Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014
Mótmælt Hópur fólks safnaðist saman fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli seinnipartinn í gær til að mótmæla áformum um að draga umsóknina um aðild að Evrópusambandinu til baka.
Golli
Áður fyrr var litið á
krabbamein sem dauða-
dóm, en nú er fremur
litið á það sem sjúkdóm
sem í mjög mörgum til-
fellum er læknanlegur
eða unnt að lifa með
mjög lengi. Krabbamein
eru samt dauðans alvara
og það þarf að gera við-
eigandi ráðstafanir þeg-
ar slík mein greinast.
Krabbameinsskrá Ís-
lands, sem rekin er af Krabbameins-
félaginu, hefur upplýsingar um öll
þau krabbamein sem greinast í land-
inu. Hún gefur upplýsingar um þær
beytingar sem verða á tíðni og tölum
um hin ýmsu krabbamein. Þar er
unnt að fá fram fjöldatölur um
krabbamein og einnig er þar mögu-
leiki á að leiðrétta þær tölur fyrir
breytilegum fólksfjölda og breyttri
aldurssamsetningu þjóðarinnar og á
þann hátt fá upplýsingar um áhættu
fólks á að greinast með krabbamein.
Ísland hefur komið mjög vel út í
samanburði við önnur lönd varðandi
lifun og lífshorfur þeirra sem grein-
ast með krabbamein.
Breytingar á nýgengi
Þó áhætta Íslendinga á að grein-
ast með krabbamein á undanfarinni
rúmri hálfri öld hafi
aukist um u.þ.b. 1% á
hverju ári þá eru sem
betur fer horfur á að
þessi aukning áhættu
standi í stað eða fari
minnkandi á næstu ár-
um. Í þessu sambandi
skal bent á að sam-
kvæmt spá samtaka
norrænna krabba-
meinsskráa (svokallað
NORDCAN-verkefni)
er gert ráð fyrir að
áhætta fólks á að
greinast með krabba-
mein muni lækka um 0,5% á ári á
næstu tveimur áratugum.
Þetta eru ánægjulegar fréttir en
hverjar eru skýringarnar? Það er
staðreynd að nýgengi blöðruháls-
kirtilskrabbameins hefur farið lækk-
andi á undanförnum fimm árum eftir
mikla aukningu á áratugunum þar á
undan. Einnig er ljóst að nýgengi
sortuæxla hefur lækkað á allra síð-
ustu árum, en það hafði aukist veru-
lega á síðustu áratugum, einkum hjá
ungum konum. Svo virðist einnig að
tíðni lungnakrabbameins hafi ekki
aukist síðustu árin.
Ristilkrabbamein
á undanhaldi?
Það sem er þó einna forvitnilegast
varðandi framtíðarhorfur um krabb-
mein á Íslandi eru tölulegar upplýs-
ingar um krabbamein í ristli og
endaþarmi. Á undanförnum áratug-
um hefur nýgengi þessara krabba-
meina aukist hér á landi svipað og
víðast í hinum vestræna heimi. Það
virðist þó sem nýgengi, sem og dán-
artíðni, hafi lækkað á Íslandi á allra
síðustu árum. Það er samt sem áður
of snemmt að draga of miklar álykt-
anir því mögulegt er að um tilvilj-
anasveiflu sé að ræða. Talsverður
hluti Íslendinga fer í ristilspeglun á
ári hverju og þar eru gjarnan fjar-
lægðir separ sem álitið er að séu for-
stigsbreytingar fyrir ristilkrabba-
meini. Því er mjög líklegt að þessi
óskipulega skimun sé ástæðan fyrir
þeirri lækkun á nýgengi ristil-
krabbameins sem virðist hafin hér á
landi. Ef svo er vegur það þungt í
rökræðunni um skimun fyrir
krabbameini í ristli og endaþarmi og
þá með ristilspeglun. Meira en fimm-
tíu einstaklingar deyja árlega úr
sjúkdómnun hér á landi. Því er nauð-
synlegt að umræða fari fram hið
allra fyrsta með öllum þeim rökum
sem finnast bæði með og móti slíkri
skimun. Alvarleiki sjúkdómsins kall-
ar á að ekki megi bíða lengi með
ákvörðun í þessu máli, þar sem
ávinningur skimunar gæti orðið
verulegur.
