Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is koma aftur „heim“ til skemmri eða lengri sumardvalar og það er því búið að gera upp allflest íbúðarhúsin sem híma þarna auð yfir vetrartímann. Það er virkilega notalegt að sjá þess- ar gömlu æskuslóðir lifna við á sumr- in. Þó að við höfum flutt frá Djúpavík 1982 starfrækti fjölskyldan samt salt- fiskverkun þar yfir sumartímann til ársins 1993 og þar starfaði ég frá vori og fram á haust til 17 ára aldurs. Þá tók sjómennskan við “. Reynir var á togurunum Örvari HU 21 og Arnari HU 1 á árunum 1991-2005: „Þá tók ég mig upp, flutti suður og gerðist athafnamaður í „borg óttans“ í tvö ár. Það var nóg fyrir mig. Þá flúði ég aftur í sæluna og hef verið hér síðan, sæll og glaður. Ég tók við útibúi Fiskmarkaðs Ís- lands á Skagaströnd 2008 og hef séð um það síðan. Lítið fyrir langsetu á skólabekk Það fer nú frekar lítið fyrir skóla- göngu hjá mér. Það tekur því ekki að minnast á það. Mér finnst skólar al- mennt vera svolítið langdregnir. Ég er meira fyrir skóla lífsins og styttri námskeið af ýmsu tagi sem geta kom- ið sér vel í lífsbaráttunni. Reynir er stofnandi og formaður Björgunarbátasjóðs Húnaflóa og hef- ur verið formaður Björgunarsveit- arinnar Strandar um langt árabil. Þá hefur hann verið sjúkraflutn- ingamaður á Skagaströnd frá árinu 2007 og segist vera sveitarstjórn- arfulltrúafrú. Þegar Reynir er spurður um áhugamál nefnir hann fyrst „jeppa- mennsku “ og störf sem tengjast björgunarsveitinni: „Þetta er nú það sem megnið af frítímanum fer í. Auk þess blundar í mér veiðimaður. Ég hef í raun mikinn áhugi á stangveiði og skotveiði en hef af einhverjum ástæðum ekki gefið mér nægilega tíma í veiðar á undanförnum árum. Ég held ég verði svo einnig að nefna æskuslóðirnar. Það er mikið áhugamál, út af fyrir sig, að koma á Djúpavík. Ég er Strandamaður í húð og hár og mér líður hvergi betur en á Djúpavík.“ Fjölskylda Kona Reynis er Péturína Laufey Jakobsdóttir, f. 10.1. 1980, skrif- stofustjóri hjá Léttitækni ehf og sveitarstjórnarfulltrúi. Foreldr- ar:hennar eru Jakob Jóhann Jónsson, f. 9.6. 1956, framkvæmdastjóri á Blönduósi, og Katrín Líndal, f. 28.12. 1959, sjúkraliði á Blönduósi. Börn Reynis og Péturínu Lauf- eyjar eru Jóhann Almar Reynisson, f. 26.9. 2002; Anton Logi Reynisson, f. 14.6. 2009, og Katrín Sara Reyn- isdóttir, f. 13.6. 2013. Systkini Reynis eru Fjóla Lýðs- dóttir, f. 2.4. 1964, sölukona í Reykja- vík; Sigríður Halla Lýðsdóttir, f. 24.7. 1965, ritari Reykjavík; Svanhildur Lýðsdóttir, f. 10.9. 1966, skrif- stofukona í Reykjavík; Jensína Lýðs- dóttir, f. 8.2. 1968, forstöðumaður greiðslustofu VMST á Skagaströnd; Eiríkur Gunnar Lýðsson, f. 20.6. 1970, sjómaður á Skagaströnd; Ásdís Lýðsdóttir, f, 3.9.1982, námsmaður í Englandi; Guðni Már Lýðsson, f. 24.4. 