Morgunblaðið - 20.02.2014, Qupperneq 80
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 51. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Hleyp á hverjum degi og raka ekki…
2. Mega ekki nota nafnið Pizzafabrikkan
3. „Ég er ekki 100% heil“
4. Nunnan dæmd í þriggja ára fangelsi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Ljóðabók Emils Hjörvars Petersen,
Refur, verður gefin út í Úkraínu á
árinu á vegum forlagsins Krok Pu-
blishers. Emil býr í Lundi í Svíþjóð og
er önnum kafinn við skrif síðustu
skáldsögu sinnar í þríleiknum Saga
eftirlifenda en auk þess kemur út ný
ljóðabók eftir hann í sumar. Refur er
önnur ljóðabók Emils og var gefin út
af Nykri árið 2008. Fyrir hana hlaut
hann Nýræktarstyrk Bókmennta-
sjóðs.
Ljóðabókin Refur
gefin út í Úkraínu
Bandaríski grín-
istinn og búktal-
arinn Jeff Dun-
ham mun koma
fram í Eldborg í
Hörpu 19. apríl nk.
Dunham skemmti
landanum í sept-
ember sl. og snýr
nú aftur með nýtt
efni. Dunham hefur undanfarið
ferðast um heiminn og tekið upp efni
í heimildarmynd um störf sín og vill
hann að Ísland komi þar við sögu, að
því er segir í tilkynningu. Í fyrra seld-
ist upp á tvær sýningar Dunhams í
Laugardalshöll og sóttu þær um sex
þúsund manns.
Dunham snýr aftur
Snorri Ásmundsson er meðal
þeirra listamanna sem boðið var að
taka þátt í einkasýningu aust-
urríska myndlist-
armannsins Franz
Graf, Siehe was dich
sieht, sem nú stendur
yfir í samtíma-
listasafninu 21 der
Haus í Vín. Snorri
sýnir þar málverk
en þau seldust öll
fyrir opnun.
Allt selt fyrir opnun
Á föstudag Norðaustan 13-20 m/s eystra, 10-18 m/s norðvestan-
til, en heldur hægari syðra. Snjókoma eða slydda eystra, él með
norðurströndinni en skýjað með köflum suðvestantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-15 m/s en 15-23 með suð-
austurströndinni. Dregur úr úrkomu austantil í kvöld. Minnkandi
frost, 0 til 8 stig síðdegis en hiti 0 til 5 stig sunnanlands.
VEÐUR
Línur eru farnar að skýrast í
NBA-deildinni í körfuknatt-
leik en liðin eiga nú eftir um
það bil 30 leiki af 82 í
deildakeppninni. NBA-
sérfræðingurinn Gunnar
Valgeirsson fer yfir stöðu
liðanna, baráttuna um efstu
sætin og slaginn á milli Le-
Bron James og Kevin Dur-
ant, en erfitt er að spá um
hvor þeirra verður valinn
besti leikmaður deild-
arinnar að þessu sinni. »4
James og Durant
slást um titilinn
Bandaríkjamaðurinn Ted Ligety er í
sérflokki í stórsvigi karla og þurfti
ekki hnökralausa síðari ferð til að
tryggja sér gullverðlaunin á vetraról-
ympíuleikunum í gær. Einar Kristinn
Kristgeirsson og Brynjar Jökull Guð-
mundsson bættu sig báðir í seinni
ferðinni og höfnuðu í 56. og 59.
sæti en þeir eiga eftir að
keppa í aðalgrein
sinni, sviginu.
