Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
Elsku afi, engin
orð fá því lýst
hversu mikið við
söknum þín. Þú ert
hetja okkar allra og einn besti og
ljúfasti maður sem við höfum
kynnst. Það er okkur ofarlega í
huga hvað við vorum alltaf mont-
in þegar við vorum yngri og gát-
um sagt að afi okkar væri lögga.
Þú varst safnari og bílakarl mik-
ill. Þið amma bjugguð lengi vel í
Víðihlíðinni og þaðan eigum við
Eric James
Steinsson
✝ Eric JamesSteinsson
fæddist 4. apríl
1927. Hann lést 24.
janúar 2014. Útför
Erics James fór
fram 31. janúar
2014.
okkar helstu
bernskuminningar.
Seinna fluttuð þið
fyrir ofan okkur í
Miðleitið og þá var
sko stutt að fara í
heimsókn. Mjög oft
þegar við komum í
heimsókn varst þú á
dívaninum inni í
aukaherberginu og
varst að hlusta á
fréttirnar. Síðasta
árið reyndist þér erfitt en nú ertu
kominn á góðan stað. Við erum
svo þakklát fyrir þann tíma sem
við áttum saman og fyrir þá um-
hyggju sem þú sýndir okkur.
Við elskum þig.
Birna Björk Þorkelsdóttir,
Hilmar Örn Þorkelsson og
Ingunn Þorkelsdóttir.
Ég kveð nú með miklum sökn-
uði afa minn Sigurjón, eða afa í
Skipó, sem var mér svo kær.
Hann var einstakur maður og
honum á ég margt að þakka.
„Elsku afi, takk fyrir að kenna
mér að njóta náttúrunnar. Að
fara með mér í allar gönguferð-
irnar – á Úlfarsfelli, í ferðalögum
og sumarbústöðum. Takk fyrir að
kenna mér að þekkja plönturnar
og fjöllin og umgangast náttúr-
una af virðingu. Takk fyrir allar
nestisstundirnar undir berum
himni. Takk fyrir allar sögurnar,
öll kvæðin og allar vísnagáturn-
ar. Takk fyrir að lesa fyrir mig
„Kisuþvottinn“ – aftur og aftur.
Takk fyrir allan sönginn með mig
í fanginu, „Dísukvæðið“ og
„Gamla Nóa“ þegar ég var varla
farin að tala. Takk fyrir að smíða
og laga ýmislegt fyrir mig – takk
fyrir að „ímla“ kassann. Takk
fyrir að leika við mig í garðinum í
Skipasundinu – smíða handa okk-
ur krökkunum kofa, útbúa sand-
kassa, kenna mér að búa til al-
vöru snjóhús og snjókarla. Takk
fyrir að sækja mig í skólann og
takk fyrir allt skutlið – í og úr
fimleikum, heim úr Þróttheimum
og til og frá vinnu í hádeginu svo
ég kæmist í mat hjá ykkur ömmu
í Skipasundinu. Takk fyrir að
borða með mér soðna ýsu og
hlusta á fréttir.“
Já, hann afi var góður við mig
og sýndi væntumþykju sína svo
sannarlega í verki. Minningarnar
Sigurjón Guðnason
✝ SigurjónGuðnason
fæddist í Haga,
Gnúpverjahreppi,
6. nóvember 1917.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni í Reykjavík 2.
febrúar 2014.
Útför Sigurjóns
fór fram frá Laug-
arneskirkju 12.
febrúar 2014.
úr barnæsku eru
óteljandi og eru þær
mér allar mjög kær-
ar. Alla tíð kenndi
afi mér ótal margt
og deildi með mér
ýmsu sem mér þyk-
ir mjög vænt um.
Eftir að ég varð full-
orðin áttum við líka
okkar góðu stundir
og geymi ég allar
minningarnar um
ókomna tíð.
„Elsku afi, takk fyrir að kenna
mér hluti sem enginn annar
kenndi mér. Takk fyrir að segja
mér frá sveitinni þinni, bernsk-
unni og hvernig allt var í gamla
daga. Takk fyrir að segja mér frá
æskuheimilinu og fjölskyldunni.
