Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.03.2014, Blaðsíða 29
farin frá okkur. Það sem þú hef- ur gefið mér í gegnum tíðina er ómetanlegt og það á enginn eftir að geta komið í þinn stað. Þú varst stoð mín og stytta í gegn- um erfiðar og ánægjulegar stundir, þú skildir nefnilega hvað það er mikilvægt að gleðj- ast með fólki þegar því gengur vel í lífinu, það var einn af mörg- um kostum þínum. Að eiga bestu vinkonu sem er amma manns líka er eitthvað sem ekki allir fá að upplifa, en það gafst þú mér og ég verð þér ævinlega þakklátt fyrir að vera alltaf mín. Ég á stóran hóp af góðu frændfólki í kringum mig og það er þér að þakka, þú varst partur af upp- eldinu hjá okkur öllum og mínar bestu minningar eru af Óðins- völlunum þar sem við vorum eins og heimalningar hjá þér og afa. Spilaborgir, dýragarður, plötu- spilarinn, brauð með osti og rab- babarasultu, Indiana Jones eða risastóra blómarósin þín með bleiku blómunum poppar fyrst upp í hugann á mér þegar ég hugsa um tímana okkar á Óðins- völlunum og um leið verður mér hlýtt í hjartanu. Ég veit ekki hvort þú gerðir þér einhvern tíma grein fyrir því hvað þú gafst okkur frændsystkinunum, hlýja viðmótið þitt og þolinmæð- in er ein af mörgum ástæðum fyrir því hvað mér leið og hefur alltaf liðið vel í návist þinni. Þú ert ástæðan fyrir því að við erum fjölskylda og hefur alltaf verið límið sem heldur okkur saman, það er ekki auðvelt verk að halda einni fjölskyldu saman og ég vill að þú vitir hversu mikið ég hef metið það við þig. Án þín værum við ekki við. Ég get ekki ennþá ímyndað mér lífið án þín, það á eftir að taka langan tíma að átta mig á því að ég get ekki tekið upp tólið og hringt í þig hvort sem það verður til að fá uppskriftina að súkku- laðikreminu í ellefta sinn eða segja þér frá góðum eða slæmum degi sem ég hef átt. Eitt ljósið í lífinu þínu, hann Sölvi Steinn okkar, á svo sannarlega eftir að heyra um langömmu sína sem hann var nefndur eftir. Það sem þú hefur glatt mitt hjarta með því hvað þú elskar að heyra sögur af honum og sjá hann. Og þá sér- staklega þegar hann minnir þig á Guðjón og þá hefurðu svo oft sagt „Greyið Ólöf mín“. Ég gleymi því aldrei þegar ég kom með hann í fyrsta skipti til þín eða þegar hann kyssti þig loksins í fyrsta sinn, litli grallarinn okkar, hon- um leið alltaf vel hjá Steinunni ömmu. Minningarnar lifa í hjartanu mínu, þær stundir sem við grét- um saman og þær stundir sem við hlógum saman geymi ég og minnist þeirra með þeim sem standa mér nærst. Að búa til lokaorð hérna er jafn erfitt og þegar ég var að kveðja þig í síð- asta skipti á spítalanum, síðasta ásýndin eða síðustu orðin – hvernig er hægt að segja bless í síðasta sinn? Elsku amma, ég veit að við eig- um eftir að eiga okkar stundir, þær verða öðruvísi en verða til staðar, þú ert og verður alltaf í hjartanu mínu og þangað get ég alltaf leitað ef ég þarfnast þín. Þín að eilífu, Ólöf Steinunn. Elsku amma mín. Ég stend mig að því að ætla að hringja í þig, eins og ég var vön en nú svarar ekki lengur á hinum enda línunnar. Ég er í raun enn að meðtaka að þú sért farin en samt ertu svo nálæg, bara rétt eins og þú hafir skroppið í kaffi til vinkvenna, enda varstu vön að hafa fólk í kringum þig. Gestagangur ein- kenndi heimilið þitt alla tíð og þú kunnir að taka á móti fólki. Börn- in hændust að þér og máttir þú aldrei aumt sjá. Barnabörnin þín voru þér dýrmæt og skipti engu máli, hvort þau tengdust þér beint eða á ská, þau voru alltaf börnin þín, öll með tölu – öll sem eitt. Stundirnar sem við áttum saman voru ófáar og þú hlustaðir af stakri þolinmæði. Já, þolin- mæðin var þér í blóð borin og þú sást ætíð eitthvað spaugilegt og þannig vil ég minnast þín. Þú hafðir skemmtilegan húmor, hlóst svo innilega og sagðir oft: „Mikið skelfing er nú gott að geta hlegið.