Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 ✝ Steinunn Þór-leifsdóttir, hús- móðir, fæddist í Garði, Þistilfirði, 23. maí 1932. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 2. mars 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Helgadóttir, hús- freyja, frá Róðhóli í Sléttuhlíð í Skagafirði, f. 5.11. 1892, d. 28.5. 1985 og Þórleifur Benediktsson, fæddur á Ak- urseli í Öxarfirði, bóndi í Garði í Þistilfirði, síðar bóndi í Efri- Hólum í Núpasveit , f. 10.10. 1894, d. 22.9. 1984. Bróðir Steinunnar var Lárus Benedikt Þórleifsson, f. 21.6. 1920, d. 21.5. 1968. Steinunn giftist Þórhalli Guð- Alena Yudziankova. Synir Steinunnar og Þórhalls eru: 2) Guðjón Þórhallsson, f. 8.4. 1957. Maki Guðveig Sigurðardóttir, f. 25.6. 1962. Dóttir Guðveigar: a) Elísa María Oddsdóttir, f. 13.11. 1980, sambýlismaður Jóhann Þormar. Sonur Jóhanns er Ing- ólfur Ari Þormar, f. 15.5. 1998. Börn Guðjóns og Guðveigar eru: b) Þórhallur Guðjónsson, f. 20.9. 1987. c) Lovísa Guðjóns- dóttir, f. 6.11. 1996, unnusti Bjarki Þór Valdimarsson. 3) Lárus B. Þórhallsson, f. 9.11. 1961, sambýliskona Hrönn Auð- ur Gestsdóttir, f. 7.11. 1966. Dætur Lárusar eru: a) Ólöf Steinunn Lárusdóttir, f. 20.4. 1985, sonur hennar er Sölvi Steinn Jónsson, f. 6.4. 2012. b) Ýr Lárusdóttir, f. 28.4. 1989, sambýlismaður Finnur Ólafs- son, sonur þeirra Erik Finns- son, f. 8.6. 2012. Sonur Hrannar er c) Alexander Már Sig- urgeirsson, f. 16.11. 1989, unn- usta Una Árnadóttir. Steinunn verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, 11. mars 2014, kl. 13. jónssyni frá Grindavík hinn 20. júlí 1957. Þórhallur fæddist 16.7. 1931, d. 25.12. 1998. For- eldrar hans voru Sigrún Kristjáns- dóttir og Guðjón Klemensson. Dóttir Stein- unnar er 1) Hulda Bjarnadóttir, f. 15.12. 1952. Maki Jóhann Geirdal, f. 15.11. 1952. Dóttir Huldu er a) Magnea Ólafsdóttir, f. 28.11. 1969, dótt- ir hennar er Sara Antonía Magneudóttir, f. 1.7. 2004. Börn Huldu og Jóhanns eru: b) Sig- ríður Lára Geirdal, f. 16.12. 1979, dóttir hennar er Selma Rán Melsted Hlinadóttir, f. 26.2. 2001. c) Steinþór Geirdal Jó- hannsson, f. 15.8. 1981. Maki Elsku tengdamóðir mín og vin- kona, Steinunn, er farin frá okkur. Að vita til þess að nú sértu frjáls undan þjáningu veikinda þinna og nú stödd á miklu fallegri stað er huggun harmi gegn. Minningar mínar eru miklar og yndislegar um Steinunni og Þórhall, tengdaforeldra mína. Við Elísa María, dóttir mín, kom- um til Keflavíkur fyrir rúmlega 30 árum og við komuna gengum við inn á mikla vináttu, kærleika, gleði og hamingju hjá Steinunni og Þórhalli. Vera mín hjá Stein- unni á Óðinsvöllum 17 var magn- aður tími og ævintýri fyrir dóttur mína. Heimilið var fallegasti og yndislegasti staður sem ég hafði komið til. Steinunn kenndi mér og ráðlagði varðandi matargerð, tertur og veislugerð – sem var frábært að upplifa á allan hátt. Þá visku mun ég varðveita og koma áfram til barnanna minna, Elísu, Þórhalls og Lovísu. Stein- unn mín var frábær saumakona sem hannaði mikið og saumaði á okkur fjölskylduna. Hún Stein- unn tengdamóðir mín var sá þráður sem tengdi saman fjöl- skyldur, lífshlaup, sambönd og var stór þáttur í fögrum vefnaði lífsins. Steinunn deildi með mér gleði og sorgum. Ég kveð hana Steinunni mína í dag með hjartans þakkir fyrir liðna tíð, tryggð og kærleika. Ég mun ávallt minnast þess að fórn- arlund hennar var fagurt ævi- starf. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir og vinkona, Guðveig. Ég var yngsta barnabarnið hennar ömmu og kynntist henni mjög vel því ég var mikið heima hjá henni. Við vorum oft tvær saman. Minningarnar um ömmu eru yndislegar í mínu hjarta. Amma Steinunn var allt það sem fjölskyldan gat óskað sér. Stein- unn var ekki bara besta amma í heiminum, heldur vorum við líka bestu vinkonur. Amma var snillingur í höndun- um. Ég mun aldrei gleyma fal- legu jólakjólunum sem hún saumaði á mig og ég mun varð- veita vel allt það sem hún prjón- aði á mig. Hún amma hugsaði vel um öll ömmu- og langömmubörn- in sín og hún gerði sitt allra besta til að hjálpa öllum. Það er ynd- isleg minning frá heimili ömmu. Maður fékk að vera maður sjálf- ur hjá henni og manni leið alltaf vel heima hjá henni. Heimilið hennar ömmu var alltaf skínandi hreint og allt fullt af blómum, ilmandi kökum og fullt af gestum. Það voru alltaf einhverjar kræsingar á boðstóln- um og fékk enginn að fara heim fyrr en búið var að fá sér smá í gogginn. Meira að segja síðustu daga hennar á sjúkrahúsinu, þeg- ar gestir komu, sagði hún: „Fáðu þér köku“ og þá áttu allir að fá sér kex úr kökudallinum. Fram á hennar síðasta dag var hún að bjóða fólki kökubita. Hún amma var mikil fé- lagsvera og naut þess að hafa fjölskyldu sína og vinkonur í kringum sig. Amma lét ekkert stoppa sig þrátt fyrir veikindi sín. Hún hélt áfram að lifa lífinu og með jákvæðni og sínum einstaka hugsunarhætti hélt hún áfram – þannig einstakling á maður að taka til fyrirmyndar. Hún amma vildi alltaf líta vel út og það gerði hún líka alltaf. Ég hjálpaði henni á seinni árum að láta rúllur í fallega náttúrulega litaða hárið hennar, sem hún var svo stolt af og mikið var hún allt- af glöð og þakklát fyrir þegar ég var búin að gera hana fína. Hún var alltaf svo þakklát fyrir allt sem fólk gerði til að hjálpa henni. Amma var ávallt rosalega gjaf- mild og henni fannst alltaf svo gaman að gefa. En það er málið, amma gaf ávallt af öllu hjarta – og sama hvað það er, það er besta gjöfin. Amma kenndi mér að baka og við bökuðum mikið saman allt ár- ið, t.d. kökur, snúða og smákök- ur. Það besta við jólin var að baka jólakökurnar hjá ömmu. Þótt amma væri ekki alltaf með nógu góða heilsu til baksturs, þá létti alltaf yfir henni þegar baksturinn hófst. Hún varð hressari og léttari á sér þegar við byrjuðum að baka og við skemmtum okkur vel sam- an. Amma sagði oft við mig að ég myndi taka við af henni með baksturinn og það ætla ég svo sannarlega að gera og halda upp- skriftum hennar á lofti. Elsku ömmugullið mitt, síð- ustu dagar okkar saman voru af- ar dýrmætir. Að fá að strjúka mjúku höndina þína og kyssa. Vonandi líður þér betur núna í faðmi afa, foreldra þinna og bróð- ur. Vil bara segja takk fyrir allt og að vera