Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
er ódýrara!
15%
AFSLÁTT
UR
Gildir fyrir allar
pakkningastærðir
og styrkleika af
Nicotinell Fruit
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Flutningaskip á vegum Samherja landaði í gær á Akur-
eyri um 400 til 500 tonnum af þorski og ýsu sem frysti-
togararnir Kaldbakur og Snæfell veiddu á dögunum úr
kvóta félagsins í Barentshafi.
Aflanum var upphaflega landað á Lófótensvæðinu í
Noregi og síðan fluttur þaðan um borð í flutningaskipið
Harengus.
Að sögn Gests Geirssonar, framleiðslustjóra hjá Sam-
herja, er þetta í fyrsta skipti sem þannig er staðið að mál-
um hjá fyrirtækinu. Hann sagði að þetta væri gert í til-
raunaskyni, en venjulega hafa togararnir siglt heim með
aflann. Aflinn verður unninn í vinnsluhúsum Samherja á
Akureyri og á Dalvík. Kaldbakur og Snæfell halda áfram
veiðum í Barentshafi.
Flutningaskip kom með
aflann úr Barentshafi
Afla Kaldbaks og Snæfells landað á Akureyri í gær
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Löndun Þorski og ýsu úr Barentshafi landað úr flutn-
ingaskipi á vegum Samherja á Akureyri í gær.
Ferðum flutn-
ingabíla um mið-
borg Reykjavík-
ur hefur fækkað
um 110 frá ára-
mótum með til-
komu Ísbjarn-
arins, hinnar
nýju frysti-
geymslu HB
Granda á Norð-
urgarði. Frá
áramótum hefur
um 1.300 tonnum af frystum af-
urðum verið skipað út frá Ísbirn-
inum. Magnið svarar til um 55
gáma með 24-25 tonn af afurðum.
Frá þessu er sagt á vefsíðu HB
Granda.
Áður en Ísbjörninn var tekinn í
notkun þurftu flutningabílar að
aka með frystigáma frá Sunda-
höfn út á Granda og síðan aftur til
baka í Sundahöfn.
Færri flutningabílar
fara um miðborgina
vegna frystigeymslu
Umferð Bílum með
frystigámum fækk-
ar í miðborginni.
Sendiherra Jap-
ans á Íslandi mun
hafa aðsetur hér
á landi frá og
með vorinu.
Fram að þessu
hefur hann haft
aðsetur í Ósló.
Þetta var upp-
lýst eftir fund
Sigurðar Inga
Jóhannssonar,
umhverfis- og auðlindaráðherra,
með Nobuteru Ishihara, umhverf-
isráðherra Japans, í Tókýó í gær. Á
fundi ráðherranna kom fram vilji
til þess að efla samstarf ríkjanna
enn frekar.
Akio Shirota er nú sendiherra
Japans á Íslandi og í Noregi. Næst-
ráðandinn, Tatsukuni Uchida,
hefur stýrt sendiráðinu í Reykjavík.
Sendiherra Japans
með aðsetur hér
Sendiráð Japans
er á Laugavegi 182.
Flugvél frá AirCanada lenti með
farþega, sem hafði veikst hast-
arlega um borð, á Keflavíkur-
flugvelli sl. laugardag. Vélin var í
flugi frá París til Toronto í Kanada
þegar farþeginn, kanadískur karl-
maður á sextugsaldri, kenndi
brjóstverkjar. Lögreglu á Suður-
nesjum og sjúkraliði var gert við-
vart og þegar um borð í vélina var
komið var endurlífgun í gangi. Hún
bar ekki árangur og úrskurðaði
læknir manninn látinn í sjúkra-
bifreið á leið til Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja.
Flugfarþegi til Kan-
ada lést um borð
Í skýrslu Hagfræðistofnunar Há-
skóla Íslands fyrir utanríkisráðu-
neytið um stöðu aðildarviðræðna Ís-
lands við Evrópusambandið og
þróun sambandsins, er meðal annars
fjallað um aðdraganda þeirrar
ákvörðunar Alþingis að Ísland skyldi
sækja um aðild og þær umræður sem
fram fóru í tengslum við hana. Vísað
er í meirihlutaálit utanríkismála-
nefndar frá þessum tíma, sem meiri-
hlutinn hafi talið mikilvægan vegvísi í
aðildarviðræðnum. Þar sé meðal
annars fjallað um hve langan tíma að-
ildarviðræðurnar gætu hugsanlega
tekið og vísað til þess að það sé al-
menn skoðun að ríki á borð við Ísland
ætti greiða leið að Evrópusamband-
inu.
Í skýrslunni er bent á að í fylgi-
skjali með meirihlutaálitinu, þar sem
sé að finna yfirferð fjárlagaskrifstofu
fjármálaráðuneytisins á kostnaðar-
mati vegna umsóknar, sé vitnað í það
mat utanríkisráðuneytisins að aðild-
arviðræður gætu hafist í byrjun árs
2010 og verið lokið um mitt ár 2011.
„Sem rökstuðningi við það mat er
bent á reynslu annarra þjóða og er
sérstaklega tiltekið að Norðmenn
hafi lokið aðildarviðræðum á um það
bil einu ári meðan Svíar, Austurríkis-
menn og Finnar hafi þurft 14 mánuði
í viðræður,“ segir í skýrslunni.
