Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014 ✝ Ingibjörg A.Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1942. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans 9. febrúar 2014. Ingibjörg Agnes var dóttir Jóns Samúelssonar, f. 1918, d. 1993, og Sesselju Guðjóns- dóttur, f. 1919, d. 1983. Uppeld- isforeldrar Ingibjargar voru Ragnar Guðjónsson, f. 1911, d. 1975, og Jónína Gísladóttir, f. 1914, d. 2003. Systkini Ingi- bjargar: Albróðir, Jóhann, f. 1938. Sammæðra, Guðni, f. 1939, d. 1994, Benedikt, f. 1944, d. 1949, María, f. 1946, Guð- mundur, f. 1947, og Óskar, f. ari Konráðssyni, f. 1951. Börn hans eru: 1) Ólöf Erla, f. 1974. Börn hennar eru Emma og Tómas Orri. 2) Konráð Grétar, f. 1976, maki Svana Hrönn Jó- hannsdóttir. 3) Sævar Geir, f. 1979, maki Tinna Ósk Hauks- dóttir. Börn þeirra eru Hulda Eir og Arnar Haukur. Ingibjörg ólst upp hjá upp- eldisforeldrum sínum í Reykja- vík. Hún lauk skyldunámi frá Austurbæjarskóla. Eftir að hún stofnaði sjálf fjölskyldu bjó hún í Hafnarfirði frá 1968 til 1993, en þá flutti hún aftur til Reykjavíkur. Síðustu sjö æviár- in átti Ingibjörg heimili í Graf- arvogi. Frá unglingsárum stundaði Ingibjörg fjölbreytt störf, t.d. fiskverkun, fram- leiðslustörf, saumastörf og verslunarstörf. Síðast starfaði hún sem þerna á Hótel Loftleið- um og lauk langri starfsævi þar. Útför Ingibjargar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18. febrúar 2014, og hefst athöfnin klukkan 15. 1961, d. 2012. Sam- feðra, Guðfríður, f. 1939, Gunnar, f. 1947, Ásgerður, f. 1949, Ingibjörg, f. 1950, og Svala, f. 1951. Ingibjörg eignaðist Ragnar Ingvar, f. 1959. Faðir hans er Sveinn Sigurbjörn Garðarsson, f. 1934. Ingibjörg giftist 1968 Sigurði K. Her- mundarsyni, f. 1944. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Sólveig, f. 1968, maki Sigurður Ingi Kjart- ansson. Börn þeirra eru Ingi- björg Anna og Kjartan Leifur. 2) Hermundur, f. 1973, maki María Ósk Albertsdóttir. Börn þeirra eru Aníta Ester og Elísa Ósk. Ingibjörg giftist 2009 Óm- Elsku mamma mín er fallin frá. Mamma barðist allt til enda sem sigurvegari. En krabba- meinið hafði hana að lokum. Að eiga góða mömmu sem allt- af stendur með manni er ómet- anlegt. Mamma var sterk kona án allra fordóma og lét aldrei út úr sér styggðarorð um náungann. Hún hafði þann góða eiginleika að sjá það góða í hverjum sem er. Alltaf tilbúin að hjálpa til og gerði það vel. Hún elsku mamma var snill- ingur í höndunum og gat nánast allt. Hún bæði saumaði heilu dressin á sig og fólkið í kringum sig og prjónaði margar peysurn- ar án erfiðleika og eru peysurnar hennar mörgum kærar í dag. Síð- ustu peysurnar prjónaði hún orð- in veik og ég veit að það var henni erfitt en hún gafst ekki upp og ylja peysurnar hennar núna bæði hér heima og utan landsteinanna. Mamma var mikil kisukona og það segir manni svo margt um fólk ef það er dýravinir. Hún var með myndir af kisunum sínum í gegnum tíðina uppi á vegg og hennar síðasta kisa, hann Tumi, var henni svo góður þegar hún var orðin veik. Börnin mín hafa misst góða ömmu og skilur hún eftir sig fal- legar minningar. Hún sem allt vildi fyrir alla gera er ekki til staðar lengur og það er erfitt að sætta sig við það. Elsku mamma, hvíl í friði. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Sólveig Sigurðardóttir. Elsku Ingibjörg. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði elsku Ingibjörg okkar, takk fyrir allar góðar stundir. Elsku Ómar, Sólveig mín og fjölskylda, Hemmi og fjölskylda og aðrir aðstandendur, okkar innilegustu samúðarkveðjur, megi ljós, friður og kærleikur umvefja ykkur, minning um ynd- islega konu mun ávallt verða ljós í lífi okkar. Svandís Ragnarsdóttir og Alexander Örn Sævarsson. Elsku amma mín er farin frá okkur. Hún er líklegast ein af dugleg- ustu manneskjum sem ég hef þekkt. Hún var mikil kattamanneskja og hefur átt helling af kisum og elskaði þær allar. Og hún var líka mjög góð amma og ég mun sakna hennar mikið. Hún var tekin alltof fljót frá okkur. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér. Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og helgar sitt líf. Með landnemum sigld’ún um svarrandi haf. Hún sefaði harma, hún vakt’er hún svaf. Hún þerraði tárin, hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð. Ó, hún var ambáttin hljóð hún var ástkonan rjóð hún var amma svo fróð. Ó, athvarf umrenningsins inntak hjálpræðisins líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkrað’og stritaði gleðisnauð ár Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín. Hún er barnsmóðir þín. Hún er björt sólarsýn. Ó, hún er ást, hrein og tær Hún er alföður kær. Hún er Guðsmóðir skær. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt þinn skjöld- ur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin hún hnígur og sólin hún rís. Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís, sem alltaf er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Elska þig, amma mín, hvíl í friði, þinn ömmustrákur. Kjartan Leifur Sigurðsson. Kveðja frá vinnufélögum Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þín nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðn að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sét horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með söknuði kveðjum við þig, kæra Ingibjörg. Eiginmanni, börnum og öðrum ástvinum sendum við hugljúfar samúðar- kveðjur Starfsfólk Reykjavík Natura (Hótel Loftleiða.) Dagný, Kristín Jónatans., Birna Aspar, Lilja, Sif, Katelinje, Kristín Harðar og María Anna. Við vorum hressar vinkonurn- ar sem kynntumst fyrir rúmri hálfri öld. Við komum víða að, en tengdumst í gegnum Álafoss- verksmiðjuna í Mosfellssveit, þar sem við unnum allar á einhverj- um tíma. Við vorum ungar og saklausar en sóttum visku, vit og kjark hver til annarrar og þegar við lögðum saman ráð okkar var það nokkuð farsælt. Nú er Ingi- björg vinkona okkar sofnuð af þessum heimi og komin í vist hjá Drottni allsherjar. Í himnaríkis- vistinni mun gæska hennar, greiðvikni og örlæti njóta sín vel. Inga blíða, Inga góða. Aldrei lagði hún nema gott til nokkurs manns, hjartahrein og velviljuð. Kímnigáfan var ríkur þáttur í skaphöfn hennar og dofnaði aldr- ei. Síðasti spölur Ingu var ekki auðgenginn, hún var farin heilsu og veikindin tóku á. Segja má að hún hafi verið ferðbúin. Samt kom hún læknum sínum á óvart með seiglunni. Hún var dyggilega studd í mótlætinu af elskulegum börnum sínum og sótti styrk í kærleik þeirra og Ómar maður hennar stóð þétt við hlið hennar og var hennar stoð og stytta. Nú eru erf- iðleikarnir að baki og Inga geng- ur nú um græna stíga eilífðarinn- ar, létt í spori og létt í lund, rétt eins og þegar við kynntumst fyrir rúmri hálfri öld. Íslenskt samfélag og raunar heimurinn var á þeim tíma að taka miklum breytingum, hefðir og hömlur sem lagt höfðu marg- an frjálsan anda í fjötra voru að bresta. Rokk og ról hélt innreið sína og ný hugmyndafræði um frelsi og umburðarlyndi kviknaði í kjöllurum og kvistherbergjum, þar sem ungt fólk safnaðist sam- an í hring til að hlusta á nýja tón- list og freista þess að leysa lífs- gátuna. Í bland við nýja heimssýn ræddum við um draumana sem blunduðu í brjósti okkar og nýj- asta fatatískan var alltaf á dag- skrá. Á þessum árum var alltaf næga vinnu að fá og okkur lang- aði að prófa sem flest störf. Við stöldruðum við í ullarvinnslu, framreiðslustörfum, sælgætis- gerð, saumaskap og fleiru milli þess sem við brugðum okkur norður í síld og á vetrarvertíð