Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 19
í ríflega 800 milljarða króna. Fyrirliggjandi
áætlanir sýna að greiðslujöfnuður þjóðarbús-
ins veitir lítið sem ekkert svigrúm til að losa út
þær eignir fyrir gjaldeyri – þótt þær yrðu verð-
lagðar mjög lágt í erlendum gjaldmiðlum.
Undirliggjandi viðskiptaafgangur, sá nettó-
gjaldeyrir sem þjóðarbúið skapar, mun að
óbreyttu ekki duga til að standa straum af
samningsbundnum erlendum lánum annarra
en ríkissjóðs og Seðlabankans. Til 2018 þurfa
innlendir aðilar að endurfjármagna erlend lán
sem eru á gjalddaga fyrir um 385 milljarða.
Greining Seðlabankans er gerð í samræmi
við viðurkennda aðferðafræði Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins (AGS) en samkvæmt heimildum
mun sjóðurinn sjálfur birta sambærilega spá
um greiðslujöfnuð Íslands í maí næstkomandi.
Nýr yfirmaður sendinefndar AGS um málefni
Íslands, Bandaríkjamaðurinn Peter Dohlman,
fundaði með ýmsum fulltrúum stjórnvalda hér-
lendis fyrir skemmstu, meðal annars Seðla-
bankanum og ráðgjafahópi um afnám hafta.
Fulltrúar kröfuhafa hafa haft væntingar um
að hægt yrði að ná samkomulagi um uppgjör
bankanna, með einhvers konar aðkomu stjórn-
valda, þegar greining Seðlabankans lægi fyrir.
Ólíklegt er að það gangi eftir. Forystumenn
stjórnvalda hafa sagt að þeir líti ekki á þau mál
er varða uppgjör Glitnis og Kaupþings þannig
að ríkið sé að fara í viðræður við erlenda kröfu-
hafa. „Það er ekki ríkið sem skuldar kröfu-
höfum gjaldeyri,“ hefur Bjarni Benediktsson,
efnahags- og fjármálaráðherra, látið hafa eftir
sér. Sú afstaða er eftir sem áður óbreytt.
Ræður miklu um næstu skref
Morgunblaðið/Kristinn
Lausn Seðlabankastjóri hefur sagt að slitastjórnir þurfi að koma með „útfærðar hugmyndir“.
Seðlabankinn hefur lokið ítarlegri greiningu á greiðslujöfnuði Íslands Mun ráða miklu um hvaða
leið verður farin við afnám hafta Ekkert svigrúm til að losa út krónueignir kröfuhafa fyrir gjaldeyri
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Seðlabanki Íslands hefur lokið vinnu við ítar-
lega greiningu á greiðslujöfnuði íslenska þjóð-
arbúsins sem ríkisstjórin hafði óskað eftir.
Niðurstaða þeirrar greiningar mun ráða miklu
um þá leið sem verður farin í tengslum við upp-
gjör búa föllnu bankanna og í kjölfarið afnám
fjármagnshafta. Ekki stendur til að birta opin-
berlega niðurstöður vinnu Seðlabankans. Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra
hefur sagt að það væri „ólíklegt“ að slíkt „þjón-
aði hagsmunum Íslands“. Ekki náðist í for-
sætisráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
kynnti Seðlabankinn greiðslujafnaðargrein-
ingu sína á fundi í forsætisráðuneytinu sl. mið-
vikudag. Sérstakur ráðgjafahópur stjórnvalda
um afnám hafta átti í kjölfarið einnig fund með
Má Guðmyndssyni seðlabankastjóra og öðrum
fulltrúum Seðlabankans á föstudaginn þar sem
hópurinn fékk kynningu á greiningu bankans.
Í greiningu Seðlabankans eru skoðaðar ýms-
ar ólíkar sviðsmyndir sem meðal annars taka
tillit til þess hvaða áhrif það hefði á greiðslu-
jöfnuð Íslands við útlönd – með öðrum orðum
gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins – ef krónueign-
um erlendra aðila sem eru nú fastar á bak við
fjármagnshöft yrði hleypt úr landi. Þær sviðs-
myndir gera sömuleiðis ráð fyrir afar litlu út-
flæði vegna innlendra aðila sem myndu vilja
selja krónueignir í skiptum fyrir gjaldeyri.
Við uppgjör búa föllnu bankanna myndi út-
greiðsla á krónueignum til erlendra kröfuhafa
að óbreyttu stækka hina títtnefndu snjóhengju
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014
Áþreifanleg vellíðanEDDAHEILDVERSLUN
Stofnsett 1932
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími: 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is82ÁRA
EDDA Heildverslun
Draumur um góða nótt
Heildverslun með lín fyrir:
• hótelið
• gistiheimilið
• bændagistinguna
• salinn
• heilsulindina
• hjúkrunarheimilið
• þvottahúsið
• sérverslunina
Gæði og glæsileiki
Heildverslunin Edda
hefur um áratuga skeið
sérhæft sig sem innflytjandi
á líni. Mörg af stærstu
hótelum landsins jafnt sem
minni nota allt lín frá okkur.
Bjóðum einnig upp á
lífrænt lín.
Með greiðslujafnaðargreiningu Seðla-
bankans fá stjórnvöld nú enn skýrari
mynd en áður hvaða leiðir séu færar við
afnám hafta – og kannski ekki síður hvaða
leiðir koma ekki til greina. Staða þjóð-
arbúsins er aðþrengd og ljóst að kröfuhaf-
ar bankanna geta ekki vænst þess að fá að
skipta krónum í gjaldeyri svo neinu nemi.
Fulltrúar kröfuhafa Glitnis og Kaup-
þings hafa enn ekki komið með raunhæfar
hugmyndir sem fela í sér að krónueignir
(um 420 milljarðar) verði seldar fyrir
gjaldeyri á verulegum afslætti – að
minnsta kosti 75%. Að óbreyttu eru engar
líkur á að Seðlabankinn veiti undanþágu
til að greiða gjaldeyri til kröfuhafa. Eiga
þau 890 milljarða í reiðufé í erlendri mynt.
Seðlabankastjóri hefur sagt að eigi
bankinn að geta afgreitt undanþágubeiðni
Glitnis þurfi að koma fram „útfærð“ lausn
á 275 milljarða krónueign búsins svo
greiðslur til kröfuhafa „rúmist vel innan
svigrúms“ greiðslujafnaðar og áforma um
losun hafta. Ekki sé um „samningsefni að
ræða. Annaðhvort er skilyrðið uppfyllt eða
ekki“. Þótt greiðslujafnaðargreiningu sé
nú lokið segir það ekkert til um hvort
beiðni Glitnis verði samþykkt.
Fá enn skýrari
mynd en áður
EKKI UM SAMNINGSEFNI AÐ RÆÐA