Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 36
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Kvikmyndahátíð á Skagaströnd Jolene Mok, kvikmyndagerðarkona frá Hong Kong, tekur upp út um opnar dyr. Ólafur Bernódusson Skagaströnd Kvikmyndahátíðin The Weight of Mountains verður haldin á Skaga- strönd dagana 21.-23. febrúar. Tíu erlendir kvikmyndagerðamenn, sem dvalið hafa í Nes listamiðstöðinni í þrjá mánuði, hafa unnið að und- irbúningi hátíðarinnar. Hver og einn þeirra hefur gert stuttmynd sem tengist þemanu: Maðurinn og um- hverfi hans á Skagaströnd og verða þessar myndir sýndar á hátíðinni ásamt fleirum. Kvikmyndahátíðin er í umsjón Melody Woodnutt og Tims Marshall frá Nes listamiðstöðinni en allar myndirnar, sem sýndar verða, fjalla um það hvernig umhverfið hefur áhrif á okkur og hvernig við mótum umhverfið. Hátíðin hefst með opnunarhátíð í Café Bjarmanes klukkan 19 á föstu- dagskvöld þar sem gestum gefst færi á að spjalla við kvikmyndagerð- arfólkið um verkefni þess. Þar verð- ur einnig sýnd stuttmyndin Kvik- myndabréfin eftir Emely McAllan en þar er skyggnst inn í líf kvik- myndagerðarmannanna á Skaga- strönd undanfarna þrjá mánuði. Glöggt er gests augað Á laugardeginum hefst dagskráin með barnasýningu á myndinni: Oz: The Great and Powerful í félags- heimilinu Fellsborg. Sýningar á stuttmyndunum hefjast svo klukkan 19 um kvöldið. Myndirnar verða sýndar sem myndir í vinnslu, því þær eru ekki fullgerðar, en eiga þó að sýna viðfangsefni hvers og eins með skýrum hætti. Mynd Jolene Mok frá Hong Kong nefnist Landið og trén vilja ekki kenna mér neitt en fólkið á staðnum gerir það. Myndin er gerð með það í huga að Íslendingar telji að „göggt er gestsaugað“. Alasdair Bayne frá Skotlandi sýn- ir mynd sem hefur vinnutitilinn: Old Terror. Í myndinni leitast höfundur við að sýna hvernig það er að alast upp á Skagaströnd. Myndin segir frá hópi unglinga og hvernig þeir fást við ást, einmanaleika, skóla- göngu og „snapchat“. Rachel Lin Weaver frá Bandaríkj- unum sýnir Húnaflóa sem er til- raunakennd mynd um fisk, missi, hafið, þekkingu mannsins, vitneskju um fiskinn, ást, sorg, leit og það sem fiskar segja hver öðrum. Jayne Amara Ross frá Frakklandi sýnir mynd sína Spákonufell sem er myndræn frásögn, uppbyggð af kyrramyndum, sem lýsir eðli sam- félags og þýðingu dulrænna hluta í mótun sjálfsmyndar. Emely MacAllan frá Ástralíu er með mynd sína: Hjátrú. Hún er af- rakstur þriggja mánaða vinnu við að fanga bernskudrauma á Norðulandi og sýnir á sinn hátt umbreyt- ingareðli staða. Yu Arakai frá Japan hefur gert myndina: Road Movie sem fjallar um viðburði í samfélaginu, kvik- myndagerð og ferðina eftir hinni sögulegu Leið 66. Morgan Rhys Tams er með A Cartography of Iconic Memory, sem eru fjórar stuttar teiknimyndir, sem hann hefur gert. Myndirnar má sjá í snjallsíma en til þess verða áhorf- endur að leita myndirnar uppi eftir korti og úti í náttúrunni. Shilpa Munikempanna frá Ind- landi/Bandaríkjunum sýnir mynd sína: 3.37 I Do Not See You. 3.37 er sá tími sem tekur hana að reykja eina sígarettu. Til þess að geta það hættir hún sér út til að sjá veröldina þar sem hún dvelur. Temujin Doran frá Bretlandi er með mynd sem hann kallar: Untit- led. Hann hefur mikla reynslu af vetrinum eftir að hafa kvikmyndað á Suðurskautslandinu. Mynd hans um Skagaströnd mun draga dám af því. Boris Schaarschmidt frá Þýska- landi sýnir myndina Eldur á himni. Myndin sýnir norðurljósin og upp- lifun Borisar af þeim