Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014 Í framhaldi af grein minni um nám áfengis- og vímuefnaráðgjafa langar mig að útskýra hvert hlutverk ráð- gjafans er í meðferð- inni. Ég hef mjög oft mætt því viðhorfi að með því að fara í 10 daga á Vog þá sótt- hreinsist fólk bara eins og heilinn á því hafi verið settur í gegnum heilaþvottavél. Jú, áfengis- og vímuefnafíkn er heilasjúkdómur en þetta er ekki alveg svona einfalt. Ég skil að væntingar fólks séu miklar, bæði sjúklingsins og að- standenda hans. Oft hefur mikið gengið á áður en fólk er tilbúið að stíga þessi þungu skref að fara í áfengismeðferð. Þá oft á tíðum á bara að græja þetta og búið. Áfeng- is- og vímuefnaráðgjafar starfa á öllum stigum meðferðarinnar í sam- vinnu við aðrar stéttir eins og lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkra- liða, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Í meðferðinni er unnið eftir ákveð- inni hugmyndafræði sem hefur ver- ið rannsökuð á vísindalegan hátt. Notað er sérstakt greiningarkerfi ameríska geðlækn- isfélagsins DSM-IV til að greina hvort við- komandi sé með fíkni- sjúkdóm. Á göngudeild kemur fólk í viðtal og hægt er að skima með ákveðnum listum hvort það séu vísbendingar um áfengis- og vímu- efnavanda. Endanleg greining er gerð af læknum á Vogi. Hlut- verk ráðgjafans er að komast að því með við- komandi hvort áfengis- og vímuefnafíkn sé vandamál og hvað hann vilji gera ef svo er. Á Vogi er unnið í svokölluðu meðferð- arteymi, þar koma að meðferðinni læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og áfengis- og vímuefna- ráðgjafar. Hlutverk ráðgjafans er að halda fyrirlestra um fíkni- sjúkdóminn, halda utan um með- ferðarhóp, taka sjúklinginn í viðtöl og fylgjast með hvernig afeitrun gengur. Á Vogi er lágmark 10 dag- ar en sumir þurfa að vera lengur. Afeitrun tekur mislangan tíma eftir ástandi fólks og notkun vímugjafa. Í fyrstu tekur ráðgjafinn á móti sjúk- lingnum og hjálpar honum að kom- ast inn í meðferðardagskrána. Fólk er í mismunandi ásigkomulagi, and- lega og líkamlega. Sumir eru mjög veikir í byrjun og þurfa mikla að- hlynningu hjúkrunarfólks. Hlutverk ráðgjafans á Vogi er að hjálpa við- komandi að átta sig á hvort hann sé með þennan sjúkdóm, áfengis- og vímuefnafíkn. Sjúklingurinn situr þrjá fyrirlestra á dag sem fluttir eru af læknum og ráðgjöfum, til þess að átta sig á hvort hann sé á réttum stað. Hvort áfengis- og vímuefnafíkn sé aðalvandinn. Eins stjórnar ráðgjafinn meðferðarhóp þar sem áfram er unnið með svipuð markmið. Fólk kemur á Vog af ýmsum ástæðum. Það er ekki nóg að makanum finnist maður vera alkóhólisti, það hefur ákveðið vægi, en sjúklingurinn þarf að sjá það sjálfur og geta talað um sig sem slíkan. Það er ekki sjálfgefið að fólk sem hefur farið í meðferð áður geti gert grein fyrir sér sem alkóhólisti. Í þessu ferli erum við líka að kynn- ast fólki, hverjar eru félagslegar að- stæður þess. Á það heimili, er drykkja heima, er lítill stuðningur, er viðkomandi með tekjur, er við- komandi með vinnu, í hvernig tengslum er hann við fólkið sitt? Ekki að það sé hlutverk ráðgjafans að laga þetta heldur að hjálpa alkó- hólistanum að átta sig á hvaða stuðning hann hefur þegar út er komið. Svo ef viðkomandi er á því eftir þessa fræðslu og afeitrun að hann sé með þennan sjúkdóm þá þarf ráðgjafinn að hjálpa sjúklingn- um að átta sig á hvað hann vill gera. Vill hann hætta neyslu og breyta um lífsstíl, vill hann fara í eftirmeðferð og fræðast meira um sjúkdóminn og leiðir til að öðlast edrú líf? Vill hann bara taka afeitr- un á Vogi og svo spreyta sig sjálf- ur? Ef viðkomandi vill fara í eft- irmeðferð þá geta verið ýmis vandamál sem standa í