alltaf til staðar fyrir mig. Betri ömmu er ekki hægt að finna þótt víða væri leitað. Mér hefur alltaf verið líkt við þig og ég verð alltaf svo glöð þegar fólk segir að ég sé lík þér, það er mik- ill heiður. Ég elska þig endalaust mikið og sakna þín á hverjum degi elsku amma mín. Þín Lovísa. Aðeins tvennt er víst í þessum heimi; við fæðumst og við deyj- um. Kallið er komið hjá elsku ömmu og skilur leiðir okkar – að sinni. En mikið er kveðjustundin erfið og söknuðurinn mikill. Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem standa manni næst. Samleið okkar ömmu hófst þegar ég var rúmlega tveggja ára skotta. Amma og afi tóku á móti mér og móður minni, Guðveigu, opnum örmum og vorum við frá fyrsta degi hluti af fallegu fjöl- skyldunni ykkar. Minningarnar sem ég á um ömmu og sem við höfum skapað á okkar samleið í rúmlega 30 ár eru yndislegar og dýrmætar. Amma var alveg ein- stök kona og það var ávallt gott að vera í kringum hana og inni á hennar fallega heimili. Æsku- minningarnar frá Óðinsvöllum 17 eru ljúfar. Ég, lítil ung dama sem lék og dansaði inni í stofu hjá ömmu og skottaðist svo á milli húsa með vinkonunum í hverfinu. Alltaf var húsið hennar ömmu op- ið og allir voru ávallt velkomnir. Hún var höfðingi heim að sækja og alltaf fóru allir saddir og sælir út frá ömmukoti. Amma var al- veg einstök þegar kom að elda- mennsku, bakstri og handavinnu. Hún bakaði heimsins bestu kök- ur og þegar kom að veislum í fjöl- skyldunni var hún bakarameist- arinn sem af vandvirkni og nautn bakaði og skreytti hinar glæsi- legustu tertur. Amma var einnig mikil handavinnukona sem saum- aði og prjónaði eins lengi og heilsan leyfði. Nú leynast fallegir dúkar og litaglaðir sokkar, tátil- jur, treflar, húfur og vettlingar í hverju koti hjá niðjum hennar, sem mun ylja hjörtu okkar um ókomna tíð. Elsku amma mín, missirinn er mikill og ég á eftir að sakna heim- sóknanna til þín, nærveru þinnar, samtalanna og símtalanna á milli landa, þar sem við gátum létti- lega talað í klukkustund um allt milli himins og jarðar. Elsku ömmugullið mitt, mikið er ég þakklát fyrir að hafa komið inn í líf þitt, lært af visku þinni og staðið þétt við hlið þér þegar þú kvaddir þennan heim – það var erfitt en það var svo dýrmætt. Elsku amma, þúsund þakkir fyrir allt og fyrir að hafa verið þú – einstök, trygg, hlý og hjartgóð. Hvíldu í friði. Þín Elísa María. Elsku amma, ég veit ekki hvernig ég á að byrja á því að segja þér hversu mikið lífið á eft- ir að breytast núna þegar þú ert Steinunn ÞórleifsdóttirHans verður minnst sem eins afsvipmestu stjórnmálamönnum þjóðarinnar á síðari helmingi 20. aldar. Við Inga Jóna sendum eft- irlifandi ættingjum Matthíasar innilegar samúðarkveðjur. Geir H. Haarde. Hefði einhvern tímann komið til þess að skipa stjórnmálamönn- um í raðir eftir atorku þeirra og harðdrægni í þágu umbjóðenda sinna er enginn vafi að Matthías Bjarnason hefði verið þar í fremstu röð. Nú gustar ekki meir af þessum eftirminnilega stjórn- málamanni sem setti svo sterkan svip á Alþingi um langa hríð. Fundum okkar bar fyrst sam- an þegar ég skrifaði