Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121
Algjört orku- og næringarskot
„Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan
eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar
seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru
fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka
Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik
er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er
líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir
leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí.
lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar
TREYSTI Á
LIFESTREAM
BÆTIEFNIN!
Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup,Viðir, N ttó og Fríhöfnin.
milli fórnarlamba til að halda þeim
góðum sem voru aðgangsharðir og
vildu fá greitt. „Þarna var um að
ræða svikamyllu sem krafðist nýrra
og nýrra fórnarlamba, til að standa
undir kostnaði við hann sjálfan og
fjölskyldu hans og til að greiða til
þeirra sem hart sóttu að honum.“
Enginn blekktur
Verjandi Sigurðar hélt því hins
vegar fram að enginn hefði verið
blekktur í samskiptum við hann. Sig-
urður hefði staðið í margskonar við-
skiptum og við allskyns fólk. Þau við-
skipti hefðu oftar en ekki verið að
frumkvæði annarra en hans sjálfs. Í
mörgum tilvikum hefði vel tekist til
og allir hagnast en í mun færri skipt-
um tókst ekki eins vel til og því glöt-
uðust fjármunir. Hann sagði að í
þessu máli ætti það við að einhverjir
hefðu glatað fé á áhættufjárfestingu,
aðrir hefðu hreinlega lánað Sigurði fé
þegar þeir vissu að hann var í krögg-
um. Eitt væri víst að ekkert ólögmætt
hefði átt sér stað. Hann sagði Sigurð
hafa reynt að endurgreiða glatað fé í
áhættufjárfestingun þrátt fyrir að
honum bæri ekki skylda til þess og ef
eitthvað stæði eftir af lánunum þá
ætti að höfða einkamál, ekki væri
hægt að innheimta skuldir í sakamál-
um.
Gagnrýndi lögreglu
og fjölmiðla
Hann sagði að það eitt væri sannað
í málinu að umrætt fólk hefði fengið
Sigurði fé í hendur sem ekki hefði
verið endurgreitt að fullu. Ósannað
væri hins vegar hvers vegna og hvort
um lán hefði verið að ræða, fjárvörslu
eða sameiginleg framlög manna til að
braska. Óheimilt væri að byggja
refsidóm á líkindum og því yrði að
sýkna.
Auk þessa gagnrýndi verjandinn
framgöngu lögreglu og fjölmiðla
harðlega. Hann sagði lögreglu hafa
matað fjölmiðla á röngum upplýsing-
um í upphafi rannsóknar sem leitt
hefði til fjölmiðlafárs. Það hefði verið
gríðarlega þungbært og í raun refs-
ing án dóms og laga.
Framfleytti sér með fjársvikum
Saksóknari fer fram á að Sigurður Kárason sitji ekki skemur í fangelsi en þrjú ár vegna fjársvika
Verjandi hans segir engum blekkingum hafa verið beitt og að vangoldin lán skuli sækja í einkamálum
Morgunblaðið/Rósa Braga
Sigurður Kárason Þrátt fyrir að hafa boðað yfirlýsingu í lok aðalmeðferðar bólaði ekkert á Sigurði Kárasyni í gær.
Sigurður Kárason
» Sigurður hefur lengi verið á
milli tannanna á fólki. Hann
byrjaði með leiktækjasal í Ein-
holti í Reykjavík snemma á ní-
unda áratug síðustu aldar en
færði sig þaðan yfir í tívolí-
rekstur og svo einnig hótel-
rekstur.
» Frægur var dómur sem Sig-
urður hlaut fyrir að svíkja fé út
úr ekkju með elliglöp, um 30
milljónir króna. Þau svik stóðu
yfir í tvö ár.
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Skattaframtöl Sigurðar Kárasonar
og eiginkonu hans á árunum 2006 til
2010 sýna bersýnilega að tekjur
þeirra dugðu ekki til framfærslu fjöl-
skyldu þeirra. Af uppgefnum tekjum
hafi ekki verið hægt að greiða af ein-
býlishúsi og tveimur íbúðum. Sak-
sóknari heldur því hins vegar fram að
með fjársvikum hafi Sigurður fram-
fleytt sér og fjölskyldunni.
Aðalmeðferð yfir Sigurði lauk fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Hann er ákærður fyrir að hafa svikið
á annað hundrað milljónir út úr 16
einstaklingum á árunum 2006-2010.
