Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014 Hágæða flísalím og fúga Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir al la , al l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Weber.tec 822 Rakakvoða 8 kg kr. 7.890 24 kg kr. 19.990 Weber.xerm. 850 BlueCom- fort C2TE kr. 2.790 Weber.xerm. BlueComfort 852 C2TE S1 kr. 3.990 Reykjavík Kletthálsi 7. Opið má-fö kl. 8-18, laug. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið má-fö kl. 8-18 Látið fagmenn vinna verkin! Weber.xerm. BlueComfort CE /TE S1 Xtra Flex kr. 5.290 Weber.Fug 870 Fúga 1-6 mm CG1 5 kg kr. 1.690 Weber.Fug 880 Silicone EC.1. plus 310 ml. kr. 1.190 DEITERMANN TECHNOLOGY INSIDE Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslendingadagsnefnd hélt kvöldverð á Gimli í Kanada sl. laugardagskvöld til heiðurs Kristjan Stefanson, hæsta- réttardómara í Winnipeg, og fékk hann meðal annars málverk eftir Patriciu Peacock að gjöf fyrir óeigingjarnt starf í þágu nefndarinnar, vestur-íslenska samfélagsins í Manitoba og samskipta við Ísland í áratugi. Viðburð- urinn markaði upphaf 125. árs nefndarinnar. Íslendingadagshátíðin fer fram fyrstu helgina í ágúst ár hvert. Kristjan Stefanson hefur verið ábyrgur fyrir móttöku heiðursgesta hátíðarinnar í nær 40 ár og í raun hefur hann séð um allt sem þeim viðkemur frá komu til brottfarar. „Enginn gerir það betur en Kris,“ sagði Tim Arnason, fyrrverandi forseti Íslendingadagsnefndar, í ræðu sinni áður en hann afhenti Kris málverkið fyrir hönd nefndarinnar. Stjórn Íslendingadagsnefndarinnar ákvað í haust sem leið að heiðra í fyrsta sinn þann einstakling sem hefði unnið manna mest fyrir nefndina í tengslum við sam- skiptin við Ísland. Athugun í vestur-íslenska samfélag- inu leiddi í ljós að Kristjan Stefanson væri mikilvægasti hlekkurinn í þessu sambandi og því var eftirleikurinn auðveldur fyrir nefndina. Kristjan Stefanson heiðraður Ljósmynd/Anders Kuusselka Heiður Kris Stefanson til hægri tekur við verkinu sem Tim Arnason heldur á og er eftir Patriciu Peacock.  Hefur starfað fyrir Íslend- ingadagsnefnd í áratugi Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Við stefnum á að komast á veiðar fljót- lega eftir mánaðamót og reiknum með að róa í allt sumar til að ná kvótanum,“ segir Sigurður Valdimar Sigurðsson, skipstjóri og útgerðarmaður Magnúsar SH 205 frá Hellissandi. Skipið skemmd- ist mjög í bruna á Akranesi 30. júlí í sumar, en nú hefur verið gert við skipið hjá Þorgeiri og Ellert og var það sjósett árla síðasta laugardagsmorgun. „Skipið er nánast orðið nýtt og það má því segja að við byrjum með stæl þegar við förum aftur af stað eftir áfallið,“ segir Sig- urður, sem gerir skipið út ásamt föður sínum, Sigurði Kristjánssyni. Magnús SH er 40 ára gamalt skip og var verið að ljúka lengingu, breytingum á innréttingum og fleiri endurbótum á skipinu þegar eldurinn varð laus í fyrra- sumar og allt brann um borð sem brunnið gat. Nú hefur verið skipt um allar lagnir, innréttingar, brúin verið stækkuð og endurgerð, bógskrúfa sett á skipið, nýtt mastur og nýr krani. „Það þurfti í raun að taka allt skipið í gegn og þá er stál og járn ekki undanskilið því það var allt meira