Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Félagslegar leiguíbúðir eru ætlaðar þeim sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar fram- færslubyrðar eða annarra félags- legra erfiðleika. Í lok ársins 2012 áttu sveitarfélögin á landinu 4.840 félagslegar leiguíbúðir, þar af voru 993 íbúðir fyrir aldraða og fatlað fólk. Í lauslegri könnun Morgunblaðs- ins, sem byggð var á fyrirspurnum til forstöðumanna félagsþjónusta á landinu, kom m.a. í ljós að sums staðar hefur fólk verið á biðlista eft- ir félagslegu húsnæði í allt að tíu ár. Slíkt telst þó til undantekninga og algengt er að biðtíminn sé um tvö ár hjá stærri sveitarfélögum og er gjarnan styttri hjá þeim minni. Hjá allflestum kom fram að bið- listar hafa lengst mjög á undan- förnum árum og fjöldi á biðlista er víða talsvert meiri en sem nemur fjölda íbúða. Flestir eru að bíða eft- ir litlum íbúðum, tveggja eða þriggja herbergja. Í þessari könnun kom líka fram að sífellt eykst hlutfall þeirra um- sækjenda sem eru skilgreindir í brýnni þörf fyrir húsnæði. Flestir þeirra sem leigja félagslegar íbúðir sveitarfélaganna eru einstæðar mæður og einhleypir karlar. Mikil fjölgun á milli ára Í könnun sem Varasjóður hús- næðismála gerði á leiguíbúðum sveitarfélaga 2012 kemur m.a. fram að félagslegum leiguíbúðum í stærstu sveitarfélögum landsins hefur fjölgað talsvert á milli ára. Þar kemur líka fram að fjöldi slíkra íbúða er afar mismunandi eftir landshlutum, en flestar þeirra eru, eins og gefur að skilja, þar sem flestir búa; í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu. Hæsta hlutfallið á Vopnafirði Það sveitarfélag þar sem fjöldi fé- lagslegra leiguíbúða á hverja 100 íbúa var mestur árið 2012 er Vopna- fjarðarhreppur, þar sem það var 9,02. Næstflestar voru félagslegu leiguíbúðirnar í sveitarfélaginu Skagaströnd, 5,91 á hverja 100 íbúa. Þess ber að geta að íbúafjöldi í hvoru þessara tveggja sveitarfélaga er á bilinu 500-700 og því þurfa fé- lagslegar leiguíbúðir ekki að vera margar til að vera hátt hlutfall allra Skipting leiguíbúða sveitarfélaganna eftir landshlutum 1.800 1.600 1.400 1.200 800 600 400 200 0 1. 79 0 60 4 21 3 42 2 0 91 23 10 2 1 88 42 10 11 7 39 5 1 1 14 25 3 5 38 6 72 25 11 1 12 2 69 16 5 78 45 Re yk ja vík Ve st ur la nd No rð ur la nd ey st ra Kr ag in n Ve st fir ði r Au st ur la nd Su ðu rn es No rð ur la nd ve st ra Su ðu rla nd 718 140 174 302316 207 483 2882.212 Félagslegar leiguíbúðir (alls 3.588) Íbúðir fyrir fatlað og aldrað fólk (alls 993) Aðrar íbúðir (alls 259) Samtals (4.840) Um 5.000 félagslegar leiguíbúðir eru á landinu  Allt að 50% munur er á leiguverði félagslegra leiguíbúða  Dregið hefur úr rekstrarvanda í félagslega leiguíbúðakerfinu  Hlutfall félagslegra leiguíbúða er afar misjafnt eftir sveitarfélögum MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 SVEITARFÉLÖGIN FÉLAGSÞJÓNUSTA Reynt er að dreifa félagslegu leigu- húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar sem víðast, en allt félagslegt hús- næði í borginni er í eigu Fé- lagsbústaða hf. Lítið framboð er á markaði af hentugu húsnæði, biðlist- ar hjá Félagsbústöðum lengjast í sí- fellu og í