Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.02.2014, Blaðsíða 61
MINNINGAR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2014 þig. Ég tók upp mörg mynd- bönd af þér sem ég er svo ánægð að hafa gert því ég get horft á þau og þá líður mér allt- af betur. En núna ertu komin í sum- arlandið, elsku amma mín, sem þú talaðir oft um, mér líður allt- af betur að hugsa til að þú sért laus við alla verki og sért með þínum nánustu sem þú hefur misst í gegnum tíðina. Ég veit þér líður vel núna og þú vakir yfir okkur öllum. Kemur örugg- lega í heimsókn til að stríða mér aðeins því þú sagðist alltaf ætla gera það því ég var alltaf að stíða þér og þú varst nú svolítið stríðin líka. Ég elska þig, amma mín, af öllu mínu hjarta og sakna þín svo mikið. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjan- lega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigga Dúa.) Þín Erla Sylvía. Elsku amma mín, mikið sakna ég þín. Þú varst einstök. Skemmtileg, ákveðin og stríðin. Þú varst ótrúlega dugleg og flottur karakter. Þú varst fyr- irmyndarmanneskja og fyrir- mynd mín. Við vorum miklar vinkonur og það var alltaf svo gaman að koma til þín. Ég gisti oft hjá þér og reglurnar voru ekki margar en ein reglan var sú að ég mátti aldrei fara að sofa fyrr en ég hafði farið með bænirnar en Faðirvorið kenndir þú mér. Það þurfti ekki mikið til að gleðja þig. Nokkrir kossar og faðmlög lagaði heilmikið. Það verður erfitt að fá ekki að sjá þig aftur og halda utan um þig. Ég veit að þú verður alltaf hjá mér. Ég er þakklát að hafa átt þig fyrir ömmu. Ásgerður Guðjónsdóttir. Elsku amma mín. Mikið á ég eftir að sakna þín sárt. Ég er svo rosalega glöð yfir að hafa fengið að kynnast þér og að strákarnir mínir hafi fengið að eyða tíma með langömmu sinni. Mér fannst sambandið okkar breytast mikið síðustu ár- in þar sem ég fékk að kynnast þér og þínum persónuleika á annan hátt. Þú varst stríðin, hlý, umhyggjusöm og ákveðin kona sem var óhrædd við að segja sínar skoðanir. Ég gleymi seint svipnum sem þú settir alltaf upp þegar maður náði að hneyksla þig og ég geri ekki annað en að brosa þegar ég hugsa um hann og ég efast ekki um að aðrir geri það líka.Ég á eftir að sakna allan tímans sem við höfum eytt í að tala um allt og ekkert. Þú varst svo forvitin að þú hafðir mikið af sögum að segja sem erfitt verður að gleyma. Það sem að mér fannst best var að ég gat alltaf leitað til þín og talað við þig um öll hjartans mál. Þú hefur veitt mér mikla ást og hamingju í gegnum lífið sem ég mun varðveita í hjarta mínu. Ég elska þig endalaust elsku amma mín Elsku mamma, Sigga, Guð- jón, Fríða, Gunni, Kidda og fjöl- skyldur, ég votta ykkur mína innstu samúð. Salbjörg Tinna Ísaksen. Elsku amma mín. Þá ertu komin í sumarlandið, strengurinn slitinn og þú frjáls á ný. Mikið sem ég á eftir að sakna þín, hlátursins, þrjóskunnar, brossins, stríðninnar og glettn- innar í augunum. Við vorum óendanlega heppin að eiga þig að, fjöldi heimsókna í ást, kaffi og pönnukökur, löng símtöl og endalaust slúður. Ég hefði viljað hitta þig oftar, gera dætrum mínum kleift að kynn- ast þér betur. það er oft ekki fyrr en eftir á sem maður sér hvað tíminn er dýrmætur. Þú varst falleg, sterk og dugnaðarforkur, fyrirmynd. Sú innsýn í líf þitt sem þú gafst mér sagði svo margt um þig, ekki bara ömmu, heldur Jó- hönnu, hana er ég þakklát fyrir. Ég er líka þakklát fyrir síðustu dagana þína. Ég fékk að halda í höndina á þér, knúsa þig, kyssa og kveðja þig – eins erfitt og það var, þá var það ómetanlegt. Elsku mamma, systkini og allir þeir sem eiga um sárt að binda, megi ljós hennar sameina ykkur og styrkja í sorginni. Við grátum í söknuði yfir gleðinni sem þú veittir okkur, hlýlega umvafin minningum. Ég læt þig standa við gefin heit og fæ knús og kökuhlaðborð hjá þér þegar minn tími kemur. Hera Sif og Freyja Rán senda þér kveðju með orðunum: „Langamma það er mjög erfitt að vera hérna án þín, við elskum þig mjög mikið.“ Hvíldu í friði, elsku amma, við elskum þig ávallt. Þóra Gunnur Isaksen og fjölskylda. Hún Hanna frænka, eins og við systkinin kölluðum hana Jó- hönnu Sigurást móðursystur okkar, er nú vonandi komin til systra sinna þeirra Völlu og Lillu. Þegar ég og fjölskylda mín heimsóttum Hönnu og Tinna í Njarðvíkina þá sagði hún okkur frá því að hún sakn- aði mömmu mjög mikið en sagð- ist samt vel finna fyrir nálægð hennar. Það var alltaf eitthvað svo notalegt við hana Hönnu frænku og okkur systkinunum þótti það oft mikið ævintýri að koma til hennar og fjölskyld- unnar í Safamýrina þegar við vorum yngri. Eins þegar ég á mínum yngri árum glímdi við veikindi og við mamma urðum að dvelja í borginni, þá áttum við alltaf góðan samastað hjá Hönnu frænku þó svo að hún hafi eflaust haft nóg á sinni könnu enda með fullt hús af skemmtilegum börnum sjálf. Í minningunni var það líka skemmtilegur tími þegar Hanna og Kidda komu til Ísafjarðar og voru hjá okkur um tíma í Mið- túninu. Þó svo að þær systur hafi ekki verið mikið að hittast svona seinni árin þá höfðu þær alltaf samband reglulega hvor við aðra og við fengum alltaf að fylgjast með því sem Hanna og hennar fólk var að fást við hverju sinni og ég veit að henni þótti gott að fá fréttir af okkur líka. Það er mér mikils virði að hafa náð að kveðja elskulega Hönnu frænku viku áður en hún kvaddi og ég gat skilað til henn- ar góðum kveðjum frá fólkinu hennar á Ísafirði. Sigríður J. Sigurjónsdóttir. ✝ Sigurður varfæddur þann 26. apríl 1925 í Reykjavík. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga á Húsavík þann 11. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Jón Kjart- ansson, f. 20.7. 1983, d. 6.10. 1962, ritstjóri, alþingismaður og sýslumaður í Skaftafellssýslum, og Ása Sigurðardóttir Briem f. 14.6. 1902, d. 2.11. 1947, hús- móðir. Systur Sigurðar eru þær Guðrún, f. 1928, Halla, f. 1935 og samfeðra er Sólrún, f. 1955. Sigurður, eða Diddi eins og hann var mjög oft kallaður, varð stúdent frá M.R. árið 1945 og Cand. juris frá Háskóla Íslands árið 1951, héraðsdóms- lögmannsréttindi fékk hann ár- ið 1967. Hann starfaði sem fulltrúi hjá sýslumanni Skafta- fellssýslna frá 1951 til 1962 og aftur frá árinu 1963 til 1964. Hann var settur sýslumaður í Skaftafellssýslum frá 8.10. 1962 til 1.2. 1963. Fulltrúi var hann hjá sýslu- manninum í Rang- árvallasýslum frá 1964 til 1965. Árið 1966 fór hann síðan norður í land og réð sig sem full- trúa hjá bæjarfógetanum á Húsavík og sýslumanninum í Þingeyjarsýslum. Sem fulltrúi sýslumanns og staðgengill hans starfaði hann síðan til ársins 1992, er hann lét af störfum vegna aldurs. Sigurður tók þátt í ýmsum félags- og trún- aðarstörfum í gegnum árin. Útför Sigurðar verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag, 20. febrúar 2014, og hefst athöfnin klukkan 14. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir, innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Nú er hann Sigurður bróðir, eða Diddi eins og ég kallaði hann alltaf, látinn. Á milli okk- ar eru þrjátíu ár, sem er nú lík- lega ekki mjög algengt á milli systkina. Ég á nokkur ánægju- leg minningabrot um hann úr bernsku austan úr Vík, þar sem okkar leiðir lágu saman mín fyrstu æviár. Þau minningabrot snúa aðallega að því hvað Diddi var alltaf ljúfur og góður við mig en einnig hvað hann var léttur á fæti ! Ég man til dæm- is vel eftir því hvernig hann fór oftast stigann á milli hæða heima í sýsló. Ég fylgdist með því hvernig hann tók tvö til þrjú þrep í einu og smellti oft fingrum um leið. Mér hefur greinilega fundist þetta allt að því ofurmannlegt, svo vel man ég þetta og ég gerði margar til- raunir til þess að ná þessum fingursmellum. Það gekk nú eitthvað brösuglega – en ég man að hann reyndi hvað hann gat til að aðstoða mig, litlu stelpuna, við að ná að smella fingrum. Eftir að pabbi dó þá fluttum við úr sýslumannsbú- staðnum og í sitt hvora áttina. Frá árunum þar fyrst á eftir á ég helst minningar um það hve hann var viljugur að skrifast á við mig, krakkann og síðan unglinginn, og hvað hann skrif- aði alltaf eitthvað uppörvandi – hrósaði kannski fyrir skriftina eða hvað annað sem hann fann til að vera hvetjandi. Þó að heimsóknirnar norður hafi ekki verið margar í gegn- um árin, þá eru minningarnar um þær góðar, hvort sem það var á Ásgarðsveginn eða á dvalarheimilið Hvamm. Það var notalegt að finna hvað honum virtist strax líða vel á Hvammi, en þangað flutti hann þegar heilsan var farin að gefa sig. Upp úr stendur alltaf minning- in um heimsókn okkar Steinu systur til hans fyrir mörgum árum. Við bjuggum á hótelinu „hjá honum Einari vini mínum“ eins og Diddi sagði. Þar borðuðum við saman þrjú og fórum svo með honum vítt og breitt að skoða okkur um. Hann hafði leigt bíl og keyrði okkur um sýsluna og sýndi okkur með stolti alla þá fallegu og merku staði sem sýslan hefur upp á að bjóða. Það var einstaklega gott veður þessa daga, sólskin og hiti – en allan tímann var okkar maður í sínum jakkafötum, frakka, í skóhlífum og með hattinn. Það verður ekki frá honum tekið að hann var alltaf vel upp færður og huggulegur – og hattinn tók hann sjaldan ofan utanhúss. Það sem hefur alltaf fylgt Didda er bæði áhugi hans á klassískri tónlist og einnig áhugi á að ferðast til annarra landa. Hann tengdi þetta tvennt einmitt saman í þónokkrum ferðum sínum til Vínarborgar, ekki síst þegar hann fór þar á nýárstónleikana. Hann fór einnig í tvígang á Ólympíuleika, til München árið 1972 og til Rómar árið 1960 – en ég á ennþá sérstaka skautadúkku sem hann færði mér frá Róm- arleikunum. Það er vart hægt að lýsa því með orðum hvílíka hrifningu hún vakti hjá mér, fimm ára stelpunni, á þeim tíma. Far þú í Friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Blessuð sé minning Sigurðar Briem Jónssonar. Sólrún og fjölskylda. Við Sigurður Briem kynnt- umst um miðjan sjötta áratug síðustu aldar. Þá var ég sex ára en hann um þrítugt. Þegar hér var komið sögu hafði móðir mín, Vilborg Stefánsdóttir frá Litla Hvammi, gifst föður Sig- urðar, Jóni Kjartanssyni, sýslu- manni í Vík. Ein mín fyrsta minning af Sigurði tengist því þegar hann ávarpaði móður mína sem Vil- borgu. Í fyrstu hélt ég að hann hefði mismælt sig enda þekkti ég móður mína eingöngu sem „Boggu.