Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 1
Mótmæli vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um að draga til baka aðildarumsóknina að ESB fóru fram seinnipartinn í gær. Vætuveður og hvínandi rok var þá á suðvesturhorninu. Sumir létu veðrið þó ekki á sig fá, heldur örkuðu sinn veg í gegnum pollana á Austurvelli. sgs@mbl.is Buslað í Alþingishúsinu Morgunblaðið/Golli Þ R I Ð J U D A G U R 1 1. M A R S 2 0 1 4 Stofnað 1913  59. tölublað  102. árgangur  HRAÐSKREIÐ- ASTI BÍLL VERALDAR SEMUR ÓPERU UM HALLGRÍM OG RAGNHEIÐI LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS Á ÍSAFIRÐI 10 ALEXANDRA 38VENOM GT BÍLAR Morgunblaðið/Golli Dómur Hús Héraðsdóms Reykjavíkur.  Skúli Magnússon, formaður Dóm- arafélags Íslands, segir að á sama tíma og verulegir fjármunir hafi verið veittir til rannsóknar- og sak- sóknarþáttar efnahagsbrota hafi ekki verið hugað að því að veita fjármagn til dómskerfisins. Það þýði að skortur sé á þjálfun og end- urmenntun dómara til að takast á við sérhæfð mál á borð við efna- hagsbrot. Hann telur að dómskerfið sé komið að þolmörkum og að fyr- irhugaður niðurskurður héraðs- dómstóla geti komið til með að hamla því að dómstólar sinni sínu hlutverki á skilvirkan máta. „Veik- ir dómstólar og illa launaðir dóm- arar sem búa við lakan aðbúnað eru auðvitað í hættu á því að láta undan þrýstingi frá öflugu ákæruvaldi,“ segir Skúli. »14 Hætta á að dómarar láti undan þrýstingi Málskostnaður Más » Heildarkostnaður SÍ vegna lögfræðiþjónustu við málið er 7.431.356 kr. Kostnaður vegna undirréttar var ríflega fjórar milljónir kr. og vegna Hæsta- réttar 3.372.531 kr. Baldur Arnarson Stefán Gunnar Sveinsson Ekki var greint frá því í tveimur svörum Seðlabankans til fjármála- ráðuneytisins um kostnað við mála- rekstur Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra á hendur bankanum að búið hafði verið að ákveða að greiða honum málskostnaðinn. Í síðara svari bankans, sem var veitt eftir að búið var að áfrýja málinu, var vísað til dómsorðs héraðsdóms um að hvor aðili bæri sinn málskostnað, með þeim fyrirvara að málinu hefði verið áfrýjað til Hæstaréttar. Í viðtölum við fjölmiðla um helgina sagði Már að forsendan fyrir því að hann hefði haldið áfram með málið væri að bankinn greiddi máls- kostnaðinn. Í bréfum bankans til ráðuneytisins kemur ekkert fram um þetta samkomulag Más við bank- ann. Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjár- málaráðherra, segir ekki gott að þessar upplýsingar, ef þær lágu fyrir, hafi ekki komið fram í svari Seðla- bankans. Karl Ó. Karlsson, lögmaður Seðlabankans í málinu, vissi ekki heldur um greiðslu málskostnaðarins. MRáðherra var ekki upplýstur »6 Veitti rangar upplýsingar  Ráðuneytið ekki upplýst um fyrirætlan Seðlabankans í tveimur svörum við fyrirspurn  Lögmaður Seðlabankans vissi ekki um greiðslu málskostnaðarins Kristján Jónsson kjon@mbl.is Áhættan á að greinast með krabba- mein hefur undanfarna hálfa öld aukist um 1% að meðaltali árlega á Íslandi en nú eru horfur á að þessi aukning áhættu standi í stað eða fari minnkandi. Þetta kemur fram í grein Jóns Gunnlaugs Jónassonar, prófessors og yfirlæknis Krabba- meinsskrárinnar, í blaðinu í dag. Jón bendir á að samtök norrænna krabbameinsskráa spái því að áhættan muni minnka um 0,5% á ári næstu tvo áratugina. Nýgengi blöðruhálskirtilskrabbameins hér- lendis hefur minnkað síðustu fimm ár, einnig nýgengi sortu- æxla. Ljóst er að vegna mannfjölg- unar og hækk- andi lífaldurs, þ.e. að við lifum að jafnaði lengur en fyrri kynslóðir og aldurssamsetningin er því breytt, fjölgar samt tilfellum þar sem dánarorsök er krabbamein. Krabbameinin koma mun frekar fram hjá eldra fólki en áður gerðist. „Við greinum nú um 1.450 krabbameinstilfelli á ári hér á landi,“ segir Jón. „Ef við myndum halda bæði mannfjöldanum og ald- urssamsetningu þjóðarinnar óbreyttum næstu 20 ár myndum við greina um 100 færri tilfelli árlega en núna, um 1.350, samkvæmt spánni.“ Jón segir að hugsanlegt sé að minna nýgengi og dánartíðni tilfella krabbameins í ristli og endaþarmi á síðustu árum sé tilviljanasveifla. En ræða verði hugsanlega galla og ávinning af skipulagðri skimun fyrir slíkum meinum. Líklegt sé að skim- un bjargi mannslífum. »23 Minna um krabbamein Jón Gunnlaugur Jónasson  Norræn spá segir að tilfelli verði hlutfallslega færri eftir 20 ár  „Það hefur verið þreytandi tíðarfar í vetur og lítil sýn til fjalla. Þetta hef- ur verið leið- inlegur vetur,“ sagði Sigríður Hallgrímsdóttir, húsmóðir á Grímsstöðum á Fjöllum. „Maður hefur lítið séð til sólar. Alltaf skaf- renningur, úrkoma eða éljagangur. Það er kominn mikill snjór þótt oft hafi hann verið meiri eins og seinni partinn í fyrra vetur.“ »4 Leiðinlegur vetur á Grímsstöðum Fjárhúsin Skafið hefur að húsum. Allt að 50% munur er á leiguverði félagslegra leiguíbúða á milli sveit- arfélaga. Dregið hefur úr rekstrar- vanda í félagslega húsnæðiskerfinu og hlutfall slíkra íbúða er afar mis- jafnt eftir sveitarfélögum. Meðalbiðtími eftir slíku húsnæði er um 2 ár, en dæmi eru um allt að 10 ára bið. Alls eru um 5.000 fé- lagslegar leiguíbúðir á landinu öllu. Biðlistar hjá Félagsbústöðum hf., sem eiga og reka allt félagslegt húsnæði í Reykjavík, lengjast í sí- fellu og leigjendur búa í íbúðum þeirra að jafnaði í 11-12 ár. Mikill skortur er á litlum íbúðum til fé- lagslegrar leigu og í skoðun er að byggja 500-800 íbúðir á næstu ár- um, á svokölluðum þéttingarreitum í félagi við önnur leigu- og bygg- ingafélög. Fjöldi þeirra sem fá sérstakar húsaleigubætur sjöfaldaðist á fimm árum, árin 2008-2013, en þær eru greiddar af um 40% sveitarfélaga og áætlað er að þær muni nema samtals um 1,32 milljörðum í ár. Stærsti einstaki hópurinn sem fær þessar bætur er örorkulífeyris- þegar. annalilja@mbl.is »16-17 Miklu munar á leigu- verði í félagslega kerfinu  Fleiri fá sérstakar húsaleigubætur Á FULLU AÐ UNDIRBÚA LÚR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.