Takk fyrir að segja mér frá öllum
húsunum sem þú bjóst í þegar þú
varst ungur. Takk fyrir allar
góðu stundirnar við jólagjafaund-
irbúning. Takk fyrir að njóta
góðrar tónlistar með mér, fyrir
öll karlakórslögin og sönginn.
Takk fyrir öll samtölin, vanga-
velturnar og góðu ráðin.“
Afi var heilsteyptur og ljúfur,
hjartahlýr og vildi fólki vel. Hann
var fróður um ótal margt og
kynnti sér sífellt nýja hluti. Hægt
var að ræða við hann um öll
heimsins málefni og bar hann
virðingu fyrir ólíkum sjónarmið-
um.
„Elsku afi, takk fyrir að kenna
mér að bera virðingu fyrir fólki.
Takk fyrir að kenna mér nýtni,
vandvirkni og nákvæmni. Takk
fyrir að kenna mér að aldrei er
maður of gamall til að læra eitt-
hvað nýtt. Takk fyrir að kenna
mér dugnað og seiglu – að gefast
ekki upp. Takk fyrir að kenna
mér að njóta þess einfalda í lífinu.
Takk fyrir að kenna mér að njóta
augnabliksins.“
Yndislegi afi minn, takk fyrir
allt og megir þú hvíla í friði hjá
ömmu.
Sveinlaug Sigurðardóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Minningargreinar
Smáauglýsingar 569 1100
Húsgögn
Virkilega þægilegt sófasett til
sölu. Þriggja sæta og tveggja sæta
sófi, keypt í Öndvegi á sínum tíma.
Þægilegt í þrifum. Verð 60 þús. fyrir
báða sófana. Uppl. í síma 697 9192.
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Ný og glæsileg leðurstígvél frá
Marc Fisher til sölu.
Stærð 39. Verð: 15.000 kr.
Upplýsingar í síma: 697 9192.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Rýmingarsala á bókum
Flestar bækur á helmingsafslætti.
Opið virka daga kl. 11–18.
Opið laugardaginn 22. febrúar.
Basarinn, Austurveri.
Lok á heita potta og hitaveitu-
skeljar
Eigum einnig til á lager: 8 hyrnd lok á
Unaðsskel, Hörpuskel, Blómaskel frá
Trefjum. Snorralaug og Unnarlaug frá
Normex. Eigum einnig til á lager lok:
235x235, 217x217, 210x210,
200x200, 217x235, 217x174. Lokin
þola 1000 kg jafnaðarþunga af snjó.
Sterkustu lokin á markaðnum í dag.
Litir: Brúnt eða grátt.
www.Heitirpottar.is – sími 777 2000.
TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ
– 25% afsláttur
Vandaðir herrakuldaskór úr leðri,
ullarfóðraðir. Stórar stærðir.
Verð áður: 24.500, verð nú: 18.375.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Ferming
Hárskraut, hanskar, krossar,
armbönd og hringar.
Fylgihlutir fyrir fermingar-
stúlkuna.
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
Silki Silki Silki
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
Teg: 503602 Vandaðir herrainniskó
úr leðri, og fóðraðir, mjúkir og
þægilegir. Stærðir: 39 - 47
Verð: 13.885.-
Teg: 455201 Mjúkir og þægilegir
herraskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Góður sóli. Stærðir: 41 - 46
Verð: 17.975.-
Teg: 403414 Mjúkir og þægilegir
herraskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Góður sóli. Stærðir: 41 - 46
Verð: 18.685.-
Teg: 308204 Mjúkir og þægilegir
herraskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Góður sóli. Stærðir: 41 - 47
Verð: 15.885.-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán. – fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Ný
sending
af sund-
fatnaði
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Kíktu á heimasíðuna
lifstykkjabudin.is
Póstsendum
Til leigu
Húsnæði til leigu í Reykjanesbæ
Bjart og snyrtilegt 110 fm húsnæði til
leigu við Brekkustíg í Reykjanesbæ.
Hagstæð leiga, getur hentað sem
íbúð eða vinnuaðstaða.
Langtímaleiga.
Upplýsingar í síma 821 2529.
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla
þriðjudaga
mbl.is
alltaf - allstaðar