»2-3
Ted Ligety er í
sérflokki í stórsviginu
Knattspyrnumaðurinn Eyjólfur Héð-
insson hefur ekki náð að spila nema
sex leiki í dönsku úrvalsdeildinni frá
ársbyrjun 2013. Hann glímir við þrá-
lát meiðsli í mjöðm og læknum geng-
ur lítið sem ekkert að fá botn í hvað
þar er á seyði. „Þetta er búið að vera
mikið vesen í hálft annað ár, eða síð-
an ég fékk högg á mjöðmina í ágúst
2012,“ segir Eyjólfur. »1
Meiðslavandræði Eyj-
ólfs í hálft annað ár
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Ég læri aðallega að spila lög með
því að skoða vefsíðurnar Google og
Youtube,“ segir Birkir Blær Óð-
insson, 13 ára gamall gítarsnillingur,
sem stundar píanónám í Tónlistar-
skóla Eyjafjarðar og er á fjórða
stigi. Hann hefur ekki stundað form-
legt nám í gítarleik og er því sjálf-
lærður. Hann hefur oft komið fram
með hljómsveitinni „Beasts of Odin“
sem er skipuð honum auk bræðra
hans þriggja; Hreins Orra, 11 ára,
sem spilar á trommur, Óðins Snæs,
17 ára, sem spilar á bassa, og Jó-
hanns Freys, 25 ára, sem er söngvari
hljómsveitarinnar.
Þungarokk af bestu gerð
Þeir spila ekki skagfirska sveiflu
heldur þungarokk af bestu gerð. „Ég
fékk áhuga á rokktónlist og þá fór ég
að leika mér eitthvað með gítarinn.
Uppáhaldshljómsveitir mínar eru
Metallica og Avenged Sevenfold,“
segir Birkir Blær, spurður út í
hvernig það atvikaðist að hann fór að
læra á gítar. Hann hlustar mikið á
rokktónlist en af íslenskum böndum
er Skálmöld í uppáhaldi.
Spurður hvort elsti bróðirinn
stjórni ekki hljómsveitinni tekur
Birkir dræmt í það og bendir á að
þeir stjórni jafnt. Greinilegt að
bræðrakærleikurinn er allsráðandi
því spilamennskan gengur glimrandi
vel.
Bræðurnir hafa m.a. komið fram á
Græna hattinum og í Hofi á Akur-
eyri. Fullyrða má að öll fjölskyldan
sé tónelsk. Hljómsveitin hefur troðið
upp með móður sinni, Elvý G.
Hreinsdóttur, og stjúpfaðir Birkis,
Eyþór Ingi Jónsson, er organisti í
Akureyrarkirkju og hefur einnig
spilað með honum. Faðir hans, Jón
Óðinn Waage, spilar ekki á hljóðfæri
en Birkir Blær bendir á að hann
hlusti mikið á tónlist. Í gegnum hann
hafi hann kynnst mörgum góðum
hljómsveitum.
Ferming er á næsta leiti hjá Birki
Blæ. Á óskalistanum er að sjálfsögðu
gítar, helst eins og sá sem gítarleik-
ari Avenged Sevenfold notar. Nú
langar hann mikið að einbeita sér að
því að læra að spila meira á gítar í
tónlistarskólanum og slaufa píanó-
inu í bili að minnsta kosti.
Æfingin skapar meistarann en
Birkir Blær æfir sig að minnsta kosti
einn til tvo tíma á dag á gítarinn.
Beast of Odin er ekki eina hljóm-
sveitin sem Birkir Blær er í því hann
er einnig í hljómsveit með skóla-
bræðrum sínum. Þeir unnu undan-
keppnina fyrir Samfés, söngkeppni
félagsmiðstöðva á Íslandi. Hún verð-
ur haldin í mars. Strákarnir eru
ennþá að velja nafn á hljómsveitina
en lagið sem þeir tóku var að sjálf-
sögðu með Metallica, eða Fade to
black.
Lærði sjálfur að spila á gítar
13 ára í rokk-
hljómsveit ásamt
þremur bræðrum
Ljósmynd/Eyþór Ingi Jónsson
Hljómsveit Þessir strákar munu taka þátt í söngkeppni félagsmiðstöðva í mars og spila lag með Metallica. Auk
Birkis skipa hljómsveitina: Elmar Blær Arnarsson, Haukur Sindri Karlsson og Þorlákur Már Aðalsteinsson.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gítarleikari Birkir Blær Óðinsson er duglegur að æfa sig á gítar.