Morgunblaðið - 20.02.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014
FLUGKORTIÐ
HAGKVÆMT GREIÐSLU- OG VIÐSKIPTAKORT
• Afsláttur af flugi innanlands
• Sérþjónusta og fríðindi
• Viðskiptayfirlit
FYRIR FYRIRTÆKI OG ATHAFNAFÓLK.
Sæktu um á flugfelag.is eða
sendu póst á flugkort@flugfelag.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Í fyrrinótt var mikil virkni norður-
ljósa yfir landinu. Þau voru til-
komumikil yfir nyrsta hluta Trölla-
skaga, eins og sjá má á með-
fylgjandi mynd sem tekin var í
Fljótunum í Skagafirði.
Ein helsta ástæðan fyrir mikilli
virkni þeirra í fyrrinótt var mynd-
arlegur sólstormur. Kom storm-
urinn vel fram á mælum í Leirvogi.
„Norðurljósin gætu haldið eitt-
hvað áfram en það er alltaf erfitt að
spá þeim með mikilli vissu. Það er
full ástæða fyrir fólk að vera með
augun á himninum. Smám saman
dregur úr virkni þessara norður-
ljósa sem birtast eftir þennan til-
tekna sólstorm,“ segir Sævar Helgi
Bragason, formaður Stjörnuskoð-
unarfélags Seltjarnarness.
Um þessar mundir er tímabil þar
sem virkni sólarinnar er í hámarki.
Þá eru sólstormar nokkuð algengir,
fyrir vikið sjáum við norðurljós á
himni. Rétt fyrir miðnætti, eða milli
ellefu og tólf, eru mestu líkur á að
sjá norðurljós. Í norðurljósaspá
Veðurstofu Íslands fyrir kvöldið er
sagt að virkni þeirra verði „dálítil“
og talan þrír gefin upp en skalinn
nær frá núll og upp í níu. thor-
unn@mbl.is
Ástæða til
að horfa vel
til himins
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Aukin virkni norðurljósa sem dönsuðu dátt yfir Tröllaskaga og Fljótum í fyrrinótt
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Björgunarsveitarmenn voru kallaðir til á nokkrum
stöðum í höfuðborginni á gær þegar mikið hvass-
viðri, sem gekk yfir sunnanvert landið, gerði fólki
lífið leitt.
Þeir komu meðal annars til aðstoðar þar sem til-
kynning barst um að gafl væri af fjúka af húsi í
Breiðholti og að pallar á byggingarsvæði við Selja-
veg og klæðning á húsi í Grafarholti fykju. Þá urðu
einhverjar fokskemmdir á íþróttahúsi Fjölnis í
Grafarvogi samkvæmt upplýsingum frá Slysa-
varnafélaginu Landsbjörg.
Vindhviður á Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum
fóru upp í 40 metra á sekúndu í storminum. Á
Kjalarnesi fauk kona meðal annars um koll og
handleggsbrotnaði, rúður brotnuðu í bílum og
girðingar fuku. Á Ásbrú við Reykjanesbæ fauk
fjarskiptamastur fyrir GSM-sambönd um koll.
Ekki fengust frekari upplýsingar um tjónið í gær.
Færð á vegum spilltist einnig norðan- og vest-
anlands í gærkvöldi.
Dregur úr úrkomu og vindi eftir helgi
Veðrið átti að ganga niður suðvestanlands í nótt
en hvassviðrinu er þó hvergi nærri lokið. Að sögn
Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veður-
stofu Íslands, verður stormur áfram á Suðaust-
urlandi, að minnsta kosti fram að helgi. Það byrji
að hvessa aftur í kvöld annars staðar á landinu
með 13-18 m/s. Áfram verði hvasst eða allhvasst á
landinu um helgina.
Snjókoma eða él fylgir hvassviðrinu á norðan-
og austanverðu landinu en Þorsteinn segist búast
við minnkandi vindi og úrkomu eftir helgina.
