Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 FLUGKORTIÐ HAGKVÆMT GREIÐSLU- OG VIÐSKIPTAKORT • Afsláttur af flugi innanlands • Sérþjónusta og fríðindi • Viðskiptayfirlit FYRIR FYRIRTÆKI OG ATHAFNAFÓLK. Sæktu um á flugfelag.is eða sendu póst á flugkort@flugfelag.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Í fyrrinótt var mikil virkni norður- ljósa yfir landinu. Þau voru til- komumikil yfir nyrsta hluta Trölla- skaga, eins og sjá má á með- fylgjandi mynd sem tekin var í Fljótunum í Skagafirði. Ein helsta ástæðan fyrir mikilli virkni þeirra í fyrrinótt var mynd- arlegur sólstormur. Kom storm- urinn vel fram á mælum í Leirvogi. „Norðurljósin gætu haldið eitt- hvað áfram en það er alltaf erfitt að spá þeim með mikilli vissu. Það er full ástæða fyrir fólk að vera með augun á himninum. Smám saman dregur úr virkni þessara norður- ljósa sem birtast eftir þennan til- tekna sólstorm,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoð- unarfélags Seltjarnarness. Um þessar mundir er tímabil þar sem virkni sólarinnar er í hámarki. Þá eru sólstormar nokkuð algengir, fyrir vikið sjáum við norðurljós á himni. Rétt fyrir miðnætti, eða milli ellefu og tólf, eru mestu líkur á að sjá norðurljós. Í norðurljósaspá Veðurstofu Íslands fyrir kvöldið er sagt að virkni þeirra verði „dálítil“ og talan þrír gefin upp en skalinn nær frá núll og upp í níu. thor- unn@mbl.is Ástæða til að horfa vel til himins Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Aukin virkni norðurljósa sem dönsuðu dátt yfir Tröllaskaga og Fljótum í fyrrinótt Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Björgunarsveitarmenn voru kallaðir til á nokkrum stöðum í höfuðborginni á gær þegar mikið hvass- viðri, sem gekk yfir sunnanvert landið, gerði fólki lífið leitt. Þeir komu meðal annars til aðstoðar þar sem til- kynning barst um að gafl væri af fjúka af húsi í Breiðholti og að pallar á byggingarsvæði við Selja- veg og klæðning á húsi í Grafarholti fykju. Þá urðu einhverjar fokskemmdir á íþróttahúsi Fjölnis í Grafarvogi samkvæmt upplýsingum frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg. Vindhviður á Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum fóru upp í 40 metra á sekúndu í storminum. Á Kjalarnesi fauk kona meðal annars um koll og handleggsbrotnaði, rúður brotnuðu í bílum og girðingar fuku. Á Ásbrú við Reykjanesbæ fauk fjarskiptamastur fyrir GSM-sambönd um koll. Ekki fengust frekari upplýsingar um tjónið í gær. Færð á vegum spilltist einnig norðan- og vest- anlands í gærkvöldi. Dregur úr úrkomu og vindi eftir helgi Veðrið átti að ganga niður suðvestanlands í nótt en hvassviðrinu er þó hvergi nærri lokið. Að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veður- stofu Íslands, verður stormur áfram á Suðaust- urlandi, að minnsta kosti fram að helgi. Það byrji að hvessa aftur í kvöld annars staðar á landinu með 13-18 m/s. Áfram verði hvasst eða allhvasst á landinu um helgina. Snjókoma eða él fylgir hvassviðrinu á norðan- og austanverðu landinu en Þorsteinn segist búast við minnkandi vindi og úrkomu eftir helgina. Stormur gerði mikinn usla  Húsþök og klæðning fuku á höfuðborgarsvæðinu í stormi sem geisaði sunnantil  Hvassviðri verður áfram að minnsta kosti fram að helgi  Mastur féll á Ásbrú Ljósmynd/Víkurfréttir Tjón Stag í festingum á mastrinu slitnaði í rokinu með þeim afleiðingum að það féll til jarðar. Á næstunni verður á Landspítalan- um sett á laggirnar svonefnt verkja- teymi. Það er sérhæfð meðferð fyrir fólk sem þjáist af langvinnum og al- varlegum verkjum sem ekki hefur tekist að vinna á. „Þörf fyrir þjón- ustu á þessu sviði er brýn,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans. Verkjateymið er þverfag- legt en verður á vegum skurðsviðs sjúkrahússins. Þá stendur til að efla sárameðferðarteymi sem sinnir flóknum og langvinnum sárum. Á sjúkrahúsum er stefnan sú að legutími sé sem skemmstur. Fólk er útskrifað svo fljótt sem verða má, en sækir framhaldsmeðferð á dag- deildir. Greiðir þar komugjöld og ýmsan annan kostnað sem fljótt getur orðið væn summa. Nefnd hafa verið dæmi um að kostnaður fólks í krabbameins- meðferð fari fljótt í eina millj- ón króna. „Komugjöld eru leið til þess að stýra aðgengi í þjónustu. Auð- vitað finnst sjúk- lingum og starfs- fólki gjöldin stundum ósann- gjörn, en það virðist oft helgast af ósamræmi í gjaldskrám. Skrárnar eru flóknar og leiðréttingar geta leitt til ófyrirséðs ranglætis,“ segir Páll sem væntir þess að starfshópur sem vinnur að samræmdu greiðslu- þátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu hljóti að skoða þessi mál. sbs@mbl.is »20 Verkjateymi stofnað á LSH  Gjaldskrárnar eru oft ósanngjarnar Páll Matthíasson Arðbærasti flugvöllur landsins er Egilsstaðaflugvöllur. Þjóðhags- legur ábati af flugi á þann völl nem- ur tæpum 52 milljörðum króna á tímabilinu 2013-2053. Til sam- anburðar er flugið á Vestmanna- eyjaflugvöll þjóðhagslega óhag- kvæmt um rúmlega 2,8 milljarða króna á verðlagi ársins 2013. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um félagshagfræðilega greiningu á framtíð innanlandsflugs sem birt var í gær á vef innanríkisráðuneyt- isins. Fjallað verður um skýrsluna á morgunfundi í Iðnó í dag. Arðbærasti flugvöll- urinn á Egilsstöðum Flug Arðbærast á Egilsstöðum. Monitor fylgir ekki Morgunblaðinu í dag eins og venjulega á fimmtu- dögum. Monitor mun þess í stað fylgja Morgunblaðinu á morgun, föstudag. Monitor kemur út á morgun Hæstiréttur sneri í gær við úr- skurði héraðsdóms um að maður, sem grunaður er um m.a. innbrot, þjófnað og hylmingu, þyrfti að sitja í einangrun í tveggja vikna gæslu- varðhaldi. Við dómhald í héraði var fallist á kröfu sem aðstoðar- saksóknari hafði uppi fyrir dóm- inum, að maðurinn skyldi vera í einangrun. Annars mætti ætla að hann héldi uppteknum hætti sem brotamaður áður en máli hans fyrir dómi væri lokið. Þessu hafnaði Hæstiréttur. Þarf ekki einangrun í gæsluvarðhaldinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.