Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014
Vor og sumar 2014
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Starfsmenn á bensínstöð, verkstæði,
veitingastað og matvöruverslun:
Sigurður Kárason vingaðist við þetta
fólk og kynnti því svo gróðavon.
Sama gerði hann við prest, verktaka
sem vann að húsi hans, mann sem
hann lenti í árekstri við, fjölskyldu-
vin og gamlan bekkjarbróður. Og
enginn þessara bar Sigurði vel sög-
una þegar aðalmeðferð gegn honum
fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær.
Sjálfur mætti Sigurður ekki en
verjandi hans tilkynnti dómara að
hann kysi að tjá sig ekki um sakar-
efnið. Hann þurfti því ekki að horfa
framan í fórnarlömb sín, sem eru á
annan tug, þegar þau lýstu því
hvernig Sigurður sveik þau, ítrekað.
Fjárhæðirnar eru engir smápening-
ar heldur því samtals er Sigurður
ákærður fyrir að hafa svikið út úr
fólkinu á annað hundrað milljónir
króna á árunum 2006-2010.
Samskipti við nokkur fórnarlamba
hans hófust á árinu 2006, önnur árin
á eftir og þau stóðu í mislangan tíma.
En hann virðist hafa beitt svipaðri
aðferð í nánast öll skipti. Sigurður
sannfærði fólkið til dæmis um að
hann ætti gjaldeyri sem hlypi á millj-
ónum króna en vegna efnahags-
hrunsins væru þessir peningar fastir
í banka. Til að losa þá þyrfti hann að
fá fjármagn frá viðkomandi sem
fengi greiddan gengismismun og
þannig yrði ríkuleg ávöxtun. Aðrar
útfærslur voru einnig en þær gengu
nær allar út á að greiða Sigurði til að
losa um fjármagn. Upphæðin til að
losa um það hækkaði svo sífellt.
Flestir viðurkenndu að þeir skildu
ekkert hvað Sigurður var að segja en
svo sannfærandi var hann að honum
var sýnt fyllsta traust. Fyrir vikið
rúlluðu milljónirnar til Sigurðar sem
virðist hafa lifað hátt á þessum tíma.
Og nær öll fórnarlömb hans báru um
að þau hefðu hringt í hann daglega,
farið heim til hans og haft upp á hon-
um á annan hátt til að fá peningana
sína til baka. Fæstir fengu endur-
greiðslu og enginn ávöxtun.
Á stundum virtist dómari málsins
reyndar gáttaður á trúgirni fólksins
sem lét frá sér sparifé, tók lán í
banka eða hækkaði yfirdráttarheim-
ild sína úr öllu valdi til að geta lagt
inn á Sigurð. Fólk sem vissi ekki einu
sinni hvort Sigurður hefði reynslu af
gjaldeyrisviðskiptum. Einn þeirra
lánaði Sigurði nokkrum sínum fyrir
sígarettum og bensíni!
Þá má nefna að þegar dóttir Sig-
urðar var í fermingarfræðslu kynnt-
ist Sigurður prestinum Erni Bárði
Jónssyni. Þeirra samskipti áttu sér
stað frá nóvember 2008 til maí 2010
en Sigurður fór að venja komur sínar
í kirkjuna til Arnar til að snæða þar
hádegismat og spjölluðu þeir þá oft
saman.
Örn sagði Sigurð hafa beðið um
hjálp við að leysa úr gjaldmiðla-
samningi hjá Seðlabanka Íslands.
„Ég hafði enga ástæðu til að van-
treysta honum. Ég lét hann fá
ákveðna upphæð og hann sagðist
ætla að borga til baka eftir viku.
Hann kom með helminginn en sagð-
ist þurfa meiri pening.“
„Þarf milljón eftir hádegið“
Örn Bárður greiddi Sigurði 9,9
milljónir í 15 færslum. Hann sagði
Sigurð hafa spunnið ótrúlegar sögur
og sýnt mikla leikfimi við að halda
þessu gangandi. Ég þarf milljón eftir
hádegið og þá er þetta komið,“ sagði
Örn að Sigurður hefði eitt sinn sagt.
„Hann sór við gröf föður síns. Þetta
er það versta sem ég hef lent í á
ævinni.“
Skýrslutökum yfir vitnum lauk í
gær og stendur eftir að flytja málið.
Þar sem ekki er annað vitað en að
Sigurður neiti sök verður án efa for-
vitnilegt að fylgjast með verjanda
hans skýra viðskipti Sigurðar við
fólkið sem eðlileg.
Sátu eftir með sárt
ennið og tóma pyngju
Fórnarlömb karlmanns sem ákærður er fyrir fjársvik
sögðu sögu sína fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gærdag
Morgunblaðið/Rósa Braga
Héraðsdómur Sigurður Kárason skömmu áður en hann kom fyrir dómara.
Eygló Harðardóttir, félags- og hús-
næðismálaráðherra, vill ráðast í
gagngerar kerfisbreytingar til að
tryggja börnum og ungmennum sem
glíma við geðraskanir, fíkniefna-
vanda eða fjölþætt vandamál viðeig-
andi úrræði. Ráðherra hefur ákveðið
að framkvæmdaáætlun í barnavernd
verði hluti nýrrar fjölskyldustefnu.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem
Eygló birti á vef ráðuneytisins í gær.
