Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 27
skilið við knattspyrnuþjálfun, aflaði sér réttinda sem framhaldsskóla- kennari við KHÍ og hóf kennslu í tréiðnaðardeild Fjölbrautaskóla Vesturlands sem hann hefur sinnt síðan. Þá hefur Steinn verið slökkviliðs- maður í Slökkviliði Akraness um árabil. Steinn og Elín, kona hans, hafa rekið verslunina Rammar og mynd- ir frá 1997. Þar ramma þau inn myndir og málverk, auk þess sem þau selja gluggatjöld og fleira því tengt. Knattspyrnan og golfið Áhuginn á knattspyrnunni hefur ekkert dalað hjá Steini þó að hann sé hættur að sparka og þjálfa: „Áhuginn á fótbolta fylgir manni í gegnum lífið. Það er bara þannig. Ég fylgist vel með mínu fólki hér á Skaganum og hef auk þess verið mikill stuðningsmaður Tottenham í ensku deildinni um langt árabil. Svo má geta þess að ég byrjaði í golfi fyrir 15 árum, er í golf- klúbbnum Leyni og spila golf mörg- um sinnum í viku á sumrin. Ég get að vísu ekki neitt, er með 15 eða 16 í forgjöf. En það gerir ekkert til. Það er aðalatriðið að vera með, skreppa út á völl, hitta félagana, hreyfa sig og njóta veðurblíðunnar.“ Fjölskylda Eiginkona Steins er Elín Klara Svavarsdóttir, f. 23.12. 1953, versl- unarstjóri. Hún er dóttir hjónanna Svavars Elíassonar, f. 20.5. 1929, d. 25.11. 2007, verkamanns á Akranesi, og Sigríðar Þorbergsdóttur, f. 28.10. 1930, húsfreyju. Börn Steins og Elínar Klöru eru Steindóra Sigríður, f. 3.3. 1972, íþróttafræðingur á Akranesi, en börn hennar eru Daníel Hjörvar, f. 1998, og María Mist, f. 2001, en sam- býlismaður Steindóru Sigríðar er Kristinn Guðbrandsson, f. 1969, íþróttafræðingur og grunnskóla- kennari; Íris Dögg, f. 3.10. 1973, íþróttafræðingur og verslunarstjóri í Reykjanesbæ, en maður hennar er Einar Guðberg Einarsson, f. 25.10. 1969, íþróttafræðingur og eru börn þeirra Steinn Alexander, f. 1995, og Elínora Guðlaug, f. 1996; Helgi Dan, f. 4.3. 1976, húsasmiður í Reykja- nesbæ, en kona hans er Júlía Jörg- ensen, f. 5.7. 1978, stjórnmálafræð- ingur og grunnskólakennari og eru börn þeirra Ottó, f. 2005, og Þórunn Elva, f. 2008; Helena Rut, f. 16.6. 1982, hárgreiðslumeistari á Akra- nesi, en maður hennnar er Trausti Freyr Jónsson, f. 15.5. 1979, lög- reglumaður og eru börn þeirra Jón Karl Kristján, f. 2000, Tristan Freyr, f. 2006, og Kara Líf, f. 2008; Marella, f. 29.5. 1985, við nám í ljós- myndun í London en sambýlis- maður hennar er Valgeir Sigurðs- son, f. 1978, tölvunarfræðingur. Bræður Steins Mars eru Frið- þjófur Arnar Helgason, f. 27.2. 1953, ljósmyndari og kvikmyndatökumað- ur, og Helgi Valur Helgason, f. 22.6. 1956, starfsmaður Heilbrigðissviðs Reykjavíkurborgar. Foreldrar Steins Mars eru Helgi Daníelsson, f. 16.4. 1933, fyrrver- andi yfirlögregluþjónn hjá RLR og fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, og k.h. Steindóra S. Steinsdóttir, f. 18.7. 