vegi fyrir því og þá þarf að ræða lausnir á því. Allt þetta þarf að gera á 10 dögum þar sem fólk kemur inn í miklu ójafnvægi, oft er allt í klessu, fólk veit ekki hvort hjónabandið muni halda, hvort það haldi vinnunni, missi ökuskírteinið, fái dóm og svo framvegis. Það er oft búið að ganga mjög nærri sér áður en það er tilbúið að stíga þetta skref að fara inn á Vog. Svo þarf það að velta því fyrir sér hvort það sé með þennan heilasjúkdóm sem mörgum finnst ekki vera sjúkdómur heldur bara aumingjaskapur. Svo hefur kannski ekki runnið af fólki almennilega í mörg ár og það er með allskyns frá- hvarfseinkenni. Í þessu öllu saman þarf fólk að nota heilann sinn sem víbrar af álagi og streitu til þess að taka stórar ákvarðanir um líf sitt. Svo kemur inn í þetta vonleysi, van- líðan, afneitun, óþolinmæði og dep- urð. Þannig að í raun eru 10 dagar mjög stuttur tími. Ef fólk fer í eft- irmeðferð, þá eru það 28 dagar á Staðarfelli eða Vík með stuðningi á göngudeild í allt að ár eða göngu- deildarmeðferð. Margir mega ekki vera að þessu, eru búnir að sitja alla fyrirlestrana. Þurfa að drífa sig heim að gera og græja málin. Það vill helst bara vera átta og hálfan dag. Það tekur tíma að breyta lífi sínu, venjum og viðhorfum. Það gerist ekki bara á 10 dögum á Vogi eða 28 dögum í eftirmeðferð. Heil- inn þarf tíma til að jafna sig og geta fólks til að vinna úr sínum málum eykst eftir því sem viðkomandi er lengur edrú og streituþröskuldur fólks hækkar. Áfengis- og vímu- efnaráðgjafinn lagar mann ekki en hans hlutverk að beina fólki í réttan farveg. Hlutverk áfengis- og vímu- efnaráðgjafans í meðferðinni Eftir Huldu Mar- gréti Eggertsdóttur » Oft hefur mikið gengið á áður en fólk er tilbúið að stíga þessi þungu skref að fara í áfengismeðferð. Hulda Margrét Eggertsdóttir Höfundur er áfengis- og vímuefnaráð- gjafi CAC hjá SÁÁ sjúkrastofnunum. Það er greinilegt að þjóðníðingurinn er kominn til að vera í kirkjuráði og stjórnar fólki þar. Búið er að ákveða að stríð skuli standa um Skálholt og selja það undan kirkj- unni, að meira eða minna leyti, hvað sem hver segir. Varla hefur þetta miðaldakirkju- ævintýri verið slegið af en þeir beina sjónum sínum að skól- anum sem skal nú leigja hæstbjóð- anda undir almenna hótel- og veit- ingaþjónustu með þeim skilyrðum þó að kirkjan fái afnot af skólanum, þegar henta þykir, og semja við vígslubiskup um leyfi til útleigunnar. Þá er mér spurn: Hvernig dettur kirkjuráði í hug að þetta sé hægt og hvað gengur því til með þessari vit- leysu? Heldur þetta fólk virkilega að nokkur gangi að slíkum skilyrðum og láti kirkjuna fá skólann til umráða þegar þarf? Ég kalla fulltrúa kirkju- ráðs heldur græna og sömuleiðis bjartsýna að láta sér detta slíkt í hug. Nei, góðir kirkjuráðsmenn, þó að þið gætuð gert slíkan samning þá skuluð þið ekki halda að hann verði haldinn eða leigu- takarnir séu reiðubúnir að rýma skólann fyrir starfsemi á vegum kirkjunnar þótt þeim beri að gera það sam- kvæmt samningum. Þegar Mammon hefur tekið við stjórn skólans og sekúlaríseraðir leigutakar, þá verður engin miskunn gefin. Það mega kirkjuráðs- fulltrúarnir bóka í sínar biblíur þess vegna. Svona uppátæki mun ekki geta leyst nein vandræði kirkjunnar eða Skálholts. Það get ég fullyrt með sanni. Þetta verður aðeins til þess að auka vandræðin heldur en hitt, og mun aðeins verða til þess að stríð muni standa um Skálholtsskóla milli kirkjunnar og leigutaka, sem ég er sannfærð um, að muni ekki þykja sér neitt skyldugt að ansa beiðni kirkj- unnar, ef svo stæði á, að það væri fullbókað í hótelinu á þeim tíma, og jafnvel langt fram í tímann, eins og er um önnur hótel, og það á þeim tíma, sem starfsemi á vegum kirkj- unnar