Raunar upplýsti saksóknari að í upp-
hafi rannsóknar lögreglu hefðu fórn-
arlömbin verið mun fleiri og skipt
tugum. Margir hefðu hins vegar ekki
viljað kæra, meðal annars vegna þess
að þeir fengu greitt til baka, með því
sem saksóknari sagði vera fé frá öðr-
um fórnarlömbum.
Saksóknari sagði einnig að þetta
væri umfangsmesta fjársvikamál
sem hefði komið til kasta lögreglu
höfuðborgarsvæðisins þar sem ein-
staklingur ætti í hlut. Hvernig þess-
um eina manni hefði tekist að ná til
sín fjármunum frá fjölda einstaklinga
væri hreint út sagt ótrúlegt. Fólki alls
staðar að úr samfélaginu, menntuðu
fólki og ómenntuðu, vinnandi og
sjúku. Málið væri einsdæmi. Ekki
síst fyrir þær sakir að Sigurður sótti
að fólki sem átti ekki peninga. Hann
hvatti það til að fá fyrirgreiðslu, lán
eða yfirdrátt. „Þarna eru margir sem
sitja eftir með mikinn skaða, vegna
þess að fólk setti sig í hættu til að afla
þessa fjár.“
Saksónari fór fram að á Sigurður
verði dæmdur í það minnsta þriggja
ára fangelsi vegna brota sinna.
Ásetningurinn hefði verið einbeittur,
Sigurður hefði ekki getað bent á nein
gögn sem sýndu fram á að hann hefði
átt í nokkrum viðskiptum öðrum en
þeim að svíkja fé út úr fólki. Peningar
á reikningi hans streymdu þannig á
Saksóknari greindi frá því að við
rannsókn málsins gegn Sigurði
Kárasyni hefði komið í ljós að fórn-
arlömb hans voru mun fleiri en
ákært væri fyrir í málinu. Þá settu
ekki öll fórnarlömb hans fram
bótakröfu.
Saksóknari fór yfir þann þátt
málsins við aðalmeðferðina og
sagði það bæði koma til að fólk
sem fékk Sigurði allt sparifé sitt
hefði annaðhvort ekki efni á að
setja fram kröfu, með aðstoð lög-
manns, eða þá að það vissi einfald-
lega að Sigurður væri enginn borg-
unarmaður fyrir bótum, enda
sjálfur gjaldþrota.
Þrír réttargæslumenn fluttu þó
mál bótakrefjenda og sögðu þetta
mál bæði niðurlægjandi og
skömmustulegt, þ.e. að hafa trúað
Sigurði og að hafa látið hann hafa
féð. Þetta hefði haft mjög slæm
áhrif á líðan þeirra.
Ekki allir með bótakröfur
NIÐURLÆGJANDI OG SKÖMMUSTULEGT
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofn-
unarinnar á Sauðárkróki hafa sent
þingmönnum Norðvesturkjördæmis
bréf þar sem lýst er heilshugar yfir
stuðningi við óskir sveitarstjórnar
Sveitarfélagsins Skagafjarðar um
að yfirtaka rekstur stofnunarinnar
með samningi við ríkið.
Hollvinasamtökin skipar stór
hópur íbúa Sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar og Akrahrepps sem bera
hag stofnunarinnar og þá þjónustu
sem hún veitir íbúum Skagafjarðar
fyrir brjósti. „Stofnunin er ein af
mikilvægari grunnstoðum sam-
félagsins og ómetanlegt það öryggi
sem hún veitir. Það er eindreginn
vilji til þess hún fái áfram að sinna
sínu mikilvæga hlutverki í sömu
mynd og verið hefur og ekki verð-
ur séð að það verði öðru vísi tryggt
en með því að heimamenn sjálfir
sjái um reksturinn,“ segir í bréfinu
en samtökin skora á heilbrigð-
isráðherra, aðra ráðherra og þing-
menn að ljá því lið að heimamenn
taki að sér reksturinn svo tryggja
megi að heilbrigðisþjónusta í
Skagafirði verði áfram með þeim
myndarbrag sem hún hefur verið
undanfarna áratugi, „þrátt fyrir
niðurskurð síðustu ár.“
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Sauðárkrókur Heimamenn hafa lýst yfir vilja til að taka við rekstri Heil-
brigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Viðræður eru í gangi við yfirvöld.
Hollvinir á Sauðár-
króki styðja yfirtöku
Þingmenn í kjördæminu fengu bréf