1934, fyrrver- andi deildarstjóri hjá Hagkaupum. Úr frændgarði Steins Mars Helgasonar Steinn Mar Helgason Gyðríður Steinsdóttir húsfr. í Rvík Jón Sigurðsson ökum. í Rvík Steinn Jónsson vélstj. í Rvík Steindóra Kristín Albertsdóttir húsfr. í Rvík Steindóra Sigríður Steinsdóttir verslunarm. Albert Þorvaldsson rokkasm. á Bíldudal Steindóra Guðmundsdóttir húsfr. á Bíldudal Guðrún Pálína Sigfúsdóttir húsfr. á Borgum Helgi Biering Ólafsson smiður á Borgum í Grímsey Sesselja Guðlaug Helgadóttir húsfr. á Akranesi Daníel Þjóðbjörnsson múraram. á Akranesi Helgi B. Daníelsson fyrrv. yfirlögregluþj. og landsliðsmarkm. Þjóðbjörn Björnsson b. á Læk og Norðurskarði Hannes Þjóðbjörnsson verkam. á Akranesi Guðbjartur Hannesson fyrrv. ráðherra Jakob Helgason í Grímsey Elín Jakobsdóttir húsfr. í Kópavogi Svanfríður I. Jónasdóttir bæjarstj. á Dalvík og fyrrv. alþm Ottó Jakobsson fiskverkandi á Dalvík Guðmundur Jónsson símamaður í Rvík Karl Guðmundsson landsliðsm. og landsliðs- þjálfari, úr Fram Guðríður Auðunsdóttir húsfr. á Læk, af Víkingslækjarætt Guðmundur Auðunsson hreppstj. á Skálpastöðum Þorsteinn Guðmundsson hreppstj. á Skálpastöðum Þorsteinn Þorsteinsson b. á Skálpastöðum Guðmundur Þorsteinsson b. á Skálpastöðum VigfúsÖnundur Þorsteinsson læknir ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja súrdeigsbrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. Auður Auðuns, borgarstjóri,alþm. og ráðherra, fæddist áÍsafirði 18.2. 1911. Hún var dóttir Jóns Auðuns Jónssonar, út- gerðarmanns og alþm. á Ísafirði, og Margrétar Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju. Bróðir Auðar var Jón Auðuns, dómkirkjuprestur, dómpró- fastur og forseti Sálarrannsóknar- félagsins um árabil. Auður var Vestfirðingur í báðar ættir, skyld Alþýðuflokksformönn- unum Jóni Baldvinssyni og feðg- unum Hannibal og Jóni Baldvini. Eiginmaður Auðar var Hermann Jónsson, hæstaréttarlögmaður og fulltrúi tollstjórans í Reykjavík, og eignuðust þau fjögur börn. Auður lauk stúdentsprófi frá MR 1929 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1935. Hún var lög- fræðingur Mæðrastyrksnefndar í tuttugu ár, bæjar- og síðar borgar- fulltrúi í Reykjavík fyrir Sjálfstæð- isflokkinn 1946-70, forseti bæjar- og borgarstjórnar 1954-59 og 1960-70, borgarstjóri, ásamt Geir Hallgríms- syni 1959-60, alþm. 1959-74 og dóms- og kirkjumálaráðherra 1970-71. Þegar Auður var dóms- og kirkju- málaráðherra var kvenréttindabar- áttan að vakna af dvala eftir að hafa legið í láginni um langt árabil. Rauð- sokkuhreyfingin sá dagsins ljós 1. maí 1970, Kvennaframboð bauð fram í sveitarstjórnarkosningum 1982 og fékk tvo fulltrúa í borgar- stjórn Reykjavíkur og í bæjarstjórn Akureyrar og Kvennalistinn var stofnaður 1983. Auður átti fátt sameiginlegt með róttækum kvenréttindakonum þess- ara ára. Hún var íhaldssöm og borg- araleg í hugsun. Engu síður er nafn hennar skráð skýrum stöfum í sögu íslenskrar kvenréttindabaráttu, því hún varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka emkbættisprófi í lögfræði frá Há- skóla Íslands, fyrsta konan sem varð borgarstjóri og fyrsti kvenráðherr- ann. Auður sat á Allsherjarþingi SÞ 1967 og var formaður sendinefndar Íslands á Kvennaráðstefnu SÞ í Mexíkóborg 1975. Auður lést 19.10. 