Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
KNORR KEMUR MEÐ GÓÐA BRAGÐIÐ!
EKTA ÍTALSKT LASAGNE
Einfaldlega ljÚffengt
ÞÚ BÆTIR
AÐEINS VIÐ:
500 g kjöthakki
3 dlmjólk
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.I
S/
N
AT
67
71
6
02
/1
4
Samþykktar voru
breytingar á sam-
gönguáætlun í tíð
fyrrverandi rík-
isstjórnar sem gerði
ráð fyrir því að út-
boði Norðfjarð-
arganga var flýtt á
nýliðnu ári. Þökk sé
öllum þeim þing-
mönnum sem sam-
þykktu tillögu fyrr-
verandi þingmanns,
Arnbjargar Sveinsdóttur, um jarð-
göng milli Seyðisfjarðar og Egils-
staða. Framkoma fráfarandi rík-
isstjórnar sem greiddi atkvæði
gegn þessari tillögu Arnbjargar er
skammarleg og sömuleiðis hjáseta
Steingríms J.
Fram kemur í yfirlýsingu for-
manna stjórnarflokkanna að lög-
festing veiðigjalda sem hart var
deilt um á Alþingi geri nú stjórn-
völdum kleift að hefja kröftuga
uppbyggingu í samræmi við fjár-
festingaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Þar með er ljóst að óhjákvæmilegt
verður að ráðast í undirbún-
ingrannsóknir og tilraunaboranir á
jarðgangagerð milli Egilsstaða og
Seyðisfjarðar hvort sem rætt er
um Fjarðarheiðargöng eða tvenn
styttri göng inn í Mjóafjörð. Stígið
er fyrsta skrefið til að tryggja
Seyðfirðingum greiðari aðgang að
sjúkrafluginu alla vetrarmánuðina.
Í Jarðgangaáætlun Vegagerð-
arinnar, sem Alþingi samþykkti í
febrúar árið 2000, eru til hug-
myndir um að Mjóifjörður verði
tengipunktur milli suðurfjarðanna,
Fjarðabyggðar og byggðanna
norðan Fagradals.
Hart er deilt um ný samgöngu-
mannvirki sem leysa af hólmi snjó-
þunga fjallvegi í 640 m hæð yfir
sjávarmáli á meðan ekki er sam-
staða um rétta forgangröðun jarð-
ganganna. Í þessari hæð á Fjarð-
arheiði tekst aldrei að byggja
heilsársveg þegar Seyðfirðingar
missa þolinmæðina og láta ekki
bjóða sér enn meiri vetrarein-
angrun heldur en þekkst hefur.
Fyrrihluta ársins 2013 lokaðist
heiðin í 30 daga og var illfær í 20
daga til viðbótar. Fyrir Seyðfirð-
inga sem starfa í álveri Alcoa og á
Egilsstöðum veldur þetta vand-
ræðum þegar blindbylur minnir á
sig þvert á allar veðurspár, starfs-
mönnum Vegagerðarinnar og
sjúkraflutningamönnum til mikillar
hrellingar.
Árangurslaust hafa áhyggjufullir
heimamenn spurt fyrrverandi- og
núverandi þingmenn Norðaust-
urkjördæmis hvort þeir telji það
sjálfsagt að Seyðfirðingar búi
næstu áratugina við meira en
tveggja mánaða innilokunarkennd
sem er í óleysanlegum hnút. Á
Fagradal kemur þetta vandamál
líka í veg fyrir að Egilsstaða- og
Héraðsbúar geti sótt vinnu til Al-
coa á Reyðarfirði. Um tvennt
stendur valið vilji Austfirðingar
losna endanlega við tvo ill-
viðrasama og snjóþunga þröskulda
sem fá héðan af engar undanþágur
frá hertum öryggiskröfum.
Það eru þrenn göng inn í Mjóa-
fjörð sem rjúfa alla vetrarein-
angrun Fjórðungssjúkrahússins
við Egilsstaðaflugvöll
eða 12-13 km löng
veggöng sem rjúfa
einangrun Seyð-
isfjarðar við byggð-
irnar norðan Fagra-
dals. Til að þessi
vítahringur Seyðfirð-
inga hverfi endanlega
skulu vegirnir á
Fagradal og Fjarð-
arheiði víkja fyrir
jarðgöngum sem hér
eru nefnd. Það er ein
forsendan fyrir því að
viðkomustaður Nor-
rænu, Fjarðabyggð og suðurfirðir
Austurlands fái öruggari vegteng-
ingu við Egilsstaði og Hérað. Óþol-
andi er að stjórnendur Smyril Line
noti ástandið á Fjarðarheiði til að
réttlæta brotthvarf ferjunnar frá
Seyðisfirði með undirboðum án
samráðs við heimamenn. Til þess
hafa alltof miklir fjármunir farið í
að byggja upp hafnaraðstöðuna á
viðkomustað Norrænu. Hug-
myndin um brotthvarf ferjunnar
frá Seyðisfirði snýst fljótlega upp í
kostnaðarsöm málaferli gegn
stjórnendum Smyril Line fari svo
að Seyðfirðingar neyðist til að
höfða skaðabótamál vegna tjóns
sem flutningur hafnaraðstöðunnar
til Fjarðabyggðar getur haft í för
með sér.
Þetta vandamál geta menn leyst
með jarðgöngum hvort sem þau
koma í tvennu lagi inn í Mjóafjörð
eða undir heiðina milli Seyð-
isfjarðar og Egilsstaða án þess að
stofna til málaferla sem allir skað-
ast á. Tilraunaboranir hefði átt að
ákveða löngu áður en tillaga Arn-
bjargar Sveinsdóttur um gerð
Fjarðarheiðarganga var samþykkt
á Alþingi við litla hrifningu fráfar-
andi ríkisstjórnar. Eftir öðrum
leiðum geta Seyðfirðingar aldrei
brotist út úr þessum vítahring sem
þeir festast í. Þaðan losnar stóra
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup-
stað vonandi eftir þrjú ár þegar
Norðfjarðargöng verða tilbúinn. Í
stað þess að magna upp pólitískan
hrepparíg verða menn að nota tím-
ann til að hraða undirbúningsrann-
sóknum á jarðgangagerð milli
Seyðisfjarðar og Héraðs.
Vítahringur Seyðfirðinga
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
Guðmundur Karl
Jónsson
» Fyrrihluta ársins
2013 lokaðist heiðin
í 30 daga og var illfær í
20 daga til viðbótar.
Höfundur er farandverkamaður.
Aukablað
um bíla fylgir
Morgunblaðinu
alla þriðjudaga