til Sandgerðis og Vestmannaeyja. Skólagöngu var skotið inn á milli. Við stöllurnar hurfum síðan hver í sína áttina til að takast á við lífið, giftast, eiga börn, vinna og njóta, gleðjast og þjást og fá okkar skammt af velgengni og mótlæti eins og annað fólk. En þau vináttubönd sem ofin voru á þessum spennandi tíma trosnuðu aldrei og alltaf hélst vináttan og tryggðin milli okkar. Eðli málsins samkvæmt urðu fundir færri, en sambandið alltaf gott. Síðustu ár hittumst við saman allar a.m.k. einu sinni á ári og var þá glatt á hjalla. Árið 2009 voru liðin 50 ár síðan við skunduðum saman á þjóðhá- tíð í Eyjum og var þess minnst með því að heimsækja Lillu vin- konu (Aðalbjörgu) í Eyjum. Nokkrar okkar hittust hjá Þrúði og Fríði í Kanada, en þar hitti Inga ættingja sína, Vestur-Ís- lendinga, sem hún hafði aldrei hitt áður. Í þessum ferðum var Pattý (Jóna Steinunn Patricia Conway) vinkona með í för, en hún dó frá okkur fyrir nokkru. Blessuð sé minning hennar. Við vorum í góðu sambandi við Ingu okkar síðustu mánuðina og þrátt fyrir veikindin skinu gæska hennar og góðmennska jafn- skært og við fyrstu kynni. Ljúf- mennskan laðaði fólk að henni alla tíð. Við viljum á kveðjustund þakka fyrir að hafa átt hana að. Samleiðin með henni og vináttan við hana hafa verið mannbæt- andi. Guð blessi Ingu Jóns og gefi eiginmanni hennar, börnum og öðrum í fjölskyldunni styrk í sorginni. Aðalbjörg Bernódusdóttir, Fríður Helgadóttir, Heiður Helgadóttir, Úlfhildur Geirsdóttir, Unnur Ein- arsdóttir og Þrúður Helga- dóttir. Ingibjörg A. Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma, hjartans þökk fyrir allt sem þú varst okkur. Þínar, Aníta Ester og Elísa Ósk. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, Grásteini 2, Ölfusi, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 20. febrúar kl. 14.00. Hulda Sigurlína Þórðardóttir, Guðmundur Vignir Sigurðsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Svandís Sigurðardóttir, Jóhann Már Ævarsson, Rakel Rebekka Sigurðardóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGURLÍNA SIGURGEIRSDÓTTIR, Lína, Fögrubrekku 24, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum miðvikudaginn 12. febrúar. Útför hennar verður auglýst síðar. Tómas Einarsson, Selma Tómasdóttir, Jón Magnússon, Sigurgeir Tómasson, Bára Hjaltadóttir, Guðrún Tómasdóttir, Páll Ævar Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, BORGHILDUR STEFÁNSDÓTTIR, Bogga, Drekavöllum 14, Hafnarfirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 16. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Sigríður Stefánsdóttir Elínborg S. Kjærnested, Símon Kjærnested og systkinabörn. ✝ Bróðir okkar, SIGURÐUR BRIEM JÓNSSON, dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík, lést þriðjudaginn 11. febrúar. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 20. febrúar kl. 14.00 Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á dvalarheimilið Hvamm. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Jónsdóttir, Halla Jónsdóttir, Sólrún Jónsdóttir. ✝ Ástkær faðir minn, afi okkar og bróðir, BJARNI ÞORVALDSSON, Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, áður til heimilis, Furulundi 15, Akureyri, lést mánudaginn 10. febrúar. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Sigrún Bjarnadóttir, Bjarni Herrera Þórisson, Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir, Vilhjálmur Herrera Þórisson, Halldór Þorvaldsson. ✝ Ástkæri eiginmaðurinn minn, JAMES M. CATES, fv. arkitekt, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Við þökkum starfsfólki á B2 LSH í Foss- voginum og heimahjúkrun í Hafnarfirði. Ásthildur B. Cates, Katrin C. Selby, Nigel Selby, James M. Cates III og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.