Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þingvellir falla ekki undir skilgrein- ingu á óbyggðum og því er ekki heimilt að dreifa ösku látins fólks þar. Þetta er mat Þingvallanefndar en innanríkisráðuneytið óskaði eftir afstöðu hennar til erindis sem því barst frá aðstandendum íslenskrar manneskju sem vildu fá að dreifa ösku hennar í þjóðgarðinum við Þingvallavatn. Erindinu var því vísað aftur til innanríkisráðuneytisins sem mun að líkindum svara erindinu í þessari viku. Samkvæmt upplýsingum þess er ekki algengt að óskað sé eftir heimild til að dreifa ösku utan kirkjugarða. Aðeins yfir óbyggðum og hafi Í reglugerð um dreifingu ösku utan kirkjugarðs er heimilað að dreifa ösku í óbyggðum eða úti á hafi en það er hins vegar ekki heimilt yfir byggð, væntanlega byggð eða stöðu- vötn. Hingað til hefur þurft að sækja um heimild til þess að dreifa ösku ut- an kirkjugarða til ráðuneytisins. Reglugerðinni var hins vegar nýlega breytt og hefur sýslumaðurinn á Siglufirði séð um að afgreiða slíkar beiðnir frá 1. febrúar sl. „Við öfluðum upplýsinga um lagahlið þessa. Lögin heimila ekki að það sé dreift í byggð eða yfir stöðu- vatn. Þingvellir teljast ekki falla undir skilgreiningu á óbyggðum. Þá er það svo einfalt að þetta er ekki heimilt,“ segir Ólafur Örn Haralds- son, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Hann segir jafnframt að þetta sé í fyrsta skipti sem Þingvallanefnd taki formlega fyrir beiðni um að ösku sé dreift í þjóðgarðinum. Telja ekki heimilt að dreifa ösku í þjóðgarði Morgunblaðið/Júlíus Þingvellir Beiðni barst um leyfi til að dreifa ösku við Þingvallavatn.  Vilja dreifa ösku á Þingvöllum „Þetta er algerlega einstakt mannvirki,“ sagði Pétur H. Ár- mannsson, arkitekt og sviðs- stjóri hjá Minjastofnun Ís- lands, um Seljavallalaug. „Laugin hefur menningar- sögulegt, listrænt og um- hverfislegt gildi. Þarna er mjög óvenjulegt samspil við náttúruna. Aðkoman að laug- inni og hvernig hún situr í landslaginu þykir merkilegt,“ sagði Pétur. Hann hefur sýnt myndir af Seljavalla- laug í fyrirlestrum í er- lendum háskólum. „Þetta var það mannvirki af þeim sem ég sýndi sem vakti mestan áhuga. Hvernig heitt vatnið kemur út úr berg- inu og rennur í laugina. Þetta er merkilegt mannvirki.“ Merkilegt mannvirki SELJAVALLALAUG ER EINSTÖK Í SINNI RÖÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Seljavallalaug þarfnast viðhalds, að mati Minjastofnunar Íslands. Stofn- unin telur brýnt að mótuð verði stefna um viðhald og rekstur laug- arinnar „svo tryggja megi varðveislu þessa einstæða mannvirkis í góðri samvinnu þeirra aðila sem henni tengjast“. Þetta kemur fram í bréfi sem Minjastofnun sendi formanni Ungmennafélagsins Eyfellings þann 22. janúar sl. Ungmennafélagið hefur umsjón með lauginni. Starfsmenn Minjastofnunar skoð- uðu Seljavallalaug í júní 2013. Þeim þótti ástand hennar bágborið og aug- ljós þörf á viðhaldi, ekki síst í bún- ingsklefahúsi. „Nauðsynlegt er að Seljavallalaug og umhverfi hennar sé haldið snyrtilegu og að viðhald mannvirkisins dragist ekki frekar. Laugin er vinsæll ferðamannastaður og ágangur því mikill,“ segir í bréfi Minjastofnunar. Styrkur var veittur úr húsafriðunarsjóði árið 2012 til endurbóta á lauginni. Hann var ekki nýttur og féll niður í janúar 2013. Minjastofnun sendi sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi vegna laugarinnar. Sveitarstjórnin hefur falið sveitarstjóra og skipulagsfull- trúa að boða landeigendur og um- ráðamenn laugarinnar á sinn fund, skv. fundargerð frá 13. febrúar. Seljavallalaug er ekki í slæmu ástandi, að mati Ármanns Fannars Magnússonar, formanns Ung- mennafélagsins Eyfellings. Hann sagði ekki langt síðan skipt var um þak og hluta af klæðningu búnings- klefahúss. „Ég veit ekki hvað er ver- ið að setja út á,“ sagði Ármann um ábendingar Minjastofnunar. Hvað varðar styrkinn úr húsafrið- unarsjóði sagði Ármann að það þyrfti bara að sækja um hann aftur. Styrkurinn var 200 þúsund krónur. Mikið af vinnu við viðhald við laugina er unnið í sjálfboðavinnu en einnig eru ráðnir menn til verka. Auk ung- mennafélagsins komu brottfluttir Eyfellingar um tíma og lögðu hönd á plóginn við umhirðu laugarinnar. Ármann taldi laugina ekki liggja undir skemmdum. Engu að síður þurfi að dytta að henni og eitthvað verði gert í sumar. Ekki hefur ver- ið fastsett hvað gert verður á þessu ári. Mikill fjöldi erlendra ferðamanna heimsækir Seljavallalaug á hverju ári. Ármann sagði stöðugan straum ferðafólks að lauginni og margir færu í bað. „Um- gengnin mætti vera betri. Annars hugsa ég að slæm umgengni sé frekar ungum Ís- lendingum að kenna en útlendingum,“ sagði Ármann. Morgunblaðið/Una Sighvatsdóttir Seljavallalaug Hún var byggð árið 1923 og friðlýst árið 2006. Friðunin nær til mannvirkja og næsta umhverfis. Segir Seljavallalaug þarfnast viðhalds  Minjastofnun telur brýnt að tryggja varðveislu sundlaugar Pétur H. Ármannsson Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Andlegri líðan Íslendinga hrakaði umtalsvert að jólahátíðinni lokinni, að minnsta kosti ef marka má Þjóðar- púls Capacent. Í honum er meðal ann- ars spurst fyrir um ýmsa þætti sem hafa áhrif á líðan fólks. Í ljós kom að hlutfall fólks sem upplifði mikla ham- ingju eða litlar áhyggjur dróst saman um rúm 13% frá lokum desember til seinni hluta janúar. Capacent byrjaði að kanna andlega líðan svarenda í vikulegum könnun- um í maí 2010. Um það bil 800 manns svara þeim í viku hverri. Mælikvarði andlegrar líðanar byggist á sex spurningum og er fólk beðið um að lýsa með þeim líðan sinni stærstan hluta dagsins. Þannig er spurt hvort það upplifi hamingju, áhyggjur, dep- urð, reiði eða streitu. Líðanin gengur í sveiflum, ekki síst þegar fer að hausta eftir sumarið og um jólin. Þannig hækkaði hlutfall þeirra sem upplifðu mikla hamingju eða litlar áhyggjur úr rúmum 36% í rétt rúm 49% frá miðjum maí til miðs júlí í fyrra. Það hlutfall lækkaði svo um 17% þegar komið var fram í seinni hluta september. Sambærilegar sveiflur er hægt að finna frá sumarmánuðum til hausts árin á undan og í kringum jólin. Færri í basli Í könnunum Capacent eru svar- endur einnig beðnir um að leggja mat á líf sitt, hvort fólkið sé bjartsýnt eða svartsýnt á stöðu sína eftir fimm ár. Frá því að byrjað var að kanna lífs- mat fólks hafa fleiri talið sig dafna, þ.e. að líf þeirra sé gott og að það verði jafngott eða betra eftir fimm ár. Hlutfallið var um 45% í maí 2010 en í byrjun þessa mánaðar mældist það 60%. Jafnmargir í þrengingum Að sama skapi hefur hlutfall þeirra sem telja sig í basli, þeirra sem eru svartsýnir á framtíðina eða telja sig ekki í góðum aðstæðum í augnablik- inu, lækkað frá 2010. Þá taldi rúmur helmingur sig í basli en nú er hlut- fallið 37,7%. Hlutfall þeirra sem eru í þrenging- um, þ.e. standa illa og sjá ekki fram á betri tíð, hefur hins vegar að mestu staðið í stað. Hlutfallið var 3,1% í maí 2010 en mælist nú 2,3%. Líðanin best á sumrin og í kringum jól  Capacent kannar líðan og lífsmat Andleg líðan Mikla hamingju/litlar áhyggjur Miklar áhyggjur/litla hamingju 60 40 20 0 Janúar 2012 Janúar 2014 13,5% 34,4% 8,1% 42,4% Sveiflur » Samkvæmt greiningu Capa- cent virðast einstaka atburðir hafa sterka fylgni við það hvernig fólk metur lífið. » Þannig lækkaði t.d. lífsmat fólks í aðdraganda Icesave- kosninganna í apríl 2011 en tók kipp eftir þær. » Neikvæð umræða rétt fyrir fjöldamótmæli í október 2011 virtist einnig tengjast nei- kvæðara mati fólks á lífi sínu. Öðruvísi flísar Bæjarlind 4, Kópavogur S: 554 6800 Njarðarnesi 9, Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.