skoðun er að byggja 500- 800 nýjar íbúðir. Félagsbústaðir hf. er hlutafélag um eignarhald og rekstur fé- lagslegra leiguíbúða og er í eigu Reykjavíkurborgar. Félagið er eitt stærsta leigufélagið í borginni og á nú um 2.220 íbúðir, flestar eru þær 1-2 herbergja, en þær stærstu eru fimm herbergja og stærri. Af þess- um íbúðum eru um 1.800 almennar íbúðir. Þjónustuíbúðir fyrir aldraða og íbúðir í sambýlum fyrir fatlað fólk eru samtals um 400. Um þriðjungur íbúðanna er í Breiðholti, en annars dreifast þær nokkuð jafnt um hverfi borgarinnar. Fjöldi almennra íbúða í eigu Fé- lagsbústaða í árslok 2012 svaraði til 15 íbúða á hverja 1.000 íbúa Reykja- víkur, en var á sama mælikvarða átta íbúðir árið 1997, þegar félagið var stofnað. Um 850 eru á biðlista Auðunn Freyr Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða hf. segir félagslegum íbúðum lítið hafa fjölgað undanfarin ár, þrátt fyrir sí- aukna þörf. „Það er sífellt erfiðara að finna litlar íbúðir til kaups fyrir félagið,“ segir Auðun. „Á sama tíma er neyðarástand á húsnæðismarkaði í borginni og biðlistarnir okkar lengjast stöðugt.“ Ein ástæða þessa er, að sögn Auðunar, að ekki hefur verið lögð nægileg áhersla á að byggja litlar íbúðir, þær séu oft af- gangsstærð í öðrum verkefnum. Núna eru um 850 á biðlista eftir fé- lagslegu húsnæði í Reykjavík, þar af eru 550 í brýnni þörf. Að sögn Auðunar býr fólk að með- Morgunblaðið/ÞÖK Húsnæði Félagslegt húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar er víða um borgina. Ekki lengur „bæjarblokkir“  Íhuga að byggja 500-800 íbúðir altali í 11-12 ár í íbúðum Félags- bústaða, það geti þó verið talsvert lengur ef fólk eigi erfitt með að búa sjálfstætt, eins og t.d. sumt aldrað og fatlað fólk. Einnig geti það verið talsvert skemur.  Þeir sem eiga við bráðan húsnæðisvanda að etja og geta ekki sjálf- ir séð sér fyrir húsnæði af félagslegum eða fjárhagslegum orsökum geta átt möguleika á úthlutun félagslegrar leiguíbúðar. Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára gamall og skráður með lög- heimili í viðkomandi sveitarfélagi. Að öllu jöfnu er sótt um félagslegt húsnæði hjá húsnæðisfulltrúa eða félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags. Úthlutunin ræðst fyrst og fremst af fjölskylduhögum, félagslegum aðstæðum og eigna- og tekjumörkum. Hvert sveitarfélag setur sér síðan sínar eigin og nánari reglur um skilyrði fyrir úthlutun og er þær yfirleitt að finna á vefsíðum sveitar- félaganna. Ræðst aðallega af fjöl- skylduaðstæðum og tekjum Morgunblaðið/Golli 170 - 200 íbúðir á ári  Um 170-200 íbúðum er út- hlutað á vegum Félagsbústaða á ári hverju. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sér um út- hlutun þeirra og koma Fé- lagsbústaðir ekki beint að út- hlutun. Þeir sem telja sig eiga rétt á félagslegu húsnæði fara í félagslegt mat hjá velferð- arsviði. Þar eru eignir og tekjur metnar, eignamörk einstaklings eru 4.381.223 kr. og tekjumörk eru 3.142.000 kr. Að auki eru félagslegar aðstæður umsækj- enda metnar til stiga og verða umsækjendur að vera metnir til a.m.k. 4 stiga til að koma til greina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.