eftir að hafa dreymt um að sjá norðurljós frá barnæsku. Á sunnudeginum hefjast sýningar á myndum sem heimamenn á Skaga- strönd eiga í fórum sínum klukkan 14 og inn í það kemur myndin Búðin eftir Árna Gunnarsson á Sauð- árkróki. Í þeirri mynd fjallar Árni um lifandi goðsögnina, Bjarna Har- aldsson, kaupmann á Sauðárkróki. Klukkan 17 verða síðan sýndar tvær kvikmyndir í fullri lengd hvor á eftir annarri: Á annan veg, eftir Haf- stein Gunnar Sigurðsson og A Place Beyond the Pines eftir Derek Cian- france frá Bandaríkjunum. Allar myndirnar verð sýndar í Fellsborg og ókeypis er inn á alla viðburði hátíðarinnar. Stuttmyndir um lífið á Skagaströnd á kvikmyndahátíð  Tíu erlendir listamenn sýna myndir unnar í Nes listamiðstöðinni 36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 ÞÓRA EINARSDÓTTIR · VIÐAR GUNNARSSON · ELMAR GILBERTSSON JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON · ELSA WAAGE · GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR · BERGÞÓR PÁLSSON ÁGÚST ÓLAFSSON · BJÖRN INGIBERG JÓNSSON · KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR DANSHÖFUNDUR: INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR · LÝSING: PÁLL RAGNARSSON BÚNINGAR: ÞÓRUNN S. ÞORGRÍMSDÓTTIR · LEIKMYND: GRETAR REYNISSON HLJÓMSVEITARSTJÓRI: PETRI SAKARI · LEIKSTJÓRI: STEFÁN BALDURSSON TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI MIÐASALA Í HÖRPU OG Á HARPA.IS MIÐASÖLUSÍMI 528 5050 Ragnheiður ópera eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson WWW.OPERA.IS FRUMSÝNING 1. MARS 2014 - ÖRFÁ SÆTI LAUS 2. SÝNING 8. MARS - ÖRFÁ SÆTI LAUS 3. SÝNING 15. MARS - ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. SÝNING 22. MARS - NÝKOMIN Í SÖLU! Borgaryfirvöld ætla að boða til opins fundar fljótlega til að hafa samráð við íbúa vegna endurhönnunar á Hofs- vallagötu á milli Hringbrautar og Ægisíðu. Fjallað var um breytingarnar á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær en fram- kvæmdirnar eiga að hefjast á þessu ári. Borgin ætlar 150 milljónir króna til verksins. Þegar hönnunin liggur fyrir verður hún jafnframt kynnt á vefsvæði borg- arinnar, í þjónustumiðstöð Vestur- bæjar, sundlauginni og í hverfisversl- unum. Hægt verður að senda inn athugasemdir vegna hennar í tvær vikur. Í tilkynningu frá borginni kemur jafnframt fram að framkvæmdin sé liður í því að framfylgja nýju aðal- skipulagi Reykjavíkur þar sem að öll- um ferðamátum sé gefið rými á göt- um borgarinnar. Hofsvallagata sé aðalgata í þessum hverfiskjarna í Vesturbænum en við endurhönnun slíkra gatna eigi þarfir og öryggi hjól- andi, gangandi og hreyfihamlaðra ávallt að vera í fyrirrúmi. Markmið breytinganna sé meðal annars að draga úr hraða bíla- umferðar, hávaða og bæta öryggi og loftgæði. Við endurgerð hennar verða bæði reinar fyrir bifreiðir og reiðhjól auk gangstétta og fyrirkomulag bílastæða endurskoðað. Einnig er gert ráð fyrir umferðar- og gangbrautarljósum að því er segir í tilkynningunni. Stefnt er að því að hönnunarvinnu ljúki í sumar og framkvæmdum næsta vetur. Verkfræðistofan EFLA og lands- lagsarkitektar frá vinnustofunni Landslagi verða ráðgjafar við verkið. Efna fljótlega til íbúa- fundar um Hofsvallagötu  Liður í nýju aðalskipulagi  150 milljónir króna ætlaðar til verksins Morgunblaðið/Árni Sæberg Breytingar Tímabundnar hjólareinar hafa verið markaðar á Hofsvallagötu en þær verða gerðar varanlegar eftir framkvæmdirnar sem hefjast í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.