins í Vestmannaeyjum, segir að fyrir hafi legið í talsverðan tíma að með minnkandi kvótum, auknum afköstum í landi og nýjum og öflugum skipum yrðu breytingar hjá fyrir- tækinu. Skiljanlega væru menn áhyggjufullir vegna uppsagnanna og margir skipverjar á Guðmundi og Þorsteini hefðu verið lengi hjá Ísfélaginu. Á næstunni yrði farið vel yfir stöðuna; nýtt skip væri væntanlegt, Ísfélagið gerði út fleiri skip, störf væru hjá fyrirtækinu í landi og fleiri möguleikar hefðu verið skoðaðir. Yfirmönnum á Þorsteini var sagt upp í októ- ber og undirmönnum og þeim sem hafa styttri uppsagnarfrest í desember, alls 15 manns. Á frystiskipinu Guðmundi var 38 manns sagt upp á sunnudag. Aðspurður hvort mögulegt væri að skipverjar fengju störf á skipunum eftir að þau fara til nýrra eigenda sagði Stefán að það væri á forræði grænlenska félagsins og um mönnun skipa giltu þá grænlenskar reglur. Fram kemur í fréttatilkynningu að Royal Greenland sé elsta og þekktasta sjávarútvegs- fyrirtæki Grænlands. Ísfélag Vestmannaeyja hf. er elsta starfandi hlutafélag á Íslandi, stofn- að 1. desember 1901, og er burðarás í atvinnu- lífi í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn. Ofurskattlagning dregur úr samkeppnishæfni Í tilkynningunni er vakin athygli á óvissu varðandi framtíðarhorfur í íslenskum sjávar- útvegi. „Sú ofurskattlagning, þ.e. svokallað veiðigjald, sem útgerðir í landinu þurfa að greiða, mun leiða til þess að atvinnugreinin verður ekki lengur samkeppnishæf á alþjóð- legum mörkuðum,“ segir í tilkynningunni. Skip seld úr landi og uppsagnir  Samkvæmt viljayfirlýsingu verða Guðmundur VE og Þorsteinn ÞH gerðir út á Grænlandsmið af nýju félagi  Á sjötta tug skipverja hefur verið sagt upp  Vel verður farið yfir stöðuna á næstunni Stefán Friðriksson Ný skip í stað eldri » Guðmundur VE-29 var smíðaður í Noregi 1987 og Þorsteinn ÞH-360 var smíðaður í Noregi ári síðar. » Heimaey VE 1, kom til Ísfélagsins í maí 2012. Skipið var smíðað í skipasmíðastöðinni Asmar í Síle og var fyrsta nýja uppsjávarskipið sem bættist í íslenska flotann í mörg ár. » Í lok ágúst á síðasta ári var greint frá því að Ísfélagið hefði undirritað samning um kaup á uppsjávarskipi sem myndi leysa tvö eldri skip félagsins af hólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.