og minna undið, snúið og skakkt,“ segir Sigurður. Upphaflega var kostnaður vegna breytinganna í fyrrasumar áætlaður 100 milljónir króna. Endanlegur kostnaður verður verulega meiri þar sem verk- efnið stækkaði mikið, en Sigurður segir að hann liggi ekki fyrir. Auk Þorgeirs og Ellerts kom Skaginn að endursmíði skipsins, Straumnes sá um vinnu við rafmagn og tæki koma frá Brimrúnu, en Mareind í Grundarfirði annaðist upp- setningu, svo nokkrir aðilar séu nefndir. Veiðigjöldin verða að vera sanngjörn Sigurður segir að aldrei hafi komið til greina að leggja árar í bát þrátt fyrir áfallið. „Við höfum aldrei verið harðari og erum alls ekkert á því að gefast upp,“ segir Sigurður. Spenna sé í mann- skapnum að komast aftur á veiðar. Kvóti skipsins er um eitt þúsund tonn í þorskígildum talið og hefur Magnús yf- irleitt komið með um 1.200 tonn að landi síðustu fiskveiðiár. Allur afli skipsins fer á markað. „Auðvitað eru veiðigjöldin erfið, en maður verður að sníða sér stakk eftir þeim veruleika. Það er ekkert að því að borga veiðigjöld, en þau verða að vera sanngjörn. Fyrir utan uppsjávarskipin er flotinn orðinn rosalega gamall og þörf er á mikilli endurnýjun. Það er hins vegar ekki mögulegt ef menn þurfa að borga óhemju há veiðigjöld. Þetta þarf að vera í jafnvægi og innan marka sem útgerðin ræður við,“ segir Sig- urður. Sem nýtt skip eftir endursmíði  Magnús SH sjósettur á ný eftir bruna í fyrrasumar  Reikna með að róa í sumar til að ná kvótanum  Endurnýjun flotans ekki möguleg ef borga þarf óhemju há veiðigjöld, segir útgerðarmaðurinn Ljósmynd/Ingólfur Árnason Á flot á ný Tunglið var í fyllingu þegar Magnús SH 205 frá Hellissandi rann úr skipalyftunni hjá Þorgeiri og Ellert hf. á Akranesi síðasta laugardagsmorgun eftir umfangsmiklar endurbætur í slippnum á Akranesi. Samkomulag náðist ekki í tvíhliða viðræðum Noregs og Evrópusam- bandsins á fundum í Bergen í síð- ustu viku. Í viðræðunum var fjallað um kvóta í Norðursjó og Skagerak og gagnkvæmar veiðiheimildir á fleiri svæðum. Á heimasíðu norska sjávar- útvegsráðuneytisins harmar Elisa- beth Aspaker sjávarútvegsráð- herra að samkomulag hafi ekki náðst í viðræðunum. Aðilar séu þegar á eftir áætlun og viðræðum hefði mátt ljúka fyrir áramót ef Evrópusambandið hefði ekki frest- að og lengt þessar og aðrar samn- ingaviðræður. Aðilar hefðu verið komnir langt í að ljúka viðræðunum í síðustu viku, en það hefði ekki tek- ist. Ekki er búist við að samninga- fundir verði boðaðir um makríl í þessari viku, þar sem í gær hófst sérstakur fundur sérfræðinga um stofnmat á makríl á vegum Alþjóða- hafrannsóknaráðsins, ICES. Rýnt í öll möguleg gögn Verkefni fundarins er að rýna „í öll möguleg gögn sem nýst geta í stofnmati og ný líkön prófuð. Bundnar eru vonir við að áreiðan- legra stofnmat fáist með þeirri vinnu sem hægt verði að nota til að veita ráðgjöf um aflamark í fram- tíðinni,“ eins og sagði í tilkynningu frá ICES í október. Auk makríls er ósamið um stjórn- un veiða á norsk-íslenskri síld og kolmunna á þessu ári. aij@mbl.is Ekki fundað í makríldeilunni  Noregur og ESB náðu ekki saman  Fjallað um stofnmat á makríl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.