Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 58
58 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is BOURGIE Hönnun: Ferruccio Laviani Svartur 49.000,- Glær 49.000,- TAKE Hönnun: Ferruccio Laviani Verð 17.500.- stk Reglur verða vitaskuld að ríkja í hverju samfélagi og nauðsynlegt er að þær séu sanngjarnar og/eða rétt- látar svo fólk fari almennt eftir þeim. Sennilega er það þó beinlínis hættulegt að byggja þær að- allega á meðaltal- stölum og „þjóð- hagslegum stærðum“, líkt og kommúnistar hafa svo ríka til- hneigingu til – að jafna allt út í með- almennsku. „Samfylkingin“ stóð á breiðum borða í kröfugöngu kommúnista 1936 og „Björt framtíð“ er líkt og „Besti flokkurinn“ frasi sem svokallandi sig nú um stundir „félagshyggjufólk“ notar til að viðhalda hugmyndakerfi sem fyrir löngu sýndi sig í að vera vit- laust. Líklega að stórum hluta sprott- ið af öfund, ef ekki vanmetakennd. Allt vill þetta fólk samt ugglaust vel á sinn hátt og fæst þeirra virðast algal- in. Vantar bara betri yfirsýn, sér ekki skóginn fyrir trjánum. Þyrfti að ferðast meira, einkum víðar. Hvert og eitt okkar er ein- staklingur, dýrmætur og sérstæður. Ekki þó einangraður frá hinum ein- staklingunum, þótt allir hafi sitt sér- svið, oft alveg frá barnsaldri – sum okkar jafnvel fleiri en eitt – enginn er eins og aðrir. Þessa staðreynd verður ævinlega að hafa í huga, ekki síst í grunnskólakerfinu – sem kommúnist- arnir náðu að stórskemma um ára- tuga skeið. Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar náðu þó að bjarga miklu, t.d. er Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra, innleiddi „lífs- leikni“ á sínum tíma. Oft á undan sinni samtíð sá maður. Kennarafélögin eru samt engin lömb að leika sér við og fórna hags- munum nemendanna miskunnarlaust eins og sagan sýnir. Sum verkföllin þeirra fyrrum, birtast nútildags í ófullnægjandi skólagöngu allt of margra próflausra einstaklinga – sem vel hefðu getað sprungið út, hefðu þeir fengið tækifæri til að „læra“, í stað reglugerðabundinna kvaða um að þeim skyldi „kennt“. Öllum á sama hraða (jafnrétti), samkvæmt op- inberri „fræðsluskyldu“ er sem hæg- ast gæti borið heitið „inntroðsla“. Órafjarri þörfum of margra nemenda, verður víst að segjast. Komið töl- fræðilega í ljós, samkvæmt PISA- rannsókn OECD. Hughreystandi er þó til þess að hugsa að mennta- og menningar- málaráðherrann í núverandi rík- isstjórn er skynsamur maður, æs- ingalaus og líklegur til dáða á við fremstu menntamálaráðherrana úr röðum sjálfstæðisfólks. „Eigi mun af veita“ væri orðtak sem vel ætti við á komandi misserum, er skólakerfið allt verður loks krufið til mergjar og kom- ið á nútímalegri framsæknum vinnu- brögðum. Agi endurreistur og við- leitni nemenda (auk kennara) verðlaunuð. Próf fái á sig yfirbragð leikja og skemmtunar líkt og spurn- ingakeppnir, gefandi stig eða gráður. Árangur af námi hvers og eins nem- anda njóti sannmælis og réttlætis. PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON leigubílstjóri. Víkur jafnrétti fyrir réttlæti í skólakerfinu? Frá Páli Pálmari Daníelssyni Páll Pálmar Daníelsson Bréf til blaðsins Það sækja margar hugrenningar og spurnir að þegar hlýtt er á fregnir af ýmsu óhugnanlegu sem mað- ur veit eða alla vega grunar að sé áfeng- istengt og máske eru hin ósögðu eða óskrif- uðu orð enn ágengari við hug manns, því ótrúlegt er hve miklum hlífiskildi er alltof oft haldið yfir öllu því misjafna sem teng- ist áfengi og áfengisneyzlu. Sannarlega væri t.d. þarft að fá sem áreiðanlegastar tölur um hlut- deild áfengisins í svo mörgu því sem hörmulega fer í samfélagi okkar. Vit- að er að sú hlutdeild er ótrúlega stór, skelfilegar tölur sem einstaka sinnum sjást eru sláandi, en af einhverjum ástæðum er þeim lítt haldið á lofti. Ég vil leyfa mér að fullyrða það að veiga- mikil ástæða fyrir því sé sú staðreynd að rannsakendur og þeir sem um fjalla á einhvern veg eru sjálfir neyt- endur, í mismiklum mæli að sjálf- sögðu, en um leið feimnir við að skella réttmætri