Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014
KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
HREINSI- OG SMUR-
EFNI, GÍROLÍUR,
SMUROLÍUROG
RÚÐUVÖKVI
FYRIRALLARGERÐIR BIFREIÐA
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Íhugaðu hvernig þú getur bætt nán-
ustu sambönd þín. Himintunglin eru í stöðu
sem gerir þig meðvitaða/n um þetta og léttir
þér líka lund.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú getur treyst innsæi þínu. Þú kemst
ekki að því nema á reyni – í það minnsta
smávegis. Finndu þér traustar heimildir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er þér í hag sem öðrum að
samkomulag takist í viðkvæmu fjölskyldu-
máli. Notaðu tímann í skapandi og listræn
viðfangsefni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert að reyna að gleyma óþægileg-
um aðstæðum en hver einasta hugsun og
reynsla er rituð í frumurnar. Hlustaðu vand-
lega á það sem hann/hún hefur að segja áður
en þú gerir upp hug þinn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gerðu ráð fyrir einhverju óvæntu frá yf-
irmanni þínum. Ekki er víst að það skiljist
akkúrat núna, en seinna muntu sjá að þú
hafðir áhrif.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Að þrá er yndisleg tilfinning og að vita
hvað maður vill er jafnvel enn betra. Nú ættu
hlutirnir hins vegar að fara að komast á skrið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú munt eiga alvarlegar en upp-
byggilegar samræður við foreldra þína eða
maka þinn í dag. Leyfðu öllu að hafa sinn
gang.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Næstu vikur bera með sér
glaum og gleði, áhyggjuleysi, ævintýri og
rómantík. Farðu gætilega í fjármálum. Með
því að orða hugmynd eða leyndarmál um
sjálfan sig uppsker maður djúpan skilning.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er líklegt að þú rífist við
systkini þín eða nágranna í dag því allir vilja
halda fast við sínar skoðanir. En hugsanlega
þarf að kynna þær með lagni svo aðrir taki
þeim vel.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ráðleggingar þínar geta komið sér
vel fyrir samstarfsmann þinn. Veltu þér samt
ekki upp úr hlutunum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Samskipti þín við almenning, jafn-
vel nána vini, verða á lágu nótunum í dag.
Næst er að ákveða framhaldið en það gæti
falið í sér mikla ábyrgð.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Vísbendingarnar gefa í skyn að þú eig-
ir að temja þér meiri skarpskyggni. Reyndu
að temja þér umburðarlyndi og þolinmæði og
gleymdu ekki að sýna umhyggju þína í verki.
Pétur Stefánsson yrkir erfiljóðum Jón Ingvar Jónsson, sem
hlýtur að hafa verið mögnuð lesn-
ing fyrir hinn sprelllifandi Jón Ingv-
ar. Ef til vill var tilefnið að lítið hef-
ur borið á kveðskap Jóns Ingvars
upp á síðkastið, sem er þó eini
bankastjórinn á kveðskaparsviðinu
og heldur úti Rímbankanum á
heimskringla.net. Hinn óborganlegi
bragur Péturs er svohljóðandi:
„Jón Ingvar Jónsson - Minning
Með sorg í hjarta sest ég niður.
Sár og leiður yrki brag.
Einn vinsælasti vísnasmiður
veraldar, hann lést í dag.
Ævi minnar einskis nýt ég.
Innra hljómar dapurt lag.
Upp frá þessu aldrei lít ég
aftur gleðiríkan dag.
Jóns að góðu má ég minnast,
mikil þótti snilli hans.
Mín var ljúfust lukka að kynnast
lífi þessa heiðursmanns.
Honum þótti ljúft að lifa,
liggja konur, drekka öl,
yrkja lagleg ljóð og skrifa,
og lesa allskyns pésa og skjöl.
Út í bláinn oft hann starði.
Annars hugar tíðum var.
Ævi sinni allri varði
öðrum hér til skemmtunar.
Gamansamur gleðihrókur
gjarn á hlátur, sprækur, ör.
Gremju breytti í kæti, klókur,
og kveikti ávallt bros á vör.
Allt um vísur vissi og kunni,
á vísdóm þann var aldrei spar
Sinni konu sannur unni
og sínum börnum góður var.
Hárið snemma af höfði missti,
hélt þó sínum glæsibrag.