Íslendingar hafa fylgst með um-
ræðu og framkvæmd skimunar fyrir
ristilkrabbameini meðal annarra
þjóða, enda hafa margar nágranna-
þjóðir þegar hafið skipulagða leit að
þessum vágesti. Ávinningur skim-
unar virðist vera mikill samkvæmt
erlendum rannsóknum og reynslu af
skimun. Íslendingar hafa að mjög
mörgu leyti ákjósanlega möguleika á
að hefja skipulagða leit að krabba-
meini í ristli og endaþarmi. Mikil
reynsla og góð umgjörð er nú þegar
til staðar vegna skipulagðrar leitar
að tveimur öðrum krabbameinum
hjá Krabbameinsfélagi Íslands og
einnig er krabbameinsskráning
mjög góð og áreiðanleg. Auk þess
hefur umfangsmikil og áreiðanleg
rannsóknarvinna nú þegar átt sér
stað á ristilkrabbameini hér á landi,
meðal annars fyrir tilstuðlan
Krabbameinsskrárinnar. Því eru
staðgóðar upplýsingar til um stöð-
una á Íslandi í þessum sjúkdómi.
Þessar rannsóknir á ristilkrabba-
meini hér á landi hafa verið birtar í
virtum alþjóðlegum vísinda-
tímaritum og nýjasta greinin birtist
rétt eftir síðustu áramót í Int-
ernational Journal of Cancer. Þar
var sérstök áhersla lögð á að meta
horfur sjúklinga eftir mismunandi
meinafræðilegum skilmerkjum æxl-
anna og niðurstöður þeirrar greinar
eru líklegar til að hafa áhrif á skil-
greiningar á útbreiðslu ristil-
krabbameins í framtíðinni og mögu-
lega áhrif á ákvörðun um meðferð.
Þar sem tiltækar eru slíkar góðar
upplýsingar um sjúkdóminn hér á
landi eru til staðar forsendur til þess
að meta árangur af skipulagðri leit
að ristilkrabbameini, verði hún hafin.
Skimun bjargar mannslífum
Eins og hér að ofan hefur komið
fram hefur Ísland ákjósanlega
möguleika á að hefja skimun fyrir
krabbameini í ristli og endaþarmi og
slík skimun er líkleg til þess að
bjarga mannslífum. Það þarf að fara
fram umræða og nást sátt meðal
heilbrigðisstarfsmanna og fjárveit-
ingavalds hvernig staðið skal að
slíkri framkvæmd. Ég hvet til öfga-
lausrar umræðu um hugsanlega
galla en ekki síst um mikilvægan
ávinning af slíkri skimun.
Eftir Jón Gunnlaug
Jónasson » Það virðist þó sem
nýgengi, sem og
dánartíðni, hafi lækkað
á Íslandi á allra síðustu
árum. Það er samt sem
áður of snemmt að
draga of miklar álykt-
anir því mögulegt er að
um tilviljanasveiflu sé
að ræða. Jón Gunnlaugur Jónasson
Höfundur er prófessor og yfirlæknir
Krabbameinsskrárinnar.
Er farið að draga úr tíðni krabbameins?
Það er merkilegt að
fylgjast með því
hvernig reynt er með
skyndisókn að hræða
lýðræðislega kjörinn
meirihluta Alþingis til
að beygja sig undir
vilja minnihlutans í
ESB-málinu. Nú er
það gert undir yf-
irskyni „sátta“ sem
eigi endilega að ná í
málinu, en myndi í
raun fela í sér að minnihlutinn réði
en meirihlutinn ekki.
Staðan er í raun sáraeinföld og
grundvallaratriðin blasa við. Á
valdatíma vinstri stjórnarinnar var
ákveðið að Ísland óskaði eftir inn-
göngu í Evrópusambandið. Í slíkri
ákvörðun felst yfirlýsing á al-
þjóðavettvangi um að Ísland vilji
ganga í Evrópusambandið. Síðan
hefur hins vegar verið kosið til Al-
þingis. Þeir flokkar sem segjast
vilja ganga í Evrópusambandið
fengu rúmlega 20% atkvæða. Yf-
irgnæfandi meirihluti þingmanna
vill hins vegar ekki að Ísland gangi
í ESB. Ríkisstjórnin
vill það ekki heldur.
Við þær aðstæður er
auðvitað fráleitt að
Ísland lýsi því áfram
yfir á alþjóða-
vettvangi, bæði gagn-
vart ESB og öðrum
ríkjum, að það stefni
á inngöngu í Evrópu-
sambandið.