þingfréttir á háskólaárunum. Ég kynntist þá strax þeim eiginleikum sem voru svo sterkir í fari hans og öllu geði: Það var skapfestan á annað borð- ið en hjartahlýjan á hitt. Og á góð- um stundum voru fáir jafn gáska- fullir. Seinna áttum við eftir að sitja saman í þingflokki og við ríkis- stjórnarborðið. Matthías var þá harður í horn að taka sem fyrr. Hann reyndist öllum fjármálaráð- herrum erfiður. Ég kynntist því. Oft þurfti fleiri en einn fund til að fá niðurstöðu í mál. Það var hverjum manni happ sem átti Matthías Bjarnason að meðhaldsmanni. Ég trúi að hitt kunni að hafa verið þyngra að eiga hann að móthaldsmanni. Með öðrum orðum var betra að hafa hann með sér en á móti. Svo kappsamur gat Matthías verið að mörgum fannst hann vera skilningslaus í kröfugerð sinni. En hitt er jafn víst að hann hafði afar næman skilning á hög- um og kjörum umbjóðenda sinna. Það var í þeirra þágu að hann dró aldrei af sér. Það skildu flestir og virtu. Matthías var aðsópsmikill for- mælandi atvinnulífsins. Sjávarút- vegurinn stóð hjarta hans næst. Hann var kraftmikill sjávarút- vegsráðherra. En hitt kom ýms- um í opna skjöldu hversu hugur hans og málflutningur snerist oft um að bæta hag þeirra sem höll- um fæti stóðu í samfélaginu. Ákafi hans skilaði því ekki minni árangri í heilbrigðisráðuneytinu sem ég fann afar vel að hann hafði mikla ánægju af. Því hlutverki sinnti hann líka af metnað og ein- urð. Það var lærdómsríkt að fara með Matthíasi vestur á firði, í kjördæmið. Engum sem það gerði gat dulist að þar var ríki hans. Þar var fólkið hans. Þar naut hann sín. Traustur stuðning- ur kjósendanna jók svo áhrif hans á Alþingi. Fáir skildu þau lögmál betur en hann og fáir nýttu sér þau til hins ýtrasta eins og hann. Oft stóðu stormar um Matt- hías, kannski oftast. En hann var maður þeirrar veðráttu. Hann naut sín einfaldlega betur í storm- inum en logninu. Það var happ að hafa kynnst Matthíasi Bjarnasyni og eiga þess kost að starfa með honum. Ég hygg að það hafi verið lærdómur öllum sem reyndu. Um skeið varð smá vík á milli vina, en hún hvarf inn í blámóðu vestfirskra fjalla. Eftir lifir góð minning um svipmikinn mann sem nú hefur lokið langri og far- sælli ævi. Þorsteinn Pálsson. Með Matthíasi Bjarnasyni er kempa og eftirminnilegur per- sónuleiki af velli genginn. Við átt- um samleið á Alþingi í 12 ár og urðum ágætis kunningjar þrátt fyrir aldursmun og ólíkar stjórn- málaskoðanir. Eftirminnilegust er samveran í sjávarútvegsnefnd á árunum 1991-1995 þar sem Matthías gegndi formennsku. Spillti þá ekki starfsmaður nefndarinnar sem Matthías hafði að vonum mikið dálæti á. Nefndin fór í kynnisferðir og heimsótti sjávar- útvegsfyrirtæki eins og gengur og var Matthías þá í essinu sínu, en þótti það hvimleitt tilstand að þurfa að troða sér í plastslopp og setja upp hárnet. Aldrei sá ég hann hneppa nema eina tölu á sloppnum. Nefndir höfðu þá fundaaðstöðu í Þórshamri og með útsýni yfir Tjörnina. Árla morg- uns biðum við þess saman að fundur hæfist og horfðum yfir til ráðhússins sem var í byggingu og orðið fokhelt. Ég ákvað að stríða Matthíasi og spurði hvort honum fyndist það ekki ljótt. „Það skán- ar þegar búið verður að mála það í fallegum litum,“ sagði Matthías. Þegar ég upplýsti hann um að húsið yrði alls ekki málað var tal- ið fellt. Þá er það ekki síður eftir- minnilegt að hafa sótt Matthías og Kristínu konu hans heim í Trostansfjörð. Þar var hann kóngur í ríki sínu svo sem reynd- ar á Vestfjörðum yfirleitt. Hann sýndi gestum með stolti skóg og annan jarðargróður, vísaði á hyl fullan af laxi og benti til fjalla hvar örninn byggi sér hreiður. Matthías Bjarnason var litrík- ur stjórnmálamaður, skapríkur og fylginn sér en þó allajafna hress í framkomu og með spaugs- yrði á vörum. Þó ekki kæmi ann- að til en þáttur hans í útfærslu landhelginnar væri það nóg til að nafn hans mun eiga sinn sess á spjöldum stjórnmálasögunnar. Ég votta aðstandendum hans samúð. Hvíli hann í friði. Steingrímur J. Sigfússon. Matthíasi Bjarnasyni kynntist ég er hann varð heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra síðsum- ars 1974. Hann var einnig sjáv- arútvegsráðherra. Sjávarútvegs- ráðuneytið þótti merkilegra ráðuneyti og þar voru hann og að- stoðarmaður hans, Einar Ingv- arsson, með skrifstofur sínar. Þegar Matthías varð heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra hafði ráðuneytið starfað á fimmta ár. Flest var komið í fastar skorð- ur og mörg verkefni í gangi. Unnið var að málefnum heil- brigðisþjónustunnar á grundvelli laga um heilbrigðisþjónustu sem gengu í gildi 1. janúar 1974. Áhersla var á uppbyggingu heilsugæslunnar um landið. Um þá uppbyggingu var ekki ágrein- ingur. Ráðnir höfðu verið arki- tektar, Jón Haraldsson og Jes Einar Þorsteinsson, til að hanna heilsugæslustöðvar. Örn Bjarna- son læknir, sem nýkominn var frá lýðheilsunámi, var ráðinn tækni- legur ráðgjafi verksins. Matthías opnaði fyrstu heilsugæslustöðina eftir að hann varð ráðherra í jan- úar 1976 í Borgarnesi. Viðbyggingu fæðingardeildar Landspítala lauk á þessum tíma og opnaði Matthías hana í desem- ber 1976. Í sama mánuði var ákveðið að ríkissjóður keypti Landakotsspítala og rekstur hans settur í sjálfseignarstofnun til 20 ára. Um árabil höfðu allar heil- brigðisrannsóknir á vatni og mat- vælum verið gerðar hjá Rann- sóknastofnun sjávarútvegsins. Stofnunin vildi hætta þeim svo ákveðið var að stofna Matvæla- rannsóknir ríkisins, sem tóku til starfa í mars 1976 undir forystu Guðlaugs Hannessonar. Hún starfaði þar til Hollustuvernd rík- isins var stofnuð. Matthías hætti sem ráðherra í september 1978 en kom á ný í ráðuneytið í maí 1983. Þá var hann einnig samgönguráðherra en kaus að hafa skrifstofu sína í heilbrigðisráðuneytinu. Mér fannst hann ekki bera sama traust til ráðuneytisstjóra og annarra starfsmanna ráðuneytis- ins og áður og hann valdi sér fag- legan aðstoðarmann, ekki póli- tískan, Davíð Á. Gunnarsson, þá forstjóra Ríkisspítala. Af málum þá efst á baugi vil ég nefna áfengismeðferðarúrræði. Margir höfðu farið með góðum árangri í slíka meðferð til Banda- ríkjanna. Stofnuð voru Samtök áhugafólks um áfengis- og vímu- efnavandann (SÁÁ) sem fengu heimild til að byggja sér starfað- stöðu. Hana opnaði Matthías í desember 1983. Unnið hafði verið ötullega að uppbyggingu heilsugæslunnar frá 1974. Ákveðið var árið 1985 að taka saman yfirlit um þá upp- byggingu. Ingibjörg R. Magnús- dóttir hjúkrunardeildarstjóri annaðist vinnuna sem birtist í riti sem ráðuneytið gaf út. Ritið sýndi vel þann gang sem verið hafði á þessu sviði frá þeim tíma sem Matthías varð ráðherra fyrra sinni. Við Matthías störfuðum vel saman og ég á góðar minningar um okkar samstarf. Ég hitti hann síðast þegar ég var á ferð um Vestfirði með Sighvati Björgvins- syni þá heilbrigðisráðherra. Við fréttum af Matthíasi í Trostans- firði og gerðum boð á undan okk- ur. Matthías og Kristín tóku vel á móti okkur og hann sýndi stoltur skógrækt sína á staðnum. Þetta var skemmtileg heimsókn í sælu- reit þeirra hjóna. Við Guðrún sendum ættingj- um Matthíasar hugheilar samúð- arkveðjur. Páll Sigurðsson. „Við búum öll á sömu jörðinni, öndum öll að okkur sama loftinu, er annt um framtíð barna okkar og erum öll dauðleg,“ sagði John F. Kennedy í frægri ræðu, sem hann flutti árið 1963. Nú hefur Matthías Bjarnason lokið jarðvist sinni og þrátt fyrir að ævisaga hans bæri heitið „Járnkarlinn“ erum við minnt á að bæði Járn- karlinn sjálfur, guðinn Þór eða hvert okkar, sem er, verður að lúta um síðir í lægra haldi fyrir Elli kerlingu. Matthías var í bekk með móður minni og útskrifaðist samtímis henni í Verslunarskóla Íslands 1939. Þar með varð hann ásamt hin- um bekkjarsystkinunum hluti af upplifun minni af fólki og fyrir- bærum frá fyrstu tíð, því að þau ræktuðu vináttu sína vel um ára- tuga skeið. Um Matthías á ég ekkert nema ljúfar minningar um heilsteyptan og vel meinandi mann og vin foreldra minna. Hann var skemmtilegur maður en tók alvarlega kjörorð flokks síns „gjör rétt, þol ei órétt“ og fór því eigin leiðir eftir sannfær- ingu sinni og samvisku svo að eftir var tekið þegar hann taldi nauðsyn á því. Hann var óhræddur við að vara við því sem honum fannst miður fara og óhræddur við að taka heiðurs- sæti á framboðslista Íslands- hreyfingarinnar – lifandi lands í kosningunum 2007. Með hrærð- um huga sendi ég aðstandendum hans samúðarkveðjur og þakkir fyrir að hafa fengið að kynnast Matthíasi Bjarnasyni, dreng- skap hans og hugrekki. Ómar Ragnarsson. Sl. vor átti ég samtal við Matt- hías Bjarnason um þorskastríðin á áttunda áratug síðustu aldar. Ég var þá að skrifa stutta ritgerð fyrir nám í sagnfræði við Háskóla Íslands og þótti því tilvalið að heyra frásögn Matthíasar af þætti hans í þessum deilum. Matthías tók á móti mér á heimili sínu í Lómasölum 14 í Kópavogi og var hinn hressasti. Minni hans var eldskýrt og frásagnargáfan á fullu. Hann var tæpitungulaus rétt eins og hann var í pólitíkinni. Viðtalsfrásögnina í heild er að finna á vefsíðu Morgunblaðsins. Nú, þegar þessi skeleggi stjórnmálaforingi er látinn, er við hæfi að frásögn hans af þessum atburðum – eins og þau komu af hans vörum fyrir tæpu ári – ber- ist til þeirra sem þar koma við sögu. Björn Matthíasson. Matthías Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.