1984, sjómaður á Skagaströnd. Foreldrar: Reynis eru Lýður Hall- bertsson, f. 21.5. 1936, útgerð- armaður á Skagaströnd, og Guðbjörg Eiríksdóttir, f. 24.2. 1943, útgerð- arkona á Skagaströnd. Úr frændgarði Reynis Lýðssonar Reynir Lýðsson Benónía Bjarnveig Friðriksdóttir húsfr. á Gjögri og verkak. í Rvík Jón Magnússon sjom. á Gjögri Fjóla Jónsdóttir húsfr. á Víganesi Guðmundur Eiríkur Lýðsson sjóm, og b. á Víganesi í Árneshreppi Guðbjörg Eiríksdóttir útgerðarm. á Skagaströnd Jensína Guðrún Jensdóttir húsfr. á Víganesi og á Gjögri Lýður Lýðsson b. og sjóm. í Víganesi og á Gjögri Margrét Sigurðardóttir húsfr. í Fremstuhúsum Þorleifur Jónsson b. í Fremstuhúsum í Arnardal Sigríður Þorlína Þorleifsdóttir húsfr. í Veiðileysu og á Djúpuvík Kristinn Hallbert Guðbrandsson b. í Veiðileysu og útibússtj. á Djúpuvík Lýður Hallbertsson útgerðarm. á Skagaströnd Ingibjörg Kristinsdóttir húsfr. í Veiðileysu Guðbrandur Guðbrandsson hreppstj. í Veiðileysu Í suðrænni borg Afmælisbarnið gæðir sér á sjávarfangi. Lárus Blöndal Guðmundssonbóksali fæddist á Eyr-arbakka 11.3. 1914. For- eldrar hans voru Guðmundur Guð- mundsson, kaupfélagsstjóri á Eyrarbakka, og Ragnheiður Lár- usdóttir Blöndal húsfreyja. Guðmundur var bróðir Sigurðar bankaritara á Selfossi, afa Þorsteins Pálssonar, fyrrv. ráðherra. Guð- mundur var sonur Guðmundar, Guð- mundssonar, bóksala á Eyrarbakka, og Ingigerðar Ólafsdóttur. Ragnheiður Blöndal var systir Jósefínu, ömmu Matthíasar Johann- essen skálds og fyrrv. ritstjóra Morgunblaðsins og langömmu Har- aldar Johannessen, ritstjóra Morg- unblaðsins. Bróðir Ragnheiðar var Haraldur Blöndal ljósmyndari, afi Halldórs Blöndal, fyrrv. ráðherra. Ragnheiður var dóttir Lárusar Blöndal, sýslumanns og alþm. á Kornsá Björnssonar, ættföður Blön- dalættar Auðunssonar. Móðir Ragn- heiðar var Kristín Ásgeirsdóttir, bókbindara á Lambastöðum, bróður Jakobs, prests í Steinnesi, langafa Vigdísar Finnbogadóttur, en móðir Kristínar var Sigríður, systir Þur- íðar, langömmu Vigdísar. Meðal átta systkina Lárusar bók- sala var Kristín, móðir Sigríðar Rögnu Sigurðardóttur sem sá um barnaefni Sjónvarspins. Eftirlifandi eiginkona Lárusar er Þórunn Kjartansdóttir húsfreyja og eignuðust þau fimm börn. Meðal þeirra er Kjartan Lárusson, fyrrv. forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Lárus starfaði við Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar frá 1936, varð verslunarstjóri við opnun Bókaverslunar Ísafoldar í Austur- stræti, 1939, en stofnaði Bókabúð Lárusar Blöndal á Skólavörðustíg í Reykjavík, 1943, og rak hana ásamt útibúi til 1991. Hann sat í stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, var lengi formaður Félags íslenskra bókaverslana, formaður Innkaupa- sambands bóksala, sat í stjórn Kaupmannasamtaka Íslands, í stjórn Skógræktarfélags Reykjavík- ur og í stjórn Eyrbekkingafélagsins í Reykjavík. Lárus lést 25.6. 