Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 49. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Andlát: Ragnar Gíslason
2. Lýst eftir Emil Arnari
3. Lést um borð í farþegaflugvél
4. Gjaldþrot hjá Laundromat
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Der Klang der Offenbarung des
Göttlichen, leikhúsverk myndlist-
armannsins Ragnars Kjartanssonar,
verður frumflutt á morgun í leikhús-
inu Volksbühne í Berlín. Verkið er án
leikara og texta, samanstendur að-
eins af leikmynd, ljósum, tónlist og
rómantík og „hróflar við hefðbund-
inni dramatískri framvindu“, eins og
því er lýst á vef Borgarleikhússins
sem mun sýna verkið á Listahátíð í
Reykjavík í maí. Tónskáldið Kjartan
Sveinsson semur tónlistina við Der
Klang der Offenbarung des Gött-
lichen sem flutt verður af 40 manna
hljómsveit og 16 manna kór sem tón-
listarmaðurinn Davíð Þór Jónsson
mun stýra. Verkið er byggt á Heims-
ljósi, skáldsögu Halldórs Laxness.
Morgunblaðið/Eggert
Verk Ragnars frum-
flutt í Volksbühne
Ný bókahátíð verður haldin á Flat-
eyri 20.-22. mars og hafa fyrstu fjórir
rithöfundarnir sem fram koma á
henni verið kynntir til sögunnar. Þeir
eru Bjarki Karlsson, Björk Þorgríms-
dóttir, Eiríkur Örn Norðdahl og Kristín
Eiríksdóttir. Á hátíðinni verða ljóð í
forgrunni og fer hún að mestu fram á
Vagninum. Hátíðin er haldin undir
verndarvæng verslunarinnar Bræð-
urnir Eyjólfsson sem hefur
verið starfrækt á Flat-
eyri í hundrað ár
sem nýlendu-
vöruverslun, bóka-
búð og undir það
síðasta sem safn,
að því er segir á
vef hátíðarinnar,
bokahatid.is.
Ljóð í forgrunni á
nýrri bókahátíð
Á miðvikudag Gengur í austan 13-23 m/s, hvassast við S-
ströndina. Él á S- og A-landi og snjókoma með kvöldinu, en annars
úrkomulítið. Hiti 1 til 5 stig syðst, annars 0 til 10 stiga frost.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan- og norðaustanátt, víða 3-10 m/s,
en 10-15 við S-ströndina. Yfirleitt bjartviðri, en smáél við A-
ströndina og allra syðst. Frost 0 til 13 stig, kaldast í innsveitum.
VEÐUR
„Þetta var fyrst bara draum-
ur, að komast á ólympíu-
leikana, en svo þegar maður
sá það fara að gerast þá fór
maður að hugsa um hvað
maður ætlaði sér að gera
þar. Í sviginu yrði mjög gott
að ná í hóp 35 efstu. Maður
þarf bara að skíða vel og þá á
það alveg að geta gerst,“
sagði Einar Kristinn Krist-
geirsson, sem rennir sér af
stað í stórsvigi á ÓL í Sotsjí á
morgun. »4
Þetta var fyrst
bara draumur
Árni Steinn Steinþórsson er leik-
maður 10. umferðar í handboltanum
hjá Morgunblaðinu. Hann hefur leikið
mjög vel með Haukum í vetur en vill
skara betur fram úr á Íslandi áður en
hann fer í atvinnumennsku. „Það þarf
að koma eitthvað mjög
freistandi til að maður
rífi sig upp úr öllu hérna
og fari út. Það er ekkert
nóg að fá einhverja
smápeninga í ein-
hverjum skítaklúbbi
í einhverju krumma-
skuði í Þýskalandi,“
segir Árni. »2-3
Þarf að koma eitthvað
mjög freistandi
Baráttan um sæti í úrslitakeppninni í
körfuknattleik karla er galopin eftir
að ÍR-ingar báru sigurorð af Stjörn-
unni í 19. umferð Dominos-deildar
karla í gærkvöldi. Leikurinn var mjög
jafn og réðust úrslitin í síðasta hluta.
Bæði lið hafa nú fjórtán stig ásamt
Snæfelli í 7.-9. sæti deildarinnar, en
Snæfell á þó leik til góða. Efstu átta
liðin komast áfram í úrslitakeppnina.