Hann var þekktur húmoristi
hérna fram á andlátsdag.
Vaskur mjög til vinnu þótti,
virkilega klár og snjall.
Uppfullur af þreki og þrótti
þar til klukka dauðans gall.
Allt sem fæðist, fellur, deyr,
fyrir dauðans hendi.
Ég unni Jóni miklu meir
en mínu eiginkvendi.
Svona lýkur lífsins göngu,
við liggjum dauð í frjórri mold
og verðum svo að ári að öngu
er ormar naga af beinum hold.
Okkar bíður eilíft rökkur
eftir lífsins stóra þing.
Jón Ingvar nú kveð ég klökkur
sem kúrir undir moldarbing.
Ég sakna þín Jón.“
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af minningarljóði um
sprelllifandi mann
Í klípu
ÞEGAR KRUKKUR TÆMAST ÞARF AÐ SKOLA
ÞÆR OG FLOKKA MEÐ GLERI. RÓBERT
VAR ENNÞÁ FYLGJANDI ENDURVINNSLU, EN
EKKI AF SÖMU ÁSTRÍÐU OG ÁÐUR.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞETTA ER TOPPGRIND FYRIR HJÓL.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að deila útgjöldum.
ÞAÐ ER REGNVOTUR
ÞRIÐJUDAGSMORGUNN.
ÉG ER HINS VEGAR
KÖTTUR, OG ÞARF ÞVÍ
EKKI AÐ FARA Á FÆTUR.
EKKI HATA
MIG.
ÉG VEIT AÐ MARGIR
MENN BORÐA Í RÚMINU ...
EN FLESTIR ÞEIRRA GANGA
ALLAVEGA FRÁ MATNUM ÞEGAR
ÞEIR ERU BÚNIR!
Viðburðarík helgi að baki og ekkiætlar Víkverji að elta ólar við
allt sem þá bar á góma. Það væri til
að æra óstöðugan. Þó skal staldrað
við tvo viðburði.
x x x
Nú hefur þjóðin valið sér framlag íEurovision þetta árið. Polla-
pönkarar verða fulltrúar Íslands í
Kaupmannahöfn í vor. Víkverji kíkti
í gær inn á erlendar aðdáendasíður
söngvakeppninnar og óhætt að segja
að þar sýndist sitt hverjum. Ýmist
var laginu fundið allt til foráttu eða
að því var hrósað í hástert. Eruði
ekki að grínast? spurði einn. Jú, það
má segja með nokkrum sönnum að
grínið sé til staðar en texti lagsins þó
með góðan boðskap, sem Pollapönk-
arar munu án efa koma til skila í
Kaupmannahöfn.
x x x
En það er ekki bara lagið semskiptar skoðanir eru um, heldur
einnig búningarnir. Afturhvarf til
ársins 1993, fullyrti einn sérfræðing-
urinn. Víkverji er enginn tísku-
sérfræðingur en honum finnst bún-
ingar pollanna stórskemmtilegir og
það er engin spurning um að lita-
gleðin á eftir að draga athygli að
framlagi Íslands. Eitt er víst að
Halldór Einarsson, Henson, þarf að
vera undirbúinn fyrir nýja tísku-
bylgju. Að minnsta kosti munu
margir krakkar vilja fá svona bún-
inga strax á næsta öskudegi. Varð-
andi lagið hefur Víkverji eina ósk til
höfundanna, um að bæta við öðrum
diskókafla til að draga úr pönkinu.
Þá eru meiri líkur á að við komumst
upp úr undankeppninni.
x x x
Hinn viðburður helgarinnar semVíkverji ætlar að staldra við er
bikarleikur Arsenal og Liverpool.
Þar varð betra liðið að lúta í gras og
hafði frammistaða dómarans mikið
að segja. Víkverji skilur ekki enn
hvernig Howard Webb gat horft
framhjá líkamsárásinni sem Suarez
varð fyrir í vítateignum, beint fyrir
framan nefið á honum. Það kann
ekki góðri lukku að stýra þegar
dómarar ofmetnast og vilja komast
æ oftar í sviðsljósið. Þá er betra að
stíga til hliðar. víkverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn er hlutdeild mín, segir sál
mín, þess vegna vona ég á hann.
(Harmljóðin 3:24)