Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Enn hafði hvorki fundist tangur né
tetur í gær af malasísku þotunni
sem hvarf skyndilega og án skýr-
inga af ratsjárskjám á föstudag.
Þrátt fyrir umfangsmikla leit fjöru-
tíu skipa og 34 flugvéla frá níu lönd-
um hefur hvorki bólað á braki né
öðrum ummerkjum um vélina enn
sem komið er.
Flestir farþeganna voru Kínverj-
ar og voru kínversk stjórnvöld orðin
óþreyjufull vegna málsins í gær.
Hvöttu þau malasísk stjórnvöld til
að auka kraftinn í leitarstarfinu og
hefja rannsókn sem fyrst.
Leitarsvæðið er hins vegar ákaf-
lega víðáttumikið. Það var stækkað
úr 50 sjómílna radíus frá þeim stað
þar sem síðast barst merki frá vél-
inni í 100 sjómílur í gær þar sem
leitin hafði engan árangur borið.
Mikið af reköldum í hafinu
William Marks, herforingi í
bandaríska sjóhernum sem aðstoðar
við leitina, sagði í gær að hann ætti
von á því að svarti kassi vélarinnar
flyti einhvers staðar í sjónum.
„Bara frá lofti getum við séð hluti
sem eru allt niður í hönd eða körfu-
bolta að stærð. Þetta er því ekki
spurning um hvort við getum komið
auga á hlutina heldur er þetta gríð-
arlega stórt svæði,“ sagði Marks við
breska ríkisútvarpið BBC.
Það sem flækir leitina frekar er
að fjölfarnar siglingarleiðir liggja
um leitarsvæðið við Taílandsflóa og
Suður-Kínahaf. Það þýðir að tölu-
vert magn er af reköldum í hafinu.
Því nægir það leitarmönnum ekki
að sjá brak úr lofti heldur þarf að
skoða það í návígi til að skera úr um
hvort um sé að ræða brak úr vél-
inni.
Hvorki brak né olíubrák sem
áhöfn björgunar- og leitarflugvélar
frá Víetnam kom auga á á sunnudag
reyndist á endanum vera úr malas-
ísku flugvélinni.
Sérfræðingar í flugmálum eru
gáttaðir yfir hvarfi flugvélarinnar
sem er af gerðinni Boeing 777-200.
Ákaflega ósennilegt sé að nútíma-
flugvélar brotni skyndilega í miðju
flugi og sérstaklega sé þessi þotu-
tegund ein sú allra öruggasta sem
völ sé á. Þá hafi veðuraðstæður ver-
ið góðar og flugmaðurinn reyndur.
Hryðjuverkamenn eða
ólöglegir innflytjendur?
Ekkert neyðarkall barst frá
áhöfn þotunnar sem bendir til þess
að hvað sem gerðist hafi borið brátt
að. Hafi vélin af einhverjum sökum
splundrast í háloftunum hefur brak-
ið úr henni dreifst yfir stórt svæði.
Þannig væri erfiðara að finna brak
úr henni en ef hún hefði brotlent á
sjónum.
Spurningin um hvort um hryðju-
verk hafi verið að ræða hefur óhjá-
kvæmilega komið upp. Athygli hef-
ur beinst að tveimur mönnum sem
ferðuðust á stolnum vegabréfum.
Tilkynnt var í gær að tekist hefði að
bera kennsl á annan mannanna en
lögreglan í Malasíu gat ekki veitt
frekari upplýsingar um hann. Flug-
málastjóri Malasíu staðfesti á blaða-
mannafundi í gær að mennirnir
hefðu ekki verið „asískir í útliti“.
Þeir voru með ítalskt og austurrískt
vegabréf.
Sérfræðingar segja að þetta beri
vott um slælegt öryggiseftirlit á
flugvellinum í Kúala Lúmpúr en að
það sé þó nokkuð algengt í þessum
heimshluta. Frekar en að mennirnir
hafi verið hryðjuverkamenn gæti
allt eins verið um ólöglega fólks-
flutninga að ræða.
Afdrif flugvélarinnar enn ráðgáta
Leitarsvæðið stækkað um helming Yfirvöld bera kennsl á annan farþegann sem ferðaðist á stolnu
vegabréfi Talið geta tekið langan tíma að finna brakið ef flugvélin splundraðist í háloftunum
AFP
Bæn Malasísk telpa tendrar kerti á bænavöku fyrir farþega og áhöfn flugs Malysia Arlines í Kúala Lúmpúr.
Alls voru 239 farþegar og
áhafnarmeðlimir um borð í flugi
MH370 Malaysia Airlines frá
Kúala Lúmpúr til Peking. Þar af
voru 153 Kínverjar, 38 Malas-
íubúar, sjö Indónesar, sex Ástr-
alar, fimm Indverjar, fjórir
Frakkar og þrír Bandaríkja-
menn. Þá voru tveir farþegar frá
Nýja-Sjálandi, Úkraínu og Kan-
ada og einn frá Rússlandi, Taív-
an, Hollandi, Ítalíu og Aust-
urríki. Óvíst er þó um þá tvo
síðastnefndu þar sem farþeg-
arnir voru með stolin vegabréf.
Meirihlutinn
Kínverjar
FARÞEGARNIR OG ÁHÖFN