“ Í framhaldi langar mig að rifja upp ljúfar minningar frá því að ég var ömmustelpa. Þú kenndir mér að fara var- lega og gæta mín í hvívetna. En þessari lífsreglu þinni fylgdi þó stundum ákveðin tegund af fljót- færni. Er mér minnisstætt þegar ég fór með þér og afa í miðbæ Reykjavíkur. Við gengum í margmenni niður Laugaveginn og stoppuðum við gatnamót Frakkastígs og Laugavegar. Skipti engum togum að þú rýkur yfir götuna með barn í eftirdragi. En barnið var ekki ég, heldur drengur á mínu reki og ekki nóg með það – þú dróst pabba drengsins með líka. Við afi geng- um í humátt á eftir og fylgdumst með. Brá þér heldur betur í brún þegar við þér blasti bláókunnugt barn, dauðskelkað og sposkur faðir. Aftar skein í skellihlæjandi andlit okkar afa. Þú varst líka sönn listakona og saumaðir, prjónaðir, heklaðir og bakaðir af stakri snilld og voru þær ófáar veisluterturnar. Næmnin og hið listræna yfir- bragð var með eindæmum fágað og handbragð þitt einstakt, bæði fyrir smekkvísi og vandvirkni. Þú varst með eindæmum greiðvikin og það bókstaflega lék allt í hönd- unum á þér. Hins vegar mun ég seint gleyma þeirri sjón sem við mér blasti er ég kom heim af balli í desembermánuði þegar ég bjó í ömmuhúsi. Heyrði ég lágvært suð koma frá eldhúsinu og vissi ég að þú varst eitthvað að sýsla, enda fannst þér gott að vinna á nóttunni – þá hafðir þú frið til að sinna áhugamálum og gast gleymt þér við að skoða snið og nýjustu tískustrauma, að ógleymdum kökuuppskriftum. Þegar ég opnaði dyrnar tók á móti mér dýrindis kökuilmur að- ventunnar og þú, elsku amma mín, með málband um hálsinn og varst að mæla lagterturnar – jafnar skyldu þær fara ofan í frystinn og svo hlóst þú að þess- ari nákvæmni þinni. Já, ég lærði af þér nákvæmni og samvisku- semi enda varstu kröfuhörð, sér- staklega gagnvart sjálfri þér – aðeins það allra besta var nógu gott. Núna á þessum tímamótum sé ég þig alheilbrigða og geislandi fallega í Sumarlandinu, svo dæmalaust létta á fæti, dansandi í bláum siffonkjól, innan um ilm- andi havaírósir. Með þakklæti í hjarta kveð ég þig nú, elsku amma mín – þú varst mér svo dýrmæt. Þín dótturdóttir, Magnea. mbl.is/minningar Í dag kveð ég þig í bili eftir að hafa þekkt þig síðan ég man eftir mér. Æskuárin eru mér alltaf minnisstæð á Óðinsvöllunum þar sem þú og afi áttuð góð ár og gerðuð ykkar heimili að heimili okkar allra. Ég var heppinn að eiga þig að, því þú varst miklu meira en bara amma. Því þú varst líka mjög góður vinur og gat maður alltaf leitað til þín. Þú varst þessi einstaka amma sem fáir eiga en allir vilja eignast. Það sem mér var annt um var að þú kenndir manni svo margt sem maður tók kannski ekki eftir fyrr en síðar meir. Manni verður stundum hugsað til yngri ára þegar þú kenndir þessum dreng að hella uppá. Þegar maður svo sá að sér, vegna einhverra hluta, þá var maður fljótt búinn að hella uppá fyrir ykkur hjónin og koma með það færandi hendi í rúmið. Þó svo að kaffið hafi ekki verið uppá marga fiska þá létuð þið ykkur samt hafa það. Þetta er ein af mörgum góðum og sterkum minningum sem maður mun geyma um þig um ókomna tíð. Ég þakka þér fyrir allt og allt, amma góð. Þinn Þórhallur yngri. Elsku amma mín, það er skrýtin tilhugsun að vita að ég muni aldrei aftur heyra ljúfu röddina þína, að við munum ekki eiga fleiri samræður um allt sem stóð hjörtum okkar næst, að ég muni ekki koma við silkimjúka húð þína aftur og sjá þig klæðast fallegu kápunum þínum, að þú