Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014
Efnamóttakan hf. í samstarfi við Gámaþjónustuna hf. býður fyrirtækjum og stofnunum með skrifstofurekstur að annast þjónustu sem tryggir öryggi og
hámarksendurvinnslu ýmissa endurvinnsluefna sem falla til á skrifstofum. Fyrirtækin veita ráðgjöf, útvega réttu ílátin og sjá um trygga losun þeirra.
Trúnaðarskjöl
Trúnaðarskjölum má safna í sérstök læst
ílát. Gögnin eru síðan tætt og fyllsta
trúnaðar og öryggis er gætt. Tættur
pappírinn fer að því loknu til endurvinnslu.
Rafhlöður og lítil raftæki
Útvegum hentug ílát fyrir rafhlöður sem ekki
mega blandast öðrum úrgangi. Í sömu ílát
má einnig safna litlum raftækjum svo sem
símum og myndavélum.
Stór raftæki
Sækjum stór raftæki og tryggjum að þau
komist til öruggrar endurvinnslu.
Öllum trúnaðargögnum á tölvum er eytt
með tryggilegum hætti.
Prenthylki
Notuðum heilum prenthylkjum er hentugt
og hagkvæmt að safna í sérstök ílát. Með
því móti er endurnýting þeirra tryggð.
Umhverfislausnir fyrir skrifstofur
Sími 559 2200 • soludeild@efnamottakan.is
www.efnamottakan.is
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Fyrrverandi eigendur Skeljungs og
færeyska olíufélagsins P/F Magn,
hjónin Svanhildur Nanna Vigfús-
dóttir og Guðmundur Örn Þórðar-
son, hafa í kjölfar sölu félaganna
greitt sér út 2,6 milljarða króna úr
eignahaldsfélaginu Hedda. Hélt það
félag, sem er skráð í 100% eigu Guð-
mundar Arnar, utan um 66% hlut í
P/F Magn og 25% hlut í Skeljungi.
Á hluthafafundi Heddu 22. janúar
sl. var tekin sú ákvörðun að lækka
hlutafé félagsins um 72,93 milljónir
króna – úr 110,5 milljónum í 37,57
milljónir – með greiðslu til hluthafa á
genginu 36,26. Jafngildir sú greiðsla
því um 2,64 milljörðum. Í bréfi til
ríkisskattstjóra um undanþágu frá
innköllunarskyldu er staðfest að
skuldir við lánardrottna séu því ekki
til fyrirstöðu að hlutafjárlækkun geti
farið fram. Slík undanþága er veitt
þegar sannað þykir að félag eigi fyrir
skuldum og kröfuhafar bíði ekki af
því tjón þótt hlutafé þess sé lækkað.
Ekki náðist í Svanhildi Nönnu við
vinnslu fréttarinnar.
Hagnast vel á sölunni
Nýir eigendur tóku við rekstri
Skeljungs og P/F Magn í byrjun jan-
úar eftir að kaupin höfðu hlotið sam-
þykki Samkeppniseftirlitsins. Voru
kaupin leidd af framtakssjóðnum
SÍA II, sem er í rekstri sjóðsstýring-
arfyrirtækisins Stefnis, dótturfélags
Arion banka. Helstu hluthafar sam-
einaðs félags eru meðal annars SÍA
II (25,84%), Arion banki (12,92%) og
Gildi lífeyrissjóður (9,3%). Eiga
ýmsir lífeyrissjóðir beint og óbeint
samtals í kringum 50% hlut í félög-
unum. Rétt eins og áður hefur verið
greint frá í viðskiptablaði Morgun-
blaðsins þá nam kaupverð hlutafjár
Skeljungs ríflega 4 milljörðum og 3,9
milljarðar fyrir P/F Magn – samtals
um átta milljarðar króna.
Svanhildur og Guðmundur höfðu
verið eigendur Skeljungs frá því að
þau keyptu, ásamt Birgi Þór Bielt-
vedt, 51% hlut í félaginu af Íslands-
banka haustið 2008. Fram hefur
komið í fjölmiðlum að sá hlutur hafi
verið seldur fyrir um 1,5 milljarða
króna. Tveimur árum síðar keypti
sami hópur þau 49% sem eftir stóðu
af hlutafé Skeljungs fyrir um millj-
arð. Sumarið 2011 seldi Birgir allt
hlutafé í Skeljungi sitt til hjónanna.
Íslandsbanki gekk að veðum
Frá því var sagt í Morgunblaðinu
hinn 16. janúar sl. að Íslandsbanki
hefði eignast um 30% hlut í Skelj-
ungi á síðasta ári þegar bankinn
gekk að veðum eignarhaldafélags í
eigu Svanhildar og Guðmundar sem
hélt utan um hlut þeirra í Skeljungi.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var um að ræða veð sem
voru að baki lánveitingum Íslands-
banki við kaup hjónanna á 49% hlut í
Skeljungi sumarið 2010. Fékk Ís-
landsbanki yfir milljarð króna í sinn
hlut við sölu á öllu hlutafé Skeljungs
um síðastliðin áramót.