2004. Merkir Íslendingar Lárus Blöndal 90 ára Guðrún Magnúsdóttir 85 ára Guðmundur Jónsson Marsibil Mogensen 80 ára Guðrún Ída Stanleysdóttir Gunnar Oddsson Magnús Einarsson 75 ára Jónas Þórarinsson Ólafía Hrönn Ólafsdóttir Ólöf Steinunn Þórsdóttir Reynir Stefánsson Sólveig Inga G. Austmar Viðar Valdimarsson 70 ára Alda Ferdinandsdóttir Einar Guðmundsson Guðrún Unnur Ægisdóttir Magnús Daníel Ingólfsson Margrét Samúelsdóttir Ólafur Marteinsson 60 ára Anna Björg Thorsteinson Karl Friðrik Karlsson Karl Ottó Karlsson Margrét Jóna Hreinsdóttir Sigríður Laufey Gunnarsdóttir Sigurlaug Gissurardóttir Valur Harðarson Þóra Ólöf Þorgeirsdóttir Þór Vigfússon 50 ára Anna Biering Moritzdóttir Björg Gunnarsdóttir Geirmundur Vilhjálmsson Guðrún Ósk Barðadóttir Ingibjörg Rósa Ívarsdóttir Ólafur Jónsson Reynir Þorsteinsson Sigríður H. Guðmundsdóttir Sigurður Ásbjörnsson Sigþór Jósafat Bragason Úlfur Guðmundsson 40 ára Anna Izabela Matysko Auður Kristín S. Welding Axel Þór Gissurarson Christaan Ryall Elín Björg Ásbjörnsdóttir Eyþór Örn Haraldsson Guðrún Linda Rafnsdóttir Gunnar Freyr Guðmundsson Heiða Björk Þórbergsdóttir Jónas Guðbjörn Jónsson Jón Óskar Júlíusson Petrea Aðalheiður Ómarsdóttir Sandra Munch Sigurjón Árni Guðmundsson Sigurpáll Hólmar Jóhannesson Súsanna Elisabeth Heinesen Súsanna Jónsdóttir Sveinn Anton Jensson 30 ára Arnar Marteinsson Berglind Ýr Aradóttir Gatis Prusaks Guðlaugur Ingi Guðlaugsson Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir Lukasz Grzegorz Orocz Roberto Martini Sigurður Örn Sigurðarson Þráinn Emmanuel Kim Knudsen Til hamingju með daginn 30 ára Jón ólst upp í Reykjavík, lauk MSc-prófi í tölvunarfræði frá HÍ og vinnur nú að leiðrétting- arforriti sínu, Skramba, sem hefur fengið verð- laun og mjög lofsverða dóma. Foreldrar: Daði Jónsson, f. 1954, ráðgjafi í Reykja- vík, og Laufey Svanfríður Jónsdóttir, f. 1955, hjúkr- unarfræðingur og ljós- móðir og hefur starfað lengst af sem ljósmóðir. Jón Friðrik Daðason 30 ára Guðmundur ólst upp á Akureyri til sjö ára aldurs og í Reykjavík eftir það, er búsettur í Reykja- vík, er að ljúka BS-prófi í viðskiptafræði við HÍ og starfar jafnframt við verslun Símans í Kringl- unni. Foreldrar: Kristinn Krist- insson, f. 1957, búfræð- ingur og verktaki í Noregi, og Eygló Sigmundsdóttir, f. 1960, félagsráðgjafi og sálfræðingur í Noregi. Guðmundur B. Kristinsson 30 ára Harpa ólst upp í Borgarfirði eystra, býr í Neskaupstað, lauk sveins- prófi í hárgreiðslu og er læknaritari við Fjórðungs- skjúkrahúsið. Maki: Hlynur Sveinsson, f. 1983, framkvæmda- stjóri Réttingarverkstæðis Sveins. Sonur: Brynjar Frosti, f. 2012. Foreldrar: Björg Að- alsteinsdóttir, f. 1959, og Björn Skúlason, f. 1954. Harpa Rún Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.