“ En svo var auðvitað ekki, Sigurður ávarpaði móður mína aldrei á annan hátt. Milli þeirra ríkti alla tíð gagnkvæm virðing og vinátta. Önnur minning tengist va- skri en óvæntri framgöngu Sig- urðar við eldhússtörfin. Í Mýr- dal gekk þá ein svæsnasta flensa í manna minnum og meirihluti Víkurbúa lagðist á sóttarsæng. Þá lágum við mæðgurnar all- ar og Jóna Sigríður, frænka okkar, heldur rislitlar í hjóna- rúminu í embættisbústað sýslu- manns. Sjálfur var húsbóndinn á Alþingi „fyrir sunnan“ eins og við sögðum jafnan í sveit- inni. Ég sé lögfræðinginn enn ljóslifandi fyrir mér svífa með matarbakkann inn um dyrnar, eins og þaulvanan framreiðslu- mann og bjóða okkur súpu. Þetta er í eina skiptið sem ég minnist þess að Sigurður hafi látið til sín taka við þjónustu- störf af þessu tagi en þegar á reyndi sinnti hann þeim af sömu fágun og öðrum verkum. Ég rifjaði þessa minningu upp í heimsókn á Húsavík fyrir nokkrum árum og komst að því að hún var honum jafn ljóslif- andi og mér. Árið 1963 skildi leiðir okkar Sigurðar og um nokkurra ára bil hittumst við ekki. Þetta átti þó eftir að breytast og ég á margar ánægjulegar minningar frá heimsóknum til Sigurðar á Húsavík. Ég sé hann fyrir mér með pípuna sína á rabbi við mömmu þar sem þau sátu og drógu upp myndir af liðnum atburðum og skemmtilegu samferðafólki í Mýrdal. Ég sé hann líka sitja við píanóið og spila „Für Elise“ sérstaklega fyrir mig. Eftir- minnilegasta heimsóknin er þó þegar við Sólrún systir heim- sóttum hann í fyrsta sinn á Húsavík. Hann hafði séð fyrir öllu, sótti okkur á flugvöllinn, bókaði okkur inn á hótel, ók okkur um héruð, sýndi okkur fegurð sveitanna og kynnti okkur fyrir fólki. Við systur brosum enn yf- ir minningunni af ferð okkar með Sigurði í Ásbyrgi á heitum sumardegi. Hann brá ekki út af vananum og var í sínum dökka frakka og með hatt á höfði sem hann þó tók ofan öðru hvoru og hafði á orði að það væri bara fremur hlýtt í dag. Sigurður var enda ævinlega vel klæddur, hann var glæsimenni, hávaxinn og grannur, fríður sýnum, dökkhærður og léttfeti í hreyf- ingum. Hann var ekki maður margra orða en mér fannst sá háttur hluti af hans fáguðu, mildu og hófstilltu framkomu. Bakkus var hans förunautur og þeir háðu marga hildi en Sig- urður hafði betur og hélt reisn sinni og sjálfsvirðingu allt til enda. Við Sigurður hittumst síðast sumarið 2012. Þá var hann hress og ræddi við okkur gesti sína um heima og geima. Á leiðinni út af Hvammi höfðum við fjölskyldan á orði að honum væri ekki fisjað saman þessum nærri níræða manni því hann var minnugri en við öll þrjú til samans hvort sem rætt var um stöðuna í enska fótboltanum, þjóðmál eða löngu liðna skák- snillinga. Nú er komin kveðjustund og hún öllu endanlegri en hinar fyrri. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Sigurð Briem að bróð- ur þótt ekki værum við blóð- skyld. Í mínum huga var Diddi drengur góður. Hann hafði ein- staklega góða nærveru og hana get ég enn kallað fram. Ég hefði viljað hafa hann nær mér og hitt hann oftar en sú varð ekki raunin. Við bætum það upp þótt síðar verði. Steinunn Helga. Sigurður Briem Jónsson Með þessum ör- fáu orðum vil ég kveðja Kristján Arngrímsson, lífs- listamann, athafna- mann, fræðimann, uppfinninga- mann og margt fleira, en síðast en ekki síst, leiðsögumann. Við Kristján höfðum þekkst lengi – eða alveg frá 1963. Ég var þá ráðinn til að gera upp reikningshald fyrir Vikublaðið Fálkann, sem þá var útbreitt blað á Íslandi. Einn fyrsti mað- ur sem ég hitti fyrsta vinnu- daginn var einmitt Kristján, en hann var útbreiðslustjóri blaðs- ins. Hann tjáði mér að það væri Kristján Arngrímsson ✝ Kristján Arn-grímsson fædd- ist 26. júní 1929. Hann lést 3. febr- úar 2013. Útför Kristjáns fór fram 12. febrúar 2014. enginn vandi að færa reiknishald fyrir svona fyrir- tæki, hann hafði sjálfur fundið upp alveg sérstaka að- ferð til þess, meira að segja fundið upp allskonar eyðublöð til að létta starfið – það þyrfti bara að fylla þau rétt og skil- merkilega út. Ég man ég spurði af hverju það hefði ekki verið gert í nokkur ár. Hann svaraði að hann héldi að engum af öll- um starfsmönnum blaðsins hefði verið falið það starf sér- staklega, og því hefði það ekki verið gert. Blaðið var lagt niður þegar forsvarsmönnum blaðsins var ljós niðurstaða reikningsskil- anna og uppgjör lá fyrir. Við hittumst oft næstu ár og áttum margskonar samskipti. Kristján var frumlegur mað- ur í hugsun og pældi í ýmsu og hafði margar frumlegar hug- myndir. Hann var sílesandi og sískrifandi. Hann lifði sig inn í staðhætti á Íslandi og hvernig þeir tengdust Íslandssögunni, þróun verslunar, búskaparhátta og landgæða og byggðaþróun almennt. Hann hafði margar frumlegar kenningar uppi um þau efni, sem vissulega eru þess virði að þeim séu gerð al- mennileg skil. Kristján gaf út nokkrar bæk- ur um hugðarefni sín, m.a. bók- ina Ísland – ferðaleiðir – sem er yfirgripsmikið rit um staði, örnefni og ferðaleiðir, úgefin 1987. Það rit er raunar þrek- virki á þessum vettvangi. Eins gaf hann út í mörg ár, yfir sum- armánuðina, sérstakt frétta- og upplýsingablað, á ensku, sér- staklega ætlað erlendum ferða- mönnum. Þegar hann lést hafði hann í smíðum að minnsta kosti þrjár bækur, sem ef til vill verða gefnar út síðar. Þessi ódrepandi áhugi hans leiddi, meðal annars, til þess að hann varð síðar leiðsögumaður, einkum erlendra ferðamanna, einn af þeim fyrstu sem lögðu þann starfa fyrir sig sem aðal- atvinnu. Hann varð frægur í hópi félaga sinna fyrir þekk- ingu sína. Hann var einnig for- svarsmaður að stofnum Félags leiðsögumanna, sem var stofnað árið 1972 og bar samtök þeirra og menntun mjög fyrir brjósti. Ég minnist ótal stunda þegar margháttuð áhugamál hans voru til umræðu í vinahópi á kaffihúsum eða í bíltúrum. Eins og hæfir sönnum grúskurum var hann með afbrigðum sérvit- ur, samt sérvitur á skemmti- legan hátt. Hann eignaðist ótal vini og kunningja, einkum inn- an ferðgeirans og meðal þeirra var hann sönn goðsögn, sem ótal sögur spunnust um. Auð- vitað bæði sannar og tilbúnar á þann sérstaka hátt að þær gætu alveg verið sannar, þó ótrúlegar muni virðast þeim sem ekki þekktu hann. Ég vil að leiðarlokum þakka Kristjáni fyrir hálfrar aldar vinskap og votta aðstandendum hans og fjölskyldu innilega samúð. Pétur Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.