Stormur gerði mikinn usla
Húsþök og klæðning fuku á höfuðborgarsvæðinu í stormi sem geisaði sunnantil
Hvassviðri verður áfram að minnsta kosti fram að helgi Mastur féll á Ásbrú
Ljósmynd/Víkurfréttir
Tjón Stag í festingum á mastrinu slitnaði í rokinu
með þeim afleiðingum að það féll til jarðar.
Á næstunni verður á Landspítalan-
um sett á laggirnar svonefnt verkja-
teymi. Það er sérhæfð meðferð fyrir
fólk sem þjáist af langvinnum og al-
varlegum verkjum sem ekki hefur
tekist að vinna á. „Þörf fyrir þjón-
ustu á þessu sviði er brýn,“ segir
Páll Matthíasson, forstjóri Land-
spítalans. Verkjateymið er þverfag-
legt en verður á vegum skurðsviðs
sjúkrahússins. Þá stendur til að efla
sárameðferðarteymi sem sinnir
flóknum og langvinnum sárum.
Á sjúkrahúsum er stefnan sú að
legutími sé sem skemmstur. Fólk er
útskrifað svo fljótt sem verða má,
en sækir framhaldsmeðferð á dag-
deildir. Greiðir þar komugjöld og
ýmsan annan kostnað sem fljótt
getur orðið væn summa. Nefnd hafa
verið dæmi um að kostnaður fólks í
krabbameins-
meðferð fari
fljótt í eina millj-
ón króna.
„Komugjöld
eru leið til þess
að stýra aðgengi
í þjónustu. Auð-
vitað finnst sjúk-
lingum og starfs-
fólki gjöldin
stundum ósann-
gjörn, en það virðist oft helgast af
ósamræmi í gjaldskrám. Skrárnar
eru flóknar og leiðréttingar geta
leitt til ófyrirséðs ranglætis,“ segir
Páll sem væntir þess að starfshópur
sem vinnur að samræmdu greiðslu-
þátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu
hljóti að skoða þessi mál.
sbs@mbl.is »20
Verkjateymi
stofnað á LSH
Gjaldskrárnar eru oft ósanngjarnar
Páll
Matthíasson
Arðbærasti flugvöllur landsins er
Egilsstaðaflugvöllur. Þjóðhags-
legur ábati af flugi á þann völl nem-
ur tæpum 52 milljörðum króna á
tímabilinu 2013-2053. Til sam-
anburðar er flugið á Vestmanna-
eyjaflugvöll þjóðhagslega óhag-
kvæmt um rúmlega 2,8 milljarða
króna á verðlagi ársins 2013.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
um félagshagfræðilega greiningu á
framtíð innanlandsflugs sem birt
var í gær á vef innanríkisráðuneyt-
isins. Fjallað verður um skýrsluna á
morgunfundi í Iðnó í dag.
Arðbærasti flugvöll-
urinn á Egilsstöðum
Flug Arðbærast á Egilsstöðum.
Monitor fylgir ekki Morgunblaðinu
í dag eins og venjulega á fimmtu-
dögum. Monitor mun þess í stað
fylgja Morgunblaðinu á morgun,
föstudag.
Monitor kemur
út á morgun
Hæstiréttur sneri í gær við úr-
skurði héraðsdóms um að maður,
sem grunaður er um m.a. innbrot,
þjófnað og hylmingu, þyrfti að sitja
í einangrun í tveggja vikna gæslu-
varðhaldi. Við dómhald í héraði var
fallist á kröfu sem aðstoðar-
saksóknari hafði uppi fyrir dóm-
inum, að maðurinn skyldi vera í
einangrun. Annars mætti ætla að
hann héldi uppteknum hætti sem
brotamaður áður en máli hans fyrir
dómi væri lokið. Þessu hafnaði
Hæstiréttur.
Þarf ekki einangrun
í gæsluvarðhaldinu