Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 80
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 51. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Hleyp á hverjum degi og raka ekki… 2. Mega ekki nota nafnið Pizzafabrikkan 3. „Ég er ekki 100% heil“ 4. Nunnan dæmd í þriggja ára fangelsi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ljóðabók Emils Hjörvars Petersen, Refur, verður gefin út í Úkraínu á árinu á vegum forlagsins Krok Pu- blishers. Emil býr í Lundi í Svíþjóð og er önnum kafinn við skrif síðustu skáldsögu sinnar í þríleiknum Saga eftirlifenda en auk þess kemur út ný ljóðabók eftir hann í sumar. Refur er önnur ljóðabók Emils og var gefin út af Nykri árið 2008. Fyrir hana hlaut hann Nýræktarstyrk Bókmennta- sjóðs. Ljóðabókin Refur gefin út í Úkraínu  Bandaríski grín- istinn og búktal- arinn Jeff Dun- ham mun koma fram í Eldborg í Hörpu 19. apríl nk. Dunham skemmti landanum í sept- ember sl. og snýr nú aftur með nýtt efni. Dunham hefur undanfarið ferðast um heiminn og tekið upp efni í heimildarmynd um störf sín og vill hann að Ísland komi þar við sögu, að því er segir í tilkynningu. Í fyrra seld- ist upp á tvær sýningar Dunhams í Laugardalshöll og sóttu þær um sex þúsund manns. Dunham snýr aftur  Snorri Ásmundsson er meðal þeirra listamanna sem boðið var að taka þátt í einkasýningu aust- urríska myndlist- armannsins Franz Graf, Siehe was dich sieht, sem nú stendur yfir í samtíma- listasafninu 21 der Haus í Vín. Snorri sýnir þar málverk en þau seldust öll fyrir opnun. Allt selt fyrir opnun Á föstudag Norðaustan 13-20 m/s eystra, 10-18 m/s norðvestan- til, en heldur hægari syðra. Snjókoma eða slydda eystra, él með norðurströndinni en skýjað með köflum suðvestantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-15 m/s en 15-23 með suð- austurströndinni. Dregur úr úrkomu austantil í kvöld. Minnkandi frost, 0 til 8 stig síðdegis en hiti 0 til 5 stig sunnanlands. VEÐUR Línur eru farnar að skýrast í NBA-deildinni í körfuknatt- leik en liðin eiga nú eftir um það bil 30 leiki af 82 í deildakeppninni. NBA- sérfræðingurinn Gunnar Valgeirsson fer yfir stöðu liðanna, baráttuna um efstu sætin og slaginn á milli Le- Bron James og Kevin Dur- ant, en erfitt er að spá um hvor þeirra verður valinn besti leikmaður deild- arinnar að þessu sinni. »4 James og Durant slást um titilinn Bandaríkjamaðurinn Ted Ligety er í sérflokki í stórsvigi karla og þurfti ekki hnökralausa síðari ferð til að tryggja sér gullverðlaunin á vetraról- ympíuleikunum í gær. Einar Kristinn Kristgeirsson og Brynjar Jökull Guð- mundsson bættu sig báðir í seinni ferðinni og höfnuðu í 56. og 59. sæti en þeir eiga eftir að keppa í aðalgrein sinni, sviginu. »2-3 Ted Ligety er í sérflokki í stórsviginu Knattspyrnumaðurinn Eyjólfur Héð- insson hefur ekki náð að spila nema sex leiki í dönsku úrvalsdeildinni frá ársbyrjun 2013. Hann glímir við þrá- lát meiðsli í mjöðm og læknum geng- ur lítið sem ekkert að fá botn í hvað þar er á seyði. „Þetta er búið að vera mikið vesen í hálft annað ár, eða síð- an ég fékk högg á mjöðmina í ágúst 2012,“ segir Eyjólfur. »1 Meiðslavandræði Eyj- ólfs í hálft annað ár ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ég læri aðallega að spila lög með því að skoða vefsíðurnar Google og Youtube,“ segir Birkir Blær Óð- insson, 13 ára gamall gítarsnillingur, sem stundar píanónám í Tónlistar- skóla Eyjafjarðar og er á fjórða stigi. Hann hefur ekki stundað form- legt nám í gítarleik og er því sjálf- lærður. Hann hefur oft komið fram með hljómsveitinni „Beasts of Odin“ sem er skipuð honum auk bræðra hans þriggja; Hreins Orra, 11 ára, sem spilar á trommur, Óðins Snæs, 17 ára, sem spilar á bassa, og Jó- hanns Freys, 25 ára, sem er söngvari hljómsveitarinnar. Þungarokk af bestu gerð Þeir spila ekki skagfirska sveiflu heldur þungarokk af bestu gerð. „Ég fékk áhuga á rokktónlist og þá fór ég að leika mér eitthvað með gítarinn. Uppáhaldshljómsveitir mínar eru Metallica og Avenged Sevenfold,“ segir Birkir Blær, spurður út í hvernig það atvikaðist að hann fór að læra á gítar. Hann hlustar mikið á rokktónlist en af íslenskum böndum er Skálmöld í uppáhaldi. Spurður hvort elsti bróðirinn stjórni ekki hljómsveitinni tekur Birkir dræmt í það og bendir á að þeir stjórni jafnt. Greinilegt að bræðrakærleikurinn er allsráðandi því spilamennskan gengur glimrandi vel. Bræðurnir hafa m.a. komið fram á Græna hattinum og í Hofi á Akur- eyri. Fullyrða má að öll fjölskyldan sé tónelsk. Hljómsveitin hefur troðið upp með móður sinni, Elvý G. Hreinsdóttur, og stjúpfaðir Birkis, Eyþór Ingi Jónsson, er organisti í Akureyrarkirkju og hefur einnig spilað með honum. Faðir hans, Jón Óðinn Waage, spilar ekki á hljóðfæri en Birkir Blær bendir á að hann hlusti mikið á tónlist. Í gegnum hann hafi hann kynnst mörgum góðum hljómsveitum. Ferming er á næsta leiti hjá Birki Blæ. Á óskalistanum er að sjálfsögðu gítar, helst eins og sá sem gítarleik- ari Avenged Sevenfold notar. Nú langar hann mikið að einbeita sér að því að læra að spila meira á gítar í tónlistarskólanum og slaufa píanó- inu í bili að minnsta kosti. Æfingin skapar meistarann en Birkir Blær æfir sig að minnsta kosti einn til tvo tíma á dag á gítarinn. Beast of Odin er ekki eina hljóm- sveitin sem Birkir Blær er í því hann er einnig í hljómsveit með skóla- bræðrum sínum. Þeir unnu undan- keppnina fyrir Samfés, söngkeppni félagsmiðstöðva á Íslandi. Hún verð- ur haldin í mars. Strákarnir eru ennþá að velja nafn á hljómsveitina en lagið sem þeir tóku var að sjálf- sögðu með Metallica, eða Fade to black. Lærði sjálfur að spila á gítar  13 ára í rokk- hljómsveit ásamt þremur bræðrum Ljósmynd/Eyþór Ingi Jónsson Hljómsveit Þessir strákar munu taka þátt í söngkeppni félagsmiðstöðva í mars og spila lag með Metallica. Auk Birkis skipa hljómsveitina: Elmar Blær Arnarsson, Haukur Sindri Karlsson og Þorlákur Már Aðalsteinsson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gítarleikari Birkir Blær Óðinsson er duglegur að æfa sig á gítar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.