Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Hádegistilboð Flottar túnikur fleiri litir, fleiri gerðir Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Verð 8.900,- Str. M-XXXL TM Safnaðu þeim öllum! Fjarðarkaup, Vínberið, Mál og Menning, Fríhöfnin, helstu apótek og verslanir um land allt. Sölustaðir: UMBOÐSAÐILI: www.danco.is „Matthías Bjarnason verður að telj- ast meðal helstu þingskörunga á sinni tíð,“ sagði Einar K. Guðfinns- son, forseti Alþingis, í minningar- orðum sem hann flutti um Matthías Bjarnason, fyrrverandi alþingis- mann, við upphaf þingfundar í gær. Að ávarpi þingforseta loknu minnt- ust þingmenn Matthíasar með því að rísa úr sætum. „Hann var áhrifamikill þingmað- ur, bæði á þinginu og í sínum flokki, var ráðherra í mikilvægum mála- flokkum lengi og réð miklu um úrslit mála á sínum þingferli. Hann var jafnan umdeildur stjórnmálamaður, harðskeyttur málafylgjumaður, en naut þrátt fyrir það almennrar virð- ingar fyrir reynslu og þekkingu á mönnum og málefnum. Hann stóð öflugan vörð um hagsmuni síns kjör- dæmis og kjósenda en reyndist líka dugmikill forustumaður þjóðarinnar á þeim sviðum þar sem hann var í æðsta valdasæti,“ sagði Einar. Hann sagði að Matthías væri minnisstæður öllum þeim sem hon- um kynntust. „Hann var sterkur persónuleiki, stór í sniðum, frábær sögumaður og með óvenjuríka kímnigáfu, en skapmikill var hann þegar því var að skipta. Undir harðri skel var viðkvæm lund, og bóngóður var hann þeim sem til hans leituðu. Landið, sagan og þjóðin áttu djúpar rætur í hjarta hans.“ Útför Matthíasar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 15. Minnast Matthíasar Bjarnasonar Þingskörungur Matthías Bjarna- son, fyrrverandi alþingismaður.  Áhrifamikill á þingi og í sínum flokki Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, tekur í dag í notkun fyrstu hraðhleðslustöð fyrir rafbíla hér á landi. Hún verður við höfuðstöðvar fyrirtækisins að Bæjarhálsi 1. Stöðin er sú fyrsta af tíu sem komið verður upp á næstu mánuðum á sunnan- og vestan- verðu landinu. Átak Orku náttúrunnar er í samstarfi við B&L og Nissan í Evrópu. Fyrstu hleðsluna fær Kristbjörg Magnús- dóttir ljósmóðir sem fer flestra ferða sinna á rafbíl, meðal annars til að sinna heimafæð- ingum. Hraðhleðslustöð fyrir rafbíla Ljósmynd/Orka náttúrunnar Hraði Fyrsta hleðslustöð Orku náttúrunnar er við Bæjarháls 1. mbl.is alltaf - allstaðar Grásteinskúla sem er þrír metrar í þvermál verður nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Gríms- ey. Kúlunni verður velt árlega, í samræmi við breytingar á baugn- um sem færist stöðugt til. Tillaga Kristins E. Hrafnssonar og Studio Granda að kúlunni varð hlutskörpust í samkeppni. Niður- staðan var kynnt í Menningarhús- inu Hofi á Akureyri í gær. Nú verður unnið að útfærslu vinningstillögunnar, verkið smíð- að og því komið fyrir í Grímsey. Sótt verður um styrk úr Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða til að koma málinu af stað. Grásteinskúlunni er ætlað að standa á heimskautsbaugnum í Grímsey. Fram kemur í rökstuðn- ingi með tillögunni að baugurinn færist til á hverju ári vegna svo- nefndrar pólriðu jarðar. Kúlunni verður velt á rétta breidd á hverju vori og þokast þannig norður af eyjunni nálægt árinu 2047. Árleg færsla er ýmist í norður eða suður og því er ferlið hægfara. Þeir sem ganga í kringum kúl- una fara norður fyrir heimskauts- baug og suður fyrir hann aftur. Hugmyndin er að ferill kúlunnar frá árinu 2014 og þangað til hún fer út af eyjunni verði lagður með söguðum rekavið. Þannig verður tryggt að allir komist að henni frá vegarslóðanum. Kennileiti Tölvuteikning sýnir vinningstillögu Kristins E. Hrafnssonar og Studio Granda, grásteinskúlu á heimskautsbaugnum í Grímsey. Grásteinskúlu velt eftir baugnum  Nýtt kennileiti fyrir Grímsey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.