Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
Skotbómulyftarar
mest seldi
skotbómulyftarinn
2012
Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is
Lyftigeta 2.5 til 12 tonn
Fáanlegir með
• Vinnukörfum
• Skekkingju á bómu
• Bómu með lengd allt að 18 metrum
• Roto útfærsla með bómu
allt að 25 metrum
þannig unnum við saman allan vet-
urinn. Það má eiginlega segja að ég
hafi lært allt af honum þarna.“ Þegar
í stað fékk Guðrún að takast á hendur
ýmsa ábyrgð. Til dæmis tók hún við
tékkhefti fyrirtækisins, sem hafði
aldrei áður yfirgefið hendur föður
hennar.
Guðrún segir að þetta ár hafi hún
ekki síst lært mikið í mannlegum
samskiptum, því að skrifstofa Haf-
steins var nánast eins og fé-
lagsmiðstöð fyrir Hveragerði. „Hann
var alla tíð í sveitarstjórnarmálum,
var oddviti og forseti bæjarstjórnar
hér í Hveragerði og margir komu í
hverri viku í heimsókn og þurftu að
ræða við hann hin ýmsu mál. Þennan
vetur þótti mér það sérstakt að hann
vísaði mér aldrei út. Ég sat því eins
og Eyrnastór í Dodda-bókunum og
fylgdist með rekstri bæði Kjöríss og
Hveragerðis,“ segir Guðrún hlæj-
andi.
Erfiðara að taka slaginn
Guðrún býður sig núna fram til for-
manns Samtaka iðnaðarins gegn sitj-
andi formanni, Svönu Helen Björns-
dóttur. Guðrún segir það tímanna
tákn að nú séu tvær konur í framboði
til formanns, og tekur fram að fram-
boði sínu sé ekki stefnt sérstaklega
gegn núverandi formanni. „Ég held
að sú staðreynd að það eru tvær kon-
ur í framboði sýni það hvað samtökin
eru komin langt. Við erum öll fólk og
viljum búa í þannig heimi að kynið
skipti ekki máli.“
Guðrún hefur setið í stjórn Sam-
taka iðnaðarins frá 2011, en Kjörís
hefur alla tíð verið innan samtakanna.
Hún segir aðdragandann að stjórn-
arsetu sinni hafa verið skamman.
„Það var mjög góður kvenkyns at-
vinnurekandi sem hringdi í mig og
hvatti mig eindregið til að bjóða mig
fram, því að það vantaði konur í
stjórnina.“ Hún bætir við að um líkt
leyti hafi það færst oftar í tal milli sín
og Valdimars bróður hennar hvaða
hag Kjörís hefði af veru sinni í sam-
tökunum. „Ég ákvað því að slá til og
reyna að hafa áhrif á stefnumál sam-
takanna, því það er svo auðvelt að
sitja til hliðar og gagnrýna. Það er
auðveldara en að taka slaginn, gefa
kost á sér og reyna að vinna að fram-
gangi mála.“ Guðrún bætir við að
þetta hafi orðið meira áberandi hér á
landi eftir hrunið. „Við erum mjög
mikið að gagnrýna og brjóta niður, í
staðinn fyrir að leggjast öll á árarnar
og koma okkur upp úr þessu.“
Guðrún segir að uppbygging og
fjárfesting séu lífsspursmál fyrir
þjóðina. „Við verðum að laða erlent
framkvæmdafé til landsins, því að
aukinni fjárfestingu fylgir aukinn
kraftur.“ Staðsetning landsins þýði
að erfiðara sé að laða fjárfesta að.
„Við eigum þau tromp á hendi að
vinnuaflið er vel menntað og við eig-
um miklar auðlindir. Það þarf því að
skapast sátt um nýtingu þeirra og
hvaða gjöld samfélagið innheimtir af
þeim.“
Þurfum öll að leggjast á árarnar
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss hf., er annar tveggja frambjóðenda til formanns SI
Varð framkvæmdastjóri í kjölfar skyndilegs fráfalls föður síns Vill uppbyggingu og fjárfestingu
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Býður sig fram Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss hf., er í framboði til formanns Samtaka iðnaðarins.
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Þetta var gríðarlega erfitt, ég væri
að ljúga ef ég segði annað,“ segir Guð-
rún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri
Kjöríss hf. og annar tveggja for-
mannsframbjóðenda í Samtökum iðn-
aðarins, en hún var einungis 23 ára
þegar faðir hennar, Hafsteinn Krist-
insson, lést óvænt. „Aðstæðurnar
voru líka erfiðar, það að syrgja föður
sinn, og einn af sínum bestu vinum, og
á sama tíma þurfti maður að halda
haus og vera til staðar fyrir fyrirtækið
og starfsfólkið,“ segir Guðrún. Haf-
steinn hafði þá rekið Kjörís í um tutt-
ugu ár við erfiða samkeppni. Að hon-
um gengnum tóku börn hans við, og
varð Guðrún þá að framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins. Guðrún segir þó
að þessi reynsla hafi verið mjög lær-
dómsrík og hafi markað sig alla tíð.
„Háskólinn fer ekki neitt“
Ári áður en Hafsteinn lést hafði
hann fengið Guðrúnu til að vinna fyrir
Kjörís í einhvern tíma áður en hún
færi í háskólanám. „Ég var búin að
skrá mig í háskólann og ætlaði þang-
að, en mánuði áður en skólinn byrjaði
kom pabbi til mín og sótti það nokkuð
stíft að ég færi að vinna með sér,“ seg-
ir Guðrún og bætir við að Hafsteinn
hafi verið mjög virkur í sveitarstjórn-
armálum Hveragerðis og vildi þegar
þarna var komið við sögu minnka við
sig í Kjörís.
Guðrún segir að hún hafi verið
nokkuð treg til að þekkjast boðið. „En
þá sagði pabbi nokkuð sem ég gleymi
aldrei: „Háskólinn fer ekki neitt, Guð-
rún mín. Komdu bara, þú getur alltaf
farið í háskólann.“ Mér hefur alltaf
þótt þetta mjög merkileg setning hjá
honum, því að það leið ekki langur
tími þar til faðir minn var farinn.
Þannig að lífið er svo hverfult.“
Guðrún minnist þess að fyrsta dag-
inn sinn í starfi hafi faðir hennar hent
út sófasettinu á skrifstofu sinni og
borið inn skrifborðið hennar. „Hann
setti það gegnt sínu skrifborði og
Kjörís hóf starfsemi
sína 31. mars 1969 í
Hveragerði og hefur
alla tíð verið fjöl-
skyldufyrirtæki. „Það
má segja að fyrstu 20 ár-
in hjá Kjörís hafi verið erfið, sam-
keppnin var mjög þung og þetta
var barningur. Oft stóð fyrirtækið
tæpt, það verður að segjast eins
og er,“ segir Guðrún, sem bætir
við að sér þyki það sorglegt að
faðir hennar hafi fallið frá um
það leyti sem vendipunktur varð
á rekstri félagsins. „Ef
þú hefðir sagt pabba
það, þegar Kjörís var
með 30% markaðs-
hlutdeild á móti mjólk-
ursamsölunni, að sá tími
kæmi að Kjörís yrði stærri á
markaði en Emmess þá hefði
hann varla orðið eldri!“ Guðrún
segir að lykillinn að velgengni
fyrirtækisins sé að fjölskyldan
hafi rekið það í sátt. „Okkur líður
vel með hvert öðru, og það verða
sjaldan átök.“
Erfitt í fyrstu en birti svo til
FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKIÐ KJÖRÍS
Kútmaga- og fiskiveisla fyrir gesti
og gangandi verður í boði í Akoges
í Vestmannaeyjum á morgun, föstu-
daginn 21. febrúar, klukkan 17-19.
Um áratuga skeið hefur ekki verið
boðið upp á almennar kútmaga-
veislur í Vestmannaeyjum með
fiski, hrognum og lifur, en það var
löngum gert áður fyrr, að sögn
Árna Johnsen, sem stendur fyrir
veislunni.
Kútmagaveislan er liður í því að
endurvekja gamlar matarhefðir,
sem margir sakna. Einsi kaldi mun
annast matseldina. Kútmagar,
mjölmagar, lifrarmagar og fyllt
hrogn þykja mikið lostæti. Mikil
vinna er fólgin í því að gera kút-
magana klára fyrir eldun. Fisk-
metið verður spriklandi nýtt eins
og vænta má í þeirri miklu verstöð
sem Vestmannaeyjar eru.
Veislan kostar 2.500 krónur á
mann. Árni hvatti Eyjamenn til að
bjóða eldra fólki í kútmagaveisl-
una. Hann sagði það þekkja þennan
mat sem gerði því gott. Þá sýndi
reynslan að ungt fólk sýndi kút-
magaveislum vaxandi áhuga.
gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hrogn og lifur Kútmagar eru soðnir fiskmagar fylltir með þorsklifur, rúg-
mjöli, salti og kryddi. Kútmagar, hrogn og lifur eru þjóðlegur matur.
Alvöru kútmagaveisla
í Vestmannaeyjum