skuld á „gleðigjafann“ sinn. Af handahófi skal áréttað hversu for- vitnilegt það væri að vita eiginlegan og sannaðan hlut áfengis í heimilis- ofbeldi, innbrotum, ofbeldisglæpum, banaslysum og er þá fátt eitt talið og gjarnan mega önnur fíkniefni fylgja með svo náin tengsl sem þar eru á milli. Nægir að nefna rannsóknir hlut- lausra og virtra vísindamanna sem hafa sannað að neyzla ólöglegra fíkni- efna hefjist í nær 100% tilfella með áfengisneyzlu, nokkuð sem ég dreg svo sem ekki í efa. Alla vega er það svo að vá tóbaks- neyzlunnar er ólíkt betur tíunduð, blessunarlega, svo mikill örlagavaldur sem tóbakið óneitanlega er. Við sem horfum algáðum augum á samfélagið vitum hins vegar mætavel hvers lags örlagavaldur áfengið getur orðið, allt yfir í bein eða óbein ótíma- bær dauðsföll og samt má helzt ekki um þessa vá tala eða skrifa, því nóg er um dýrð þessara veiga og dásemd þeirra fimbulfaldað, án nokkurs fyr- irvara, hvað þá að einhver aðvör- unarljós séu tendruð. Við vitum að áfengisauðvaldið er víða að verki, enda fjármunir ógæfunnar drjúgir hjá því liði og alltof oft finnst manni sem um- fjöllun lofsöngsins um áfengið eigi þar rætur sínar, enda ekki ein- leikið hvernig fólk getur fjallað um áfengismál án þess að nokkurn skugga beri þar á. En stundum er manni komið á óvart, en ég tók sérstaklega eftir því í umfjöllun ágætri um aldarafmæli Eimskipafélags Íslands, þegar fjallað var um farþega- siglingar til annarra landa að þar hefði alvarlegan skugga borið á ferð- irnar og það var óhófleg áfengis- neyzla um borð svo að til vandræða var. Minnir okkur á að vandamálin eru ekki ný af nálinni, minnir okkur einnig á þörfina að segja satt og rétt frá þar sem áfengið á í hlut og mættu margir mikið af því læra. Og af því þessar línur eru blaðfestar í þorralok þá er máski rétt að enda á þeim sið sem fylgt hefur þorrablótum og fylgir enn að þar sé kneyfað áfengi af slík- um röskleika að eftirmálin geta orðið mörg og margvísleg og ekki af skemmtilegra taginu. Þar eins og víð- ar í skemmtanalífi okkar er reynt að setja samasemmerki milli þess að fólk skemmti sér og áfengisneyzl- unnar og má ég þá minna á orð góð- vinar míns sem ég hitti fyrr í vetur og sagði nokkurn veginn þetta: „Nú er ég löngu hættur að drekka og loksins uppgötvaði ég það að ég hefi bláedrú skemmt mér betur á samkomum en nokkru sinni fyrr og ég sem hélt einu sinni að það þýddi ekki að skemmta sér án áfengis. Og minnstu svo ekki á eftirköstin sem oft fylgdu manni áður fyrr.“ Þorraþankar geta vart endað á sannari hátt. Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » Sannarlega væri t.d. þarft að fá sem áreiðanlegastar tölur um hlutdeild áfengisins í svo mörgu því sem hörmulega fer í samfélagi okkar. Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT. Þankar í þorralok Það er með ólík- indum hvernig for- kólfar verkalýðshreyf- ingarinnar vinna og tala. Áberandi er þetta hjá Gylfa Arnbjörns- syni forseta ASÍ. Hann tönnlast alltaf á því að það verði að sýna ábyrgðartilfinn- ingu í samningum og gæta þess að gera ekki of miklar kröfur til að koma í veg fyr- ir verðbólgu. Það er eins og hann haldi að verð- bólga sé af völdum láglaunafólks. Er þessi blessaði maður (hagfræðingur) gjörsamlega tómur í hausnum? Verð- bólga verður til vegna þess að engin stjórn er á verðlagningu. Veit hag- fræðingurinn ekki að þegar verðbólg- an var sem mest hér á landi á síðustu öld, þá voru í gildi ákvæði á milli laun- þega, vinnuveitanda og stjórnvalda um að laun skyldu fylgja verðlagi og yrði hækkun á verðlagi samkvæmt verðlagsvísitölu þá kæmi hækkun launa til samræmis við hækkun henn- ar einum mánuði eftir að verðlags- vístala var birt? Þetta sannar að verð- bólga er ekki af völdum launafólks. Launafólk, sem vinnur eftir samn- ingsbundnum launum og kjörum, or- sakar aldrei verðbólgu. Áður en þetta samkomulag var gert voru verkföll mjög tíð því samn- ingar voru bundnir til ákveðins tíma, t.d. eins árs, og oft með fyrirvara um uppsögn ef verðlag hækkaði. Erfiðlega