Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 „Ráðuneytið leggur áherslu á að grípa ekki fram fyrir hendur ráðsins sem sér um valið á lista- manninum sem tekur þátt í Fen- eyjatvíæringi 2015. Það sama á við önnur ráð sem sjá um tiltekið val. Tekið skal fram að ráðherra ger- ir engar athugasemdir við valið,“ segir Magnús Ragnarsson, aðstoðar- maður Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráð- herra. Tillaga svissneska myndlistar- mannsins Christophs Büchels var valin sem framlag Íslands á Fen- eyjatvíæringinn 2015. KÍM, Kynn- ingarmiðstöð íslenskrar myndlistar, sá um valið. Sá háttur var hafður á að í fyrsta skipti var valið úr innsendum tillögum. Sýningarstjóri er Nína Magnúsdóttir, kona Büchels. Magnús sagði að tilgangur með þátttökunni væri ekki að kynna lista- menn með íslenskt vegabréf heldur ætti fulltrúinn að sýna það besta sem væri að gerast í íslenskri myndlist- arsenu. Hann benti á að eflaust hefðu Íslendingar orðið stoltir af því ef listamaðurinn Dieter Roth, sem bjó og starfaði hér um árabil, hefði verið fulltrúi Íslands á Feneyja- tvíæringnum á sínum tíma. Þá velti hann upp hinni hliðinni á sama pen- ingi; Ragnar Kjartansson starfar sem stendur í Þýskalandi og því þætti ekkert athugavert við að stjórnvöld þar myndu styðja hann. Spurður hvort eðlilegt þætti að kona Büchels væri sýningarstjóri á tvíær- ingnum svaraði Magnús því til að sér þætti réttara að aðrir svöruðu þeirri spurningu. thorunn@mbl.is Engar athuga- semdir við valið  Grípur ekki fram fyrir hendur ráðsins Magnús Ragnarsson Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Greina þarf aukningu umferðar sem fylgir byggingu nýrra hverfa betur en nú er gert að mati Ólafs Kristins Guð- mundssonar, varaformanns Félags íslenskra bifreiða- eigenda. „Það gildir einu hvort við erum að tala um byggingu nýrra hverfa eða þéttingu innan eldri byggða borgarinnar. Reykjavíkurborg verður að gera ít- arlegt umferðar- módel þar sem fjölga á verulega íbúum,“ segir Ólafur og bendir á nýkynnt skipulag Vals- svæðisins við Hlíðarenda til vitnis um skipulagsleysi í umferðarmálum. „Allar helstu umferðaræðar í kring- um Valssvæðið eru sprungnar á álagstíma. Engar umferðarbætur eru fyrirhugaðar á svæðinu og ekkert umferðarmódel liggur fyrir vegna byggingar hverfisins.“ Kostnaðurinn hjá borgarbúum Höfuðborgarsvæðið er ein stór samvaxin byggð og mikilvægt að mati Ólafs að umferðarmódel verði gerð fyrir höfuðborgarsvæðið í heild og einstök hverfi. „Þróunin sem hefur átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu er ekki ný af nálinni. Við höfum fylgst með sömu þróun í stórum borgum um allan heim þar sem byggðakjarnar eru að vaxa saman. Þá vinna menn umferðarmódel fyrir heildarsvæðið og skella ekki niður byggð nema vita um áhrif hennar á umferðina í borg- inni,“ segir Ólafur og bendir á að sinnuleysi í umferðarmálum bitni ekki á neinum öðrum en borgarbúum sjálfum. „Umferðaröngþveiti kostar okkur meira eldsneyti, stelur frá okk- ur dýrmætum tíma og eykur mengun í borginni. Við getum dregið úr öllum þessum neikvæðu áhrifum með betra skipulagi en til að skipuleggja um- ferðina betur þurfum við að vinna betri og nákvæmari umferðarmódel. Það á sérstaklega við þegar þétta á byggð í eldri borgarhlutum eða þegar byggja á upp ný hverfi.