Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014
Skýrsla Hag-
fræðistofnunar Háskóla
Íslands staðfesti að Ís-
lendingar fá engar var-
anlegar undanþágur
varðandi sjávarútveg
eða landbúnað. Þetta
hefur að vísu alltaf kom-
ið skýrt fram þegar rætt
hefur verið við talsmenn
ESB og þeir hafa ekki
verið að stunda blekk-
ingarleikinn sem stuðn-
ingsmenn sambandsins hér á landi
hafa verið að gera. Það þarf ekki að
fara mörgum orðum um hversu
hrikaleg áhrif það hefði á lífskjör
komandi kynslóða á Íslandi ef forráð
yfir helstu auðlindum landsins yrðu
afhent einhverjum embættismönnum
í Brussel. Um þær afleiðingar eru
flestir sammála. Aðlögun Íslands að
Evrópusambandinu hefur þó fleiri
slæmar afleiðingar í för með sér eins
og almenningi hefur orðið æ ljósara
undanfarið. Í ljósi þessa er eina rétta
ákvörðunin, sem núverandi rík-
isstjórn getur tekið varðandi umsókn
Íslands, að draga hana til baka. Við
það myndu margir möguleikar opn-
ast. Sá möguleiki sem liggur ljósast
fyrir er aukin viðskipti og samstarf
við Bandaríkin, sem hafa dregist mik-
ið saman vegna aðlögunarferlis Ís-
lands að Evrópusambandinu. Þetta
aðlögunarferli er hægt að stöðva og
vinda ofan af, enda eru margar reglu-
gerðir sem samþykktar eru í gegnum
EES-samninginn afturkræfar ef vilji
er fyrir hendi. Það er ljóst að það
væri stjórnarskrárbrot ef Brussel
hefði meiri löggjafarvald á Íslandi en
Alþingi Íslendinga. Í lengri tíma hafa
íslenskir embættismenn beitt Alþingi
miklum þrýstingi til að samþykkja
reglugerðir frá Brussel sem hafa í
sumum tilfellum verið hreint og beint
skaðlegar íslenskum hagsmunum.
Þar nægir að geta
tæknilegra viðskipta-
hindrana á innflutningi
bíla, barnastóla og ann-
arra vara frá Banda-
ríkjunum og þjóðum
utan Evrópusam-
bandsins. Dæmi um
skaðlegar reglugerðir
eru þó margfalt fleiri
og í mörgum tilfellum
mikil höft á athafna-
frelsi einstaklingsins
og meira í ætt við hug-
myndir frá tímum
kommúnismans en
reglugerðir settar á 21. öldinni. Þess-
ar reglugerðir eru þess valdandi að
samkeppnishæfni Íslands versnar og
lífskjör dragast saman og löngu orðið
tímabært að endurskoða þær.
Ef ríkisstjórnin afturkallaði aðild-
arumsókn Íslands að Evrópusam-
bandinu yrðu það skýr skilaboð um
að Ísland hefði áhuga á meiri sam-
starfi við nágrannaþjóðir okkar í
vestri. Sú stefnubreyting yrði sem
eitur í beinum margra ESB-sinna,
sem sjá enga framtíð nema í faðmi
ESB, en aukin samskipti við Banda-
ríkin eru örugglega í samræmi við
þjóðarvilja. Það væri alls ekki óraun-
hæft að gera ráð fyrir að Bandaríkin
vildu gera fríverslunarsamning við
Ísland ef sú stefna yrði tekin að hætta
við frekari innlimun í Evrópusam-
bandið. Þar yrði hægt að taka meira
tillit til hagsmuna Íslands en vænt-
anlegur fríverslunarsamningur á
milli ESB og Bandaríkjanna, sem er
að vísu búið að leggja á ís í bili vegna
andstöðu Frakka. Fríverslunarsamn-
ingur við Bandaríkin yrði mikil lyfti-
stöng fyrir íslenskt atvinnulíf og auk-
inn innflutningur frá Bandaríkjunum,
þegar tæknilegum viðskiptahindr-
unum yrði rutt úr vegi, myndi auka
kaupmátt almennings, enda eru frjáls
viðskipti og aukin samkeppni á jafn-
réttisgrunni ávallt til góðs.
Evrópusambandið er í grunninn
tollabandalag, sem myndar varn-
armúra utan um hagsmuni stórfyr-
irtækja í Evrópu og í eðli sínu berst
það gegn frjálsum viðskiptum milli
þjóða. Það má leiða rök að því að lífs-
kjör almennings í sumum ríkjum
Evrópu hafa versnað m.a. vegna auk-
inna hafta og minna viðskiptafrelsis
Evrópuþjóða við þjóðir utan Evrópu.
Það eru alls ekki hagsmunir Íslands
að festast inni í tollabandalagi sem
hefur allt aðra hagsmuni en íslenskt
atvinnulíf. Viðskiptafrelsi við þjóðir
heims á verulega undir högg að
sækja á Íslandi vegna margvíslegra
reglugerða sem teknar eru inn í
gegnum EES-samninginn. Reglu-
gerðir sem engin ástæða hefur verið
til að taka upp í mörgum tilfellum.