Umsókn er
viljayfirlýsing
Svo lengi sem inn-
göngubeiðni Íslands í
Evrópusambandið stendur óhögg-
uð, þá lýsir Ísland því yfir á hverj-
um degi að það ætli sér í Evrópu-
sambandið. Það grundvallaratriði
breytist ekki þótt gert sé „hlé“ á
aðlögunarviðræðunum. Ísland er
áfram „umsóknarríki“ og allir líta
svo á að Ísland sé á leiðinni í Evr-
ópusambandið. Það blasir því við,
að þegar meirihluti lýðræðislega
kjörins Alþingis vill ekki að Ísland
gangi inn í Evrópusambandið þá
verður að hætta að senda umheim-
inum þau skilaboð, sem felast í
óhaggaðri inngöngubeiðni, um að
Ísland vilji ganga í ESB.
Fráleitt tal um „sátt“
Í þessu ljósi kemur aðeins
tvennt til greina. Annaðhvort held-
ur Ísland áfram að lýsa því yfir á
alþjóðavettvangi að það ætli sér í
Evrópusambandið, eða það hættir
því. Ef inngöngubeiðnin verður
ekki afturkölluð, þá heldur Ísland
áfram að vera umsóknarríki og
heldur áfram að lýsa því yfir að
það ætli sér í ESB. Hér verður að
taka aðra hvora afstöðuna. „Sátt“,
sem felur það í sér að inn-
göngubeiðnin verði ekki aft-
urkölluð nú, væri ekkert annað en
ákvörðun um að Ísland skuli, þrátt
fyrir vilja Alþingis um hið gagn-
stæða, halda áfram að lýsa því yfir
að það ætli sér að ganga í ESB.
Málið er nú ekki flóknara en þetta.
Hlægilegasta tillagan núna er
kennd við Vinstri græna, þess efn-
is að gert verði formlegt hlé á að-
lögunarviðræðunum en Ísland
haldi áfram að vera umsóknarríki.
Hvað er verið að bjóða fram „til
sátta“ með þessu? Nákvæmlega
ekkert. Allir vita að núverandi rík-
isstjórn mun ekki halda aðlög-
unarviðræðunum áfram. Vinstri
grænir eru því ekki að bjóða neitt
til „sátta“, heldur eingöngu að
reyna með orðskrúði að ná því
fram að Ísland haldi áfram að vera
umsóknarríki, gegn vilja meirihluta
Alþingis. Síðan er sett á svið leik-
rit þar sem formaður Samfylking-
arinnar þykist vera alveg á móti
þessu „hléi“, til að skapa þá fals-
mynd að þarna hafi kannski eitt-
hvað verið boðið sem nokkru máli
skiptir.
Samræmd skyndikrafa
um „sátt“
Þegar ESB-sinnar misstu völd
sín á Alþingi, urðu þeir miklir tals-
menn þess að stjórnarmeirihlutinn
leitaði „sátta“ í Evrópumálum, og
„sáttin“ snúist um að nýr þing-
meirihluti megi ekki afturkalla þá
inngöngubeiðni sem ESB-sinnarnir
sendu til Brussel á síðasta kjör-
tímabili og héldu auðvitað ekki um
það neina þjóðaratkvæðagreiðslu.
Fréttamenn liggja ekki á liði sínu
og þráspyrja nú hvort ekki sé ein-
hverra „sátta“ að vænta. Hví
spurðu þeir ekki þáverandi þing-
meirihluta að þessu fyrir fjórum
árum? Þá höfðu hvorki ESB-sinnar
né fréttamenn mikinn áhuga á
„sáttum“. Þá töldu þeir ekki að
minnihluti þingmanna ætti að ráða
því hvað gert yrði. Sá áhugi vakn-
aði ekki að ráði fyrr en kjósendur
höfðu svipt ESB-sinnana völd-
unum. Þá skyndilega voru lagðar
til „sættir“ um að minnihlutinn
ráði en ekki meirihlutinn. Í raun er
sáttatalið ekkert annað en krafa
minnihlutans um að meirihlutinn
gefist upp. En í þessu máli verða
menn einfaldlega að gera upp við
sig hvort Ísland eigi að vera um-
sóknarríki áfram, eða ekki. Um
það snýst málið, alveg eins og það
snerist sumarið 2009, og það verða
menn að fara að skilja.
Minnihlutinn krefst uppgjafar meirihlutans
Eftir Sigríði
Ásthildi Andersen » Á meðan meirihluti
þingmanna vill ekki
sækja um aðild að ESB
verður engin sátt um
annað en að þingið dragi
aðildarumsóknina til
baka.
Sigríður Ásthildur
Andersen
Höfundur er lögmaður og varaþing-
maður Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík.