Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 52
52 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
Eins og alþjóð er
kunnugt er List með
stóru L í hávegum
höfð á Seyðisfirði. Má
þar nefna Menningar-
miðstöð myndlistar á
Austurlandi-Skaftfell,
árlega Lunga-
listahátíð ungs fólks,
sem ungir listamenn
og leiðbeinendur víða
að úr heiminum
sækja. Afkvæmi
Lunga-hátíðarinnar er Lungaskól-
inn listalýðháskóli, sá fyrsti sinnar
tegundar á Íslandi, sem hefur
störf í mars nk. Listaháskóli Ís-
lands í samvinnu við Skaftfell-
Dieter Roth Academy sendir ár-
lega 10-20 listnema til Seyð-
isfjarðar, að vetri, þar sem þeir
starfa með kennurum og heima-
mönnum að viðfangsefnum sínum
nokkrar vikur. Erlendir og ís-
lenskir listamenn dvelja á Seyð-
isfirði lengri og skemmri tíma og
sumir hafa fest sér húsnæði á
staðnum og búa þar mislangan
tíma í senn. Einn þessara lista-
manna er svissneski Seyðfirðing-
urinn Cristoph Buchel sem býr
með íslenskri konu sinni, Nínu
Magnúsdóttur. Þau keyptu fyrir
rúmum sex árum m.a. Þórshamar
Hafnargötu 25 (byggingarár 1882)
á Búðareyrinni og hafa end-
urbyggt og innréttað þar vinnu-
stofu og komið sér upp heimili.
Börn þeirra sækja nú skóla á
Seyðisfirði. Tillaga Cristoph var
valin til sýningar í Íslenska skál-
anum í Tvíæringnum í Feneyjum
sem framlag Íslands.
Nína verður sýning-
arstjóri.
Fyrri reglur, um
val fagráðs á lista-
mönnum til Tvíær-
ingsins, hafa senni-
lega þótt staðnaðar?
A.m.k. var reglum nú
breytt til þess m.a.
að sögn fram-
kvæmdastjóra ís-
lenska skálans að
„opna fyrir hið
óvænta“. Það virðist
svo sannarlega hafa
tekist. Eitthvað virðist það fara
fyrir brjóstið á nokkrum listfræð-
ingum þjóðarinnar sem hafa kosið
að tjá sig. Helst er að þeir virðast
lítt þekkja til hans, enda Cristoph
ekki búsettur í 101 Reykjavík.
Hann dvelur m.a. á landsbyggð-
inni með fjölskyldu sína, nánar til-
tekið í litlum alþjóðlegum kaup-
stað á Austurlandi sem heitir
Seyðisfjörður.
Aðalsteinn Ingólfsson listfræð-
ingur veltir þessu fyrir sér og
skrifar athygliverða grein í Mbl.
17.2. sl. sem ber yfirskriftina
„Fyrir Íslands hönd“. Þar skrifar
hann m.a.: „Sjálfur hefi ég ekki
heyrt manninn nefndan og jafnvel
Morgunblaðið ekki heldur“, áfram
skrifar hann: „Fyrsta sinni er
gengið framhjá mörgum íslensk-
um listamönnum sem hafa lagt
mikið til myndlistarlífs í landinu á
liðnum árum“ og hann spyr: „Eru
það næg meðmæli með erlendum
listamanni að hafa sýnt hér tvisv-
ar í mýflugumynd árið 2008?“
Einnig: „Ennfremur má setja
spurningarmerki við þá ákvörðun
Kynningarmiðstöðvar að fela eig-
inkonu listamannsins stjórn sýn-
ingarinnar.“ (tilv. lýkur) Ég tel
rétt að láta öðrum mér skarpari
um „leikvöll listarinnar“ að meta
þessar hugleiðingar listfræðings-
ins en vil koma eftirfarandi á
framfæri:
Listamenn fara og koma eins og
farfuglarnir og dvelja þar sem
þeir nærast best á hverjum tíma.
Það hafa þeir gert í aldir. „Listin
er án landamæra“ heyrist oft. Í
því umhverfi og viðmóti sem Seyð-
isfjörður skapar listafólki sínu, ís-
lensku og erlendu, á það vel við.
Það er því ekki tilviljun að nokkrir
ungir og eldri listamenn velja að
dvelja þar mislengi til þess m.a.
að sækja sér rétt andrými, teng-
ingu, skerpa á listagyðjunni og
sækja sér fóður til sköpunar. Eig-
um við ekki að óska Cristoph og
Nínu til hamingju með verkefnið,
sem til þess réttbærir aðilar
völdu, og óska þeim góðs gengis
sem verðugir fulltrúar fyrir Ís-
lands hönd í Feneyjum?
Svissneskur Seyðfirðingur:
Fyrir Íslands hönd
Eftir Þorvald
Jóhannsson » Listin er án
landamæra.
Listamenn koma og
fara eins og farfugl-
arnir og dvelja þar
sem þeir nærast best
á hverjum tíma. Svo
hefur verið um aldir.
Þorvaldur
Jóhannsson
Höfundur er eldri
borgari á Seyðisfirði.
Nú bætast við leikritin á Alþingi
frammíköll utan úr sal. Birgitta
Jóns galar „heyr, heyr“ líki henni
málflutningurinn. Hún heldur víst
að hún sé al-
heimsþingmaður.
Píratar bera
ekki virðingu
fyrir þinginu.
Björt framtíð er
þögull og stefnu-
laus flokkur sem
þó vill opna
landið. Yngsti
þingmaðurinn
lýsti í blaða-
viðtali að hún
þyldi ekki gamalt fólk því það ef-
aðist um getu hennar á þingi – því-
líkur hroki – og að hún ætlaði ekki
að tala nema hún hefði eitthvað að
segja, enda segir hún ekkert.
Frábært að borga þessu fólki
laun. Nú færist í vöxt hjá hroka-
fullu ungu fólki að við hin eldri
eigum ekkert að segja, að fram-
tíðin sé þeirra, en engin framtíð er
án fortíðar. Það hlýtur að vera
einsdæmi í heiminum að afþökkuð
sé reynsla og þekking þeirra eldri.
Hvernig er farið með eldri kyn-
slóðina, sem byggði hér allt upp?
Jú, hún er reyrð niður og jafnvel
svöng síðustu æviárin. Þið eruð öll
til skammar á þingi, en lífsins
karma mun bíta ykkur þótt síðar
verði. Ég vildi ekkert gefa ykkur
tölvur, ipod, niðurgreitt fæði, síma
og allt það sem þið takið til ykkar
af kökunni. Gaman væri að fá upp-
gefna úttekt af ráðherrakortunum
og hvaða vesalinga við höfum á
ævilaunum.
Þvílíkir hræsnarar, að gera
samning við Kína og veita leyfi til
olíuleitar. Mestu umhverfissóðum,
manna- og dýraníðingum, sem eru
með alheimsyfirráð á stefnuskrá
sinni. Klingja engar viðvörunar-
bjöllur í hausnum á ykkur? Samn-
ingurinn mun stuðla að atvinnu-
leysi og fleiru, borun á
uppeldisstöðvum fisksins okkar,
eitt slys er einu slysi of mikið. Við
búum á eldfjallaeyju og hver verða
áhrif borunar? Svo afsakið þið
ykkur með því að koma betur að
mannréttindum í gegnum samn-
inginn. Þið vitið að þeim er ná-
kvæmlega sama um álit ykkar,
þeir fara sínu fram, eru löngu bún-
ir að ákveða framtíðina. „Vinur,
þegar þú vilt mér eitthvað“, nú
ætlið þið að hjálpa til að arðræna
Grænlendinga, hvað með það þó að
eyjar sökkvi í suðurhöfum? Tæki
og tól við sjálfa jökulröndina.
Græðgin hefur yfirhöndina.
Hver er Heiðar Már Guð-
jónsson? Er búið að selja honum
HS orku? Hvaðan kemur honum fé
til þátttöku í olíuleit? Hvers leppur
er hann? Hverjir eru að sprengja
upp leiguverð með kaupum á íbúð-
um, hvaðan kemur það fé? Áfram
heldur viðbjóðurinn í stjórnlausu
landi. Aldeilis ekki taka á þessum
málum á þingi, enda getið þið það
ekki.
Svo í lokin. Birgitta Jóns og
Björt framtíð: Hvers lensk viljið
þið vera? Ég mótmæli Falun
Gong-ruglinu og þessu heimsk-
jaftæði, þið ráðið ekki við þau öfl.
Fylgist þið ekki með heimsmál-
unum? Komi til stríðs, þá skulið
þið vita að engir eru vinirnir. Ég
vona að þjóðin verði ekki illa úti
vegna annarra ríkja, en búið er að
stíga fyrstu skrefin til óljósrar
framtíðar. Við erum stjórnlaus,
agalaus og með gervilýðræði og
heimóttarlega auðtrúa gagnvart
umheiminum. Hættið þessari mik-
ilmennsku, við erum smáþjóð, en
góður konfektmoli handa Kínverj-
um.
STEFANÍA JÓNASDÓTTIR,
Sauðárkróki.
Kína og Alþingi
Frá Stefaníu Jónasdóttur
Stefanía
Jónasdóttir
Bréf til blaðsins
- með morgunkaffinu
Þú færð GO Walk skó í: Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar
Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport, Reykjavík | Dion, Glæsibæ
Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir,
Hellisandi | Heimahornið, Stykkishólmi | Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið,
Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið,
Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum
Palóma, Grindavík| Skóbúðin, Keflavík