Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 17
íbúða. Í nokkrum sveitarfélögum á
landinu eru engar félagslegar leigu-
íbúðir.
Af stærri sveitarfélögum er þessi
tíðni leiguíbúða tiltölulega hæst í
Ísafjarðarbæ og Fjallabyggð, en
hins vegar áberandi lág í Garðabæ,
Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ, Sel-
tjarnarnesi, Ölfusi og í Akranes-
kaupstað. Í stærsta sveitarfélaginu,
Reykjavík, eru þær 1,85 á hverja
100 íbúa.
Minni rekstrarvandi en áður
Í könnun Varasjóðs húsnæðis-
mála var einnig spurt hvort sveit-
arfélögin ættu við rekstrarvanda að
stríða vegna leiguíbúðanna.
Meirihluti þeirra sagðist ekki
eiga við slíkan vanda að stríða og
bentu niðurstöðurnar til þess að
nokkuð hefði dregið úr almennum
rekstrarvanda leiguíbúða sveitarfé-
laganna, 27 þeirra nefndu einhvern
rekstrarvanda, samanborið við 31
sveitarfélag 2011, og var rekstr-
arvandi algengastur í þremur lands-
hlutum, Vesturlandi, Vestfjörðum
og Norðurlandi vestra.
Þegar spurt var um ástæður
rekstrarvandans var algengasta
svarið að leigutekjur stæðu ekki
undir rekstri. Aðrar ástæður sem
voru nefndar var að íbúðirnar stæðu
auðar og að skuldir væru of miklar.
Þá er offramboð á félagslegum
leiguíbúðum í nokkrum minni sveit-
arfélögum hluti rekstrarvandans.
Annars töldu langflest sveitar-
félög skort vera á leiguíbúðum og
hafði fjölgað talsvert í þeim hópi.
Leigan frá 745-1.500 kr.
Leigugjald á m2 var afar mismun-
andi eftir sveitarfélögum árið 2012.
Meðalleiga á hvern fermetra var
lægst í Reykhólahreppi, Bláskóga-
byggð og Vestmannaeyjum, en
hæst var hún í nokkrum sveitar-
félögum á höfuðborgarsvæðinu,
Mosfellsbæ, Hafnarfirði og Sel-
tjarnarnesbæ. Til dæmis er leiga á
hvern fermetra í stúdíóíbúð rúm-
lega helmingi lægri í Reykhóla-
hreppi en á Seltjarnarnesi, eða 745
kr á móti 1.500 kr. Leigugjald á fer-
metra í tveggja herbergja íbúð er
650 kr. í Vestmannaeyjum en 1.247
kr. í Mosfellsbæ. Leiga á hvern fer-
metra í fjögurra herbergja eða
stærri íbúð í Bláskógabyggð er 654
kr., en 1.507 í Grindavík. Nokkur
sveitarfélög tilgreina ekki leigu á
fermetra, heldur miða leiguna við
stærð íbúða og af þeim er hæsta
leigan í Garðabæ.
Sveitarfélögin á landinu eiga tæplega
5.000 félagslegar leiguíbúðir. Þeim hefur
fjölgað í flestum stærri sveitarfélögum á undanförnum árum, en hlutfallslegur fjöldi þeirra er afar mismunandi
eftir sveitarfélögum og mikill munur er á leiguverði. Sífellt fleiri þiggja sérstakar húsaleigubætur, þeim hefur
fjölgað sjöfalt á undanförnum fimm árum og er búist við að þær muni nema 1,32 milljörðum króna í ár.
FÉLAGSLEGAHÚSNÆÐISKERFIÐ
Fyrir tíð Félagsbústaða voru
stundum byggð heilu fjölbýlishúsin
fyrir félagslegar íbúðir. Það er liðin
tíð og nú er lögð áhersla á að kaupa
íbúðir af verktökum eða á frjálsum
markaði. Að sögn Auðunar er í skoð-
un að byggja blönduð íbúðarhús á
svokölluðum þéttingarreitum í borg-
inni í félagi við önnur leigu- og bygg-
ingafélög.
Viðhorfin hafa breyst
Meðal þess sem hefur verið í skoð-
un er að félagið láti byggja 500-800
nýjar leiguíbúðir á næstu 7-10 árum
og í ár er gert ráð fyrir að kaupa eða
byggja sem samsvarar 35 íbúðum og
selja fimm. „Í þessum blönduðu hús-
um verða félagslegar leiguíbúðir í
bland við annað húsnæði. Það er
stefna okkar að stuðla að blöndun
því einsleitni er almennt ekki góð,“
segir Auðun.
