Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014
#imarkSkráning á imark.is
ÍMARKDAGURINN
21/02/14
Harpa
DAGSKRÁ /
8.30 – 9.00
Skráning
ogmorgunverður
9.00 – 9.10
Ráðstefna
sett
9.10 – 10.10
Ruth Balbach
Taking Target to Canada
Kristbjörg Edda
Jóhannsdóttir
Fundarstjóri
10.10 – 10.30
Hlé
11.15 – 11.30
Guðni RafnGunnarsson
Niðurstöðurmarkaðskönnunar Capacent
11.30 – 12.30
Hádegishlé
Léttur hádegisverður
16.00
Ráðstefnulok
10.30 – 11.15
Peter Lundberg ogKaj Johansson
12.30 – 13.30
EdHebblethwaite
Axe andGuinnes
13.30 – 14.30
GaborGeorge Burt
Re-Imagining the Boundaries of your Business
15.00 – 16.00
Martin Ringqvist
The “Epic Split” by Volvo Trucks
14.30 – 15.00
Hlé
Sex frábærir fyrirlesarar á ÍMARK
deginum Hörpu. Enginnmarkaðsmaður
meðmarkaðsmönnum vill missa af þessu.
Kapero: Get more out of yourMarketing
Investment – A question of creativity
or management?
Augljóst er að fréttastofa „RÚV“telur sig hafa tapað síðustu
þingkosningum. Framkoman sýnir
einnig að hún ætlar sér ekki að tapa
þeim næstu.
Það er von að þeirþar á bæ séu
dálítið svekktir.
Fyrst töpuðu þeir
kosningunum um
Icesave I, þótt þeir
hefðu hótað þjóð-
inni eldi og eimyrju
ef hún vogaði sér að
leggjast gegn hinum „glæsilegu
samningum“. Jóhanna hótaði að-
eins efnahagslegum hörmungum,
ef þjóðin beygði sig ekki undir
kröfuhafa. Næst tapaði fréttastofan
Icesave II og III og þar næst for-
setakosningunum. Nú óttast stofan
þessi að hún sé að tapa ESB-málinu
sínu, eins og hún tapaði árásinni á
stjórnarskrána.
Hún ákvað því að gera enn einatilraun til að gera forsætis-
ráðherrann tortryggilegan. Bæði
vegna hins „hlutlausa“ fræðimanns
Þórólfs Matthíassonar og vegna
Seðlabanka Íslands. Þórólfur hafði
komið til umræðu í sjónvarpsþætti,
þó ekki að frumkvæði ráðherrans
heldur stjórnandans. Samt var Þór-
ólfur fenginn til að heimta afsökun
af forsætisráðherra.
Þessi fræðimaður er sá sem oft-ast hefur verið kallaður til í
Spegilinn, sem allir hlustendur vita
til hvers er helst brúkaður. Sam-
kvæmt samantekt Viðskiptablaðs-
ins hafði Þórólfur mætt þangað á
tilteknu skeiði 32 sinnum! Helmingi
oftar en fastur fréttaritari í Lond-
on, sem hlustendur hafa þó sannar-
lega á tilfinningu að sé ekki fátíður
gestur.
Næst hélt fréttastofan því framað hin einstaka aðför að SÍ
vorið 2009 hafi verið gerð til að
spara nokkrar milljónir. Var það?
Óðinn Jónsson
Fréttastofustáss
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 17.2., kl. 18.00
Reykjavík -2 heiðskírt
Bolungarvík -5 heiðskírt
Akureyri -6 heiðskírt
Nuuk -12 skafrenningur
Þórshöfn 2 skýjað
Ósló 5 heiðskírt
Kaupmannahöfn 6 léttskýjað
Stokkhólmur 5 heiðskírt
Helsinki 2 súld
Lúxemborg 7 léttskýjað
Brussel 8 léttskýjað
Dublin 10 skúrir
Glasgow 5 skúrir
London 10 léttskýjað
París 10 heiðskírt
Amsterdam 10 léttskýjað
Hamborg 7 léttskýjað
Berlín 10 skýjað
Vín 8 skýjað
Moskva 1 alskýjað
Algarve 13 léttskýjað
Madríd 10 léttskýjað
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 17 heiðskírt
Aþena 17 heiðskírt
Winnipeg -7 alskýjað
Montreal -13 heiðskírt
New York -4 heiðskírt
Chicago -5 snjókoma
Orlando 19 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
18. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:13 18:11
ÍSAFJÖRÐUR 9:27 18:07
SIGLUFJÖRÐUR 9:10 17:50
DJÚPIVOGUR 8:45 17:38
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Það er þrengt mjög að Miðbakkan-
um. Þó að það eigi ekki að byggja ná-
kvæmlega á þeim hluta hafnarinnar
þá á að byggja allt í kring og hvernig
á að vera með
hafnsækna starf-
semi þegar það er
íbúðabyggð allt í
kring?“ spyr Guð-
mundur Krist-
jánsson, forstjóri
Brim hf.
Fjallað var um
það í Morgun-
blaðinu í síðustu
viku að Brim
hygðist rífa hús
sem fyrirtækið á við Geirsgötu 11 við
Reykjavíkurhöfn vegna fyrirhugaðr-
ar íbúðabyggðar við höfnina. En áð-
ur höfðu verið uppi hugmyndir um
að gera húsið upp og opna þar fisk-
vinnslu, sýningarsal, fiskmarkað og
veitingahús.
Hjálmar Sveinsson, formaður
stjórnar Faxaflóahafna og varaborg-
arfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði
að ekki væri á dagskránni að byggja
íbúðablokkir á Miðbakkanum, þó að
hugmyndir um slíkt hafi verið settar
fram, t.d. í rammaskipulagi fyrir
Gömlu höfnina í Reykjavík, og það
væri skoðun bæði stjórnar Faxaflóa-
hafnar og borgarinnar að hafa á lóð-
inni öflugt sjávarútvegsfyrirtæki og
helst fiskvinnslu.
Íbúðabyggð á að rísa á Vestur-
bugt, svæðinu við hlið Slippsins, og á
Austurhöfninni, við Hörpu. Þétt
íbúðabyggð mun því verða hvor sínu
megin við Miðbakkann og segir Guð-
mundur það útiloka hafnsækna
starfsemi þar.
Hafnarlífið búið
„Það er ekki lengur hægt að hafa
atvinnustarfsemi við höfnina ef þeir
byggja við Slippinn og við Hörpu.
Höfnin þarf athafnarými, það verður
ekkert atvinnulíf í Reykjavík með
íbúðabyggð á alla kanta. Mér finnst
borgaryfirvöld ekki gera sér neina
grein fyrir hvað er atvinnulíf og hvað
atvinnulífið þarf. Hvernig á að vera
hægt að starfa í Slippnum með
íbúðablokkir allt í kring. Hvernig á
að koma vöruflutningum í gegnum
þetta svæði. Það er búið að skipu-
leggja íbúðabyggð þarna út um allt
og þá er hafnarlífið búið,“ segir Guð-
mundur.
Þrengt að hafn-
sækinni starfsemi
Atvinnulífið við höfnina þarf rými
Guðmundur
Kristjánsson
Morgunblaðið/Eggert
Í notkun Húsið við Geirsgötu 11 er í dag notað sem vöruskemma.
...alveg með’etta
Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga