Morgunblaðið - 20.02.2014, Page 47

Morgunblaðið - 20.02.2014, Page 47
47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 Hin vitræna hag- fræði er skráð í frásögn Biblíunnar þegar Faraó konung Egyptalands dreymdi hinn merka draum þar sem sjö feit- ar og fallegar kýr komu upp úr ánni Níl og svo komu sjö magrar og ljótar kýr í draumnum upp úr ánni og átu allar feitu kýrnar. Faraó tók mark á draumnum og bað draumaráðningamanninn Jósef að ráða hann. Jósef sagði honum að draumurinn væri fyrir sjö gósenárum í Egyptalandi þar sem smjör myndi drjúpa af hverju strái en í kjölfarið kæmu sjö harðinda- og hungurfell- isár. Faraó tók mark á Jósef og tók nú að safna til mögru áranna og búa þjóð sína undir erfiðu árin. Nú blasir það við í ríki þeirra Sigmundar Dav- íðs og Bjarna Benediktssonar að landið er að byrja að rísa eftir hrunið en þá ætla margir öflugustu athafna- mennirnir að halda áfram að lifa í þykjustuveröld. Þeir vilja eyða pen- ingunum í kringlur og skrifstofu- húsnæði og turna og blokkir. Þeir vilja gefa erlendum bændum eftir markaðina í matvælum og nota tak- markaðan gjaldeyri til að flytja inn það sem hægt er að framleiða í landinu. Þeir hirða ekkert um þótt skipin sem afla fiskjar séu seld úr landi. Þeir vilja hamast við aðlögun að Evrópusambandinu. Ríkisstjórn sem vill ekki aðild og telur hags- munum landsins betur borgið utan ESB skal halda áfram gegn eigin sannfæringu að semja sig inn í ESB. Vitleysan ríður ekki við einteym- ing. Jósef er vitrasti hagfræðingur sögunnar Nú sjá allir að allt talið um evruna er ekki raunhæft og að við viljum ekki atvinnuleysið sem henni fylgir og er í ESB. Jafnvel þótt við semdum okkur inn í ESB fengjum við ekki evruna strax, kannski aldrei. Svo þurfa að koma hingað erlendir spekingar til að segja okkur að við séum að bjargast eftir hrunið af því að við erum ekki evruland. Samt leiðir atvinnulífið þessa frétt hjá sér og setur tappa í eyrun og lætur eins og þetta mál sé stærsta verkefnið. Þegar næsta hall- æri kemur svo eftir sjö ár, hverju halda menn á Íslandi að tuttugu hæða turnar í Skuggahverfinu í Reykjavík skili inn í þjóðarbúið? Þar er ekki veiddur fiskur eða mjólkaðar kýr eða brætt ál og ferðamenn eru ekki hing- að komnir til að glápa á þessar bygg- ingar, þótt þeir gangi um Reykjavík. Eða að fjölga stöðvum sem selja bensín eða byggja áfram versl- unarhallir í Reykjavík? Nei, það var rétt sem Jósef ráðlagði Faraó forð- um, að efla framleiðsluna, framleiða meira, safna forða til mögru áranna. Það segjast t.d. íslenskir loð- dýrabændur hafa gert síðustu árin og nú mæta þeir verðfalli. Heldur t.d. nokkur hugsandi maður að það sé rétt sem verslunarvaldið er að segja og hagfræðiprófessorinn í Háskól- anum sem reiknar fyrir þá, að við eig- um að gefa einhliða eftir tollana í landbúnaðinum og fela ESB- bændum að framleiða matinn? Ein- hver orðaði það svo að í tollabanda- lagi ESB myndi engin þjóð vera svo vitlaus að afvopna sig einhliða og gefa öðrum eftir sín verkefni. Íslendingar mæta tollum og þvingunum í sínum útflutningi og þannig hafa þjóðirnar búið leikvöllinn út fyrir atvinnulífið og við erum brot af því öllu, hvort sem á í hlut skyr eða lambakjöt. Ekki gefa þeir eftir tollana á skyrið þó það sé ekki framleitt í ESB. Hagfræðin undir svörtu loftum Við höfum komið okkur upp öfug- asta eftirlitsiðnaði í samkeppniseft- irliti, matvæla- og heilbrigðiseftirliti sem lætur eins og það séu herskáir lagabrjótar og glæframenn sem reka fyrirtækin. Það vinna alltof margir hjá því opinbera og of fáir þora eða vilja stofna fyrirtæki og framleiða. Við erum kaþólskari en páfinn og göngum svo hart fram að atvinnurek- endur upplifa sig glæframenn. Enda eftirlitsaðilar með skattavald og geta árum saman haldið gögnum og á meðan eru fyrirtækin undir grun glæpsamlegra verka. Þeir einir sem eiga fé til að fjárfesta eru lífeyrissjóð- irnir. Alþingi hefur hinsvegar sett þeim þá ávöxtunarkröfu að gullforð- inn stenst ekki samanburð. Það verð- ur að lækka ávöxtunarkröfu lífeyr- issjóðanna strax og lækka skatta af fólki og fyrirtækjum. Lífeyrissjóð- irnir með allt lausa fjármagnið eru að raka að sér stærstu fyrirtækjunum og finna sér leikbræður til spila- mennskunnar eins og gerðist á útrás- arárunum. Þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson standa frammi fyrir ærnum vanda því það virðist erf- itt að koma hjólum atvinnulífsins í gang til að byggja upp atvinnulíf sem stækkar þjóðarkökuna og bætir lífs- kjörin. Seðlabankinn í eigin heimi Seðlabankinn er svo undir sínum svörtu loftum sjálfstæður og stjórnar eftir lögmálum sem eru úrelt í dag, hann lokar fjármagnið inni í banka- kerfinu. Hann beitir 6% í stýrivexti sem er úr takti við alla þróun. Hann er ríkisstjórninni æðri og fer sínar leiðir og virðist einn í heiminum eins og Palli forðum. Hér er eiginfjár- krafan á bankana helmingi hærri en í nágrannalöndunum. Þessi krafa minnkar útlánagetu bankanna og þar með peningamargfaldarann. Bank- arnir eru því að fjárfesta í eignum sem þeir kjósa, t.d. skuldabréfum og fasteignum. Einu sinni var þetta kall- að brask. Bankarnir eru því í aðal- atriðum fjárfestingarbankar í dag, ekki viðskiptabankar. Við sjáum svo upplýsingar frá stóru hagkerfunum bæði í Kína og Bandaríkjunum. Bandaríkin enn að skuldsetja sig og þrengja stöðuna en Kína á fullri ferð að stækka sína köku. Hvar viljum við vera? Eftir Guðna Ágústsson »Einhver orðaði það svo að í tollabanda- lagi ESB myndi engin þjóð vera svo vitlaus að afvopna sig einhliða og gefa öðrum eftir sín verkefni. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Vitleysan ríður ekki við einteyming Gönguferð í heiðríkjunni Kona gengur með barnavagn á köldum en sólríkum degi í Vesturbænum. Útlit er fyrir að ský dragi fyrir sólu í höfuðborginni í dag en úrkomulítið verði næstu daga. Golli Stefna Sjálfstæð- isflokksins í málefnum Evrópusambandsins er ákaflega skýr. Hana mót- aði síðasti landsfundur, æðsta vald í málefnum flokksins. Í fyrsta lagi er stefna Sjálfstæðisflokksins sú að Ísland gangi ekki í Evrópusambandið. Í öðru lagi, og það er mjög mik- ilvægt, tók landsfundur þá skýru ákvörðun að Sjálf- stæðisflokkurinn vill að aðildarvið- ræðum verði hætt. Þótt slík stefna liggi auðvitað í augum uppi, fyrst flokkurinn vill að Ísland standi utan Evrópusam- bandsins, var mjög mikilvægt að lands- fundur kvæði skýrt á um að aðild- arviðræðum yrði hætt. Landsfundur sagði meira En landsfundur sagði ekki aðeins að aðildarviðræðum yrði hætt. Fundurinn gerði fleira og það skiptir einnig veru- legu máli. Það var nefnilega lagt til, í upphaflegum drögum að ályktun, að stefna Sjálfstæðisflokksins yrði sú að gert yrði „hlé“ á aðildarviðræðunum. Því hafnaði landsfundurinn. Lands- fundur beinlínis hafnaði þeirri tillögu að gert yrði hlé á viðræðunum og ákvað að stefna Sjálfstæðisflokksins væri þvert á móti sú að viðræðunum skyldi slitið. Það var í þessu samhengi sem fund- urinn bætti því við að slíkar viðræður, sem þá skyldi búið að slíta, skyldu aldr- ei hafnar aftur án þjóðaratkvæða- greiðslu. Þjóðaratkvæðagreiðslan var varnagli. Þannig er stefna flokksins auðvitað ekki sú að efnt skuli til at- kvæðagreiðslu núna, um það hvort að- lögunarviðræðunum verði haldið áfram. Landsfundur, æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokksins, tók af skarið. Við- ræðunum skal einfaldlega slitið. Og að því búnu skal það tryggt að aldrei verði farið aftur í slíkar viðræður án þjóð- aratkvæðagreiðslu. Þetta var allt skýrt Til að ekkert færi milli mála var for- ysta flokksins sérstaklega spurð á landsfundinum um skilning sinn á þessu skýra atriði, áður en greidd voru at- kvæði um ályktunina. Formaður flokks- ins svaraði fyrirspurninni á fundinum og skildi ályktunina auðvitað eins og blasir við að skilja hana, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki efna til at- kvæðagreiðslu um „fram- hald viðræðna“, enda væri landsfundurinn að ákveða að stefna flokksins væri sú að ekki yrði gert neitt hlé á viðræðum, heldur skyldi þeim slitið. Formaðurinn bætti við að slík kosning kæmi svo ekki til greina, nema flokkar, sem hefðu skýra stefnu um að ganga í Evrópusambandið, fengju meirihluta í þingkosn- ingum. Í síðustu þingkosningum urðu úrslit svo þau að þeir tveir flokkar sem áhuga hafa á inngöngu í Evrópusam- bandið fengu rúmlega 20% fylgi. Málið liggur ljóst fyrir Allt ber að sama brunni. Mikill meiri- hluti lýðræðislega kjörinna alþingis- manna vill ekki að Ísland gangi í Evr- ópusambandið. Hvorugur ríkis- stjórnarflokkurinn vill það. Lands- fundur Sjálfstæðisflokksins, æðsta vald í málefnum flokksins, hefur markað þá skýru stefnu að flokkurinn vilji ekki „hlé“ á viðræðum heldur að þeim sé slit- ið og að eftir slík slit megi ekki fara af stað í nýjar viðræður án leyfis þjóð- arinnar. Þeir flokkar, sem vilja að Ís- land gangi í Evrópusambandið, fengu rúm 20% atkvæða í síðustu þingkosn- ingum. Við þessar aðstæður blasir við að alþingi á að gera það eina rétta og afturkalla inngöngubeiðni Íslands í Evr- ópusambandið. Það þurfti enga þjóð- aratkvæðagreiðslu til að senda þá inn- göngubeiðni og það þarf auðvitað enga þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að aft- urkalla hana, allra síst við núverandi að- stæður. Alþingi vill ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið og við þær að- stæður er fráleitt að Ísland haldi áfram að vera umsóknarríki að Evrópusam- bandinu. Þetta skilja allir nema áköf- ustu Evrópusambandssinnar landsins. Landsfundur talaði skýrt Eftir Sigríði Ásthildi Andersen » Landsfundur hafnaði því að gert skyldi hlé á viðræðunum en samþykkti að aðildarviðræðum yrði hætt. Sigríður Ásthildur Andersen Höfundur er lögmaður og varaþingmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.