Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 Hyundai / BL ehf. Hyundai – Kauptúni 1– 210 Garðabæ – Sími: 575 1200 www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – IB ehf. / Selfossi / 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 6 17 3 7 *M ið að vi ð up pg ef na rt öl ur fra m le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri ix35 Vandaður - fjórhjóladrifinn 5 ára ábyrgð Ótakmarkaður akstur Hyundai ix35, dísil, beinskiptur – Verð: 5.790.000 kr. Hyundai ix35, dísil, sjálfskiptur – Verð: 6.390.000 kr. Fjórhjóladrifinn / hiti í stýri / hiti í fram- og aftursætum / HAC brekkubremsa bakkmyndavél / fjarlægðarskynjarar að aftan og framan / eldsneytisnotkun 5,5 l/ 100 km* Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýtt fjárhús á bænum Árholti á Tjörnesi var tekið í notkun um helgina. „Ég hafði um tvennt að velja, annars vegar að bregða búi eða hugsa til framtíðar og fara í uppbyggingu. Valið var í sjálfu sér ekki erfitt,“ segir Jón Gunn- arsson bóndi. Í vetur er hann með um 400 fjár á fóðrum en að loknum sauð- burði í maí verða hausarnir alls 1.000. Hann stefnir hins vegar að því að fjölga ám á vetrarfóðrum í 500 á næstu árum og nýtt fjárhús kemur sér þá vel, jafnframt því sem hin eldri verða notuð áfram. Aðstaðan í fjárhúsinu er öll hin besta. Í húsunum sérstakar stíur eða básar þar sem nýbornar ær geta verið með lömbum sínum fyrsta sólarhringinn eða svo. „Burðaraðstaða segja bændur en aðrir væntanlega fæðingardeild,“ segir Jón og kímir. Fóðurgangar eru breiðir og langir og því auð- velt að aka heyi þangað inn á vögnum. Einnig eru stórar gjafa- grindur í húsinu þar sem fé getur gengið að töðunni, svo ekki þarf að gefa nema fjórða hvern dag eða svo. „Maður lítur auðvitað inn í hús- in kvölds og morgna og gætir að hvort ekki sé allt í lagi. Stóra málið er samt að vinnuaðstaðan er alveg fyrsta flokks,“ segir Jón sem heimsótti nokkra bændur og tók fjárhús þeirra út. Á því byggjandi bræddi hann þekk- inguna saman við sínar eigin hugmyndir og rissaði upp teikn- ingar. Fagmenn útfærðu þær frekar og í ágústbyrjun í fyrra voru sökklar steyptir. Síðan var byggingin reist, stálgrindahús sem tekur alls um 400 fjár. Opið fyrir gesti og gangandi Næsta laugardag, 15. mars, ætlar Jón að vera með opið hús í Árholti fyrir gesti og gangandi sem vilja kynna sér aðstöðuna. „Nú síðustu daga hafa nokkrir bændur haft samband við mig til þess að spyrja og spá. Nokkrir hafa boðað komu sína sem segir einfaldlega að sauðfjárbændur ætla að sækja fram. Byggja og fjölga í stofninum eins og ég hef á prjónunum,“ segir Jón um framkvæmdir sínar. Samanlagður kostnaður við þær er um 30 millj- ónir króna. Uppbygging þessi er að hluta til fjármögnuð með lán- um frá Íslandsbanka, þar sem mönnum leist vel á rekstrar- áætlun og sáu að dæmið gengi upp. Sveit Jón Gunnarsson segir sauðfjárbændur ætla að sækja fram, byggja og fjölga í stofninum. Vinnuaðstaðan er alveg fyrsta flokks  Nýtt hús fyrir 400 fjár tekið í notkun í Árholti á Tjörnesi  Stefnir að því að stækka bústofninn Sauðfé Fóðurgangar eru breiðir og lágir sem auðveldar alla vinnu við heyburð. Ljósmynd/Aðalsteinn Árni Baldursson Á gangi Vinnuaðstaðan er góð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.