Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V ið erum öll góðir félagar og það myndast traust í allar áttir, þetta er mjög skemmtilegt að öllu leyti, “ segir Gunnar Björn Guðmundsson leik- stjóri sem leikstýrir nú í sjöunda sinn leikriti hjá Leikdeild ung- mennafélags Biskupstungna. „Ég leikstýrði þeim fyrst fyrir tíu árum og hef leikstýrt þeim allar götur síð- an, en þau setja upp verk annað hvert ár. Ég flyt alltaf upp í Tungur og bý þar í sex vikur hjá Svavari Sveinssyni á Gilsbrún meðan á æf- ingaferlinu stendur. Ef ég legg sam- an tímann sem ég hef búið í Tung- unum, þá er það um það bil heilt ár. Það er notalegt að fá alltaf sama herbergið og við erum orðnir góðir vinir við Svavar, þetta er aldrei neitt vesen. Við fögnum hvor öðrum þeg- ar ég mæti á svæðið í upphafi æfingaferils,“ segir Gunnar Björn og bætir við að þegar leikfélagið leitaði til hans í fyrsta sinn fyrir tíu árum þá hafi hann ekki vitað hvort Reykholtið þetta væri á landinu og hann hafi engan þekkt á svæðinu. „Nú á ég marga vini hér.“ Þau gera allt fyrir leiklistina Gunnar Björn hefur unnið mikið með áhugahreyfingunni í leik- listarlífi landsins, hann hefur bæði leikið og leikstýrt. „Ég hef fengið mikið af minni þjálfun þar og það hefur nýst mér í öllu sem ég hef gert, líka í kvikmyndagerðinni. Mér finnst ofboðslega skemmtilegt að leikstýra áhugaleikfélögum og ég læt það ganga fyrir nánast öllu. Það er líka svo gott að flytja upp í sveit á þessum árstíma og kúpla sig út úr öllu í bænum.“ Hann segir það mik- inn kost í leikstjórastarfinu að vera búinn að kynnast mörgum leikar- anna svo vel sem raun ber vitni, hann hefur því lært á styrkleika hvers og eins. „Ég veit hvað ég get prófað að láta fólk gera og hvað er passlega krefjandi fyrir hvern og einn. En þó það sé ákveðinn kjarni sem er sama fólkið í félaginu, þá kemur alltaf nýtt fólk á hverju ári inn í leikarahópinn. Það eru sér- staklega margir nýir núna, sem er frábært fyrir endurnýjunina.“ Þegar Gunnar er spurður að því hvernig honum gangi að hafa stjórn á sveita- fólkinu segir hann það láta mjög vel að stjórn. „Þau hlýða mér í einu og öllu, hversu galið sem það er, þau gera hvað sem ég bið þau um, menn aflita á sér hárið, eru klipptir og tættir. Þau eru til í að gera hvað sem er fyrir leiklistina. Það er gott að finna að þau treysta mér og ég þykist vita hvað ég er að gera.“ Mesta kikkið að skapa og skemmta fólki Gunnar hefur nóg að gera, því um þessar mundir er hann að vinna að norskum sjónvarpsþáttum sem heita Björgunarbáturinn Elías. „Þetta eru teiknimyndaþættir fyrir leikskólabörn sem sýndir eru um allan heim. Þetta eru 52 þættir og ég leikstýri einum þætti en er með- leikstjóri að öllum hinum. Það er rosalega gaman að taka þátt í þessu, því þarna er ofboðslega mikill metn- aður og þetta er mjög flott allt sam- an. Þetta er þriðja serían í þessum þáttum og kvikmyndafyrirtækið KAOS framleiðir þá.“ Gunnar Björn hefur ekki einvörðungu verið að leikstýra, hann hefur líka leikið heil- mikið í gegnum tíðina. „Ég hef leik- ið heilmikið í gegnum tíðina, en síð- ast var ég á sviði í Ævintýrum Er farinn að kunna lagið á leikurunum Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrði fyrst hjá Leikdeild ungmennafélags Biskupstungna fyrir tíu árum. Nú er hann að leikstýra þar í sveit í sjöunda sinn en hann kann vel við sig í Tungunum og flytur þangað í sex vikur meðan á æf- ingaferlinu stendur. Sýningin Barið í brestina hefur slegið í gegn undanfarið. Gengur mikið á Guðný Rósa Magnúsdóttir, Kristinn Bjarnason og Aðal- heiður Helgadóttir heldur betur í miklum átökum í hlutverkum sínum. Barnsfæðing Egill Jónasson, Runólfur Einarsson, Íris Blandon og Bryn- hildur Óskarsdóttir (á bekknum) leika hér í ærslafullri senu. Samtökin Konur í tækni verða með viðburð á morgun miðvikudag kl. 17.30 í höfuðstöðvum Marel, Austur- hrauni 9, Garðabæ. Markmiðið er að styrkja tengslanet og starfsferil kvenna í tækni. Þar munu þrír starfs- menn Marels deila reynslu sinni af því hvernig er að vera kona og starfa í tæknigeiranum: Guðrún Lauga Ólafs- dóttir (Dynamics AX Competence Center Manager) hefur verið viðloð- andi tæknigeirann í langan tíma og segir frá tækifærum sem hún hefur rekist á, á sínum starfsferli. Rósa Björg Ólafsdóttir (Manager Agile Software Center) segir frá Agile- aðferðinni og hvernig hún nýtist for- riturum fyrirtækja við hugbúnaðar- þróun. Gunnlaug Ottesen (Dynamics AX Project Manager) vinnur að því að þróa og uppfæra eina aðalhugbún- aðarlausn Marels sem notuð er í 16 löndum. Vefsíðan www.Facebook/Konur í tækni Morgunblaðið/Frikki Konur í tækni Þær vilja styrkja tengslanet og starfsferil sinn. Hvernig er að vera kona í tækni? Í kvöld verður Salvör Nordal heim- spekingur með kaffihúsaspjall í nota- legri kaffiaðstöðu Bíó Paradísar eftir sýningu ítölsku myndarinnar Miele eða Hunang, eftir Valeriu Golino sem er aðeins sýnd í Bíó Paradís. Myndin fjallar um Irene sem starfar á svört- um markaði líknardrápa á Ítalíu. Myndin veltir upp áleitnum spurn- ingum varðandi líknardráp. Miele gerir sitt besta til þess að dánar- stundin verði sem fallegust. Málið flækist þegar Grimaldi sem er í raun og veru langt frá því að vera líkam- lega veikur leitar aðstoðar hennar. Salvör Nordal er forstöðumaður Siðfræðistofnunar og hefur haldið fjölda námskeiða um siðfræði heil- brigðisþjónustu og þau vandamál sem heilbrigðisstarfsmenn og lang- veikir kljást við. Myndin verður sýnd kl. 20 en spjall Salvarar byrjar kl. 21.40 að sýningu lokinni. Endilega … … forvitnist um líknardráp Miele Áhugaverð kvikmynd sem veltir upp áleitnum spurningum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.