Fram kemur að þingsályktun um
gildandi framkvæmdaáætlun í
barnavernd rennur út við sveitar-
stjórnarkosningarnar í vor og mótun
nýrrar áætlunar stendur fyrir dyr-
um. Í velferðarráðuneytinu sé nú
unnið að mótun stefnu og aðgerðar-
áætlunar í málefnum barna og
barnafjölskyldna í samræmi við
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
Í tilkynningunni segir að ráðherra
hafi ákveðið að samþætta vinnu við
gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar í
barnavernd vinnunni við mótun fjöl-
skyldustefnunnar.
Nauðsynlegt sé að endurskipu-
leggja þjónustu og úrræði stofnana
sem eiga að fást við vanda barna og
ungmenna sem glíma við fjölþætt
vandamál geðraskana og fíkniefna-
neyslu eða skyld fjölþætt vandamál.
Kalla þurfi til þá sérfræðinga sem
koma að þessum málaflokki, hvort
sem verkefnin heyra undir mismun-
andi ráðuneyti eða sveitarfélögin
„Vissulega er þetta flókið við-
fangsefni en sú gagnrýni sem heyrist
ítrekað þess efnis að kerfið sé þungt í
vöfum, flókið og mæti ekki nógu vel
þörfum þeirra barna og ungmenna
sem stríða við erfiðleika er að mörgu
leyti skiljanleg og réttmæt,“ er haft
eftir ráðherranum í tilkynningunni.
Stjórnun hins opinbera á þessu sviði
hafi verið slæleg og skort hafi heild-
arsýn.
Segir þörf á
kerfisbreytingu
Börn með geðraskanir fái úrræði við hæfi
Morgunblaðið/Þórður
Stuðlar Eitt af fjórum meðferðar-
heimilum Barnaverndarstofu.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði
þrýsta á Vegagerðina um endurbætur
á brúnni yfir Lagarfljót. Brúin, sem er
tvíbreið og 301 metri á lengd, er hluti
af hringveginum og tengir saman Eg-
ilsstaði og Fellabæ. Hún er byggð árið
1958 á undirstöðum eldri brúar frá
1905. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri
á Héraði, segir að ástandið sé fólki þar
áhyggjuefni. Þau svör fáist hins vegar
að lágmarksviðhald sé ekki gerlegt
sakir ástands brúarinnar.
„Þetta ástand stendur ýmsu fyrir
þrifum. Hér fer í gegn fjöldi vöru-
flutningabíla sem flytja vörur sem
fara svo með skipum út; ýmist frá
Seyðisfirði eða Mjóeyrarhöfn í Reyð-
arfirði. Það gengur ekki að brúin beri
ekki umferðarþungann,“ segir Björn.
Hann bendir sömuleiðis á að í leys-
ingum á vorin sleiki Lagarfljót brúar-
gólfið svo ekki megi tæpara standa. Á
sínum tíma hafi verið uppi áætlanir
um að byggja nýja brú. Þær hafi hins
vegar verið lagðar til hliðar í efna-
hagshruninu. Forystumenn á Fljóts-
dalshéraði haldi málinu hins vegar
vakandi og hafi viðrað sjónarmið sín
til dæmis við Vegagerðina og þing-
menn Norðausturkjördæmis. Öllum
sé mikilvægi málsins ljóst.
Sveinn Sveinsson, svæðisstjóri
Vegagerðarinnar á Austurlandi, segir
að gerð hafi verið úttekt á burðarþoli
brúarinnar vegna hugmynda um
breikkun á göngustíg hennar. Sam-
kvæmt niðurstöðunum sem þá feng-
ust sé ekki hægt að leggja meira álag
á brúna.
Mannvirkið er barn síns tíma
„Þetta mannvirki er barn síns
tíma,“ segir Sveinn og bætir við að
Lagarfljótsbrúin sé ein af þeim brúm
þar sem ekki sé heimild til undan-
þágu fyrir meira en umfram 49 tonna
heildarþunga, sem leyfilegur er á
helstu leiðum. Umferð þungaflutn-
ingabíla, sem þyrftu þessa undan-
þágu, sé því stundum beint fram Fell
og yfir brúna á Jökulsá á Fljótsdal
fyrir innan Hallormsstað. Í öðrum til-
vikum út Hróarstungu og yfir brúna
við Lagarfoss. „Menn gera sér alveg
ljóst að byggja þarf nýja brú yfir
Lagarfljót, en eðlilega hafa mörg
verkefni þurft að bíða síðustu árin
vegna fjárskorts. Ég vænti því að ný
brú komist á dagskrá við gerð nýrrar
samgönguáætlunar á Alþingi í
haust,“ segir Sveinn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Lagarfljótsbrú Var byggð fyrir 56 árum á stöplum brúar frá 1905 og á Hér-
aði telja menn mikilvægt að reist verði ný brú sem standist kröfur tímans.
Brúin yfir Löginn
ber ekki þungann
Þyngstu bílarnir fá ekki að fara yfir