Greiða sér 2,6 milljarða
eftir söluna á Skeljungi
Hlutafé Heddu ehf. lækkað Átti 25% hlut í Skeljungi og 66% hlut í P/F Magn
Morgunblaðið/Júlíus
Nýir eigendur Samlagshlutafélagið SF IV tók við rekstri Skeljungs og fær-
eyska olíufélagsins P/F Magn í ársbyrjun. Lífeyrissjóðir eiga um 50% hlut.
Sala Skeljungs
» Fyrrverandi eigendur Skelj-
ungs og P/F Magn greiddu sér
út 2,6 milljarða úr eignarhalds-
félaginu Hedda. Var hlutafé fé-
lagsins lækkað um 72,93 millj-
ónir á genginu 36,26.
» Hélt félagið um 66% hlut í
Magn og 25% hlut í Skeljungi.
» Gengið var frá sölu á öllu
hlutafé Skeljungs og Magn um
áramótin fyrir 8 milljarða.
Guðmundur Örn
Þórðarson
Svanhildur Nanna
Vigfúsdóttir
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Hlutfall lögaðila sem eru í alvarleg-
um vanskilum er 18,5%. „Fjöldi lög-
aðila á vanskilaskrá hefur haldist
nokkuð stöðugur frá árinu 2011,“
segir Brynja Baldursdóttir, for-
stöðumaður viðskiptastýringar og
þróunar hjá Creditinfo, í samtali við
Morgunblaðið.
Hlutfall fyrirtækja með neikvætt
eigið fé samkvæmt ársreikningi
2012 var 37%, árið áður var hlut-
fallið 38% en árið 2008 nam það
40%, að hennar sögn. Hún segir að
þessar tölur staðfesti orð margra í
atvinnulífinu að rekstrarumhverfið
sé erfitt.
Þetta er meðal þess sem kom
fram þegar Creditinfo tók saman
lista um framúrskarandi fyrirtæki
sem kynntur í liðinni viku. Með val-
inu var verið að veita viðurkenningu
fyrir stöðugleika og ráðdeild í
rekstri þar sem fyrirtækin þurfa að
uppfylla ákveðin skilyrði matsins
þrjú ár í röð. Fjöldi framúrskarandi
fyrirtækja hefur meira en tvöfaldast
frá því að fyrsti listinn birtist, en
þau telja nú 462, en hann hefur verið
gefinn út fjórum sinnum.
Ferðaþjónustan fækkar
Brynja segir að fyrirtækjum í
gisti- og veitingastaðarekstri sem og
í byggingarstarfsemi og mann-
virkjagerð hafi farið fækkandi á
lista yfir framúrskarandi fyrirtæki,
en þeim hafi fjölgað í heild- og smá-
sölu, fasteignaviðskiptum og þeim
sem sinna vöru- og farþegaflutning-
um. Hún væntir þess að fyrirtækj-
um sem þjónusti ferðamenn muni
fjölga á listanum eftir tvö til þrjú ár
vegna aukins ferðamannastraums,
og ítrekar að til að teljast framúr-
skarandi fyrirtæki þurfi reksturinn
að hafa gengið vel þrjú ár í röð.
Fjölmargir lögaðilar á vanskilaskrá
Hlutfall lögaðila í alvarlegum van-
skilum er 18,5%, samkvæmt Creditinfo
Morgunblaðið/Ernir
Samantekt Creditinfo tekur saman
lista yfir framúrskarandi fyrirtæki.
● Íslenski markaðsdagurinn verður
haldinn í Hörpu föstudaginn 21. febrúar.
ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks,
stendur fyrir viðburðinum. Á föstudags-
kvöld verður Lúðurinn, Íslensku mark-
aðsverðlaunin, afhentur í Hörpu. Fjöldi
erlendra fyrirlesara mun flytja erindi,
þeirra á meðal Gabor George Burt sem-
hefur unnið fyrir mörg vörumerki t.d.
Mastercard í London, Microsoft og
Nokia, samkvæmt því sem fram kemur
í fréttatilkynningu.
Íslenski markaðsdag-
urinn haldinn í Hörpu
● Alls var 107
kaupsamningum
þinglýst á höf-
uðborgarsvæðinu
á tímabilinu 7. til
13. febrúar.
Þar af voru 73
samningar um
eignir í fjölbýli, 24
samningar um sér-
býli og 10 samningar um annars konar
eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan
var 3.738 milljónir króna og meðalupp-
hæð á samning 34,9 milljónir króna.
Á sama tíma var 11 kaupsamningum
þinglýst á Suðurnesjum, sex á Akureyri
og níu kaupsamningum var þinglýst á
Árborgarsvæðinu.
107 kaupsamningar
● IP Fjarskipti ehf. (TAL) hafa stefnt
Fjarskiptum hf. (Vodafone) fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur til viðurkenningar
á skaðabótaskyldu vegna riftunar
Vodafone á fjarskiptasamningum félag-
anna hinn 13. september 2012. Í til-
kynningu til Kauphallarinnar kemur
fram að Vodafone telji að kröfur TAL
séu tilhæfulausar og ætli félagið að
verjast þeim af fullum þunga. Í tilkynn-
ingunni kemur fram að ágreiningurinn
hafi komið til vegna ógreiddra reikn-
inga.
Nánar á mbl.is
Tal stefnir Vodafone
Stuttar fréttir…
! !
"# $ # %
"&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á