munir ekki aftur taka um hendur mínar og segja mér að ég hafi fengið hendurnar þínar og horfa í augun á mér með augnaráðinu þínu þar sem ástin þín skein í gegn. Ég mun sakna þess að koma til þín og sjá þig taka á móti mér bíðandi á ganginum. Ég mun sakna þess að þú sýnir mér allt sem þú hefur heklað og með allt innpakkað í fullt af pokum. Þú lést þér oft ekki nægja að setja sama hlutinn í einn poka heldur þurfti oft annan til og auðvitað límband til þess að þetta væri al- veg örugglega vel lokað hjá þér. Þú passaðir alltaf að maður færi saddur út um dyrnar hjá þér. Það var alltaf eins og þú værir að baka fyrir veislu. Enda er það ekki skrítið þar sem ég held að einu stundirnar þar sem ekki voru gestir hjá þér hafi verið rétt á meðan þú svafst. Þú varst alltaf umvafin mörgu fólki sem þótti svo vænt um þig. Það segir svo margt um hvernig manneskju þú hafðir að geyma. Þú vildir alltaf allt gera fyrir fólkið þitt. Það var þér svo dýrmætt. Þú varst besta, hjartahlýjasta og ákveðnasta kona sem ég þekkti. Ég get að- eins vonað að ég verði brot af manneskjunni sem þú varst. Þú ert mín fyrirmynd í lífinu og móð- urhlutverkinu. Það hryggir hjartað mitt svo mikið, vitandi að Erik og tilvon- andi börn mín muni ekki alast upp þekkjandi langömmu sína. En ég mun segja þeim sögur af þér alla mína ævi. Segja þeim frá bestu konu sem gengið hefur á þessari jörðu. Konunni sem allir vildu alltaf vera hjá. Það eru for- réttindi að partur af þér lifi í mér. Ég trúi ekki hve lánsöm ég er að vera barnabarnið þitt. Ömmur eins og þú eru sjaldgæfir ger- semar. Ég hef oft ekki verið viss um hverju ég trúi með eftirlífið. En ég efast ekki um það eina sek- úndu að þú og afi eruð loksins sameinuð á ný. Ég elska þig, elsku besta amma mín, og við hittumst aftur á hinni hliðinni. Ég veit að afi passar vel upp á þig þangað til. Ýr Lárusdóttir. Það bar ekki mikið á henni Steinunni vinkonu minni út á við en stórverk vann hún, bæði til hugar og handa, á sínu fallega heimili, því hönnuður var hún í orðsins fyllstu merkingu. Allt lék í hennar höndum hvort sem það var saumaskapur, hekl eða prjón og hvert eitt stykki sem hún vann var hreinasta listaverk. Einnig voru orðlagðar allar veislutert- urnar sem hún bakaði og naut fjölskylda mín oft góðs af list- fengi hennar. Við blóm var hún ótrúlega lag- in. Óðar var lítill afleggjari orð- inn að fögru blómi og hvergi hef ég séð fallegri og stærri havaí- rósir í stofum en hjá Steinunni og móður hennar Sigríði. Æði margt var líkt með þeim mæðgum, báð- ar stórbrotnar og ríkar af elsku, umhyggju og hlýjum faðmi. Það var mér mikið happ að kynnast foreldrum hennar og bróður, því ljúfa fólki. Við Steinunn kynntumst ung- ar að árum en seinna á lífsleið- inni giftumst við báðar til Kefla- víkur, æskuvinunum Þórhalli og Herði, svo vináttuböndin styrkt- ust til lífstíðar og aldrei hefur skugga borið þar á. Byggð voru hús í Lyngholti og Háholti svo stutt var á milli heimilanna. Það kom sér oft vel því oft var leitað til hennar ef saumaskapur eða önnur handavinna var komin í strand, ævinlega var allt sjálf- sagt og gert með glöðu geði. Steinunn var í miklum metum hjá dætrum mínum, allt frá því að þær voru í barnaskóla. Oft var það ef hún leit til okkar að hún fékk þær til að sýna sér hvað þær væru að gera í skólanum og fram voru dregnar teikningar, skrif- bækur og handavinna og ætíð fengu þær hrós og hvatningu frá henni, nokkuð sem börn kunna vel að meta og gleymist aldrei. Stolt hennar voru börnin öll, bæði stór og smá. Það leyndi sér ekki þegar hún dró fram myndir af einhverju barninu þegar ég og dætur mínar heimsóttum hana. Hún fór ekki varhluta af lífsins ólgusjó en í gegnum allt stóð hún eins og klettur. Við kveðjum Steinunni með hlýju og þakklæti í hjarta, hennar vinátta gleymist aldrei. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur. Og þær eru það eina sem enginn frá okkur tekur (Davíð Stefánsson) Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur og megi guð vera með ykkur öllum. Rósa S. Helgadóttir, dætur og fjölskyldur. Sumt verður ekki umflúið, þar á meðal að kveðja þá sem eru manni kærir, en þrautum er þar með lokið. Steinunn var mér einstaklega kær, sem frænka, vinkona og næstum eins og mamma, mikil fyrirmynd með alla sína lífsspeki sem hún miðlaði og ég hef oft not- að. Fyrstu minningar mínar um frænku mína eru úr sveitinni okkar fyrir norðan, hún í Efri- Hólum og ég í Garði. Þegar Lár- us bróðir hennar eignaðist Will- lys-jeppa um miðja síðustu öld komu þau keyrandi í heimsókn, stundum til að þvo þvott eða hún og systur mínar að laga á sér hár- ið eða lita augabrúnir, ég talsvert yngri. Svo þurftu þau líka að fara í Kaupfélagið á Kópaskeri í inn- kaupaferð. Hún var eiginlega fal- legasta stúlkan í sveitinni. Henni var margt til lista lagt, einstök húsmóðir, mikil hann- yrða- og saumakona, umhyggju- söm við allt og alla og hefði kannski orðið hjúkrunarkona ef aðstæður hefðu leyft og þar hefði hún aldeilis notið sín. Ég naut góðs af saumakon- unni, hún saumaði fermingar-, brúðar- og marga fleiri kjóla á mig og fermingarföt elstu dóttur minnar. Margar tertur bakaði hún, eig- inlega listaverk, þar á meðal fermingartertur barnanna minna. Hún og Þórhallur glöddu okk- ur á ýmsa vegu, boð í sumarbú- stað, stangaveiðiböll og ýmsar uppákomur og alltaf tekið opnum örmum þegar við birtumst með börnin, t.d. á sunnudögum, og settumst upp til kvölds, mikið gaman fannst okkur, en líka mik- ið fyrir okkur haft af húsmóður- inni, en alltaf með bros á vör. Oft var mannmargt á heimili Steinunnar og Þórhalls og þar stjórnaði hún fallegu heimili af mikilli röggsemi. Síðustu ár hafa verið frænku minni talsvert snúin en henni tókst að spila úr öllum aðstæðum af stakri snilld. Þegar veikindin skullu á henni fyrir 3-4 árum miðlaði hún eins og hún best gat og hana langaði að gefa afkomendunum hvort sem voru skartgripir, húsmunir eða annað sem hún mátti missa, þetta gerði hún til að einfalda í kring- um sig svo hún væri betur sjálf- bjarga. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar systkinanna, Huldu, Guð- jóns, Lárusar, ykkar maka og allra afkomenda, stór og mynd- arlegur hópur og gott fólk sem frænka mín var stolt að eiga. Hvíl í friði. Guðbjörg, Olfert og fjölskylda. Það var sorglegt að frétta af andláti okkar sérlega ástkæru vinkonu, Steinunnar Þórleifs- dóttur, en hún kvaddi hinn 2. mars í faðmi sinnar kæru fjöl- skyldu, sem hafði verið öll hjá henni. Það er margs að minnast frá einstaklega kæru nágrenni við Steinunni og hennar fjöl- skyldu, en við áttum því láni að fagna að hún og fjölskylda henn- ar bjó í Lyngholti 17 og við í nr. 19. Seinna byggðu þau Steinunn og maður hennar, Þórhallur Guð- jónsson, nýtt hús á Óðinsvöllum 17, en vináttan dvínaði ekki þrátt fyrir að lengra væri á milli okkar. Synir þeirra, Guðjón og Lárus, festu kaup á Lynghoti 20, Lárus bjó þar skamman tíma en Guðjón og hans fjölskylda býr þar enn. Það er rétt að geta þess að fjöl- skylda Guðjóns hefur reynst okk- ur eins og okkar eigin fjölskylda á erfiðum tímum og mikill er missir þeirra, vil ég sérstaklega nefna Þórhall og þær systur, Lovísu og Elísu, sem missa nú ömmu sína og bestu vinkonu. Ég bið almáttugan guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg, einnig bið ég guð almáttugan að styrkja og blessa alla ættingja Steinunn- ar við fráfall hennar. Við Sirrý biðjum fyrir ykkur öllum, en Steinunn fær örugglega þær bestu móttökur sem hægt er að fá því Þórhallur tekur á móti henni með englahjörð. Megir þú hvíla í friði. Minning þín lifir allt- af í huga okkar, elsku Steinunn okkar. Í guðs friði. Hallgrímur, Sigurbjörg og Guðríður. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2014 Mig langar að minnast vinar míns Hjálmars með örfá- um orðum. Góðs drengs sem var bæði orðheppinn og hafði sérstak- lega góða nærveru. Þegar tvíbur- arnir Hjálmar og Benedikt gengu í Veginn með sínar fjölskyldur urðum við hjónin góðir vinir þeirra Hjálmars og Erlu og kom- um oft á heimili þeirra í Hafnar- firðinum, áður er við fórum öll út til Afríku á biblíuskóla í Jóhann- esarborg, einni hættulegustu borg í heimi. María og Sigrún dætur þeirra voru auðvitað með, og við vorum með okkar börn. Þótti sumum kunningjum okkar þetta hin mesta glæfraför, en þau voru til í að koma með okkur í þetta ævintýri. Þetta varð einhver besti tími okkar allra. Á meðan á dvöl okkar þarna stóð fórum við m.a. að skoða Kruger National Hjálmar Rúnar Jóhannsson ✝ Hjálmar fædd-ist 19. nóv- ember 1959. Hann lést 23. febrúar 2013. Útför Hjálm- ars var gerð 27. febrúar 2014. Park (stóran þjóð- garð) og vorum þar í nokkra daga, einnig fórum við til Durban við Indlandshafið, en þar lentum við í hinni mestu hættu, en við Hjálmar syntum fulllangt út og lentum í út- streymi og ætluðum ekki að hafa það af að ná landi, þar munaði minnstu að við bærum beinin fyrir um 24 árum. Þegar við hjónin ókum þjónustustúlk- unni okkar heim í jólafríið fóru þau líka með okkur. Þetta var fimm tíma ferð frá Jóhannesar- borg í norður og síðasta klukku- tímann sáum við engan hvítan mann. Þegar við komum í þorpið þar sem foreldrar hennar bjuggu dreif að fólk úr öllum áttum, mamman dansaði um og sagði „nú eru jólin komin“. Þar kom að börnin okkar vildu fara á klósett- ið, en komu svo skelfingu lostin til okkar því þau höfðu aldrei séð kamar áður, og voru nú ekki al- veg á því að nota hann. Margt annað þessu líkt upplifðum við saman í Afríkunni. Hjálmar var hagyrtur, spilaði á gítar og söng vel, hann leiddi sönghópinn í Veg- inum á tímabili við gott orðspor. Við biðjum góðan Guð að hugga og styrkja nánustu aðstandendur Hjálmars, Maríu Völu, dætur hans Maríu Láru og Sigrúnu Birnu, móður þeirra Erlu og barnabörn, Benna tvíburabróður hans og aðra ættingja og vini. Ég get ei kvatt sem kveðja ber svo kæran vin sem þig. Því hryggð í mínu hjarta er, svo hlýr þú varst við mig. Þín vinátta sem ljós á leið í lífi mínu var. Og svo var allt þitt æviskeið, það öðrum gleði bar! Og því er ég til svara seinn, en segja vil þó hér, að það var kærleiks kostur hreinn að kynnast Erlu og þér. Ég þakka lífsins bræðraband og bestu vina kjör, er ferð þú í þitt Ljósaland, til lífs á efstu skör! Og farðu vel í farsæld þá sem friður Guðs þér býr, þar góðir menn þær gjafir fá er geislar dagur nýr, sem verða sálum sigurhlíf og sælan besta þeim, í æðri vídd við eilíft líf, þar ertu kominn heim! (RK) Halldór Pálsson. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við fráfall elsku- legs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, sonar, bróður, mágs og afa, GUÐMUNDAR RÚNARS GUÐMUNDSSONAR, Úthlíð 37, Hafnarfirði. Vilborg Sverrisdóttir, Ragnar Guðmundsson, Svanhildur Anna Magnúsdóttir, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Valgerður Guðmundsdóttir, Hjálmar Árnason, Ingvar Guðmundsson, Rut Brynjarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.