“ Engar mótvægisaðgerðir Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og fulltrúi flokksins í umhverfis- og skipulagsráði, segir engar mótvægis- aðgerðir vera fyrirhugaðar af hálfu borgarinnar vegna uppbyggingar á Valssvæðinu. „Sama var upp á ten- ingnum með fyrirhugaða stækkun Landspítalans og aðrar framkvæmd- ir. Það er auðvitað áhyggjuefni að borgin skuli ekki gera ráð fyrir mót- vægisaðgerðum í umferðinni vegna fyrirhugaðra framkvæmda,“ segir Júlíus og bendir á að nú þegar hafi umferð aukist þó nokkuð með tilkomu Háskólans í Reykjavík á svæðinu. Vinna þarf betri umferðarmódel  Reykjavíkurborg hefur ekki látið vinna sérstakt umferðarmódel vegna áætlaðrar byggðar á Valssvæðinu  Umferðaræðar í kringum svæðið sprungnar á álagstíma og engar mótvægisaðgerðir fyrirhugaðar Skipulag Ekki er gert sérstakt umferðarmódel fyrir hvert hverfi fyrir sig sem byggt er í borginni en uppbygging nýrra hverfa og þétting í eldri borgarhlutum kallar á slíka úttekt að mati varaformanns Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Ólafur Bjarnason, samgöngu- stjóri Reykjavíkurborgar, segir umferðarmódel vera gert fyrir aðalskipulag borgarinnar þar sem öll hverfi séu skoðuð en ekki gerð stór módel fyrir hvert hverfi fyrir sig. „Við höfum ekki skoðað sérstaklega fyrir þetta hverfi eitt og sér,“ segir Ólafur spurður um Valsskipulagið. Hann bendir á að aðalvandamálið sé þegar íbúar úthverfa keyri niður í bæ á morgnana. Þétting byggðar og staðsetning íbúa nær miðborg- inni sé umferðarkerfinu til góða að hans mati. Úthverfin vandamálið ÞÉTTING BYGGÐAR Ólafur Kristinn Guðmundsson Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarkirkja standa fyr- ir fræðslu- og skemmtikvöldi í kirkjunni í kvöld kl. 20. Þar mun Anna Borg halda erindi um starf- semi Krabbameinsfélagsins og Erna Magnúsdóttir segir frá starf- semi Ljóssins, auk þess sem nokkrir Ljósberar segja sögu sína. Einnig verður boðið upp á tónlistarflutn- ing, kaffi og súkkulaði. Morgunblaðið/Sverrir Ljósberar í Hafn- arfirði í kvöld Hrafnkell Lár- usson sagnfræð- ingur mun flytja erindi í fyrir- lestrasal Þjóð- minjasafnsins kl. 12.05 í dag. Er- indið nefnist „Tjáningarfrelsi og nánd: Um fjöl- miðlun og fá- menn samfélög“ og er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands; Nýj- ustu rannsóknir í sagnfræði. Mun Hrafnkell m.a. fjalla um hvaða áhrif staðsetning fjölmiðla hefur á nálg- anir þeirra og tengsl við þau sam- félög sem þeir velja að fjalla um. Erindið er opið öllum áhugasömum. Rætt um fjölmiðlun og fámenn samfélög Hrafnkell Lárusson Aðalfundur Regins hf. verður haldinn 8. apríl 2014 REGINN HF. HAGASMÁRA 1 201 KÓPAVOGUR SÍMI 512 8900 REGINN.IS Stjórn Regins hf. boðar til aðalfundar í félaginu og verður hann haldinn í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi, fundasalnum Rímu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 8. apríl 2014 og hefst stundvíslega kl. 16:00. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á næstliðnu reikningsári. 4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar. 5. Kosning félagsstjórnar. 6. Kosning endurskoðanda. 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil. 8. Önnur mál. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er. Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum, ef hann gerir skriflega kröfu um það til stjórnar áður en tvær vikur eru til aðalfundarins. Nánar um heimildir hluthafa til að fá mál tekin til meðferðar á fundinum vísast til samþykkta félagsins sem finna má á heimasíðu þess. Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst þess. Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt, ef tillögur koma fram um fleiri menn en kjósa skal um. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á heimasíðu félagsins, www.reginn.is/fjarfestar. Um frest til að tilkynna um framboð til stjórnar vísast til 23. gr. samþykkta félagsins. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, án tillits til þess hversu margir sækja hann sbr. 14. gr. samþykkta félagsins. Dagskrá og endanlegar tillögur munu vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins í Smáralind, 3. hæð, Hagasmára 1, 201 Kópavogi, tveimur vikum fyrir aðalfundinn. Upplýsingarnar verða auk þess aðgengilegar á heimasíðu félagsins, www.reginn.is. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Kópavogur, 11. mars 2014 Stjórn Regins hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.