1999. Merkir Íslendingar Auður Auðuns 100 ára Kristín Kristvarðsdóttir 90 ára Helga Kr. Thors 85 ára Hólmfríður Jóhannesdóttir Jón Óskar Guðmundsson Kristlaug V. Jónsdóttir 80 ára Ása B. Ásbergsdóttir Halldór Þorvaldsson Jóhann B. Sveinbjörnsson Jónatan Sveinsson Margrét Hróbjartsdóttir 75 ára Bentína S. Viggósdóttir Edda Sigríður Ólafsdóttir Elín Erlingsson Ingibjörg Loftsdóttir Jenný M.D. Henriksen 70 ára Guðbjörg Ólafsdóttir Kristjana M. Guðmunds- dóttir Sigríður Eiríksdóttir Svanfríður S. Óskarsdóttir 60 ára Brynja Jóna Gísladóttir Brynleifur Ingimarsson Egill Helgi Kristinsson Guðmundur Jóhann Arason Herdís Þorgeirsdóttir Hinrik Þórhallsson Hulda Þórsdóttir Jóhanna Ólafsdóttir Jónína Hrönn Baldursdóttir Jónína Jóhannsdóttir Kristín Karólína Karlsdóttir Laufey Tryggvadóttir Magnús Ólafsson Orri Torfason Sæmundur Stefánsson Þórunn I. Ingvarsdóttir 50 ára Birgir Örn Guðmundsson Bjarki Kristjánsson Eiríkur Sporði Hansínuson Erna Sigurðardóttir Guðrún Guðjónsdóttir Guðrún Þorbjarnardóttir Halldóra Eyjólfsdóttir Hanna Eyrún Antonsdóttir Hildur Larsen Hjörvar Þór Guðmundsson Jónatan Þórðarson Jónína Björg Hilmarsdóttir Kristín Sigursteinsdóttir Kristján I. Kristjánsson Ragnar Birkir Björnsson Skarphéðinn Haraldsson Sólbjörg Linda Reynisdóttir Viðar Ingvason Örn Guðmundarson 40 ára Anna Agnieszka Bil Arnar Eggert Thoroddsen Atli Vilhelm Hjartarson Brynjar Logi Þórisson Einar Valgeirsson Erla Stefánsdóttir Hanna K. Sigurðardóttir Héðinn Ragnar Jónsson Ólafur Guðlaugsson Sigríður J. Brynleifsdóttir Sigþór Marteinsson Sveinn H. Guðmarsson Tómas Arnfjörð Ágústsson Þráinn Hjálmarsson 30 ára Daði Snær Jóhannsson Hilmar Róbert Hilmarsson Inga Lára Hjaltadóttir Jóhann Ragnarsson Svava Ásgeirsdóttir Blöndal Þrúður Helgadóttir Til hamingju með daginn 60 ára Emil ólst upp á Vopnafirði, var bóndi í Ytri-Hlíð og er nú mann- auðsstjóri hjá Heilbrigð- isstofnun Austurlands. Maki: Aðalheiður Sigríður Steingrímsdóttir, f. 1952, húsfreyja og eiga þau fjögur börn og 12 barna- börn. Foreldrar: Sigurjón Frið- riksson, f. 1928, bóndi, og Guðrún Emilsdóttir, f. 1928, húsfreyja. Emil er að heiman. Emil Sigurjónsson 30 ára Freyja ólst upp í Garðabæ, er búsett í Mosfellsbæ, lauk prófi í markaðsfræði og er markaðsfræðingur hjá Öskju. Maki: Eiríkur Lárusson, f. 1983, rafvirki. Dóttir: Ísmey, f. 2013. Foreldrar: Þorbjörg Al- bertsdóttir, f. 1959, inn- heimtustjóri hjá Innnes, og Leópold Sveinsson, f. 1960, framkvæmdastjóri hjá Argus. Freyja Leópoldsdóttir 30 ára Þorvaldur í Grund- arfirði, lauk sveinsprófi í húsasmíði en starfar við Baulu í Borgarfirði. Maki: Kristín Lára Geirs- dóttir, f. 1984, starfs- maður við Baulu. Synir: Sigurgeir Erik, f. 2008, og Jón Elberg, f. 2012. Foreldrar: Kristberg Jónsson, f. 1957, og Sig- rún Tómasdóttir, f. 1957, Þau reka veitingaskálann Baulu í Borgarfirði. Þorvaldur Á. Kristbergsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.