Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Ég hef tekið þátt í stjórnmálum,
hætt í þeim og komið aftur inn og ég
held að það sé að mörgu leyti ágætt
að festast ekki í stjórnmálunum, fara
í þau og koma út aftur þrjátíu árum
síðar án þess að hafa gert neitt ann-
að,“ segir Óskar Bergsson, oddviti
Framsóknarflokksins í Reykjavík,
sem gefur nú kost á sér aftur til
starfa fyrir borgina, eftir fjögurra
ára hlé.
Óskar er enda enginn nýgræð-
ingur, en hann sat fyrri tvö kjör-
tímabil R-listans frá 1994-2002 sem
varaborgarfulltrúi, en ákvað að
hætta árið 2002. Fjórum árum síðar
ákvað Óskar að gefa aftur kost á sér,
nú fyrir Framsóknarflokkinn, og
varð aftur að varaborgarfulltrúa fyr-
ir Björn Inga Hrafnsson, sem mynd-
aði meirihluta með Sjálfstæð-
isflokknum.
Tókum fjármálin föstum tökum
Óskar segir ákveðna ringulreið
hafa einkennt fyrri hluta kjör-
tímabilsins 2006-2010 en Óskar varð
óvænt að borgarfulltrúa Framsókn-
arflokksins árið 2008, eftir að flokk-
urinn hafði farið rússíbanareið í og úr
meirihluta í borgarstjórn. „Ég var í
stöðu til að breyta og ákvað að gera
það. Það voru margir sem ráðlögðu
mér að gera það ekki, að styðja
Hönnu Birnu til borgarstjóra í
Reykjavík í ágúst 2008,“ segir Óskar
og vekur athygli á því að meiri-
hlutamyndunin hafi skjótt fallið í
skugga hrunsins. Það eigi þó til að
gleymast að með stofnun meirihlut-
ans hafi hringlandinn í borgarstjórn-
inni hætt og stöðugleiki tekið við.
Óskar nefnir að á meðal þess sem
nýi meirihlutinn hafi gert hafi verið
að vinna að aðgerðaáætlun í sam-
starfi við alla flokka í borgarstjórn.
„Við lögðum áherslu á að grunnþjón-
ustan yrði ekki skert og gjald-
skrárnar yrðu ekki hækkaðar,“ segir
Óskar. Á sama tíma var farið í verk-
legar framkvæmdir til þess að reyna
að halda úti atvinnustigi í borginni.
„Þetta gekk allt saman eftir,“ segir
Óskar. „Við hækkuðum engin gjöld,
sem var gagnrýnt á seinni hluta
tímabilsins, og við hækkuðum ekki
skatta. Því má bæta við að við gerð-
um þetta í miklu samráði við starfs-
fólk Reykjavíkurborgar.“ Óskar
nefnir þar sem tvö lítil dæmi sett var
á ráðningarbann og jafnframt að
krafist hafi verið nákvæms rökstuðn-
ings fyrir utanlandsferðum á vegum
borgarinnar.
Svona á ekki að reka borg
Óskar segir að með breytingunum
hafi verið lyft grettistaki. „Við rákum
Reykjavíkurborg hallalaust í tvö ár,
og þar er eiginlega komin ástæðan
fyrir því að ég vil fara aftur í borg-
armálin. Þegar ég horfi á ársreikning
borgarinnar og fylgist með umræðu
um borgarmál, þá sé ég að það er bú-
ið að reka borgina með tapi árin 2011
og 2012. Þá er ekki útséð um reikn-
inginn fyrir 2013, hvernig hann
standist.“ Óskar nefnir þar sem
dæmi að Bílastæðasjóður hafi verið
færður inn í A-hlutann, sem bæti
rekstrarniðurstöðu A-hlutans. Þá séu
hugsanlega inni í reikningnum ýmiss
konar tekjur sem innheimtist aðeins
einu sinni en séu ekki til langframa.
„Niðurstaðan er því sú að þrátt
fyrir að hafa hækkað öll þjón-
ustugjöld á tímabilinu og hækkað út-
svarið í topp, hefur þeim ekki tekist
að reka borgina hallalaust og hafa
safnað skuldum,“ segir Óskar. „Þetta
er alls ekki rétta leiðin til að reka
borg. Þetta er talandi dæmi um mis-
tök í fjármálastjórnun, þegar tekið er
við gjaldskrám sem hafa ekki verið
hreyfðar í tvö ár, og ekki fullnýttu út-
svari, en hallalausum rekstri, að þá
sé farið í að hækka allar gjaldskrár,
ekki síst á þeim sem voru einn helsti
kjósendahópur Besta flokksins, ungt
fólk með börn á leikskóla, og útsvar-
sprósentan fullnýtt að auki. En þrátt
fyrir þessa auknu tekjustofna hafa
þeir rekið borgina með tapi.“
Reykjavík fyrir suma?
En hver verða þá helstu stefnumál
Framsóknar í vor? „Þegar við kynnt-
um framboðslistann gerðum við það
undir yfirskriftinni „Reykjavík fyrir
alla.“ Okkur finnst áhersla núverandi
meirihluta vera Reykjavík fyrir
suma, en ekki alla.“ Það sést að mati
Óskars einna skýrast í aðalskipulag-
inu. „Núverandi aðalskipulag, sem er
nýsamþykkt, er þess eðlis að því
verður að breyta. Við viljum að kosið
verði um það að aðalskipulagið verði
tekið upp og það endurskoðað strax
að loknum kosningum,“ segir Óskar.
Hann nefnir að þar inni séu mörg
stór mál, ekki síst flugvöllurinn sem
verði að festa í sessi þar sem hann sé.
Bæði sé það kostnaðarsamt að færa
heilan flugvöll, og að auki sé nýbúið
að gera upp flugvöllinn með miklum
tilkostnaði.