Það er erfitt að ímynda sér að flokkur
eins og Sjálfstæðisflokkurinn, sem
hefur ávallt barist fyrir frelsi í við-
skiptum og minni afskiptum rík-
isvaldsins af lífi einstaklingsins, geti
stutt frekari aðlögun að ESB, þegar
afleiðingarnar eru sífellt að verða
ljósari.
Afturköllun umsóknar Íslands að
Evrópusambandinu myndi draga úr
áhrifum Evrópusambandsins á Ís-
landi, sem eru orðin allt of mikil. Ekki
er gott fyrir land eins og Ísland, sem
getur þakkað velmegun sína að miklu
leyti viðskiptum við aðrar þjóðir, að
leggja öll eggin í sömu körfuna. Það
er orðið löngu tímabært að hlúa að
samskiptum Íslands við Bandaríkin.
Samskiptum sem hafa verið látið sitja
á hakanum vegna þess hversu áfjáðir
margir íslenskir embættismenn eru í
að ganga í ESB. Nú er mál að linni.
Stöðva verður frekari aðlögun að
ESB, enda hefur mikill meirihluti
þjóðarinnar engan áhuga á að ganga í
Evrópusambandið.
Framtíð Íslands utan ESB
Eftir Birgi Örn
Steingrímsson » Aðlögun Íslands að
Evrópusambandinu
hefur þó fleiri slæmar
afleiðingar í för með sér
eins og almenningi hef-
ur orðið æ ljósara und-
anfarið.
Birgir Örn
Steingrímsson
Höfundur er stjórnarmaður
í Heimssýn.
Á Austurvelli var
hinn 24. febrúar sl.
mættur mikill mann-
fjöldi til að mótmæla
því að umsókn um aðild
að ESB væri dregin til
baka. Það sem vakti at-
hygli mína þarna og á
dögunum sem á eftir
fylgdu var þrennt;
nefnilega að ungt fólk
var í miklum meiri-
hluta þeirra sem mættu á Austurvöll,
að fólk á miðjum aldri og eldra sem
aldrei áður hefur tekið þátt í mótmæl-
um var þarna komið til að mótmæla
og í þriðja lagi að myndir í fjölmiðlum
af fundi sjálfstæðismanna í Valhöll
sýndu lífeyrisþega og eldra fólk sem
þorra fundarmanna.
Allir mótmælendur á Austurvelli
voru slegnir yfir því ofríki og dóna-
skap sem fólst í ákvörðun stjórn-
arflokkanna að slíta aðildarferlinu án
þess að spyrja þjóðina. Unga fólkið sá
sína sæng upp reidda hvað varðar
sambærileg lífskjör og eru í ná-
grannalöndunum og harmaði að geta
ekki búið börnum sínum sama öryggi
og atlæti og þar tíðkast. Eldra fólkið
sagðist koma vegna barna sinna og
afkomenda þeirra. Lífrými þeirra
væri ógnað með þeim stjórnarháttum
og skorti á framtíðarstefnu sem
ríkjandi væri og birtist m.a. í aðgerð-
um stjórnarflokkanna í þessu máli.
Þeir stjórnuðust ekki af heildarhags-
munum þjóðarinnar. „Mér hafði nú
aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að
mæta í mótmæli hér niðri við Al-
þingi,“ sagði einn ágætur viðmælandi
minn úr atvinnulífinu. Fulltrúar laun-
þegahreyfingarinnar lágu heldur
ekki á skoðunum sínum um málið.
Eins og þetta væri
ekki nóg birtust fréttir
um það að forseti Ís-
lands hefði ómakað sig
við að skýra út fyrir
Rússum, að Íslendingar
hefðu ekkert að gera í
ESB en ættu samleið
með Norðmönnum (!) og
Grænlendingum í ein-
hvers konar norð-
urslóðabandalagi. Utan-
ríkisráðherra er
skaðræði og ekki beitt-
asta vopnið í skúffunni eins og ein
flokkssystir hans orðaði það, en for-
setinn eykur skaðann þótt enginn
væni hann um greindarskort! Hvar
fékk hann umboð til að móta utanrík-
isstefnu landsins? Ekki í forsetakjöri.
Að öllu samanlögðu er íslensk þjóð
í miklum vanda með þá forystu sem
hún hefur valið sér í landsmálunum.
Hún á ekki betra skilið segja ein-
hverjir. Því er ég ósammála. Hún á
miklu betra skilið því hún hefur ekki
legið á liði sínu heldur þraukað og
reist við það sem fór úrskeiðis við
hrun efnahagslífsins. En þingið og
stjórnarráðið hafa brugðist hrap-
allega og ekki látið hendur standa
fram úr ermum. Vonandi fá þeir rétt-
láta ráðningu þótt síðar verði.
Eftir Sigurð
Jónsson
Sigurður Jónsson
»Eldra fólkið sagðist
koma vegna barna
sinna og afkomenda.
Lífrými þeirra væri ógn-
að með ríkjandi stjórn-
arháttum og skorti á
framtíðarstefnu.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Svipmyndir frá
Austurvelli o.fl.