gekk oft að fá viðsemj- endur til að leiðrétta þetta og var þá eina vopn verkalýðshreyfingarinnar til að verja kaupmátt umsamdra launa á þessum verðbólguárum, að hóta verkfalli ef ekki fengist leiðrétt- ing á launum þeirra. Verðbólgan eftir miðja síðustu öld var mikil, oft 18-20%, sem orsakaði gífurlegt tjón fyrir alla og olli því að ótrúlegur fjöldi vinnudaga tapaðist hjá þjóðinni, eða allt að 1000 vinnu- dögum á ári. Þessi samningur milli aðila vinnu- markaðarins náði aðeins að stöðva verkföllin en ekki að stöðva verðbólg- una því víxlverkanir verðlags og launa héldu áfram. Einnig urðu ýms- ar stjórnvaldsaðgerðir til að orsaka verðbólgu eins og geng- isbreytingar sem oft var ráðist í að kröfu útgerð- arinnar. Þegar svo var komið að þessar víxl- verkanir verðlags og launa væru að þróast í óðaverðbólgu sáu menn að þetta yrði að stöðva. Þá urðu til samningar, 1986 og 1990, sem kall- aðir hafa verið þjóð- arsátt. Þar var ákveðið að slíta tengslin milli verðlagsvísitölu og launavísitölu. Helstu aðilar að þeim samningum voru Einar Oddur Kristjánsson al- þingismaður, Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Dagsbrúnar. Þáttur Einars var tvímælalaust stærstur í þessum ákvörðunum. Þetta var mjög virtur maður og átti sterk ítök innan VSÍ, en einnig innan Sjálfstæðisflokksins. Hann vissi, sem og allir aðrir hugs- andi menn, að tækist ekki að stöðva verðbólguna, þá færi allt í sama far og áður. Hann vissi einnig að launþega- hreyfingin myndi ekki brjóta það samkomulag, því ekkert skaðar hana meira en verðbólga og verkföll. Og þetta tókst hjá þessum þremenn- ingum því síðustu árin fyrir aldamót var lítið um stórátök á vinnumark- aðinum. En nú er af sem áður var, enginn boðlegur maður hvorugum megin borðsins, Einar Oddur er látinn sem og Guðmundur, og Ásmundur horf- inn úr þessari baráttu. Gylfi Arnbjörnsson er gjörómögu- legur formaður verkalýðsins, og hon- um ætti að segja upp sem allra fyrst. Hann hugsar eingöngu sem fræði- maður um nauðsyn þess að stöðva verðbólgu og ætlast til þess að verka- lýðshreyfingin verði að vera þar í far- arbroddi. Þetta er alröng hugsun því verð- bólga er og verður aldrei að frum- kvæði launþega. Verðbólga verður til vegna stjórnvaldsákvarðana og sjálf- tökuaðila í ýmsum rekstri t.d. versl- unareigenda og annarra þeirra sem skammta sér laun og kjör að eigin geðþótta. Þar ræður Gylfi engu þó hann betli til viðsemjenda sinna um að stöðva verbólgu. Frumskylda verkalýðshreyfing- arinnar er að standa vörð um afkomu þeirra sem minnstu hafa úr að spila þ.e. láglaunafólks, öryrkja og meiri- hluta eldri borgara. Verkalýðshreyfingin á að einbeita sér að því að þvinga viðsemjendur sína og stjórnvöld til að beita virkara verðlagseftirliti með refsiákvæðum á sjálftökuhópa um laun sín. Verkalýðshreyfingin hefur engin völd til að stöðva eða refsa sjálf- tökuaðilum fyrir hækkun launa eða verðlags, hún getur aðeins beitt verk- fallsvopninu og það er neyðarréttur, sem er engum til góðs og er ekki beitt nema í ýtrustu neyð. Það er algerlaga á valdi stjórn- valda og samtaka atvinnuveitenda að halda verðbólgunni í skefjum, þannig að sá stöðugleiki náist sem allir telja að þurfi að vera . Betliboðskapur Gylfa er að þessu leyti staðfesting á því að hann veit að það er rétt, sem hér er fullyrt um or- sök verðbólgu. Það er því skylda vald- hafanna, hvers einasta aðila þeirra, að stöðva þá þróun, sem nú er að verða og þeir sem betur mega sín taki fullan þátt í baráttu við verðbólguna og hætti að láta þá sem minna mega sín bera alltaf alla byrðina. Frjóar hugmyndir koma sjaldan úr hausum kerfiskarla, en ég vil benda á eina leið til að knýja á um lausn þessa vanda og hún er sú að ASÍ noti eign sína, afl og auð í lífeyrissjóðunum til að knýja á um lausn þessa vanda. Eftir Hafstein Sigurbjörnsson Hafsteinn Sigurbjörnsson »Verðbólga verður til vegna þess að engin stjórn er á verðlagningu. Höfundur er eldri borgari. Villa verkalýðshreyfingarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.