Þá segir Óskar áhersluna á þétt-
ingu byggðar vera setta fram á rang-
an hátt. „Þétting byggðarinnar er
ágæt út af fyrir sig, en hana má ekki
setja fram sem eina valkostinn í
byggðaþróuninni. Það skapar tog-
streitu milli borgarhluta.“ Hann seg-
ir það einsdæmi að borgarstjórn
Reykjavíkur hafi beinlínis tekið af-
stöðu með sumum hverfum en ekki
öðrum, á sama tíma og þjónusta við
úthverfin hefur verið minnkuð og
þrengt sé að bílaumferð. „Þetta gerir
engum gott, það er hægt að vera með
þéttingu byggðar og aukinni áherslu
á vistvæna fararskjóta án þess að
vera í einhverju stríði við þá sem búa
austar í borginni og ferðast um á
einkabílnum. Við teljum því nauðsyn-
legt að breyta þeim straumum sem
núverandi meirihluti leggur áherslu
á.“
Stjórnmálin of neikvæð í dag
Óskar segir ekki síður nauðsyn á
að breyta straumi stjórnmálanna í
annarri merkingu, þar sem þau séu
hlaðin neikvæðri orku eins og
ástandið er. „Afleiðing þess er patt-
staða á taflborði stjórnmálanna.
Þessu þarf að breyta og við eigum að
gera það með því að tala um hug-
sjónir og málefni frekar en að kasta
rýrð á persónur pólitískra andstæð-
inga. Við þurfum að eyða tortryggni
og byggja upp traust,“ segir Óskar
og bætir við að Ísland muni ekki
komast af stað almennilega fyrr en
stjórnmálin taki við sér.
„Öll fjárfesting, bæði opinber og í
einkageiranum, bíður eftir pólitískri
leiðsögn. Ef hún kemur ekki þá höld-
um við áfram að bíða. Ef við hlöðum
stjórnmálin jákvæðri orku þá mun
allt leggjast með okkur og Reykjavík
getur orðið forystuafl til þess að
leysa þá orku úr læðingi,“ segir Ósk-
ar að lokum.
Við viljum breyta straumnum
Óskar Bergsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg, vill breyta ásýnd stjórnmálanna
Reykjavík verður að vera fyrir alla Reykvíkinga Vill að aðalskipulagið verði tekið upp á ný
Morgunblaðið/Þórður
Breytum straumnum Óskar Bergsson segir mikilvægt að stjórnmálin taki á sig jákvæðari mynd. Hann vill að að-
alskipulagið nýsamþykkta verði í forgrunni kosningabaráttunnar í vor og telur að því þurfi nauðsynlega að breyta.
Staða Framsóknarflokks-
ins hefur oft verið betri í
borginni en hún er nú, en
hann var lengi vel með
allt að þrjá fulltrúa af
fimmtán í borgarstjórn.
Óskar segir ýmsar skýr-
ingar vera á dræmu gengi
flokksins, en er bjartsýnn á að
flokkurinn eigi mikið inni. „Það
hefur sýnt sig í gegnum tíðina að
flokkurinn mælist lægri í könn-
unum en í kosningunum,“ segir
Óskar, og nefnir sem dæmi að
flokkurinn hafi bætt miklu við sig
fyrir síðustu alþingiskosningar
frá áramótum fram að kosn-
ingum. Óskar segir þetta vera
slæmt að vissu leyti, því að viss
hluti baklandsins fylgist vel með
skoðanakönnunum og þegar illa
gengur minnkar sjálfstraustið. Á
móti kemur að þegar komið er á
endasprettinn í kosningabarátt-
unni leggist allir á eitt við að
tryggja betri niðurstöðu.
„Önnur skýring á genginu er að
við erum ekki með borgarfulltrúa
inni. Þegar stjórnmálaflokkar
tapa manni út úr sveitarstjórn
getur það verið þungur róður að
koma honum aftur inn. Þetta
hafa verið sviptingar. Við misst-
um líka þingmennina okkar í
Reykjavík 2007 og erum núna
komin með fjóra. Í ljósi þessarar
reynslu ákváðum við að stilla upp
listanum snemma. Það
þarf að undirbúa mál-
efnastarfið og koma sér
á framfæri sem allra
fyrst, því að tíminn til
kosninga er furðufljótur
að líða.“
Óskar telur ekki að staða
flokksins í borginni hafi veikst
vegna R-listasamstarfsins, og
bendir á að Framsóknarflokk-
urinn hafi gegnt þar mjög mik-
ilvægum hlutverkum. „Við stýrð-
um einsetningu grunnskólanna
undir forystu Sigrúnar Magn-
úsdóttur, og byggðum upp Orku-
veituna undir forystu Alfreðs Þor-
steinssonar úr þremur veitu-
stofnunum. Þetta er því tímabil
sem við erum mjög stolt af, en
margir hafa reynt að kasta rýrð á
það. Vandi Framsóknarflokksins
við þessar aðstæður var kannski
fyrst og fremst sá að hann var í
borgarstjórn í vinstrimeirihluta
og í kosningabandalagi gegn
Sjálfstæðisflokknum, á meðan
hann var í ríkisstjórnarsamstarfi
með Sjálfstæðisflokknum öll R-
listaárin. Framsóknarmenn geta
verið stoltir af þeim verkum sem
fulltrúar þeirra í borgarstjórn
hafa staðið fyrir hvort sem það
var með R-listanum eða þegar við
leystum alvarlega stjórnarkreppu
í borginni í aðdraganda hrunsins
sumarið 2008.“
Erum stolt af sögu flokksins
STAÐA FRAMSÓKNARFLOKKSINS Í BORGINNI