Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 70. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Hvernig á að ná sér í Íslending
2. Búið að bera kennsl á annan manninn
3. Hvernig getur þota horfið?
4. „Átta mig ekki á þessum kenndum“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Jónsi, söngvari Sigur Rósar, og
Alex Somers, sambýlismaður hans,
eru höfundar tónlistarinnar í nýrri
bandarískri kvikmynd, The Wilder-
ness of James, sem var frumsýnd
vestra um helgina. Kvikmyndin fjallar
um ungan dreng í borginni Portland
og eru fyrstu dómar lofsamlegir.
Gagnrýnandi Hollywood Reporter
segir tónlist Jónsa og Alex stemn-
ingsríka, nýtískulega og vinna vel
með myndmáli kvikmyndarinnar.
Morgunblaðið/Frikki
Jónsi og Alex semja
kvikmyndatónlist
Þau Páll Óskar
og Monika hyggj-
ast gleðja aðdá-
endur sína með
hörpuleik og söng
á hádegistón-
leikum í Salnum á
morgun, miðviku-
dag. Flytja þau
ýmis lög sem þau
hafa leikið saman á liðnum árum.
Tónleikarnir eru í dagskránni Líttu
inn í hádeginu og hefjast kl. 12.15.
Monika og Páll Óskar
með hádegistónleika
Senn styttist í að íslenskir áhorf-
endur geti fengið að sjá Eddu Magna-
son í verðlaunahlutverki sínu sem
sænska djasssöngkonan
Monica Zetterlund. Sam-
kvæmt upplýsingum frá
umboðsmanni leikkon-
unnar verður kvikmynd-
in Monica Z frumsýnd
hérlendis 4. apríl
nk.
Monica Z frumsýnd
hérlendis 4. apríl
Á miðvikudag Suðlæg átt, 8-13 m/s og rigning víða um land, en
úrkomulítið norðaustantil. Hiti 2 til 8 stig, svalast norðvestantil.
Á fimmtudag Vestlæg átt, 8-13 m/s og él, en slydda eða rigning
framan af degi eystra. Líkur á snjókomu suðvestantil um kvöldið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 5-10 m/s og úrkomulítið, en
súld eða rigning sunnan- og austantil í kvöld. Hiti 0 til 7 stig.
VEÐUR
Ef fjölgað verður um tvö lið í
úrvalsdeild karla í handbolta
á næsta keppnistímabili úr
átta í tíu lið, mun það lið sem
hafnar í næstneðsta sæti í
vor hafa örlög neðsta liðsins
í hendi sér. Eins og staðan er
núna bendir flest til þess að
liðum fjölgi á næsta tímabili.
Fari svo eru talsverðar líkur á
því að neðsta lið deild-
arinnar í vor, sem flest
bendir til að verði HK, falli
ekki niður um deild. »1, 2
Fjölgun gæti forð-
að HK frá falli
Halldór Orri Björnsson úr Stjörnunni
hefur samið við sænska úrvalsdeild-
arliðið Falkenberg og þar með hafa
níu íslenskir knattspyrnumenn geng-
ið til liðs við sænsk lið á þessum
vetri. Á komandi tímabili
spila tuttugu Íslend-
ingar í tveimur efstu
deildum karla og
kvenna í sænska
fótboltanum.
»4
Níu farnir til sænskra
liða á þessum vetri
„Það var fullt af fólki skjálfandi á beinunum
eftir að við töpuðum 5:0 á móti Þýskalandi
en ef fólk hefði séð leikinn og verið inni í því
sem við vorum að reyna að gera, þá hefði
það séð að það voru jákvæð teikn á lofti. Það
er ótrúlega sterkt fyrir okkur að fá staðfest-
ingu á því í Noregsleiknum og svo aftur
núna,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðs-
þjálfari eftir 1:0 sigur kvennalandsliðsins á
Kína. Ísland leikur um bronsið á Algarve. »3
Fullt af fólki var
skjálfandi á beinunum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Sýrland og hjálparstarf þar og í ná-
grannalöndunum er stærsta verk-
efni alþjóðasamfélagsins í áratugi,“
segir Héðinn Halldórsson, upplýs-
ingafulltrúi alþjóðasamtakanna
Barnaheilla. Á vegum samtakanna
var í gær birt skýrsla um stöðu heil-
brigðismála í Sýrlandi sem er sögð
hrikaleg. Þar hafa læknar og aðrir
þurft að taka þátt í hrottalegum
lækningaraðferðum í allsleysi sínu.
Farsóttir herja á milljónir barna,
sem eru óvarin fyrir hættulegum
sjúkdómum. Oft hendir að börn séu
aflimuð vegna þess að lækningar-
stofur eru ekki búnar tækjum eða
lyfjum, nýburar deyja í hitakössum
þegar rafmagn fer af og sjúklingar
eru rotaðir með kylfum þegar deyfi-
lyf vantar.