Í neðanmálsgrein í skýrslunni er
vísað í sama meirihlutaálit og sagt að
í mati sínu miði utanríkisráðuneytið
við að aðildarviðræður taki 18 mán-
uði en þar segir ennfremur að
reynsla annarra þjóða sýni að þær
gætu tekið skemmri tíma.
Um þetta segir í skýrslu Hag-
fræðistofnunar: „Þegar haft er í huga
að stækkunarferli Evrópusambands-
ins var komið í þær föstu skorður
sem lýst hefur verið er óljóst hvers
vegna miðað var við hraða umsókn-
arferlis sem ekki var lengur unnið
eftir við mat á því hve langan tíma
tæki að ljúka viðræðum.“
Fram kemur að umsóknarferlið
hafi dregist á langinn og þegar hlé
hafi verið gert á viðræðunum hafi
margir kaflar enn verið óopnaðir eða
þeim ólokið.
Sjávarútvegur á forræði
Evrópusambandsins
Í skýrslu Hagfræðistofnunar er
fjallað um íslensk sjávarútvegsmál
og Evrópusambandið og fram kemur
að varanlegar undanþágur séu ekki í
boði og að engin dæmi séu um slíkar
undanþágur. Nefnd eru sérstaklega
fjögur atriði sem erfiðleikum myndu
valda í þessu sambandi. Í fyrsta lagi
sé ólíklegt að hægt sé að sækja um
varanlega undanþágu frá takmörk-
unum varðandi fjárfestingar útlend-
inga í sjávarútvegsfyrirtækjum, en
hugsanlega mætti fá tímabundnar
undanþágur. Í öðru lagi megi telja
óvíst að hægt yrði að setja skilyrði
um hömlur á framsal aflaheimilda til
annarra en Íslendinga og íslenskra
fyrirtækja. Í þriðja lagi sé ljóst að
samningsumboð við lönd utan ESB,
til dæmis vegna veiða úr deili- og
flökkustofnum, verði á hendi sam-
bandsins en ekki einstakra ríkja. Í
fjórða lagi sé „ljóst að ekki væri hægt
að fá undanþágu frá ákvæðinu um að
heildarafli í helstu veiðum skuli
ákvarðaður formlega á vettvangi
Evrópusambandsins, þrátt fyrir að
lögsaga Íslands yrði skilgreind sem
sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði.“
Loks segir að nánast öruggt sé að
Ísland geti ekki samið sig frá algjöru
banni við hvalveiðum.
Evrukreppan leiddi
í ljós brotalamir
Í samantekt í skýrslu Hagfræði-
stofnunar segir að evrukreppan hafi
leitt í ljós ýmsar brotalamir í sameig-
inlega myntkerfinu. „Sundurleitni í
efnahag evrusvæðisins, sérstaklega
þegar litið er til stöðu ríkisfjármála
einstakra ríkja, hefur valdið vand-
ræðum. Seðlabanki Evrópu tók að
sér ný hlutverk til hliðar við það meg-
inmarkmið bankans að stuðla að
stöðugu verðlagi. Má þar nefna þátt-
töku í kostnaðarsömum björgunar-
aðgerðum til ríkja sem standa höllum
fæti og inngrip á fjármálamörkuðum.
Þrátt fyrir sameiginlega mynt er
talsverður munur á vöxtum milli
landa á evrusvæðinu. Gildir það bæði
hvað varðar fólk og fyrirtæki, inn-
láns- og útlánsvexti.“
Þá segir að hagvaxtarþróun og at-
vinnuleysi sé ólíkt á milli landa og
verðbólga geti verið „mismikil í lönd-
um Evrópusambandsins og jafnvel
innan evrusvæðisins, þrátt fyrir sam-
eiginlegan markað og mynt.“ Spár
bendi þó til að þessi mismunur muni
fara minnkandi.
Morgunblaðið/Ómar
Framsóknarflokkur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kátir á þingflokksfundi.
Morgunblaðið/Ómar
Sjálfstæðisflokkur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á þingflokksfundi í gærkvöld.
Óraunsæjar væntingar
Mat utanríkisráðuneytisins árið 2009 um 18 mánaða aðildarviðræður byggt á
röngum forsendum Engin undanþága frá forræði ESB í sjávarútvegsmálum
Fjöldi kom að gerð skýrslu Hagfræðistofnunar. Gunnar
Haraldsson forstöðumaður og allir starfsmenn stofn-
unarinnar komu að skrifunum og að auki Ágúst Þór
Árnason við lagadeild Háskólans á Akureyri, Stefán
Már Stefánsson prófessor, Maximilian Conrad, lektor
við HÍ, Halldóra Guðmundsdóttir lögfræðingur, Bene-
dikt Egill Árnason héraðsdómslögmaður, og Arnaldur
Smári Stefánsson hagfræðingur.
Í skýrslunni segir að leitað hafi verið til fjölmargra
aðila um upplýsingar. Fram kemur að haldnir hafi verið
fundir með embættismönnum og stjórnmálamönnum í
Brussel og starfsmönnum sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi,
auk margra annarra.
Margra manna verk
SKÝRSLUVINNA HAGFRÆÐISTOFNUNAR HÁSKÓLA ÍSLANDS
Gunnar
Haraldsson