á að fara þar fram. Hvað ætla kirkjuráðsmenn að gera þá? Hvern- ig ætlaði biskupinn fara að því að ráða fram úr þeim vanda? Nei, væri ekki nær að láta kyrrt vera, og leyfa kirkjunni að hafa skólann til umráða að öllu leyti, eins og verið hefur, en að ana út í svona vitleysu, sem ekki verður séð fyrir endann á, og verður einungis til vandræða fyrir kirkjuna heldur en hitt? Það held ég. Það er helber misskilningur að það sé rekið hótel í eiginlegri merk- ingu þess orðs í Skálholtsskóla. Þarna er aðstaða fyrir þá, sem vilja vera á staðnum til ráðstefnuhalds, kyrrðardaga, tónleikahalds, fræðslu- starfa og annars slíks. Það á ekkert skylt við venjulegan hótelrekstur. Ég skil ekkert í klerkaveldinu í kirkjuráði, og þykir þeir vera komn- ir út á villigötur og ærið hálan ís. Þeir ættu að minnast orða Krists í 13. versi 16. kafla Lúkasarguð- spjalls, svohljóðandi, að maðurinn geti ekki þjónað tveimur herrum, án þess að elska annan og hata hinn, þýðast annan og afrækja hinn, því að ekki sé hægt að þjóna bæði Guði og Mammoni. Hverjum þjónar þetta fólk eig- inlega, og hverra málpípur eru þau? Varla kirkjunnar, því að það er ekki nóg með, að þeir ætli að fara að ráð- ast svona að kirkjulegri starfsemi í Skálholti, heldur hafa þeir hugsað sér að gjörbylta kirkjuskipan lands- ins með því að svipta biskup Íslands forsetaembætti í kirkjuráðinu, sem ég veit ekki, hvað á að þýða, og gera hann að valdalausri puntudúkku og toppfígúru, sem á ekkert að hafa að segja um kirkjumál í landinu. Ef ég vissi ekki betur þá væri nær að ætla að þetta fólk væri á mála hjá and- stæðingum kirkjunnar, en ekki á vegum kirkjunnar sjálfrar í ráðinu. Þeim veitir greinilega ekki af að rifja upp fræðin sín ef þeir eru orðnir þetta ryðgaðir í þeim í þessum ákafa sínum að koma Skálholtsskóla í hendur almennra hótelhaldara sem munu ekki sýna kirkjunni og þeirri starfsemi,sem hún heldur í skól- anum neina miskunn hvað sem hver segir og rífa þar með niður allt það sem hefur verið byggt upp á staðn- um á þeim fimmtíu árum sem þessi helgasti kirkjustaður þjóðarinnar hefur verið í umsjón kirkjunnar. Ég er sannfærð um að þetta hefði Krist- ur kallað hræsni. Hvað Þorláksbúð varðar er ég sammála vígslubiskupi að það þarf að færa hana fyrst farið var að koma því kofaskrifli upp þarna sem hefði betur aldrei verið gert. Að láta svo kirkjuna sitja uppi með reikninginn er alveg eftir þessu Þorláksbúð- arfélagi og formanni þess. Svívirða er einasta orðið sem ég á yfir þann gerning. Fjárhagsvandi þjóðkirkjunnar og Skálholts verður engan veginn leyst- ur með svona óyfirveguðum og fljót- færnislegum hugmyndum. Þar þarf meira til, eins og ástandið er alvar- legt í þeim efnum, og þarf raunar að taka sérstaka umræðu um, jafnvel með aðkomu ríkisstjórnarinnar. Það hlýtur að mega leysa fjárhagsvand- ann með öðrum hætti en þessar arfa- vitlausu hugmyndir kirkjuráðs- manna hljóða upp á. Að lokum sendi ég enn þau skila- boð inn í kirkjuráð að þeir ættu að nota heilann betur en þeir gera og láta Mammon ekki bera sig ofurliði þrátt fyrir allt og allt, heldur láta skynsemina ráða því að mál er að linni þessari vitleysu. Stríðið um Skálholt Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur Guðbjörg Snót Jónsdóttir »Ég kalla fulltrúa kirkjuráðs heldur græna og sömuleiðis bjartsýna að láta sér detta slíkt í hug. Höfundur er guðfræðingur og fræði- maður og félagi í Skálholtsfélaginu. Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Útsölustaðir: Bústoð Keflavík, Bjarg Akranesi Íslensk hönnun og framleiðsla A81 Hönnuðir: Atli Jensen og Kristinn Guðmundsson Verð frá: 27.800,- www.facebook.com/solohusgogn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.