Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 KNORR KEMUR MEÐ GÓÐA BRAGÐIÐ! EKTA ÍTALSKT LASAGNE Einfaldlega ljÚffengt ÞÚ BÆTIR AÐEINS VIÐ: 500 g kjöthakki 3 dlmjólk ÍS LE N SK A /S IA .I S/ N AT 67 71 6 02 /1 4 Samþykktar voru breytingar á sam- gönguáætlun í tíð fyrrverandi rík- isstjórnar sem gerði ráð fyrir því að út- boði Norðfjarð- arganga var flýtt á nýliðnu ári. Þökk sé öllum þeim þing- mönnum sem sam- þykktu tillögu fyrr- verandi þingmanns, Arnbjargar Sveinsdóttur, um jarð- göng milli Seyðisfjarðar og Egils- staða. Framkoma fráfarandi rík- isstjórnar sem greiddi atkvæði gegn þessari tillögu Arnbjargar er skammarleg og sömuleiðis hjáseta Steingríms J. Fram kemur í yfirlýsingu for- manna stjórnarflokkanna að lög- festing veiðigjalda sem hart var deilt um á Alþingi geri nú stjórn- völdum kleift að hefja kröftuga uppbyggingu í samræmi við fjár- festingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þar með er ljóst að óhjákvæmilegt verður að ráðast í undirbún- ingrannsóknir og tilraunaboranir á jarðgangagerð milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hvort sem rætt er um Fjarðarheiðargöng eða tvenn styttri göng inn í Mjóafjörð. Stígið er fyrsta skrefið til að tryggja Seyðfirðingum greiðari aðgang að sjúkrafluginu alla vetrarmánuðina. Í Jarðgangaáætlun Vegagerð- arinnar, sem Alþingi samþykkti í febrúar árið 2000, eru til hug- myndir um að Mjóifjörður verði tengipunktur milli suðurfjarðanna, Fjarðabyggðar og byggðanna norðan Fagradals. Hart er deilt um ný samgöngu- mannvirki sem leysa af hólmi snjó- þunga fjallvegi í 640 m hæð yfir sjávarmáli á meðan ekki er sam- staða um rétta forgangröðun jarð- ganganna. Í þessari hæð á Fjarð- arheiði tekst aldrei að byggja heilsársveg þegar Seyðfirðingar missa þolinmæðina og láta ekki bjóða sér enn meiri vetrarein- angrun heldur en þekkst hefur. Fyrrihluta ársins 2013 lokaðist heiðin í 30 daga og var illfær í 20 daga til viðbótar. Fyrir Seyðfirð- inga sem starfa í álveri Alcoa og á Egilsstöðum veldur þetta vand- ræðum þegar blindbylur minnir á sig þvert á allar veðurspár, starfs- mönnum Vegagerðarinnar og sjúkraflutningamönnum til mikillar hrellingar. Árangurslaust hafa áhyggjufullir heimamenn spurt fyrrverandi- og núverandi þingmenn Norðaust- urkjördæmis hvort þeir telji það sjálfsagt að Seyðfirðingar búi næstu áratugina við meira en tveggja mánaða innilokunarkennd sem er í óleysanlegum hnút. Á Fagradal kemur þetta vandamál líka í veg fyrir að Egilsstaða- og Héraðsbúar geti sótt vinnu til Al- coa á Reyðarfirði. Um tvennt stendur valið vilji Austfirðingar losna endanlega við tvo ill- viðrasama og snjóþunga þröskulda sem fá héðan af engar undanþágur frá hertum öryggiskröfum. Það eru þrenn göng inn í Mjóa- fjörð sem rjúfa alla vetrarein- angrun Fjórðungssjúkrahússins við Egilsstaðaflugvöll eða 12-13 km löng veggöng sem rjúfa einangrun Seyð- isfjarðar við byggð- irnar norðan Fagra- dals. Til að þessi vítahringur Seyðfirð- inga hverfi endanlega skulu vegirnir á Fagradal og Fjarð- arheiði víkja fyrir jarðgöngum sem hér eru nefnd. Það er ein forsendan fyrir því að viðkomustaður Nor- rænu, Fjarðabyggð og suðurfirðir Austurlands fái öruggari vegteng- ingu við Egilsstaði og Hérað. Óþol- andi er að stjórnendur Smyril Line noti ástandið á Fjarðarheiði til að réttlæta brotthvarf ferjunnar frá Seyðisfirði með undirboðum án samráðs við heimamenn. Til þess hafa alltof miklir fjármunir farið í að byggja upp hafnaraðstöðuna á viðkomustað Norrænu. Hug- myndin um brotthvarf ferjunnar frá Seyðisfirði snýst fljótlega upp í kostnaðarsöm málaferli gegn stjórnendum Smyril Line fari svo að Seyðfirðingar neyðist til að höfða skaðabótamál vegna tjóns sem flutningur hafnaraðstöðunnar til Fjarðabyggðar getur haft í för með sér. Þetta vandamál geta menn leyst með jarðgöngum hvort sem þau koma í tvennu lagi inn í Mjóafjörð eða undir heiðina milli Seyð- isfjarðar og Egilsstaða án þess að stofna til málaferla sem allir skað- ast á. Tilraunaboranir hefði átt að ákveða löngu áður en tillaga Arn- bjargar Sveinsdóttur um gerð Fjarðarheiðarganga var samþykkt á Alþingi við litla hrifningu fráfar- andi ríkisstjórnar. Eftir öðrum leiðum geta Seyðfirðingar aldrei brotist út úr þessum vítahring sem þeir festast í. Þaðan losnar stóra Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup- stað vonandi eftir þrjú ár þegar Norðfjarðargöng verða tilbúinn. Í stað þess að magna upp pólitískan hrepparíg verða menn að nota tím- ann til að hraða undirbúningsrann- sóknum á jarðgangagerð milli Seyðisfjarðar og Héraðs. Vítahringur Seyðfirðinga Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Fyrrihluta ársins 2013 lokaðist heiðin í 30 daga og var illfær í 20 daga til viðbótar. Höfundur er farandverkamaður. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.