Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 ✝ Már Rögn-valdsson fædd- ist í Reykjavík 19. ágúst 1942. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 6. febr- úar 2014. Foreldrar hans voru Steinunn Þor- kelsdótti húsfreyja, f. í Lambhaga í Hraunum í Garða- hreppi 14.6. 1895, d. 6.8. 1950, og Rögnvaldur Guðbrandsson, verkstjóri hjá Slippfélaginu í Reykjavík, f. í Helludal á Snæ- fellsnesi 27.9. 1900, d. 28.2. 1983. Systkini Más eru Guð- brandur, f. 29.10. 1926, d. 12.12. 2002, bílamálarameistari í Reykjavík, var kvæntur Bjarn- dísi Albertsdóttur húsmóður og eignuðust þau sjö börn; Svanur, f. 14.12. 1929, fórst með Suður- landinu 25.12. 1986, sjómaður í Reykjavík, var kvæntur Fríðu Gústafsdóttur húsmóður og eignaðist hann fimm börn; Árna Steinunn, húsmóðir í Reykjavík, f. 5.5. 1932, ekkja eftir Guðjón berg Haraldsson, f. 20.11. 1960 og á hann einn son. Már fæddist á Bergstaða- stræti en ólst upp á Hað- arstígnum í Reykjavík í for- eldrahúsum. Hann var sjö ára er móðir hans lést, fór þá í Katadal á Vatnsnesi til Ingi- bjargar Sigurðardóttur og son- ar hennar, Jóns Sigurðssonar, og var hjá þeim þar og í Tungu á Vatnsnesi fram á unglingsár. Már var 13 ára er hann fór fyrst til sjós. Að loknu skóla- námi starfaði hann lengi hjá Landhelgisgæslunni, Haf- skipum og á Herjólfi, lengst af sem matreiðslumaður. Á níunda áratugnum rak hann mötuneyti starfsmanna á Nesjavöllum og var síðan matreiðslumaður á Sundakaffi. Síðustu árin starf- aði hann svo við bifreiðaakstur í Reykjavík og fór með ferða- menn í laxveiði á sumrin. Már sinnti mikið félagsstörfum með fyrrverandi vinnufélögum sín- um hjá Landhelgisgæslunni og starfaði m.a. í Hollvina- samtökum varðskipsins Óðins og í öldungaráði Landhelg- isgæslunnar. Útför Más fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 20. febrúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Andrésson, öku- kennara og for- stöðumann og eignuðust þau fjög- ur börn. Hálfbróðir Más sammæðra var Þorkell Árnason, f. 17.1. 1924, d. 8.9. 2009, starfsmaður Reykjavík- urborgar. Uppeld- isbróðir Más var Birgir Harðarson, f. 18.8. 1946, d. 26.6. 1987, for- stöðumaður Eimskips í Norfolk í Bandaríkjunum. Már kvæntist Gíslínu Gunnarsdóttur 13.1. 1965. Foreldrar Gíslínu voru Gunnar Sólberg Guðmundsson Gíslason, f. 22.10. 1911, d. 4.12. 1993, og Auður Guðmunds- dóttir, f. 26.11. 1916, d. 18.5. 1981. Börn Más og Gíslínu eru:1) Steinunn Ingibjörg, f. 23.11. 1967, gift Bergi Stein- grímssyni. Börn þeirra eru Ell- en Elísabet, f. 1997, og Bjarki Már, f. 2003. Fyrir á Bergur þau Jóhönnu Þórnýju og Brynj- ar Þór. 2) Gunnar Már, f. 3.4. 1970. Fyrir átti Gíslína Örn Sól- Elsku besti afi minn Núna ertu farinn frá okkur og ert vonandi kominn á góðan stað þar sem þú ert búinn að hitta foreldra þína, bræður og vini. Mér þykir svo erfitt að hugsa til þess að þú sért fallinn frá og að ég eigi þig ekki leng- ur að og geti ekki lengur leitað til þín þegar ég þarf á því að halda. Þegar ég hugsa til baka, elsku afi, er erfitt að brosa ekki, þér tókst alltaf, sama hvað ég var leið eða fúl, að koma mér í gott skap. Þú varst svo skemmtilegur og stríðinn og af því hafði ég alltaf mjög gaman! Alla mína ævi hef ég litið mjög mikið upp til þín, þú varst og ert fyrirmynd mín í mjög mörgu. Þú varst alltaf til í að hjálpa mér ef það var eitthvað sem ég þurfti hjálp við eða bara ræða málin við mig. Ég á eftir að sakna þín meira heldur en öll heimsins orð geta lýst. Ég á einnig eftir að sakna matarins sem þú eldaðir en þú varst uppáhalds kokkurinn minn. Ég á svo margar góðar og skemmtilegar minningar með þér sem skipta mig öllu máli núna þegar þú ert farinn frá okkur, ég á alltaf eftir að minn- ast þín sem skemmtilegasta, já- kvæðasta og besta afa í heimi. Elsku afi minn, ég elska þig og mun alltaf gera, núna vona ég innilega að þú sért kominn á góðan stað sem þér líður mjög vel á og að þú hafir það rosa- lega gott, þú varst besti afi sem hægt er að hugsa sér að eiga. Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi mínu og vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og kennt mér. Ég elska þig. Þín afastelpa. Ellen Elísabet. Elsku afi minn, það er sárara en orð fá lýst að horfa á eftir þér og eiga þig ekki lengur að. Ég sakna þín endalaust mik- ið og mun gera það um alla ei- lífð. Ég mun minnast góðu og skemmtilegu tímana okkar saman. Öll skiptin sem þú sótt- ir mig og fórst með mig í ísbíl- túr, öll skiptin sem þú sóttir mig og við fórum að skoða skip- in saman, öll skiptin sem þú sóttir mig og við fórum í kaffi í varðskipin, öll skiptin sem þú sóttir mig og við fórum í spila- kassana í kaffivagninum á Grandagarði, öll skiptin sem við fórum saman í Kolaportið og keyptum okkur ískrap eða eitt- hvert dót, öll ferðalögin okkar saman, á Vatnsnes, í veiðiárnar, til Glasgow og svona mætti endalaust telja upp, þetta var allt svo rosalega gaman. Þú varst alltaf til í að spjalla við mig um allt milli himins og jarðar, hversu lítilvægt sem það var, alltaf hlustaðir þú á mig og gafst þér tíma til að ræða málin við mig. Ég ætla að minna ömmu á að eiga alltaf eitthvað gott í kexskúffunni okkar. Ég mun geyma sprengjubaukinn okkar og halda áfram að safna í hann og hugsa til þín um næstu, þar- næstu og öll næstu áramót þeg- ar ég sprengi upp með Gunna, Ellen, ömmu, mömmu og pabba. Elsku afi, ég mun alltaf elska þig og vona að þú sért núna á góðum stað og hafir það sem allra best. Þinn afastrákur. Bjarki Már. Margs er að minnast og margs er að sakna þegar við kveðjum í dag móðurbróður okkar og kæran frænda, Má Rögnvaldsson. Hann var ein- lægur og skemmtilegur maður sem átti auðvelt með að gleðja þá sem í kringum hann voru. Honum var einnig margt til lista lagt. Már kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur brosandi og oft með stríðnisglampa í augum. Í minningunum frá barn- æsku okkar er ákveðinn æv- intýraljómi yfir því þegar Mási frændi var að koma úr sigl- ingum, færandi hendi með Machintosh til okkar krakk- anna. Í þá daga var innflut- ingur og sala á þessu spennandi sælgæti bannaður hér á landi. Már var mikill höfðingi heim að sækja og listakokkur enda var matreiðsla hans starfsvett- vangur mestalla ævina. Það var ómetanlegt að eiga Mása að þegar við vorum að hefja okkar búskap. Þá var hann óspar á góð ráð og uppskiftir sem enn eru í fullu gildi. Um hver ára- mót tilheyrði það að hringja í hann og rifja upp og ræða hvernig væri best að matreiða kalkúninn. Hann hafði alltaf jafn gaman af því þegar við leituðum til hans með upp- skriftir og var fús að leiðbeina okkur og átti það til að hringja eftir á og athuga hvernig hefði tekist til. Þegar stórviðburðir voru í fjölskyldunni lagði hann sig fram um að gefa góð og gagnleg ráð, nú síðast í haust þegar brúðkaup var í vændum. Már var mjög hugmyndarík- ur og nýtti áhuga sinn á mat- areiðslu í ótal marga hluti. Hann stóð meðal annars fyrir því sem einn af stofnendum Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins að haldin var skötuveisla um borð í skipinu á Þorláks- messu sem vakti mikla ánægju og eftirtekt. Þessi skötuveisla er ógleymanleg í okkar huga og er til marks um það hvernig Mási gat gert hlutina á frum- legan og skemmtilegan hátt. Í dag kveðjum við kæran frænda með söknuði en eftir situr þakklæti og góðar minn- ingar. Elsku Ína, Gunni, Steina, Beggi og fjölskylda við vottum ykkur okkar dýpstu samúð Marta og Raggý. Fallinn er frá nágranni okk- ar, Már Rögnvaldsson, og vilj- um við minnast hans nokkrum orðum. Það er ómetanlegt að eiga góða granna og þess höf- um við notið í ánægjulegum samskiptum við Má og hans fjölskyldu. Már var búinn þeim kostum sem góðan nágranna mega helst prýða. Hann og Gíslína ræktuðu garðinn sinn vel í bók- staflegri merkingu, því vand- fundinn er fallegri reitur í hverfinu okkar og þó víðar væri leitað en við hús þeirra. Þess höfum við notið í glæsilegu út- sýni sem blasað hefur við okkur dag hvern. Á sumrum fjöl- skrúðugt blómahaf, trjágróður og grasflatir, einstaklega vel hirt svo unun hefur verið á að líta. Enda hafa margir sem um götuna ganga staldrað við til að dást að garðinum og taka myndir. Í dimmasta skamm- deginu hafa fallegar ljósa- skreytingar verið til gleði. Már fylgdist vel með því sem var að gerast í okkar nánasta umhverfi og hafði frumkvæði að viðbrögðum ef eitthvað fór úrskeiðis. Hann var óspar á ráðleggingar um hvaðeina sem hann taldi að gæti orðið til bóta. Allt sett fram af góðum hug og við nutum góðs af. Ef það var eitthvað sem við vorum ekki samstiga um var það notk- unin á flaggstöngunum. Már flaggaði þegar tækifæri gafst og hvatti okkur til að gera það sama. En þar brugðumst við. Það er tómlegra á Háteigs- veginum eftir fráfall Más og hans verður sárt saknað. Við vottum Gíslínu, börnum og öðr- um aðstandendum Más okkar innilegustu samúð. Soffía og Georg. Már Rögnvaldsson HINSTA KVEÐJA Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (þórunn Sigurðardóttir) Elsku hjartans Már minn, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Þín ástkær eiginkona, Gíslína Gunnarsdóttir (Ína). Í dag kveð ég hinstu kveðju, elskulegan bróður minn, Má Rögnvaldsson. Eftir sitja minningarnar um góðan dreng og um- hyggjusaman bróður. Þær verða mér ómetanlegar alla tíð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín systir Árna Steinunn. ✝ Auður Há-konardóttir fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1938. Hún andaðist á Hrafn- istu í Hafnarfirði 4. febrúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Hákon Haf- liðason, vörubíl- stjóri í Reykjavík, f. 13.3. 1918, d. 16.5. 1981, og Guðfinna Jóna Torfadóttir á Ísafirði, f. 26.9. 1919, d. 23.12. 1985. Auður var elst sex systkina, þau eru: Hólmfríður Há- konardóttir, f. 5.9. 1942. d. 5.7. 1980. Hafliði Hákonarson, f. 9.5. 1950, d. 13.2. 2013. Helga Há- konardóttir, f. 21.10. 1951, d. 20.12. 2012. Fftirlifandi eru: Guð- björg Hákonardóttir, f. 29.5. 1954, og Ástríður Hákonardóttir, f. 19.5. 1961. Auður giftist Gunnari H. Jóns- syni vörubílstjóra 12.11. 1960. Gunnar er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðrún Kristófersdóttir, f. í Vindási í Landsveit 12.11. 1894, d. 2.1. 1959, og Jón Guðjónsson, f. á Litlubrekku í Geirárdal 11.4. 1904, d. 15.7. 1955. Bræður hans voru Hörður Jónsson, f. 11.10. 1929, d. 30.6. 2013, og Guðjón B. Jónsson, f. 28.3. 1932, d. 7.1. 2010. Börn Auðar og Gunnars eru fjögur: 1. Jóna, f. 1958, börn hennar eru Að- alheiður Auður, Gunnar Hólmgeir og Steinþór. 2. Hákon, f. 1961, börn hans eru Snorri, Ívar Örn, Magnea Rut og Valur. 3. Guðrún, f. 1962, börn hennar eru Ragnar, Aníta og Andri, sem lést 2007. 4. Kristín, f. 1963, maki Guðmundur Egill Sigurðsson. Dóttir hennar er Heiðrún Sif. Auður átti 11 barna- börn og sjö barnabarnabörn. Auður ólst upp á Grundarstíg og Hverfisgötu í Reykjavík. Hún hóf sinn fyrsta búskap með Gunn- ari á Hverfisgötunni í Reykjavík. Síðar bjuggu þau í Álftamýri, Langholtsvegi og Víðilundi í Garðabæ. Að lokum fluttust þau að Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem Auður andaðist. Útför Auðar fór fram frá Frí- kirkjunni 13. febrúar 2014. Nú ertu farin, elsku besta mamma mín! Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig í gegnum súrt og sætt. Ég gat ávallt hringt í þig og leitað ráða um hin ýmsu mál en núna get ég hvorki hringt í þig né heimsótt. Það er stórt tómarúm í lífi mínu núna sem verður erfitt að fylla. Fjölskyldan okkar hefur gengið í gegnum mörg áföll. Dóttursonur þinn Andri fór fyrir sjö árum, tengdasonur þinn Raggi fyrir tveimur árum og systkini þín, Helga og Halli, fyrir rúmu ári síð- an. Það veitir mér þó huggun að vita til þess að þau hafa tekið á móti þér með opnum örmum og leiðbeint þér áfram í ljósið. Minningarnar hrannast upp þegar ég hugsa um þig, elsku mamma mín. Mér er þó minnis- stæðast eitt atvik sem gerði mig einstaklega stolta af þér. Það var fyrir nokkrum árum síðan þegar þig langaði að taka þátt í ferðalagi með vinaklúbbnum ykkar pabba en pabbi hafði ekki treyst sér með í þessa ferð. Þú hafðir því sam- band við mig til þess að athuga hvort ég gæti komið með þér hans í stað, þar sem þú varst ekki vön því að ferðast ein og það án pabba. Ég og Raggi höfðum þá þegar ákveðið að fara til Suðureyrar til þess að hitta vinafólk okkar þessa helgi. Ég sagði því að ég kæmist ekki en þrátt fyrir mótbárur mín- ar varst þú mætt heim til mín á húsbílnum hálftíma síðar, mér til mikillar undrunar. Við Raggi ákváðum að fara með þér til að hitta vinaklúbbinn á Reykhólum þar sem þú varst svo ákveðin að fara í þessa ferð. Þegar við mætt- um á Reykhóla til að hitta vin- aklúbbinn voru miklir fagnaðar- fundir meðal þín og vina þinna. Við ákváðum að dvelja með þér þarna eina nótt og halda svo för okkar áfram til Suðureyrar næsta dag. Okkur til mikillar ánægju ákvaðstu að koma með okkur á næsta áfangastað þar sem við hittum vini og ættingja okkar. Við skemmtum okkur svo vel þessa helgi og sköpuðum dýrmætar minningar. Ég veit að þú ert komin á betri stað þar sem englarnir okkar passa vel upp á þig, og umvefja þig hlýju og kærleika. Þín dóttir, Guðrún. Auður Hákonardóttir ✝ Lovísa fæddist15. desember 1948, í Sandvík í Sandgerði. Hún lést þann 20. jan- úar 2014. Foreldrar henn- ar voru Pálfríður Guðbjörg Pálma- dóttir, f. 1925, d. 1986 og Þórður Guðmundsson, f. 1919, d. 1994. Bræður hennar eru Jón Pálmi Þórðarson, fæddur 1946, eig- inkona hans er Hrafnhildur Jóhannsdóttir, og Guðmundur Þórðarson, fæddur 1951, eig- inkona hans er Guðrún Ólafs- dóttir. Eftirlifandi eiginmaður Lovísu er Gísli Arnbergsson, fæddur 23. mars 1946. Börn þeirra eru Sigurlín Bjarney Gísladóttir, fædd 1975 og Sig- tryggur Jón Gíslason, fæddur 1977. Börn Sigurlínar Bjarn- eyjar og Kristins Más Jóhann- essonar eru Freyja, fædd 2004 og Sölvi, fæddur 2009. Eig- inkona Sigtryggs er Pranee Kaewsri og börn þeirra eru Gísli Jón, fæddur 2005 og Lovísa Rós, fædd 2007. Lovísa gekk í barnaskólann í Sandgerði og stundaði síðar nám í bréfaskóla og við öld- ungadeild Fjöl- brautaskóla Suð- urnesja. Lovísa og Gísli hófu búskap árið 1967 í Kefla- vík en fluttu til Sandgerðis ár- ið 1981 og bjuggu að Norð- urtúni 10. Lovísa vann alla sína tíð ýmiskonar skrif- stofustörf, sá um bókhald fyr- ir Jón Eðvaldsson hf., var rit- ari í Grunnskóla Sandgerðis og starfaði til fjölda ára á skrifstofunni í Nesfiski í Garði. Árið 2002 fékk Lovísa heila- blæðingu sem hafði varanleg áhrif á starfsgetu hennar. Ár- ið 2003 fluttu Lovísa og Gísli til Keflavíkur og bjuggu að Framnesvegi 20. Útför Lovísu fór fram í kyrrþey frá Hvalsneskirkju þann 11. febrúar 2014. Mig langar að minnast minn- ar elskulegu mágkonu Lovísu Þórðardóttur. Þegar ég sá hana fyrst, hafði ég aldrei séð unga stúlku jafn fallega og það kom á daginn að þessi unga stúlka var falleg að utan sem innan og vildi öllum gott gera. Hún var foreldrum mínum sérlega góð og vildi allt fyrir þau gera. Eftir að mamma dó voru þau Gísli og Lovísa alltaf tilbúin að liðsinna pabba á allan hátt. Eftir að pabbi fór á Garðv- ang, heimsótti Lovísa hann á hverjum degi, tók hann heim til sín og dekraði við hann bæði í mat og drykk. Við systkinin eigum Lovísu mikið að þakka, sem aldrei verð- ur borgað og ef ég spurði pabba minn hvort hann vantaði eitt- hvað, sagði hann alltaf: Hún Lovísa mín sér um allt sem mig vantar. Þegar pabbi dó leið Lovísu illa. Hún hafði misst pabba, kæran vin. Lovísa og Gísli áttu tvö börn, Bjarneyju og Sidda, sem voru vel uppalin og eru í dag duglegt fólk. Barnabörnin elskaði Lovísa út af lífinu og var Lovísa hin fullkomna amma. Fyrir 12 árum fékk hún heila- blæðingu og var mjög lengi að ná sér upp úr þeim veikindum, hún reyndi að fara út á vinnu- markaðinn, en heilsan leyfði það ekki. Lovísa var mjög góð húsmóð- ir, eiginkona, móðir og amma. Hún lagði oft mikið á sig, eldaði og bakaði fyrir gesti og gang- andi þó hún gengi ekki heil til skógar. Ég vil þakka Lovísu þá vin- áttu og tryggð sem hún hefur sýnt minni fjölskyldu, Inga og Ragga þakka fyrir litlu fallegu hlutina sem þau Gísli komu með frá útlöndum. Ef einhver á góð- an stað til að fara á þá er það Lovísa Þórðardóttir. Vertu sæl, elsku fallega kona. Guð blessi þig. Hinar innilegustu samúðar- kveðjur til Gísla bróður, Bjarn- eyjar, Sidda, Pranee og elsku litlu barnanna. Guð verði með ykkur í ykkar sorg. Hjartans kveðjur. Guðný Arnbergsdóttir og fjölskylda. Lovísa Þórðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.