Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 LÉTTOG LAKTÓSAFRÍ SÚRMJÓLK H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðum brotum Húsasmiðjunnar og Byko er langt á veg komin. „Mál- ið er mjög viðamikið,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins. Fyrir þremur árum, 8. mars 2011, framkvæmdu Samkeppniseftirlitið og efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjórans húsleitir í húsnæði byggingavöruverslananna Byko og Húsasmiðjunnar. Einnig var leitað í húsnæði Úlfsins – byggingavara. Samkeppniseftirlitið kærði hugs- anleg brot einstaklinga til lögregl- unnar, sem í framhaldinu hóf rann- sókn á háttsemi þeirra. Samhliða hefur Samkeppniseftirlitið rann- sakað brot umræddra fyrirtækja. Í fyrstu voru 19 manns hand- teknir en þeim sleppt að loknum yf- irheyrslum. Rúmri viku síðar voru 15 manns handteknir og færðir til frekari yfirheyrslu. Eftir þær að- gerðir, í mars 2011, voru þrír starfs- menn Húsasmiðjunnar á vörustýr- ingarsviði sendir í tímabundið leyfi. Á þessu stigi málsins liggur ekki fyrir hvenær málinu muni ljúka. Húsasmiðjan er nú í eigu dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma sem keypti verslunina af Framtakssjóði Íslands. Þeir tóku við rekstrinum 1. janúar árið 2012. Áður var fyr- irtækið í eigu Haga. Byko er í eigu Norvik, fjárfestingafélags Jóns Helga Guðmundssonar. thorunn@mbl.is Ætluð brot byggingavöru- verslana enn í rannsókn  Þrjú ár frá húsleitum og handtökum Morgunblaðið/Eggert Rannsókn Samkeppniseftirlitið segir málið mjög viðamikið. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þegar þingfundur hófst í gær klukk- an þrjú voru tíu manns á mæl- endaskrá vegna fyrri umræðu um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar um að draga að- ildarumsókn Íslands að Evrópusam- bandinu til baka. Þegar þingfundi lauk um áttaleytið voru þeir níu. Að öðru leyti fór tími þingsins í umræð- ur um fundarstjórn forseta og óund- irbúnar fyrirspurnir, auk þess sem þingfundi var frestað um tíma vegna fundar allra formanna stjórnmála- flokkanna með forseta Alþingis. Vildi kenna þeim mannasiði Við upphaf þingfundar boðaði Einar K. Guðfinnsson, forseti Al- þingis, að formenn allra flokka myndu hittast á fundi um daginn og yrði nánari tímasetning tilkynnt síð- ar. Tóku þá þingmenn stjórnarand- stöðunnar til máls undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu það að nefndavika Alþingis hefði ekki verið nýtt betur til þess að ræða saman um framhald málsins. Sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra hefði sýnt bæði þingi og for- seta þingsins dónaskap með því að ræða ekki við stjórnarandstöðuna um framhald málsins í vikunni sem leið. Taldi Össur það vera „þarft verk að kenna þessum drengjum mannasiði einu sinni“. Fundur formanna stjórnmála- flokkanna um framhald málsins hófst klukkan hálfsex og stóð í um hálftíma. Var þingfundi frestað á meðan að ósk þingmanna. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði að fundurinn hefði verið ágætur þó að ekki hefði náðst samkomulag um framhald umræð- unnar, enn væri töluvert langt á milli manna og áherslur þeirra um fyrir- komulag umræðunnar væru ólíkar. Var það von Einars að umræðan, svo mikilvæg sem hún væri, gæti haldið áfram á efnislegum nótum. Umræða um þingsályktunar- tillöguna hófst svo um sjöleytið, þeg- ar Brynhildur Pétursdóttir, þing- maður Bjartrar framtíðar, steig í pontu. Stóð ræða hennar yfir í tíu mínútur og andsvör við henni í um tuttugu. Kvöddu þá þingmenn stjórnarandstöðu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta og töldu of skamman tíma eftir af þingfundi til þess að næsti maður gæti tekið til máls og ræddu þingmenn þann tíma- skort þar til fundi var slitið kl. 20. Þingfundur hefst í dag kl. 13.30. Mikið rætt um fundarstjórn forseta  Fyrstu umræðu um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra var fram haldið í um hálftíma  Forseti Alþingis vonast til þess að áfram verði fjallað efnislega um tillöguna í þinginu í dag Morgunblaðið/Ómar Fundarstjórn rædd Þingmenn fóru mikinn í umræðum á Alþingi í gær. Biðröð myndaðist þegar Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, áritaði skákbækur í anddyri Hörpu í gær en þar fer N1 Reykjavíkurskákmótið fram þessa dagana. Bækur hans seldust upp á skammri stundu. Helgi Ólafsson er í öðru sæti mótsins, efstur Ís- lendinga. Hann sigraði í gær annan fyrrverandi sig- urvegara Reykjavíkurskákmóts, Bandaríkjamanninn Walter S. Brown. Morgunblaðið/Ómar Margir vilja eignast áritaða skákbók Fjallvegir lokuðust í gær vegna hvassviðris og skafrennings. Ekki var vitað um tjón vegna óveðurs- ins, þegar Morgunblaðið hafði síð- ast spurnir af í gærkvöldi. Hvassviðrið var svo mikið á Snæfellsnesi að erlendur ferða- maður sem tjaldað hafði á Jökul- hálsi við Snæfellsjökul varð hræddur, hringdi í Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð. Á fjórða tug manna úr björgunarsveitum á Snæfellsnesi fóru og sóttu mann- inn. Gekk björgunin vel því mað- urinn var á nákvæmlega þeim stað sem hann hafði gefið upp. Samkvæmt upplýsingum Lands- bjargar var maðurinn vanur úti- vistarmaður og vel búinn. Hann var einn á ferð. Ekkert amaði að honum þegar björgunarmenn komu að en tjald hans hafði rifnað í vindhviðunum. Björgunarsveitarmenn úr Grindavík og Hafnarfirði voru beðnir um að aðstoða farþega rútu sem festist við Kleifarvatn. Fólkið var flutt í annan bíl frá fyrirtæk- inu. Björguðu ferðamanni úr tjaldi  Hvassviðri haml- aði samgöngum Lögreglan á höf- uðborgarsvæð- inu leitaði í gær- kvöldi karlmanns sem er grunaður um að hafa rænt verslunina Dals- nesti í Hafnar- firði um kl. 21 í gærkvöldi. Mað- urinn ógnaði starfsmanni með felgulykli, að því er talið er. Engan sakaði en ræninginn hafði fjármuni á brott með sér. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu leikur grunur á að sami mað- ur hafi farið inn í fleiri hús á svæð- inu. Menn úr tæknideild lögreglunnar voru kallaðir út vegna rannsóknarinnar. Ógnaði starfsmanni með felgulykli Ræninginn náði verðmætum. Um 20 manns, farþegar Breiða- fjarðarferjunnar Baldurs, gistu í ferjunni á Brjánslæk í nótt vegna þess að ekki tókst að ryðja veginn yfir Kleifaheiði. Jafnstór hópur leitaði bændagistingar í nágrenn- inu. Skipstjórinn á Baldri sagði í gærkvöldi í samtali við mbl.is að ekki hefði komið í ljós að hætt hefði verið við ruðning heiðarinnar fyrr en skipið var komið hálfa leið yfir Breiðafjörðinn. Þurftu að gista í ferjunni í nótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.