Innviðir samfélags hafa brostið
Síðastliðin fjögur ár hefur Héðinn
sinnt hjálparstörfum með miðlun
upplýsinga, fyrst fyrir UNICEF í
Jemen og Jórdaníu en nú fyrir al-
þjóðasamtökin Barnaheill – Save the
Children. „Átökin og neyðaraðstoðin
í Sýrlandi hafa tekið upp stóran
hluta af mínum tíma síðustu ár,“
segir Héðinn. Hann bætir við að áð-
ur en átök hófust hafi Sýrlendingar
verið á ágætu róli og heilbrigðiskerfi
þeirra gott. Í stríðrekstrinum síð-
ustu ár hafi innviðir samfélagsins
brostið. Nú sé ekki fjarri lagi að
spólað hafi verið 35 ár aftur í tím-
ann.
„Áætla má að 80.000 sýrlensk
börn kunni að vera smituð af löm-
unarveiki, sjúkdómi sem hafði
tekist að útrýma í Sýrlandi.
Langveik börn sem þjást af
sykursýki og krabbameini fá
ekki lífsnauðsynlega með-
höndlun og ungbarna- og
mæðraeftirlit er í molum.
Um 60% sjúkrahúsa í land-
inu eru óstarfhæf eða rústir
einar. Lyfjaframleiðsla er 30% af því
sem hún var fyrir stríð. Afleiðingar
þessa eru hrikalegar,“ segir Héðinn.
Flókin deiluefni
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður segir
Héðinn að alþjóðasamtök eins og
Barnaheill hafa náð að áorka miklu.
Þó séu starfsfólki skorður settar og
öryggi þess ótryggt. Barnaheill hafi
síðasta árið náð að aðstoða 400 þús-
und börn í Sýrlandi, en með óhindr-
uðum aðgangi væri hægt að ná til
mun fleiri. Ástandið sé verst þar
sem átakalínur liggi. Borgirnar
Homs og Aleppo hafi orðið sérlega
illa úti. Þá séu svæði í Sýrlandi sem
engin neyðaraðstoð hafi enn náð til.
„Eftir þriggja ára stríð er hættan
sú að fólk leiði fréttir frá Sýrlandi
hjá sér og geri sér afleiðingarnar
ekki ljósar. Því er mikilvægt að
koma upplýsingunum á framfæri.
Deiluefnin í þessu stríði eru flókin,
en það sem hreint ekki er flókið er
að milljónir barna líða skort og
þurfa neyðaraðstoð,“ segir Héðinn.
Ástandið verst á átakalínum
Mikil neyð í Sýr-
landi, segir Héðinn
Halldórsson
Ljósmynd/Barnaheill – Save the Children
Stríðsmynd Breski ljósmyndarinn Giles Duley hefur verið í Sýrlandi síðustu misserin. Hann var tískuljósmyndari í
Bretlandi, fór svo til starfa á stríðsvettvangi, varð fyrir sprengjum og missti útlimi. Nú helgar hann sig hjálparstörfum.
Stundum er sagt að í stríði sé
sannleikurinn alltaf fyrsta fórn-
arlambið. Þeir sem berast á bana-
spjót hafa hagsmuni af því að
bregða upp sem þekkilegastri
mynd af stöðu sinni og árangri.
Hvernig almenningi í landinu
reiðir af liggur þá á milli hluta,
jafnvel þó að eðli styrjalda sé
jafnan að þær bitna á þriðja
aðila máls, það er óbreyttu
fólki. Héðinn Hall-
dórsson var lengi
fréttamaður á Rík-
isútvarpinu og
fjallaði þá einkum
um erlend mál-
efni. Fór síðar í
meistaranám í
þróunar- og átakafræðum í Bret-
landi. Það opnaði honum mögu-
leika á verkefnum í útlöndum,
þangað sem hann hafði raunar
stefnt. „Vinnan mín er í raun starf
frétta- og blaðamanns á vettvangi
þar sem hlutirnir gerast, nema
hvað ég vinn fyrir mannúðar-
samtök en ekki fréttaveitu,“ segir
Héðinn sem er uppalinn í Vík í Mýr-
dal.
„Ég hef í mörg ár haft samastað
í Kaupmannahöfn. Hef þó mest
verið í verkefnum erlendis. Mið-
Austurlönd eru sá hluti heimsins
sem ég hef hvað mestan áhuga á.
Hef fengið að sérhæfa mig í mál-
efnum þaðan sem mér finnst afar
gefandi.“
Fréttamaður mannúðarinnar
MÝRDÆLINGUR Í MIÐ-AUSTURLÖNDUM
Héðinn
Halldórsson