Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Lionshreyfingin á Íslandi stendur
fyrir málþingi í Norræna húsinu í
dag, undir yfirskriftinni „Börn í
áhættu: Lestrarvandi“. Viðburðurinn
er liður í tíu ára alþjóðlegu átaki
Lions gegn ólæsi en í ár er sjónum
einkum bent að börnum, þá ekki síst
börnum með lesblindu, sjónskertum
börnum og börnum innflytjenda.
„Í hinum vestræna heimi er mikið
ólæsi, bæði í Evrópu og Bandaríkj-
unum,“ segir Guðrún Björt Yngva-
dóttir, fyrrverandi alþjóðastjórn-
armaður Lions. Hún segir marga í
ákveðinni afneitun varðandi ólæsi;
fólk haldi jafnvel að ekkert sé að
marka rannsóknir og tölfræði sem
sýna fram á vandann, en eitt af mark-
miðum Lions á Íslandi á næstu tíu ár-
um verður einmitt að vekja athygli
og umræður um málið.
„Alþjóðastjórnin markaði ákveðna
stefnu og bendir á ýmsar leiðir sem
hægt er að fara,“ segir Guðrún um
átakið en hún segir aðferðirnar sér-
sniðnar í hverju landi fyrir sig. „Þær
eru svo misjafnar aðstæðurnar og
þarfirnar. Þetta er t.d. gjörólíkt hér
og í Kenía, þar sem börn komast ekki
einu sinni í skóla. Lionsklúbbarnir
þar eru í því að borga skólagjöld og
skólaföt og allt mögulegt, og annars
staðar er verið að gefa börnunum
skólamat,“ segir hún.
Á Íslandi hefur Lionshreyfingin
m.a. staðið fyrir útgáfu bókamerkis,
sem er afhent öllum tíu ára börnum,
og haustið 2015 stendur til að nota
nýstárlega leið til að kynna bókina og
lestur sex ára börnum. „Það verða
allir sterkari í samstarfi við aðra og
við erum að vinna með ýmsum öðrum
samtökum eins og IBBY, sem eru al-
þjóðleg samtök sem stuðla að aukn-
um bókalestri. Og við ætlum að ráð-
ast í bókaútgáfu með þeim í haust,“
segir Guðrún.
Í umræddri bók verður að finna sí-
gild ævintýri en þannig er stefnt að
því að virkja foreldrana í lestrinum
með börnunum, þar sem þeir þekkja
sögurnar úr sinni bernsku. „Börnin
munu fá gjafabréf fyrir bókinni og
geta vitjað hennar á bókasafninu,“
segir Guðrún en þar verði þeim
kynnt starfsemi safnsins.
Mikilvægt að virkja foreldrana
Meðal þeirra sem flytja erindi á
málþinginu í dag er Jóhann Geirdal,
skólastjóri í Holtaskóla, en þar hefur
ýmsum aðferðum verið beitt til að
stuðla að læsi barna, með góðum ár-
angri. Hann segir ekki nóg að skólinn
komi að málum, heldur þurfi að
virkja foreldrana til að þjálfa börnin
heima.
„Við leggjum áherslu á að kenn-
ararnir kenna í skólanum, að nem-
endurnir læra í skólanum og að þeir
æfi sig heima. Og foreldrarnir þurfa
að vera í þjálfunarhlutverki,“ segir
Jóhann. Hann telur að oft vanti að
það sé setið yfir börnunum og þeim
sinnt á meðan þau læra en það komi
einna helst til vegna þess að fólk er
upptekið og hreinlega gleymir að
leggja áherslu á heimalærdóminn. Þá
hefur komið fyrir að foreldrar segj-
ast einfaldlega ekki vita hvernig þeir
eiga að bera sig að.
„Þá brugðumst við við með því að
halda námskeið í september fyrir for-
eldra fyrstu bekkinga og við gerum
bara kröfu um mætingu. Og þar er
farið yfir það hvað þeir eiga að leggja
áherslu á, hvernig þeir eiga að leið-
rétta og líka spyrja úr textanum.“
Jóhann segir það einnig hafa gefið
góða raun að búa til heima-
vinnuprógram með foreldrunum en
jafnvel það dugi ekki til. „Við sátum
eftir með hópa sem voru ekki að fá
þessa þjálfun og þegar maður hugsar
út í það þá eru mjög eðlilegar skýr-
ingar á því; hjá nýbúum til dæmis,
sem ráða ekki við að leiðrétta lestur á
íslensku,“ segir hann. Þá geti fé-
lagslegar- og heilsufarslegar ástæður
einnig legið að baki því að börnin fá
ekki viðunandi stuðning heima. Við
þessu hafi verið brugðist með því að
fá einstaklinga innan samfélagsins til
að sitja með börnunum við lesturinn.
Jóhann segir afar mikilvægt að ná
til þeirra foreldra sem gekk illa í
skóla vegna lestrarörðugleika. „Við
erum alltaf að troða marvaða í ein-
hverjum polli,“ segir hann; á sama
tíma og unnið sé gegn ólæsi innan
skólanna fjölgi þeim foreldrum sem
hafa ekki jákvæða reynslu af skól-
anum og geta ekki hjálpað börnum
sínum. „Ef við rjúfum ekki þennan
hring verðum við áfram að hjakka í
þessu fari næstu áratugi. Þannig að
við verðum að finna leiðir til að gefa
þessu fólki annað tækifæri.“
Morgunblaðið/Kristinn
Lestur Þar sem Lionsklúbbar eru starfræktir út um allt land er hreyfingin í góðri aðstöðu til að ná til barnanna.
Viðurkenna ekki að
ólæsi er vandamál
Lions berst gegn ólæsi Málþing í Norræna húsinu í dag
Átak gegn ólæsi
» Guðrún segir lestrarkunn-
áttuna grundvallaratriði í því
að bæta velmegun og lífsskil-
yrði fólks.
» Til að hjálpa þeim börnum
sem af einhverjum ástæðum fá
ekki aðstoð heima fyrir við
lesturinn, fékk Holtaskóli í lið
með sér konur „sem voru vaxn-
ar upp úr vinnumarkaðnum“,
eins og Jóhann orðar það.
» Hann segir námskeið fyrir
fullorðið fólk sem á við lestr-
arörðugleika að stríða geta
skipt sköpum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Með því að veita Markarfljóti með
þessum hætti til austurs teljum við
að verið sé að setja lönd og byggð í
mikla hættu. Nýr farvegur getur
spillt löndum austur að Holtsósi, auk
þess sem sjálfur ósinn og umhverfið í
kringum hann gæti orðið fyrir mikl-
um skaða,“ segir meðal annars í mót-
mælum 52 Eyfellinga sem búa við
Markarfljót að austanverðu og á
vatnasvæði Holtsóss við áformum
stjórnvalda um að breyta ósum
Markarfljóts.
Siglingastofnun og Vegagerðin
eru að glíma við afleiðingar gossins í
Eyjafjallajökli. Mikill aur hefur bor-
ist niður með Markarfljóti og hluti
hans borist að Landeyjahöfn og inn í
hana með tilheyrandi kostnaði við
dýpkun og frátafir við siglingar.
Sérfræðingar telja að með frekari
færslu ósa Markarfljóts austur eftir
sandinum muni draga úr framburði
fljótsins inn í Landeyjahöfn. Til stóð
að færa fljótið rúma tvo kílómetra
austur á sandinn en það mætti and-
stöðu landeigenda. Niðurstaðan varð
að færa fljótið um 450 metra með
bráðabirgðagarði sem reistur var
2011. Sérfræðingar Siglingastofnun-
ar telja það ekki nóg og heppilegra
sé að lengja garðinn um 250 metra.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra
hefur samþykkt ósk Vegagerðarinn-
ar um framkvæmdina, með skilyrð-
um. Áður hafði Skipulagsstofnun
gefið það álit að ekki væri talin hætta
á landbroti upp með ánni eða að ós-
inn færðist austar en ætlað er, að því
er fram kemur í svarbréfi sveitar-
stjóra til íbúanna.
„Það þýðir ekki að segja fólki hér
hvernig Markarfljót hagar sér. Það
þekkir hvernig það hefur flæmst
fram og til baka og brýtur stöðugt
undir sig. Nú liggur það allt við
Seljalandsgarðinn og er þegar farið
að brjótast fram fyrir hann,“ segir
Kristján Ólafsson, bóndi á Selja-
landi, sem á land að Merkurfjöru og
er í hópi íbúa sem sendu sveitar-
stjórn, Landgræðslu ríkisins og
Vegagerðinni mótmæli. „Ráðamenn
hafa ekkert viljað hlusta á okkar rök
í þessu. Okkur þykir verst að sveit-
arstjórnin skuli ekki vilja fylgja okk-
ur í þessu. Við hefðum viljað setja
framkvæmdina í mat,“ segir Krist-
ján.
Austurbakkinn verði varinn
Hann segir að íbúarnir óttist ekki
aðeins landbrot þegar ósinn verður
þrengdur til austurs. Byggðin sjálf
geti verið í hættu. Bendir Kristján á
að austurbakkinn sé óvarinn og kukl
við ósinn gæti orðið til þess að fljótið
bryti sér leið meðfram Eyjafjöllun-
um og í Holtsós. Þar liggi gamall far-
vegur þess. Hann bendir á að þegar
mikið er í fljótinu hafi komið álar
austur úr því. Þá sé ekki lengra síðan
en 1949 að fólk hafi þurft að flýja
með skepnur af bæjum þegar flóð
urðu vegna klakastíflu í Markar-
fljóti.
Kristján telur að ef stýra eigi
rennsli Markarfljóts verði jafnframt
að verja austurbakka þess með því
að lengja Seljalandsgarðinn fram til
ósa.
Verið að setja
lönd og byggð í
mikla hættu
Íbúar mótmæla færslu Markarfljóts
Leiðigarður við Markarfljót
Áætlaður nýr ós
um 300m breiður
Leiðigarður lengdur
um 250m
Bráðabirgða leiðigarður á meðan
á framkvæmdum stendur
Loftmyndir ehf.
Umhverfisstofnun mun á næstu dög-
um kynna umhverfisráðuneytinu af-
stöðu sveitarfélaganna til tillögu að
nýrri afmörkun friðlands í Þjórs-
árverum. Stofnunin telur að framhald
málsins sé nú í höndum ráðuneytisins.
Ekki er unnið að friðlýsingu svæða
nema sveitarfélög séu því samþykk
og eftir atvikum aðrir hags-
munaaðilar. Ásahreppur samþykkti
tillögu ráðherra að nýjum friðlands-
mörkum með þeim skilyrðum að gert
verði samkomulag um fjárframlög til
uppbyggingar og reksturs upplýs-
ingamiðstöðva á svæðinu auk land-
vörslu.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur sam-
þykkti ekki stækkun friðlandsins.
Meirihluti sveitarstjórnar taldi ekki
fært að fjalla um breytingarnar fyrr
en ný rammaáætlun lægi fyrir. Sveit-
arstjórnin benti á að meginhluti
Þjórsárvera væri nú þegar friðland
og ekki nein svæði í hættu þó svo að
stækkun svæðisins frestaðist.
helgi@mbl.is
Umhverfisstofnun telur stækkun frið-
lands Þjórsárvera í höndum ráðuneytis
Morgunblaðið/RAX
Friðun Ágreiningur er um mörk
stækkaðs friðlands í Þjórsárverum.