Allt galopið um sæti í
úrslitakeppninni í körfu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Áhugafólk um fatatísku hefur úr
nógu að velja á tískuvikunni í
London. Síðastliðinn föstudag
sýndi Aníta Hirlekar frá Akureyri
útskriftarlínu sína, en hún útskrif-
ast með MA-gráðu í fatahönnun
frá lista- og hönnunarháskólanum
Central Saint Martins í London í
byrjun næsta mánaðar.
„Þetta er mjög stór sýning í
London og eftirsótt að fá að vera
með í henni enda margir frægir
tískuhönnuðir sem hafa útskrifast
frá skólanum,“ segir Aníta sem
var ein af 11 af 25 útskrift-
arnemum, sem valdir voru til að
sýna verk sín á sýningunni. „Síð-
ustu 18 mánuðir hafa verið mjög
erfiðir og þetta er mikið afrek,“
heldur Aníta áfram, en hún fór til
London eftir stúdentspróf frá
Menntaskólanum á Akureyri fyrir
tæplega átta árum og fór í fram-
haldsnámið eftir að hafa lokið BA-
námi við sama skóla.
Spennandi tímar
Tískublaðið Vogue segir að gera
megi því skóna að textíll verði að-
alsmerki árgangsins 2014 í Central
Saint Martins. Aníta segir að hún
hafi lagt áherslu á handgerðan út-
saum. „Ég vildi hafa línuna kven-
lega en litríka og skemmtilega á
sama tíma. Hver einasti þráður er
handsaumaður og svo tengist línan
líka Íslandi,“ segir hún. Bætir við
að MA-fatalínan sé þróun frá BA-
línunni.
Að sögn Anítu hefur námið að
undanförnu snúist um sýninguna.
Hún hafi fengið að vita í byrjun
árs að hún hafi verið valin og það
eitt og sér sé mikill heiður. „Þetta
er það sem allir vilja, að vera með
í sýningunni,“ segir hún.
Tískan er síbreytileg og Aníta
segir að sem hönnuður verði hún
stöðugt að vera á tánum. „Það er
nauðsynlegt að fylgjast vel
með ætli maður að vinna í
þessum bransa,“ segir hún.
„Maður verður að vera með
fingurna á púlsinum, því
hlutirnir gerast hratt og ekki
gengur að liggja á hugmynd-
unum.“
Tilboð
Aníta segir að spennandi
tímar séu framundan. Hún sé
að velta atvinnutilboði fyrir
sér, sem kalli á starfsvettvang
víða um heim, en meira megi hún
ekki segja að svo stöddu. „Það er
ýmislegt í spilunum en ekkert sem
ég get sagt frá strax.“
Litríkt og skemmtilegt
Fatahönnun Anítu Hirlekar vekur
athygli á tískuvikunni í London
Hönnuður Aníta
Hirlekar fatahönn-
uður er fædd og
uppalin á Akureyri
og er indversk í
föðurætt.
AFP
Tískuvikan Fyrirsætur í kjólum Anítu Hirlekar.
Aníta Hirlekar segist lengi hafa haft mikinn áhuga á fatahönn-
un. „Þetta er ástríða sem mig langaði til þess að fylgja eftir,“
segir hún um námsvalið. „Ég vildi láta á það reyna hvernig
gengi og það hefur gengið mjög vel hingað til. Allt hefur verið
jákvætt og mastersnámið er góður undirbúningur fyrir fata-
iðnaðinn.“ Í því sambandi bendir hún á að BA-fatalína hennar
hafi líka fengið mikla athygli, hún hafi starfað fyrir aðra hönn-
uði í London og auk þess hafi hún fengið dýrmæta reynslu í
verknámi í New York og hjá Christian Dior París. Hún hafi tek-
ið þátt í keppni hjá fyrirtækinu J. Crew í New York í nóvember
sem leið og fagnað sigri. Það hafi opnað dyr og hún hafi hann-
að fyrir fyrirtækið í kjölfarið.
Námið góður undirbúningur
ANÍTA HIRLEKAR ÚTSKRIFAST Í NÆSTA MÁNUÐI