Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 FERMINGAR : –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 3. mars. SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 7. mars. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Gjörningur á vegum Gjörn- ingaklúbbsins verður frumfluttur í Listasafni Íslands í kvöld. „Þetta er viðamesti gjörningur sem við höfum gert til þessa,“ segir Sigrún Hrólfsdóttir, einn meðlima Gjörningaklúbbsins, en auk hennar eru í hópnum þær Jóní Jónsdóttir og Eirún Sigurðardóttir. „Það sem er nýstárlegt við þenn- an gjörning er það hversu margir koma að honum. Það eru dansarar, leikarar, kvikmyndatökumenn, ljós- myndarar og arkitektar sem koma að verkinu. Í raun einhver úr öllum listgreinum en það eru fimmtán manns sem koma fram í sjálfu verk- inu,“ segir Sigrún, en þess má geta að fram koma listamenn á borð við Sögu Sigurðardóttur dansara, Úlf Grönvold leikmyndahönnuð og Hildigunni Sverrisdóttur arkitekt. Vilja hvíla rökhyggjuna „Við erum að hvetja fólk til þess að nýta öll skilningarvitin til þess að upplifa heiminn. Það er mikilvægt að hvíla rökhyggjuna og treysta betur undirmeðvitundinni og þess- um órökréttu tilfinningum sem leynast innra með okkur. Þetta sjáum við gjarnan þegar við upp- lifum list eða erum ástfangin. Þær tilfinningar sem við þá upplifum eru oft á tíðum ekki mjög rökréttar. Í sýningunni erum við að leggja áherslu á að virkja öll skilning- arvitin. Upplifunin verður því mjög líkamleg, ef svo má að orði komast. Reynt er að nota til dæmis lykt- arskynið, heyrn og sjón. Fólk þarf þó ekki að hræðast þetta. Þetta verður allt saman mjög jákvætt.“ Eiga að mæta í svörtu Athygli vekur að fólk er beðið um að mæta í svörtum fötum og þær segja að gripið verði til ráðstafana fari gestir ekki að þeim fyr- irmælum. „Það komast aðeins 40 manns að í hverri sýningu og við biðjum alla gesti um að mæta svartklæddir. Ástæðan er sú að áhorfendurnir eru í vissum skilningi þátttakendur í gjörningnum. Þeir tákna hinn svarta massa í gjörningnum en standa líka fyrir ákveðna nánd og eru inni í verkinu. Við erum að láta reyna á það gjörningaform sem getur skapað þessa ákveðnu nánd. Enginn verður tekinn fyrir heldur eru áhorfendur með nærveru sinni að skapa eina heild og renna saman við verkið á sérstakan hátt.“ Fylgja eigin fyrirmælum Sigrún segir mikla vinnu liggja að baki gjörningnum. „Við gerðum einfaldari útgáfu af þessu verki fyrst fyrir nokkrum ár- um í Malmö og erum að byggja á þeim grunni. Við höfum undirbúið gjörninginn í langan tíma. Hug- myndirnar sem liggja að baki eru bæði nýjar og gamlar. Margar af þessum hugmyndum eiga djúpar rætur í okkar listsköpun í gegnum tíðina. Við lögðum þrátt fyrir það mikla áherslu á að fylgja sjálfar okkar eigin fyrirmælum þ.e. að hugsa minna og skynja meira.“ Eirún á von á því að gjörning- urinn muni höfða til margra. „Þetta er verk sem getur höfðað til manns á mjög hráan hátt. Þá eru líka margar vísanir í gjörningum til dæmis í listasöguna, heimspeki og svo framvegis sem margir ættu að geta tengt við. Það er því hægt að upplifa gjörninginn á marga vegu. Þá er líka sérstakt við verkið að maður fer á vissan hátt inn í verkið og verður hluti af því og mörgum ætti að finnast það spennandi upp- lifun,“ segir Eirún. Gjörningurinn fer fram dagana, 20., 21., 22. og 26., 27. og 28. febrúar kl. 19.00 og 21.00 og komast aðeins 40 gestir á hvern gjörning. Hægt er að panta miða í síma 783 8443 og með því að senda póst á netfangið gjorningaklubburinn@listasafn.is. Miðaverð er 2.900 kr. Hugsa minna og skynja meira  Með því viðamesta sem Gjörningaklúbburinn hefur gert til þessa  Gestir mæti svartklæddir  Vilja virkja öll skynfærin  Fjölmargir koma að gjörningnum  Ekki ástæða til að hræðast Morgunblaðið/Golli Gjörningar Í kvöld verður frumsýning á gjörningi í Listasafni Íslands. Um er að ræða einn viðamesta gjörning sem Gjörningaklúbburinn hefur staðið að. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Ég nota þetta hugtak, vendipunkt, sem aðgangshugtak að sýningunni, en þetta er hugtak sem kemur sennilega úr siglingafræði. Ég er ekki orðsifjafræðingur en ég ímynda mér að vendipunktur sé sá staður þegar menn breyta um stefnu og að þetta sé lýsandi orð fyrir það, þegar aðstæður þvinga mann til að skipta um stefnu. Þannig er vendipunktur líklega einnig skilgreindur í stærð- fræði og raunvísindum sem nauð- synleg beygja eða breyting á stefnu og sýningin er um það, þegar eitt fyrirbæri hefur áhrif á annað þannig að eitthvað gerist og það hefur aug- ljósar afleiðingar,“ segir myndlist- armaðurinn Kristinn E. Hrafnsson um sýningu sína Vendipunkt, sem opnuð verður í Hverfisgalleríi, Hverfisgötu 4, í dag kl. 17. – Það er væntanlega erfitt að lýsa því með orðum hvernig þetta birtist í verkunum? „Já, það er það því verkin eiga að miðla þessari hugsun og ég nota ým- is meðöl til þess að koma henni til skila. Hún á sér margar birting- armyndir. Ég er með ljósmyndir, textaverk, veggmyndir og skúlptúr þannig að þetta birtist í ýmsum formum,“ svarar Kristinn. „En í grunninn má segja að sýningin sé um það að skoða heiminn frá ýmsum sjónarhornum.“ – Siglingafræði er þér greinilega hugleikin, þú sóttir innblástur í hana fyrir sýningu þína Misvísun í Lista- safninu á Akureyri árið 2012. „Já, siglingafræðin er náttúrlega myndlíking fyrir lífið og hún er mikil uppspretta. Þegar ég fór að kynna mér siglingafræði lenti ég fljótt í því að fara út í himingeiminn og þegar maður kemur þangað bogna allar línur. Þá eru nánast engar beinar línur og frásögnin orðin allt önnur og þessi lögmál um vendipunkta eru þar virk út af þyngdarafli og stöð- ugri hreyfingu. Enginn hlutur hreyf- ist í beina línu heldur eru alltaf ein- hverjar kúrfur, allt á hreyfingu í einhverja átt og eitt element hefur áhrif á annað,“ segir Kristinn. Vefsíða Kristins: www.keh.is. Breytt um stefnu  Myndlistarmaðurinn Kristinn E. Hrafnsson opnar sýn- ingu á nýjum verkum, Vendipunkt, í Hverfisgalleríi í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Vendipunktar Kristinn við verk sín í Hverfisgalleríi í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.