Hann segir að á undanförnum ár-
um hafi viðhorf samfélagsins til
þeirra sem búa í félagslegu húsnæði
breyst mikið. „Áður var sumt fólk
hrætt við það þegar einstakar fé-
lagslegar íbúðir voru keyptar í stiga-
göngum, það var hrætt við að „fé-
lagslegur stimpill“ kæmi á húsið. Við
heyrum þetta ekki eins mikið núna.“
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014
Tæplega 4.500 fengu sérstakar húsa-
leigubætur á síðasta ári. Þær voru þá
greiddar af 28 af 74 sveitarfélögum á
landinu. Engin lagaleg skylda hvílir á
sveitarfélögum um að greiða sér-
stakar húsaleigubætur, en þær eru
viðbót við almennar húsaleigubætur.
Þeim var komið á í tengslum við
kjarasamninga árið 2008 og eru ætl-
aðar þeim leigjendum sem búa við erf-
iðar félags- og fjárhagslegar að-
stæður. Ríkið endurgreiðir í gegnum
jöfnunarsjóð sveitarfélaga 60% af út-
gjöldum sveitarfélaganna vegna þess-
ara bóta.
Næstum öll stærri sveitarfélög á
suðvesturhluta landsins, frá Árborg
til Borgarbyggðar, greiða sérstakar
húsaleigubætur, einnig stór hluti fjöl-
mennari sveitarfélaga á landsbyggð-
inni.
46 sveitarfélög, eða rúm 60%,
greiddu ekki slíkar bætur í fyrra. Í
þeim hópi eru aðallega minni sveit-
arfélögin, en líka nokkur stærri eins
og t.d. Vesturbyggð, Norðurþing og
Vestmannaeyjabær. Þá hafa þrjú
sveitarfélög uppi áform um að greiða
bæturnar í ár; Garðabær, Fjallabyggð
og sveitarfélagið Hornafjörður.
Konur og öryrkjar
Flestir sem fá þessar bætur eru
einhleypir og yngri en 35 ára, konur
eru þar í miklum meirihluta og ein-
stæðar mæður eru stór hluti þess
hóps. Öryrkjar eru rúmur þriðjungur
þeirra sem þiggja þessar bætur.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í könnun, sem unnin var í fyrra
á vegum Samráðsnefndar um fram-
kvæmd laga og reglugerða um hús-
næðisbætur. Þar kemur líka fram að
um helmingur einhleypra húsa-
leigubótaþega sé með árstekjur undir
tveimur milljónum króna og að meiri-
hluti þeirra búi í tveggja og þriggja
herbergja íbúðum.
Þegar skipting þeirra sem fengu
sérstakar húsaleigubætur eftir teg-
undum leiguhúsnæðis var skoðuð
kom í ljós að lítill munur var á hlut-
falli þeirra sem voru í félagslegu
leiguhúsnæði og á almennum leigu-
markaði.
Ef hópurinn sem fékk sérstakar
húsaleigubætur er greindur eftir at-
vinnustöðu sést að örorkulífeyris-
þegar eru langstærsti hópurinn, eða
um 38%. Aðrir hópar eru launþegar
með lágar tekjur, tæp 20%, atvinnu-
lausir tæp 18% og ellilífeyrisþegar,
16,5%. Þá er nokkuð um að námsfólk
fái bæturnar.
6,4% þeirra sem fengu þessar bæt-
ur voru erlendir ríkisborgarar.
Sjö sinnum fleiri nú en 2008
Meðalfjárhæð sérstakra húsa-
leigubóta var tæpar 25.000 krónur á
mánuði í fyrra og alls greiddu sveit-
arfélögin 1,24 milljarða króna í slíkar
bætur. Samkvæmt gögnum Jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga hafa raun-
greiðslur þeirra rúmlega áttfaldast
frá árinu 2008 þegar þær voru fyrst
greiddar. Að sama skapi hefur fjöldi
bótaþega næstum því sjöfaldast á
þessu tímabili, eða úr 667 árið 2008 í
rúmlega 4.500 í fyrra.
Samkvæmt áætlunum Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga er í ár gert ráð
fyrir að sérstakar húsaleigubætur
muni nema 1.320.450.480 krónum.
Þar af munu framlög sjóðsins nema
rúmum 792 milljónum króna.
Raungreiðslur sérstakra húsaleigubóta
í milljónum króna árin 2008-2013
Heimild: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
20092008 2010 2011 2012 2013
148,7
353,7
971
1.061,3
1.133,1
1.240,1
Fjöldi þeirra sem fengu sérstakar
húsaleigubætur á árunum 2008-2013
Heimild: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
50.000
45.000
40.000
35.000
30.000
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
2008 2009 2010 2011 2012 2013
667
1.257
3.473
3.756
4.112
4.580
Sífellt fleiri fá sérstakar húsa-
leigubætur frá sveitarfélögunum
Þær eru greiddar af um 40% sveitarfélaga Áætlaðar 1,32 milljarðar í ár
Sérstakar húsaleigubætur Áætlað er að þær muni nema 1.320.450.480 kr.
í ár. Um 4.500 manns fengu þær í fyrra, en ekki greiða öll sveitarfélög þær.
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 7990.- m2